Síða 1 af 1

Kia þjónustuskoðun

Sent: Fös 08. Sep 2023 19:05
af Prentarakallinn
Hvar er hægt að fara með Kia í þjónustuskoðun annarstaðar en í umboði?

Re: Kia þjónustuskoðun

Sent: Fös 08. Sep 2023 19:58
af ColdIce

Re: Kia þjónustuskoðun

Sent: Fös 08. Sep 2023 22:20
af gunni91
Þér er í raun frjálst það fara á hvaða verkstæði sem er sem hefur réttindi sem smurstöð/verkstæði. BER reglugerðin tekur á þessu amk fyrstu tvö árin vegna basic lögbundinnar neytendarábyrgðar.

Hinsvegar er það oft bara ekki worth it... Ef velin hrynur og þú hefur farið a verkstæði sem er ekki innan þjónustunets Öskju þarftu að framvísa sönnun að rétt olía og sía var notuð, not worth it með nýjan bíl að standa í veseni fyrir einhverja þúsund kalla á dýrum nýlegum bíl.

Framleiðendur eru líka duglegir að setja kvaðir á að bíllinn komi á viðurkennt þjónustuverkstæði svo framlengda ábyrgðin haldist gild.

Re: Kia þjónustuskoðun

Sent: Mán 11. Sep 2023 07:39
af slapi
Hvernig bíl ertu með?

Einhver ástæða fyrir að þú vilt ekki í umboðið?

Re: Kia þjónustuskoðun

Sent: Mán 11. Sep 2023 22:04
af littli-Jake
slapi skrifaði:Hvernig bíl ertu með?

Einhver ástæða fyrir að þú vilt ekki í umboðið?


Sennilega það að þjónustuskoðun hjá umboði sem er lítið annað en smurþjónusta og létt yfirferð kostar á bilinu 50 til 80k

Re: Kia þjónustuskoðun

Sent: Mán 11. Sep 2023 22:37
af Frost
littli-Jake skrifaði:
slapi skrifaði:Hvernig bíl ertu með?

Einhver ástæða fyrir að þú vilt ekki í umboðið?


Sennilega það að þjónustuskoðun hjá umboði sem er lítið annað en smurþjónusta og létt yfirferð kostar á bilinu 50 til 80k


Yfirferðin er það sem skiptir oftast máli þegar það kemur að ábyrgðamálum.

Re: Kia þjónustuskoðun

Sent: Mán 11. Sep 2023 22:45
af appel
Eiga nýjir bílar ekki að vera í besta standi? Afhverju er verið að smyrja hálfa milljón í "skoðunarkostnað" á 3-4 árum á meðan ábyrgðin gildir? Þekki þetta ekki með neina aðra vöru, fariði með raftækin ykkar í þjónustuskoðun til að viðhalda lögbundinni ábyrgð?
Bílasölur auglýsa ekki ábyrgð með fyrirvara, gera þær?

Held að Neytendastofa þurfi sambærileg völd og Samkeppnisyfirvöld.

Þetta er svo mikið ripoff. Ég fór með bílinn minn í þjónustuskoðun í 5 ár, ekki í 20 ár. Borgaði meira fyrir viðhald fyrstu 5 árin en síðari 20 árin.

Re: Kia þjónustuskoðun

Sent: Mán 11. Sep 2023 23:28
af Frost
appel skrifaði:Eiga nýjir bílar ekki að vera í besta standi? Afhverju er verið að smyrja hálfa milljón í "skoðunarkostnað" á 3-4 árum á meðan ábyrgðin gildir? Þekki þetta ekki með neina aðra vöru, fariði með raftækin ykkar í þjónustuskoðun til að viðhalda lögbundinni ábyrgð?
Bílasölur auglýsa ekki ábyrgð með fyrirvara, gera þær?

Held að Neytendastofa þurfi sambærileg völd og Samkeppnisyfirvöld.

Þetta er svo mikið ripoff. Ég fór með bílinn minn í þjónustuskoðun í 5 ár, ekki í 20 ár. Borgaði meira fyrir viðhald fyrstu 5 árin en síðari 20 árin.


Eins og með allt þá er ekkert fullkomið. Bílar í dag eiga að vera í besta standi en þú getur ekki komið í veg fyrir framleiðslugalla. Framleiðendur geta breytt hönnun á íhlutum eftir að það er komin nokkura ára reynsla á þá og umboð og viðurkenndir þjónustuaðilar hafa allar þær upplýsingar sem hið almenna verkstæði hefur ekki.

Þegar það kemur að verðinu þá er kostnaður að halda úti umboði mikið meiri heldur en almennu verkstæði. Til að mynda kröfur um staðlaða þjálfun bifvélavirkja frá framleiðanda og sérverkfæri sem kosta sitt. Þetta á ekki við um almenn verkstæði.

Re: Kia þjónustuskoðun

Sent: Þri 12. Sep 2023 00:22
af appel
Frost skrifaði:
appel skrifaði:Eiga nýjir bílar ekki að vera í besta standi? Afhverju er verið að smyrja hálfa milljón í "skoðunarkostnað" á 3-4 árum á meðan ábyrgðin gildir? Þekki þetta ekki með neina aðra vöru, fariði með raftækin ykkar í þjónustuskoðun til að viðhalda lögbundinni ábyrgð?
Bílasölur auglýsa ekki ábyrgð með fyrirvara, gera þær?

Held að Neytendastofa þurfi sambærileg völd og Samkeppnisyfirvöld.

Þetta er svo mikið ripoff. Ég fór með bílinn minn í þjónustuskoðun í 5 ár, ekki í 20 ár. Borgaði meira fyrir viðhald fyrstu 5 árin en síðari 20 árin.


Eins og með allt þá er ekkert fullkomið. Bílar í dag eiga að vera í besta standi en þú getur ekki komið í veg fyrir framleiðslugalla. Framleiðendur geta breytt hönnun á íhlutum eftir að það er komin nokkura ára reynsla á þá og umboð og viðurkenndir þjónustuaðilar hafa allar þær upplýsingar sem hið almenna verkstæði hefur ekki.

Þegar það kemur að verðinu þá er kostnaður að halda úti umboði mikið meiri heldur en almennu verkstæði. Til að mynda kröfur um staðlaða þjálfun bifvélavirkja frá framleiðanda og sérverkfæri sem kosta sitt. Þetta á ekki við um almenn verkstæði.

Bílafyrirtækin græða ekkert á nýsölu bíla, heldur á varahlutasölu. Hvað segir það okkur? Bílar eru hannaðir til að bila. Ekki rétt? Hver býr til bíl sem bilar ekki, sá sem býr ekki til varahluti.

Re: Kia þjónustuskoðun

Sent: Þri 12. Sep 2023 08:00
af Viktor
appel skrifaði:Eiga nýjir bílar ekki að vera í besta standi? Afhverju er verið að smyrja hálfa milljón í "skoðunarkostnað" á 3-4 árum á meðan ábyrgðin gildir? Þekki þetta ekki með neina aðra vöru, fariði með raftækin ykkar í þjónustuskoðun til að viðhalda lögbundinni ábyrgð?
Bílasölur auglýsa ekki ábyrgð með fyrirvara, gera þær?

Held að Neytendastofa þurfi sambærileg völd og Samkeppnisyfirvöld.

Þetta er svo mikið ripoff. Ég fór með bílinn minn í þjónustuskoðun í 5 ár, ekki í 20 ár. Borgaði meira fyrir viðhald fyrstu 5 árin en síðari 20 árin.


Amen.

Þetta er. Bara peningaplokk.

Re: Kia þjónustuskoðun

Sent: Þri 12. Sep 2023 08:00
af Moldvarpan
appel skrifaði:
Frost skrifaði:
appel skrifaði:Eiga nýjir bílar ekki að vera í besta standi? Afhverju er verið að smyrja hálfa milljón í "skoðunarkostnað" á 3-4 árum á meðan ábyrgðin gildir? Þekki þetta ekki með neina aðra vöru, fariði með raftækin ykkar í þjónustuskoðun til að viðhalda lögbundinni ábyrgð?
Bílasölur auglýsa ekki ábyrgð með fyrirvara, gera þær?

Held að Neytendastofa þurfi sambærileg völd og Samkeppnisyfirvöld.

Þetta er svo mikið ripoff. Ég fór með bílinn minn í þjónustuskoðun í 5 ár, ekki í 20 ár. Borgaði meira fyrir viðhald fyrstu 5 árin en síðari 20 árin.


Eins og með allt þá er ekkert fullkomið. Bílar í dag eiga að vera í besta standi en þú getur ekki komið í veg fyrir framleiðslugalla. Framleiðendur geta breytt hönnun á íhlutum eftir að það er komin nokkura ára reynsla á þá og umboð og viðurkenndir þjónustuaðilar hafa allar þær upplýsingar sem hið almenna verkstæði hefur ekki.

Þegar það kemur að verðinu þá er kostnaður að halda úti umboði mikið meiri heldur en almennu verkstæði. Til að mynda kröfur um staðlaða þjálfun bifvélavirkja frá framleiðanda og sérverkfæri sem kosta sitt. Þetta á ekki við um almenn verkstæði.

Bílafyrirtækin græða ekkert á nýsölu bíla, heldur á varahlutasölu. Hvað segir það okkur? Bílar eru hannaðir til að bila. Ekki rétt? Hver býr til bíl sem bilar ekki, sá sem býr ekki til varahluti.


Það að umboðin þekkja markaðinn og skilja hvernig best sé að selja vörunar sínar, gerir það ekki sjálfkrafa að einhverju rip offi.

Fólk vill hafa bílinn í ábyrgð lengi, það veitir þeim ákveðið öryggi. En til þess að halda þessu öryggi þarf að greiða fyrir það.

Það kemur slit í allt með tímanum, það þýðir ekki að þeir séu hannaðir til þess að bila. Það hefur allt sinn líftíma.

Þú skrifar þetta eins og bílar séu ódauðlegir, en framleiðendurnir séu svo vondir og gráðugir, að þeir vísvitandi selja okkur bíla sem bila?

Re: Kia þjónustuskoðun

Sent: Þri 12. Sep 2023 10:59
af Hizzman
Þessar löngu bílaábyrgðir eru í raun bara tryggingar með tvisti. Þetta virkar vegna þess að margir eru hræddir við stóra reikninga vegna bílviðgerða.