Síða 1 af 1

Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Sun 04. Jún 2023 18:04
af GuðjónR
Ætla skella mér aðeins í sólina í sumar.
Er að plana bílaleigubíl.
Hvernig er þessi fyrir 5 manneskjur? Toyota Prius Hybrid Automatic.
Sýnist plássið í skottinu ekkert til að hrópa húrra fyrir en það er þá hægt að taka leigubíl frá flugvelli á hótel líka.
Skárra en að taka einhvern huge bíl bara fyrir farangur.

Og svona „Hybrid“ hleður hann sig ekki on the go?
Ekkert kaplavesen er það?
Ætti ég kannski að skoða eitthvað annað en þetta?

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Sun 04. Jún 2023 19:47
af Daz
Ég myndi halda að hann væri dýrari en sambærilegur bensín / dísil bíll í leigu. Varla það mikill munur á eyðsluna ef hann er ekki plugin.

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Sun 04. Jún 2023 19:54
af Maggibmovie
Líkurnar á að fá bíltegundina sem þú bókar er svona 15%

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Sun 04. Jún 2023 22:22
af Predator
Daz skrifaði:Ég myndi halda að hann væri dýrari en sambærilegur bensín / dísil bíll í leigu. Varla það mikill munur á eyðsluna ef hann er ekki plugin.

Hybrid toyota hefur verið jafn dýr hér heima og sami bíll sjálfskiptur í eingöngu bensíns útfærslu og einnig hafa raundæmi sýnt að það er að muna svona 1-2L að meðaltali í eyðslu þar sem Hybrid bíllinn eyðir minna. En ef menn eru bara að taka svona til leigu í stuttan tíma myndi ég sjálfur ekki eltast við svona bíl umfram aðra.

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Sun 04. Jún 2023 23:11
af Moldvarpan
Skiptir það þig máli hvernig hann er knúinn áfram?

Ef þú ert að fara til spánar, þá mæli ég með Centauro. Þeir reyndust mér vel, stóðst allt og ekkert ves.

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Sun 04. Jún 2023 23:35
af GuðjónR
Þessi bíll kostar sama í leigu og aðrir sambærilegir non-hybrit bílar.
Fannst hann bara flottur og með þokklagt pláss.
Sjálfskiptur og góður í snattit.
En ég vona að séu meiri en 15% líkur á því að fá bílinn sem maður pantar.

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Mán 05. Jún 2023 00:47
af Henjo
Um að gera leigja sér eitthv sem maður er ekki vanur og prufa nýja hluti. Hef aldrei átt eða keyrt hybrid bíll að neinu viti, þannig myndi sjálfur hiklaust prufa eitthv svona.

Ættir ekki þurfa að hlaða hann neitt, hybrid búnaður er stór plús t.d. getur notað rafmótorin til að hægja á sér og notað síðan raforkuna til að taka af stað á ný.

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Mán 05. Jún 2023 08:49
af mikkimás
GuðjónR skrifaði:En ég vona að séu meiri en 15% líkur á því að fá bílinn sem maður pantar.

Fer eftir lengd leigunnar.

Því lengri sem hún er, því meiri líkur.

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Mán 05. Jún 2023 10:04
af mainman
Ég fer út 10-13 sinnum yfir árið vegna vinnunar og ég tek bíl í hvert einasta skipti.
Ég man aldrei eftir að hafa fengið nokkurntíman bílinn sem ég valdi. það eru alltaf bara einhverjir bílar í svipuðum stærðarflokki.
Er oftast í ágætis málum ef ég panta Bens eða eitthvað svoleiðis því þá fæ ég oftast eitthvað sem mig langar í.
En ef ég sé bara fram á að þurfa að vera heila viku í borg eins og Hamburg, Berlín eða eitthvað svoleiðis þá vil ég alltaf fá minni bíl upp á að geta fundið stæði fyrir hann og þá fæ ég alltaf bara eitthvað.
oftast ágætir bílar en ég verð samt að segja þér að tveir verstu bílar sem ég hef á æfi minni fengið voru hybrid bílar.
Annað var nýr BMW í svíþjóð. Ég keyrði hann eitthvað um 900km og það fóru tveir fullir tankar í hann eða um 120 lítrar.
Ég var samt eiginlega aldrei á meira en 140 á honum svo það var ótrúlegt hvað hann eyddi. Hann var ekki plugin hybrid.
Hinn var einhver sú alversta Toyotu drusla sem ég hef ever keyrt og það var í Hollandi.
Þetta var eitthvað svona á stærð við Rav4 og leit út eins og 5 ára barn hefði teiknað geimskip. Ég var á honum í viku og hafði ekki áhuga á að vita hvað þetta ógeð hét.
Hann var með álíka mikla orku og meðvindur. Snúningshraðamælirinn hékk alltaf í botni bara við að reyna að koma þessu í 100km.
Var reyndar allt í lagi að innan og ágætis pláss inn í honum en þarna var samt búið að safna saman öllu því versta sem finnst í bílaframleiðslu og troða því saman í álgrind með álpappír utan um.
Vélin var algjörlega aflvana, rafmagnsmótorinn var aflvana, það var einhver takki til að velja að keyra bara á rafmagnsmótornum en hann virkaði bara á undir 25km hraða. þú hafðir ekki beint snúningshraðamælir heldur einhverja skífu sem átti að sýna þér hvort þú varst að keyra á ECO eða POWER og ef þú aðeins snertir gjöfina þá fór allt í power en samt gerðist ekkert.
Þennan bíl keyrði ég í 6 daga þarna, skaust aðeins yfir til þýskalánds og Belgíu og fór með 3 tanka á þessum 6 dögum,
Ég hefði sjálfsagt náð þessu öllu á einum tank á einhverjum almennilegum bensín eða diesel bíl svo þetta var sannkallað ógeð að lenda á þessu.
Hef eftir þetta neitað að taka á móti hybrid bílum þegar ég fæ afhenta bíla á bílaleigum.
Svo mín tíu cent eru þau að ekki reyna að fá þér hybrid bíl, það verða bara vonbrigði plús það að þú sparar ekkert á því.
Minn daglegi bíll hérna heima er Tesla Model 3 Performance svo það er ekki eins og ég sé að krítisera þetta vegna þess að ég sé á móti rafmagnsbílum yfir höfuð.

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Mán 05. Jún 2023 10:07
af axyne
Af minni reynslu þá fylgja kapplar til að plugga í hleðslustöð aldrei með þessum hybrid plug-in bílum hjá bílaleigum.
þeir sem ég hef leigt hafa geta hlaðið sig "on the go" með bensínvélinni ef þú vilt.

Fyrir mér er mikilvægast að bílinn sé með AC og styðji Android Auto eða apple CarPlay.
Finnst það miklu skemmtilegra navigation kerfi heldur en það sem kemur í bílunum.

Svo bara velja það sem þér langar að prófa og passar við budduna :)

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Mán 05. Jún 2023 13:18
af GuðjónR
Vá hvað þið eruð SPOT on með þetta!
Ég held það hafi verið 50 bílar í það minnsta á listanum og það virðast vera þrír í boði samkvæmt tölvupósti sem ég var að fá frá bílaleigunni:

We regret to tell you that for the selected dates, we can only offer you:

MAZDA CX3 AUTOMATIC from group K.
total price: 634.20€

DACIA DUSTER AUTOMATIC from group K.
total price: 596.40 €

MERCEDES CLA AUTOMATIC from group K.
total price: 736.40€ + 300€ DEPOSIT (PREMIUM CAR)

Please, confirm if you wish to book this model as soon as possible.



Er þá ekki Benzinn málið?

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Mán 05. Jún 2023 13:29
af agnarkb
Allaveganna ekki Dusterinn, værir held ég betur settur með að taka gamla góða Skodann með þér út frekar.

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Mán 05. Jún 2023 13:38
af GuðjónR
agnarkb skrifaði:Allaveganna ekki Dusterinn, værir held ég betur settur með að taka gamla góða Skodann með þér út frekar.

Pínu hræddur um að ég verði full með Skódann ef ég fá tækifæri á að leika mér flottum Mercedes.

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Mán 05. Jún 2023 19:31
af mainman
Solldið mikið að borga 150 þús furir bensann. Eru þetta tvær vikur?

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Mán 05. Jún 2023 21:10
af Uncredible
Hvaða bílaleigu ertu að nota?

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Þri 06. Jún 2023 10:30
af RassiPrump
Var með Ford C-Max í 3 vikur í Frakklandi 2019, algjör snilld fyrir 4 fullorðna með mikinn farangur, CLA Benz er ekkert sérstaklega stór að innan fyrir þá sem eru aftur í, sérstaklega ef manneskjurnar eru hávaxnar...

Mæli með Enterprise, notaði þá í Frakklandi og ekkert vesen með neitt, annað en þegar ég notaði Europcar á Ítalíu, reyndu í marga mánuði eftir leiguna að rukka mig um einhverja hraðasekt sem ég átti að hafa fengið, versta var að sektin átti sér stað 3 dögum eftir að ég skilaði bílnum...

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Þri 06. Jún 2023 10:47
af GuðjónR
mainman skrifaði:Solldið mikið að borga 150 þús furir bensann. Eru þetta tvær vikur?

Þetta eru fjórar vikur (28 dagar)
Hætti við þennan bíl, verðið var rúmar 700 evrur en svo ætluðu þeir að bæta við 600 evrum í sjálfsábyrgð ef það kæmi eitthvað fyrir.
Nenni ekki að fá á mig 100k reikning ef einhver hurðar mig á stæði. En þessi leiga býður ekki upp á 100% tryggingu fyrir premium bíla.

Uncredible skrifaði:Hvaða bílaleigu ertu að nota?

Er að spá í https://www.pluscar-tenerife.com/
Er búinn að „taka frá“ Mazda CX3 Automatic í 4 vikur, kostar 634€ með öllu.
Eina sem ég hef áhyggjur af er plássleysi aftur í fyrir farþegana.
Ekki alveg viss hvort ég ætti að breyta, ætti líka að geta skipt um bíl á miðju tímabili ef þessi hentar ekki og þá borgað mismun ef við á.

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Þri 06. Jún 2023 14:03
af mainman
Ég tek aldrei auka tryggingu, það er alveg svakalegt peningaplokk í því.
Ég hef einu sinni lent í það miklu tjóni að bíllinn var gjörónýtur eftir það og þá var það cirka 250 þús sem ég þurfti að borga.
Annars tek ég aldrei auka tryggingu og hef aldrei lent í því að það sé fundið að einhverju hjá mér.

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Þri 06. Jún 2023 14:36
af littli-Jake
GuðjónR skrifaði:
mainman skrifaði:Solldið mikið að borga 150 þús furir bensann. Eru þetta tvær vikur?

Þetta eru fjórar vikur (28 dagar)
Hætti við þennan bíl, verðið var rúmar 700 evrur en svo ætluðu þeir að bæta við 600 evrum í sjálfsábyrgð ef það kæmi eitthvað fyrir.
Nenni ekki að fá á mig 100k reikning ef einhver hurðar mig á stæði. En þessi leiga býður ekki upp á 100% tryggingu fyrir premium bíla.

Uncredible skrifaði:Hvaða bílaleigu ertu að nota?

Er að spá í https://www.pluscar-tenerife.com/
Er búinn að „taka frá“ Mazda CX3 Automatic í 4 vikur, kostar 634€ með öllu.
Eina sem ég hef áhyggjur af er plássleysi aftur í fyrir farþegana.
Ekki alveg viss hvort ég ætti að breyta, ætti líka að geta skipt um bíl á miðju tímabili ef þessi hentar ekki og þá borgað mismun ef við á.



Það er nú alveg til slatti af cx3 á landinu. Afhverju ekki að fara með hópinn og prófa?

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Þri 06. Jún 2023 15:17
af Uncredible
Uncredible skrifaði:Hvaða bílaleigu ertu að nota?

GuðjónR skrifaði:Er að spá í https://www.pluscar-tenerife.com/
Er búinn að „taka frá“ Mazda CX3 Automatic í 4 vikur, kostar 634€ með öllu.
Eina sem ég hef áhyggjur af er plássleysi aftur í fyrir farþegana.
Ekki alveg viss hvort ég ætti að breyta, ætti líka að geta skipt um bíl á miðju tímabili ef þessi hentar ekki og þá borgað mismun ef við á.


Við vorum með stóran bíl í gegnum Hertz þegar við vorum á Tenerife í sirka vika. En það var líka um jólin.

En það var klárlega þess virði að vera með bíl á leigu í Tenerife, leyfði mann að skoða svo meira á þessum stutta tíma.

Ég hef alltaf leigt í gegnum Hertz þótt það kosti yfirleitt "meira" þá hef ég samt oftast borgað minna heldur en verðið á netinu segir til um og aldrei verið neitt vesen með skil á bílum eða einhverjir eftirmálar. Hef líka alltaf fengið þann bíl sem ég valdi. Hef leigt af þeim 5 sinnum á 5 mismunandi stöðum.

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Mið 07. Jún 2023 20:12
af GuðjónR
littli-Jake skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
mainman skrifaði:Solldið mikið að borga 150 þús furir bensann. Eru þetta tvær vikur?

Þetta eru fjórar vikur (28 dagar)
Hætti við þennan bíl, verðið var rúmar 700 evrur en svo ætluðu þeir að bæta við 600 evrum í sjálfsábyrgð ef það kæmi eitthvað fyrir.
Nenni ekki að fá á mig 100k reikning ef einhver hurðar mig á stæði. En þessi leiga býður ekki upp á 100% tryggingu fyrir premium bíla.

Uncredible skrifaði:Hvaða bílaleigu ertu að nota?

Er að spá í https://www.pluscar-tenerife.com/
Er búinn að „taka frá“ Mazda CX3 Automatic í 4 vikur, kostar 634€ með öllu.
Eina sem ég hef áhyggjur af er plássleysi aftur í fyrir farþegana.
Ekki alveg viss hvort ég ætti að breyta, ætti líka að geta skipt um bíl á miðju tímabili ef þessi hentar ekki og þá borgað mismun ef við á.



Það er nú alveg til slatti af cx3 á landinu. Afhverju ekki að fara með hópinn og prófa?


Gangi mér vel að fá þrjá unglinga með mér á bílasölurúnt.
Góð hugmynd annars. :)

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Fim 08. Jún 2023 17:21
af kjartanbj
Ef þú ert að fara á Tenerife þá þarftu engan vegin að vera með bíl á leigu allan tímann, leigir bara bíl í þau skipti sem þú þarft og notar taxa í rest, skipuleggur kannski svona 2-3 daga þar sem þú ætlar að fara í einhverja garða eða svæði, ég var þarna í viku í Mars og leigði bíl í einn dag og það kostaði engar stórar upphæðir. það er ekkert mál að láta hótelið bóka fyrir þig bíl og fá hann til þín á hótelið yfirleitt. mæli svo með að bóka bara transfer fyrirfram frá flugvellinum og aftur á flugvöllinn þá þarftu ekkert að spá í neinu

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Fim 08. Jún 2023 20:02
af urban
Hvar ertu að fara að vera á Tene ?
Ég myndi ekki leigja mér bíl allan tíman þar ef að ég væri einhver staðar á túristasvæðum.

Re: Toyota Prius Hybrid Automatic

Sent: Fim 08. Jún 2023 20:55
af GuðjónR
Ég hef farið einu sinni áður á Tene, þá var ég á Adeje við Playa La Pinta ströndina á með hótelíbúð á Flamingo Beach Mate sem er alveg ofan í ströndinni. Þá vorum við í þrjár vikur og ég tók tvisvar bílaleigubíl í 3 daga hvort skipti. Restina var það bara labb og leigubílar.
Núna verðum við í íbúð fyri ofan hraðbrautina og í 4 vikur og því frekar nauðsynlegt að vera með bíl.
Ekkert víst að ég noti hann alla daga en vil hafa frelsið.