Síða 1 af 1

Vatn eða vatn?

Sent: Mið 20. Mar 2024 11:40
af KaldiBoi
Sæll kæri vatnsneytandi.

Ég er að skipta um kælivökva á bifhjólinu mínu og hef vanalega nýtt mér eimað/afjónað vatn en svo segja sumir að það skipti engu máli því íslenska vatnið er svo frábært, andstætt vatni frá Evrópu/Bandaríkjunum.

Skiptir þetta í rauninni það miklu máli?

Kv.

Re: Vatn eða vatn?

Sent: Mið 20. Mar 2024 11:56
af T-bone
Aldrei hef ég nokkurntíman notað neitt annað en vatn úr krananum sem kælivatn á hvers konar vélar og tæki, og er ég menntaður vélfræðingur.

Re: Vatn eða vatn?

Sent: Mið 20. Mar 2024 12:18
af Trihard
T-bone skrifaði:Aldrei hef ég nokkurntíman notað neitt annað en vatn úr krananum sem kælivatn á hvers konar vélar og tæki, og er ég menntaður vélfræðingur.

Ég er sjálfur menntaður lögfræðingur og ég mæli með því að nota vatn úr krananum til að kæla borðtölvuna. :guy

Re: Vatn eða vatn?

Sent: Mið 20. Mar 2024 13:07
af worghal
hvernig er með allt steinefnið sem er í vatninu okkar?

Re: Vatn eða vatn?

Sent: Mið 20. Mar 2024 14:22
af rapport
worghal skrifaði:hvernig er með allt steinefnið sem er í vatninu okkar?


Það virðist vera fínt í kælimiðla...

Re: Vatn eða vatn?

Sent: Mið 20. Mar 2024 20:17
af Manager1
Ég hef aldrei heyrt um eimað vatn sem kælivökva, en það er mælt með að nota eimað vatn þegar fylla þarf á rafgeyma.

Mundu bara að blanda með frostlegi svo það frostspringi ekki hjá þér.

Re: Vatn eða vatn?

Sent: Mið 20. Mar 2024 20:59
af emmi
Ég myndi kaupa tilbúinn kælivökva á bensínstöð fyrir svona, hann er yfirleitt appelsínugulur á litinn ef ég man rétt.

Re: Vatn eða vatn?

Sent: Mið 20. Mar 2024 23:03
af jonsig
Ertu að tappa af hjólinu eða bæta á það ?

Þú setur auðvitað nýjan frostlög með samt. Eftir forskrift framleiðanda, eða samhæfðum þeim sem er fyrir svo allir frostlögurinn kekkist ekki upp!
Af hverju er frostlögur í vélum í dubai ? Frost ? Nei, frostlögurinn er góð tæringarvörn en tæringarvörnin minnkar með tímanum eftir því sem and-tæringar efnin eyðast upp.

Íslenska vatnið er síðan bara misjafnt eftir hvar þú býrð, vatnið í Hafnarfirði skilur eftir sig hvíta skán.

Re: Vatn eða vatn?

Sent: Fim 21. Mar 2024 10:40
af motard2
Ég nota þetta á mína nöðru tilbúið til notkunar og fæst í flestum
mótorhjóla búðum jafnvel bilavarahluta verslunum

https://www.motul.com/es/en/products/motocool-factory-line

Re: Vatn eða vatn?

Sent: Fim 21. Mar 2024 10:50
af CendenZ
jonsig skrifaði:Ertu að tappa af hjólinu eða bæta á það ?

Þú setur auðvitað nýjan frostlög með samt. Eftir forskrift framleiðanda, eða samhæfðum þeim sem er fyrir svo allir frostlögurinn kekkist ekki upp!
Af hverju er frostlögur í vélum í dubai ? Frost ? Nei, frostlögurinn er góð tæringarvörn en tæringarvörnin minnkar með tímanum eftir því sem and-tæringar efnin eyðast upp.

Íslenska vatnið er síðan bara misjafnt eftir hvar þú býrð, vatnið í Hafnarfirði skilur eftir sig hvíta skán.


Ég er í Hafnarfirði og með afjónunar/resínvatnshreinsibúnað í vinnunni og ef ég nota það ekki kemur píp öll tæki að vatnið er skítugt/of hátt steinefnainnihald. Bæði skítugt af salla/stein og lifandi örverum. :catgotmyballs

Re: Vatn eða vatn?

Sent: Fim 21. Mar 2024 11:03
af Maggibmovie
Vatnið okkar er nógu hreint í bifvélar sem nota kælivökva, það eru efni í kælivökvanum sem offseta þetta örlitla magn af steinefnum, sleppa því kanski að nota heitt vatn.
Ég myndi allavega kalla það excessive pjatt að setja eimað eða hreinsað vatn á vél sem er svo sett kælivökvi með í.
Ég er nánast öruggur með það að það er ekki nokkurt verkstæði á íslandi sem setur annað en kranavatn á bíla og bifhjól

Re: Vatn eða vatn?

Sent: Fim 21. Mar 2024 15:32
af jonsig
Svo er það annað annað.

Afjónað vatn,
Hvað ætli það fyrsta sem afjónað vatn geri þegar það kemst í vatnsloopu, hvort sem það er í tölvu eða í blokk á vél.

Ég hef notað bara soðið kranavatn á vatnskælingarnar í tölvunni í amk 15ár. Eina sem hefur gefið sig er bara árans pexi glerið á cpu blokkinni.