Þarf að láta sprauta toppinn á bílnum.

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
elri99
has spoken...
Póstar: 168
Skráði sig: Þri 05. Apr 2011 16:45
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Þarf að láta sprauta toppinn á bílnum.

Pósturaf elri99 » Mán 31. Júl 2023 19:41

Þarf að láta sprauta toppinn á bílnum mínum eftir steinkast, nýtt og gamalt. Einhver verkstæði sem þið getið mælt með í ódýrari kantinum?




Vaski
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Reputation: 12
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Þarf að láta sprauta toppinn á bílnum.

Pósturaf Vaski » Mið 02. Ágú 2023 09:59

Ha! Er vaktin að bregðast í fyrsta sinn? Yfirleitt þegar það kemur einhver með vandamál og spurningar hingað inn er því svarað einn tveir og bingó. Því miður hef ég ekkert til málana að leggja þar sem ég veit ekkert um bíla :)




vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Þarf að láta sprauta toppinn á bílnum.

Pósturaf vesley » Mið 02. Ágú 2023 10:27

Erfitt að segja hverjir eru góðir og ódýrir. Sér í lagi þegar verið er að sprauta svæði á bílnum eins og þak. t.d. ef steinkastið er komið með ryð og leiðir þá jafnvel niður í framrúðuna þá er aldrei hægt að gera þetta almennilega nema að taka rúðuna úr bílnum, ef eitthvað tjón er á rúðunni er lítið mál að taka þetta samhliða framrúðuskiptum á sama verkstæði.
Þannig að ef þetta nær eitthvað niður að framrúðu þá skal taka rúðuna úr eða sleppa þessu. Ég átti bíl fyrir stuttu sem var með gjörónýtt gluggastykki fyrir framúðuna þar sem ekki hafði verið gengið rétt frá í eldri viðgerð.

Ég þekki vel til starfmanns hjá Varma í Kópavogi. Þeir eru mjög flottir og vandvirkir. Ódýrir veit ég ekki, kemst að því í lok ágúst þegar ég læt sprauta hluta af Skodanum hjá mér.

Ef ég man rétt þá starfar nágranni minn í Bílaverk í Kaplahruni í Hafnarfirði. Hef hent í hann allskonar fjölbreyttum verkum eins og sandblæstri og málningu á mótorbita og allt yfir í að mála heila "panela" á bíl, þeir eru mjög vandvirkir og þekkir hann mjög til verka þegar kemur að því að gera hlutina almennilega svo ekki þurfi að koma aftur 2 árum seinna því ryð er komið aftur.

Ég gæti nefnt 10-15 sprautuverkstæði sem ég myndi hinsvegar aldrei nokkurn tíman mæta á og þar er aðalatriðið að gengið er of fljótt til verka og ekki vandað nóg til verka. Stærsta vandamál sprautuverkstæða hér á landi að mínu mati er fljótfærni sem oft bitnar á niðurstöðum.
Þar sem ég starfaði í bílageiranum í tæp 12. ár gat maður séð ótrúlegustu vinnubrögð frá jafnvel sprautuverkstæðum sem maður taldi vera með þeim flottustu á landinu.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4976
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 873
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Þarf að láta sprauta toppinn á bílnum.

Pósturaf jonsig » Mið 02. Ágú 2023 13:12

Maður var í den alltaf redda sér ódýrri málun, ég er alveg hættur því í dag. Maður fær það sem maður borgar fyrir og ódýrar kúk mix viðgerðir halda kannski í nokkrar vikur - mánuði.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þarf að láta sprauta toppinn á bílnum.

Pósturaf Viktor » Mið 02. Ágú 2023 19:26

Það er ekkert mál að sprauta bíl, og ekkert svo dýrt.

Undirbúningsvinnan er svo allt annað mál, þar sem þú þarft að fjarlægja ryð, spartla, þorna, pússa, spreyja yfir til að sjá hvort það sé slétt, spartla aftur, láta þorna, pússa osfrv.

Þetta er mjög tímafrekt og þarf mikla vandvirkni því þegar þú glærar yfir sést allt spartl í gegn ef það er ekki spegilslétt.

Ef þú gerir þetta ódýrt þá koma litlar skemmtilegar bólur í nýja fína lakkið þitt eftir nokkra mánuði, ef það er falið ryð sem er ekki fjarlægt :)
Síðast breytt af Viktor á Mið 02. Ágú 2023 19:28, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

thrkll
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Sun 01. Mar 2020 00:55
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Þarf að láta sprauta toppinn á bílnum.

Pósturaf thrkll » Fim 03. Ágú 2023 13:28

Viktor skrifaði:Það er ekkert mál að sprauta bíl, og ekkert svo dýrt.

Undirbúningsvinnan er svo allt annað mál, þar sem þú þarft að fjarlægja ryð, spartla, þorna, pússa, spreyja yfir til að sjá hvort það sé slétt, spartla aftur, láta þorna, pússa osfrv.

Þetta er mjög tímafrekt og þarf mikla vandvirkni því þegar þú glærar yfir sést allt spartl í gegn ef það er ekki spegilslétt.

Ef þú gerir þetta ódýrt þá koma litlar skemmtilegar bólur í nýja fína lakkið þitt eftir nokkra mánuði, ef það er falið ryð sem er ekki fjarlægt :)



Semsagt alls ekki þess virði að gera þetta sjálfur? :megasmile