Kostnaður við bílasprautun

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 561
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Kostnaður við bílasprautun

Pósturaf roadwarrior » Mið 17. Jan 2024 21:08

Kvöldið
Var á dögunm að versla mér fornbíl (30+) þar sem glæran er orðin mjög illa farin. Sýnist á öllu á hann þurfi heilsprautun. Hefur einhver hugmynd um hvað heilsprautun á bíl kostar ca í dag. Á eftir að fara með hann og láta kíkja á hann og ég er með ákveðin aðila í huga en mig langar að vita hvað ca hvað ég á að miða við. Býst sterklega við að þetta sé dýrt dæmi, miljón plús en held að hann sé þess virði uppá framtíðna að gera
Hef jafnvel dottið í hug að prufa að gera þetta sjálfur :megasmile
Líka er ég forvitinn hvað efnið (lakkið og svo frv) kosti :sleezyjoe



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4978
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 873
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Kostnaður við bílasprautun

Pósturaf jonsig » Mið 17. Jan 2024 21:27

Spurði félaga sem er bílasprautari.
Þetta er kringum 1100þús ef bíllinn er ekki illa farinn. Þá gert í klefa.

Ég hef bara sprautað með brúsum, kannski ódýrara með fancy loftpressu og græjum.
Ég keypti síðast ca 500ml af spreyi og það er eitthvað kringum 10þ með afslætti.
Það var fínt á eina hurð. Síðan k2 glæra lítill brúsi kringum 5þ.
spartlið var einhver 3þ.
Síðan allskonar sandpappírar og drasl. 2þ
Grímur og heilgalli einhver $$$, þarft amk fína grímu því k2 glæra er baneitruð.
Síðast breytt af jonsig á Mið 17. Jan 2024 21:28, breytt samtals 1 sinni.




Rafurmegni
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við bílasprautun

Pósturaf Rafurmegni » Mið 17. Jan 2024 22:11

Af hverju er þetta svona hrikalega dýrt? Ég er búinn að vera að horfa á einhverja bílaþætti á Netflix þar sem gaurinn heilsprautar bíl á milli hádegis og seinni kaffítíma. Og já, hann sprautar í klefa.

Svo er reyndar annar sem spautar í uppblásnu tjaldi. Hann virðist vera svipað lengi.



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við bílasprautun

Pósturaf Danni V8 » Mið 17. Jan 2024 22:37

Rafurmegni skrifaði:Af hverju er þetta svona hrikalega dýrt? Ég er búinn að vera að horfa á einhverja bílaþætti á Netflix þar sem gaurinn heilsprautar bíl á milli hádegis og seinni kaffítíma. Og já, hann sprautar í klefa.

Svo er reyndar annar sem spautar í uppblásnu tjaldi. Hann virðist vera svipað lengi.


Hvað er hann lengi að taka allt af bílnum, pússa allt niður og undirbúa fyrir sprautun? Og hvað tók hann langan tíma að læra að gera þetta vel og þannig að það endist?


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


G3ML1NGZ
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Fim 22. Sep 2022 21:21
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við bílasprautun

Pósturaf G3ML1NGZ » Mið 17. Jan 2024 23:06

það er ekkert mál að gluða yfir bíl og láta líta vel út á myndavél. Ef vel á að gera er processið detailed, blautpússanir milli layera og margar umferðir.
Tímakaup og efniskostnaður telja hratt. Svo hef ég þurft að hætta að hirfa á marga bílaþætti á netflix því vinnubrögðin voru svo mikið shit.

Filterar, sandpappír, flókamottur, hreinsiefni, málning, þynnar, klefi og húsnæði, þrif á búnaði, tími sem fer í að gera panelana perfect. Ég prufaði t.d. að filma rúður í bíl og ákvað að peningurinn sem atvinnumenn fara fram á eigi bara vel rétt á sér. Sama á við um málun þó manni finnist það blóðugt.

Svo eru menn enn að hugsa um málun eins og hún var fyrir 40 árum. menn bara keyptu single stage lit og gluðuðu yfir og svo bara pússað slétt og allir kátir.
Núna er ferlið meira en betra. grunnur, pússa, litur, kannski annað coat af lit, kannski perla eða sansering, pússa og svo glæra og kannski aftur glæra. tek fram að ég er ekki með þetta 100% rétt en ferlið er lengra en marga grunar



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1564
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við bílasprautun

Pósturaf audiophile » Mið 17. Jan 2024 23:08

Rafurmegni skrifaði:Af hverju er þetta svona hrikalega dýrt? Ég er búinn að vera að horfa á einhverja bílaþætti á Netflix þar sem gaurinn heilsprautar bíl á milli hádegis og seinni kaffítíma. Og já, hann sprautar í klefa.

Svo er reyndar annar sem spautar í uppblásnu tjaldi. Hann virðist vera svipað lengi.



Af því þetta er fáránlega mikil vinna. Sprautunin sjálf er bara hluti af þessu. Undirvinnan er tímafrek og þarf að vera 100%. Þetta eru miklir hæfileikar sem liggja á baki góðri bílasprautun. Tala svo ekki um reksturinn á búnaðinum sem þarf við þetta.


Have spacesuit. Will travel.


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2377
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 148
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við bílasprautun

Pósturaf littli-Jake » Mið 17. Jan 2024 23:31

Menn eru búnir að svara þessu nokkuð vel nú þegar. Þetta er dýrt afþví að þetta er tímafrek nákvæmnin vinna ef niðurstaðan á að vera góð. Ef þetta er bíll sem þú vilt gera flottan myndi ég ekki nota hann til æfinga.

En svona af forvitni. Hvernig bíll er þetta?


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við bílasprautun

Pósturaf mainman » Fim 18. Jan 2024 17:34

Það er alveg rétt það sem nokkrir hafa sagt hérna í þræðinum að þetta sé svakaleg vinna.
Ég var á verkstæði í mörg ár þar sem var líka sprautuklefi og alltaf í notkun og þó ég reyndi alltaf að koma mér hjá því að fara í klefann þá þurfti ég stundum að hlaupa í einhver af verkunum og þetta eru alveg ómældar vinnustundir að undirbúa fyrir málun og ekkert minni vinna sem fer í frágang að lokinni málningu.
Rosalega oft þegar maður sér í amerískum þáttum þegar þeir eru að mála þá er oft bara allt teipað. Speglar, gluggalistar, handföng oþh og það er alveg crappy vinnubrögð og mundi aldrei duga í okkar veðurfari.
Það rifjast stundum upp fyrir mér þegar ég var í LA í kringum 1992 að þá voru svona bílskúrahverfi svipað og fiskiskúrarnir úr á granda og bara mexíkanar með þessa skúra og þeir voru allir að bjóða $99 paintjob.
Þá fór maður með bílinn um morguninn á leiðinni í vinnuna og sótti hann seinnipartinn og þá var búið að almála bílinn.
Það bættist síðan við $15 ef það var mikið af dældum á bílnum.
Þetta var auðvitað alveg hræðilegt og allt í ryki í lakkinu enda var bíllinn sprautaður úti fyrir framan skúrinn en ef þú varst með gamlann haug sem var rosalega ljótur þá varð hann svona "fjarska" fallegur við þetta.
Bara þarna í þessu hverfi sem ég keyrði oft framhjá voru circa 30 skúrar og allir mexarnir slógust um þá sem komu með bíla þangað.
Það fyndna er að inn í $99 var allt efni líka svo þið getið alveg reynt að ýminda ykkur gæðin í þessu en þetta þótti samt ágætt þarna úti og var mikið notað.
Sýnir kanski hvað við lítum öðruvísi á paintjob hérna heldur en úti.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4978
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 873
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Kostnaður við bílasprautun

Pósturaf jonsig » Fim 18. Jan 2024 18:03

Mér finnst alveg ógeðslega flott þessi spreykönnu project með rustoleum !

Kannski ekki hægt að gera það útaf geðbilaðri álagningu á öllu hérna á klakanum.
Án þess að segja of mikið, þá flytur inn búð hérna á klakanum brúsa af 500ml svörtu lakki á 189kr.mvsk en áfram selt á ~2000kr !
Hljómar eins og lygi, en tók mig nokkra daga að melta þessa staðreynd. Hefði haldið að þetta myndi ekki covera sendinguna.



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2327
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 56
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við bílasprautun

Pósturaf Gunnar » Fim 18. Jan 2024 20:42

ég fékk pólskan sprautara til að sprauta bíl hjá mér, var sprautaður i klefa sem við höfðum frítt aðgengi að.
fór frá mattsvörtum í steingráann sem var orginal litur. hann sá um alla undirvinnu og að sprauta. þurfti að spasla mjög lítið.
hann fór i gegnum heilu kassana af sandpappír. alltaf að fara í fínni og fínni pappír og notaði hverja örk mjög stutt. annars var það teip og alls kyns tack cloth og svona sem þurfti að kaupa.
lakkið var dýrast með grunni og glæru og þynni. 100-150þ. svo borgaði ég málaranum 150 svo þetta var svona 350-400þ paintjob og var mjög vel gert.
allt þetta var i gegnum klíkuskap svo ef þú þekkir einhvern sem þekkir einhvern þá er það kannski málið.



Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 561
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við bílasprautun

Pósturaf roadwarrior » Fim 18. Jan 2024 21:03

littli-Jake skrifaði:Menn eru búnir að svara þessu nokkuð vel nú þegar. Þetta er dýrt afþví að þetta er tímafrek nákvæmnin vinna ef niðurstaðan á að vera góð. Ef þetta er bíll sem þú vilt gera flottan myndi ég ekki nota hann til æfinga.

En svona af forvitni. Hvernig bíll er þetta?


Mig grunaði svosem að þetta væri dýrt. Þarf að skoða hann vel á næstunni með það í huga hvað ég geri. Ef þetta er gott eintak "inn við beinið" þá langar mig til að gera þetta almennilega

Þetta er Galant 91árg

Gunnar skrifaði:ég fékk pólskan sprautara til að sprauta bíl hjá mér, var sprautaður i klefa sem við höfðum frítt aðgengi að.
fór frá mattsvörtum í steingráann sem var orginal litur. hann sá um alla undirvinnu og að sprauta. þurfti að spasla mjög lítið.
hann fór i gegnum heilu kassana af sandpappír. alltaf að fara í fínni og fínni pappír og notaði hverja örk mjög stutt. annars var það teip og alls kyns tack cloth og svona sem þurfti að kaupa.
lakkið var dýrast með grunni og glæru og þynni. 100-150þ. svo borgaði ég málaranum 150 svo þetta var svona 350-400þ paintjob og var mjög vel gert.
allt þetta var i gegnum klíkuskap svo ef þú þekkir einhvern sem þekkir einhvern þá er það kannski málið.


Mja ég þekki engan sem er að sprauta þannig að ég þarf að finna einhvern sem gerir þetta fyrir sanngjarnan pening. Jonsig nefndi 1100þús sem er nálægt því sem ég var búinn að gera mér í hugarlund. Ef þetta væri ryðgað lélegt eintak af einhverjum bíl sem ég ætlaði bara að nota sem skjögtara þá myndi maður frekar láta vaða sjálfur. En ef þetta er eintak sem gæti enst mér sem fornbíll næstu árin/áratugina þá verður maður bara að láta vaða og gera þetta almennilega :baby



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4978
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 873
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Kostnaður við bílasprautun

Pósturaf jonsig » Fim 18. Jan 2024 21:13

Þetta er alveg hugmynd með pólska málarann en þeir fengu frítt aðgengi að klefa. Hefði haldið að það væri stór hluti kostnaðarins, síðan rest undanþegin skatti.

Held að 1100 þ hafi miðast við góðan díl með vsk



Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2348
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 52
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við bílasprautun

Pósturaf Klaufi » Fim 18. Jan 2024 21:21

Þú ættir að reikna með 1500þ. með vsk fyrir góð vinnubrögð ef bíllinn er góður fyrir og það á að vera vel gert.


Mynd


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2377
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 148
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við bílasprautun

Pósturaf littli-Jake » Fim 18. Jan 2024 23:05

roadwarrior skrifaði:
littli-Jake skrifaði:Menn eru búnir að svara þessu nokkuð vel nú þegar. Þetta er dýrt afþví að þetta er tímafrek nákvæmnin vinna ef niðurstaðan á að vera góð. Ef þetta er bíll sem þú vilt gera flottan myndi ég ekki nota hann til æfinga.

En svona af forvitni. Hvernig bíll er þetta?


Mig grunaði svosem að þetta væri dýrt. Þarf að skoða hann vel á næstunni með það í huga hvað ég geri. Ef þetta er gott eintak "inn við beinið" þá langar mig til að gera þetta almennilega

Þetta er Galant 91árg


Ohhh. Huggulegt boddy. Skil vel að þú viljir gera hann upp


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

SkinkiJ
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Fim 28. Jan 2016 18:57
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við bílasprautun

Pósturaf SkinkiJ » Fim 18. Jan 2024 23:09

Fólki finnst alltaf jafn skrítið hvað þetta er dýrt. Raunin er sú að íslendingar eru mjög kröfuharðir. T.d. þegar bílar eru tjónaðir og það er lagað er nánast alltaf eytt út litnum á næsta panel til að fá ekki litamismun. BNA amk. og eflaust mörgum öðrum stöðum sætta menn sig oft við þegar það er einungis málaður panelinn sem var skemmdur þrátt fyrir litamun.

Síðan er þetta mjög tímafrek vinna eins og einhverjir hér hafa sagt fyrir ofan. Sérstaklega þegar bílarnir eru orðnir gamlir, maður veit hvernig þeir verða oft hérlendis, endalaus ryðbæting og sparsl vinna.

Tíminn á verkstæði kostar alltaf í kringum 25þ held ég. lágmarksgjald fyrir blöndun á lit er uþb 4000þ. Líter af lit kostar rúmlega 30-35þ og líter af glæru rúmlega 25þ. Vanalega er gert ráð fyrir 4 lítrum á heilan bíl en fer auðvitað eftir því hversu stór bíllinn er.

Er sjálfur að læra bílamálun og erum við að sprauta L200 núna, sumir eru alveg að bugast í sparsl vinnu.
Síðast breytt af SkinkiJ á Fim 18. Jan 2024 23:10, breytt samtals 1 sinni.


Turn - Intel Core i7-7700 - Corsair Hydro H115i - 16GB DUAL DDR4 - 232GB Samsung SSD 850 EVO - 2TB TOSHIBA SATA - MSI Gaming GTX 1070 8GB - MSI Z270 TOMAHAWK
Lappi - Macbook Air 2019
SteelSeries Rival 310 | Ducky One Two | HyperX Cloud Flight | 2x BenQ 144hz 24''
1987 Volvo 240GL |1993 Mitsubishi Galant | 2005 Volvo S60 2.5T AWD