Síða 1 af 3

Model Y RWD

Sent: Þri 18. Apr 2023 09:39
af blitz
Sælir

Er einhver hér með reynslu af afturhjóladrifni Model Y teslu?

Svo til allar ferðir okkar eru innanbæjar fyrir utan einstaka ferðir upp í bústað (sem er þá yfirleitt skafað). Hef aldrei lent í vandræðum á framhjóladrifnum Skoda með góðum dekkjum (Michelin ónelgd).

Verðið á Teslunni er svo gott - hefði samt áhuga á að heyra hvernig þessi RWD rafmagnsbílar eru að standa sig í þessari vetrarfærð sem myndast hérna á höfuðborgarsvæðinu (slabbið og ógeðið).

Re: Model Y RWD

Sent: Þri 18. Apr 2023 09:51
af Frost
Ég er með Ioniq 5 RWD og aldrei lent í veseni. Betri en aðrír bílar sem ég hef haft í snjónum og ef það er skafl eða eitthvað sem þarf að komast í gegn þá trukkast hann bara í gegn.

Re: Model Y RWD

Sent: Þri 18. Apr 2023 10:41
af GuðjónR
blitz skrifaði:Verðið á Teslunni er svo gott -

Hvað kostar svona bíll í dag?

Re: Model Y RWD

Sent: Þri 18. Apr 2023 10:44
af blitz
GuðjónR skrifaði:
blitz skrifaði:Verðið á Teslunni er svo gott -

Hvað kostar svona bíll í dag?


Um 6,5 nýr - 7,7 rúmar með 4WD

Re: Model Y RWD

Sent: Þri 18. Apr 2023 10:53
af GuðjónR
blitz skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
blitz skrifaði:Verðið á Teslunni er svo gott -

Hvað kostar svona bíll í dag?


Um 6,5 nýr - 7,7 rúmar með 4WD

Er það ekki svipað verð og á síðasta ári?
Var ekki 20% lækkun á þessum bílum?

Re: Model Y RWD

Sent: Þri 18. Apr 2023 10:58
af blitz
GuðjónR skrifaði:
blitz skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
blitz skrifaði:Verðið á Teslunni er svo gott -

Hvað kostar svona bíll í dag?


Um 6,5 nýr - 7,7 rúmar með 4WD

Er það ekki svipað verð og á síðasta ári?
Var ekki 20% lækkun á þessum bílum?


4WD bíllinn var rétt undir 9 fyrir áramót ef mig misminnir ekki!

Re: Model Y RWD

Sent: Þri 18. Apr 2023 11:02
af GuðjónR
blitz skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
blitz skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
blitz skrifaði:Verðið á Teslunni er svo gott -

Hvað kostar svona bíll í dag?


Um 6,5 nýr - 7,7 rúmar með 4WD

Er það ekki svipað verð og á síðasta ári?
Var ekki 20% lækkun á þessum bílum?


4WD bíllinn var rétt undir 9 fyrir áramót ef mig misminnir ekki!

Ahh okay, þannig að þetta er raunveruleg lækkun, erfitt að fylgjast með þegar álagning lækkar en annað hækkar eins eins og vsk.
En veistu hver staðan á VSK niðurfellungunum er? Heyrði að það ætti að falla niður um áramót, svo var hætt við það en annað gjald sett í staðin ef ég man rétt? ... Eru rafbílar almennt á svipuðu verði nú og fyrir áramót eða hafa þeir hækkað (fyrir utan Tesla) ?

Re: Model Y RWD

Sent: Þri 18. Apr 2023 11:40
af RassiPrump
Flestir rafmagnsbílar hækkuðu vel um seinustu áramót. Var búinn að vera að velta fyrir mér að stökkva á ID.4 GTX þegar hann var á 7.4m í fyrra. Þegar að hækkunin kom um áramótin fór hann í 8.79m sem hann stendur í núna. Brimborg gaf út að þeir lækkuðu núna í seinustu viku verð um allt að 6,6% á rafbílum. Mig minnir að samkvæmt Bjarna Ben leggst öll niðurfelling á vsk og vörugjöldum til rafbílakaupa af um næstu áramót. www.bilaskra.is er mjög þægileg samanburðarsíða fyrir nýja bíla.

Re: Model Y RWD

Sent: Þri 18. Apr 2023 12:27
af Trihard
Ég keyri afturhjóladrifinn Model 3 og komst í gegnum veturinn léttilega á vetrardekkjunum sem Tesla selur, ef þú værir að spá í Nissan Leaf eða Volkswagen ID3 rafmagnsbílum sem eru báðir afturhjóladrifnir væriru ekki með neitt FOMO yfir alhjóladrifnu útgáfunni.
Ekki nóg með það þá eru LFP batteríin í báðum afturhjóladrifnu bílum frá Tesla, þ.e. Model 3 og Y endirgarlengri en NCA batteríin í alhjóladrifnu útgáfunum af restinni af bílunum.
Googlaðu muninn á endingartíma LFP vs NCA t.d. þá geturðu séð fyrir þig sjálfur.
Mæli eindregið með afturhjóladrifnu útgáfunum, besta value fyrir peninginn.

Re: Model Y RWD

Sent: Þri 18. Apr 2023 12:32
af linked
Mega value í Model Y base útgáfunni. Ég pantaði um daginn.

Re: Model Y RWD

Sent: Þri 18. Apr 2023 14:46
af Henjo
Ef ég væri að kaupa Teslu þá myndi ég án efa fara í RWD. Ef þú ert ekki í veseni á framhjóladrifnum skoda þá yrðirðu ekki í veseni á svona. Jafnvel þó svo hann er afturhjóladrifin þá er öll þyngdin í miðju bíllsíns (ólíkt t.d. skodanum þar sem vélinn er fremst) þannig afturhjólin hafa góða þyngd á sér sem leyfir gott grip, að auki eru þessi rafmagsbílar með fullkomna spólvörn, mun betri en þú finnur á bensínbílum.

Re: Model Y RWD

Sent: Þri 18. Apr 2023 15:09
af jonsig
Sorry hijackið en er að reyna réttlæta fyrir mér að kaupa fancy rafmagnsbíl..

Er þetta ennþá þannig með teslu að ef t.d. motor assembly á model S bilar þá þarftu að kaupa komplett nýtt á 4-5millz ?
Síðan þegar einhver keyrði ofaní pollinn hérna um daginn sem þýddi heilskipti á batterý stæðunni ?

Er tesla umboðið hérna bara að selja þér nýja bíla og ný assembly/útskiptivinnu og hafa ekki mannskap í að laga neitt ,bara skipta út ?

Re: Model Y RWD

Sent: Þri 18. Apr 2023 15:31
af Jón Ragnar
Þeir eru með fullt verkstæði með fólki sem kann á þetta

Y og 3 eru allt öðruvísi bílar en S t.d

Alveg mjög líklegt að þetta sé ekki issue þar

Re: Model Y RWD

Sent: Þri 18. Apr 2023 15:39
af B0b4F3tt
jonsig skrifaði:Síðan þegar einhver keyrði ofaní pollinn hérna um daginn sem þýddi heilskipti á batterý stæðunni ?

Þetta er ekkert bara vandamál hjá Teslu. Það er næstum því gefið mál að þú eyðileggur hvaða bíl sem er ef þú keyrir á miklum hraða í djúpa polla.

Re: Model Y RWD

Sent: Þri 18. Apr 2023 15:46
af Henjo
B0b4F3tt skrifaði:
jonsig skrifaði:Síðan þegar einhver keyrði ofaní pollinn hérna um daginn sem þýddi heilskipti á batterý stæðunni ?

Þetta er ekkert bara vandamál hjá Teslu. Það er næstum því gefið mál að þú eyðileggur hvaða bíl sem er ef þú keyrir á miklum hraða í djúpa polla.


Það eru video á youtube þar sem fólk er að keyra þessa sömu bíla í gegnum sundlaugar. Það er augljóst að þarna hefur verið illa smíðað/gallað eintak. Fyrir ekki þá sem vita þá er quality control mjög lélegt hjá Teslu (en hefur verið að skána) en það er augljóst að þeir eru að einbeita sér smíða fleiri bíla en að auka gæði.

Re: Model Y RWD

Sent: Þri 18. Apr 2023 18:45
af jonsig
Jón Ragnar skrifaði:Þeir eru með fullt verkstæði með fólki sem kann á þetta

Y og 3 eru allt öðruvísi bílar en S t.d

Alveg mjög líklegt að þetta sé ekki issue þar


Ég hef heyrt þennan áður. Og hef unnið nógu lengi við rafvélar og rafeindastýringar til að vita að maður lærir þá hluti ekki á tveggja vikna námskeiði í útlöndum.

Ég þarf kannski að mæta bara í umboðið og kynna mér þetta, ætli mér verði ekki hennt út fyrir að vera kínverskur njósnari.

Re: Model Y RWD

Sent: Þri 18. Apr 2023 21:15
af Henjo
Hjálpar eflaust ekki að þeir eru sífelt að breyta og bæta bílana. Getur verið með tvo 2020 árgerð af Model 3 sem eru samt allt öðruvísi þegar þú byrjar að taka hlutina í sundur. Model S t.d. er allt allt allt annar bíll í dag en árið 2012. Sem er auðvitað gott því partarnir eru talsvert betri en þeir voru í eldri bílnum en Tesla er ekkert rosalega vinalegir við þriðja aðila sem vill fara gramsa og gera við bílana þeirra.

Re: Model Y RWD

Sent: Þri 18. Apr 2023 22:13
af Sinnumtveir
Henjo skrifaði:Ef ég væri að kaupa Teslu þá myndi ég án efa fara í RWD. Ef þú ert ekki í veseni á framhjóladrifnum skoda þá yrðirðu ekki í veseni á svona. Jafnvel þó svo hann er afturhjóladrifin þá er öll þyngdin í miðju bíllsíns (ólíkt t.d. skodanum þar sem vélinn er fremst) þannig afturhjólin hafa góða þyngd á sér sem leyfir gott grip, að auki eru þessi rafmagsbílar með fullkomna spólvörn, mun betri en þú finnur á bensínbílum.


NKL, þetta mál með vetrarakstur og framhjóladrif snýst uþb alfarið um þyngdardreifingu. Í venjulegum bíl sem er með vélina frammí er afturendinn afar léttur og þess vegna er veggrip slíkra afturhjóladrifinna bíla afar slakt í hálku.

Ég er með pickup sem er venjulega í afturhjóladrifi. Fjórhjóladrifið hefur verið að stríða mér og bíllinn er fullkomlega ókeyrandi í hálku ... nema ... ef ég hleð ~ 200+ kílóum af hellum á pallinn þá er hann eins og draumur í dós í hálkunni, á afturhjóladrifinu einu saman.

Re: Model Y RWD

Sent: Þri 18. Apr 2023 22:25
af Henjo
Sinnumtveir skrifaði:
Henjo skrifaði:Ef ég væri að kaupa Teslu þá myndi ég án efa fara í RWD. Ef þú ert ekki í veseni á framhjóladrifnum skoda þá yrðirðu ekki í veseni á svona. Jafnvel þó svo hann er afturhjóladrifin þá er öll þyngdin í miðju bíllsíns (ólíkt t.d. skodanum þar sem vélinn er fremst) þannig afturhjólin hafa góða þyngd á sér sem leyfir gott grip, að auki eru þessi rafmagsbílar með fullkomna spólvörn, mun betri en þú finnur á bensínbílum.


NKL, þetta mál með vetrarakstur og framhjóladrif snýst uþb alfarið um þyngdardreifingu. Í venjulegum bíl sem er með vélina frammí er afturendinn afar léttur og þess vegna er veggrip slíkra afturhjóladrifinna bíla afar slakt í hálku.

Ég er með pickup sem er venjulega í afturhjóladrifi. Fjórhjóladrifið hefur verið að stríða mér og bíllinn er fullkomlega ókeyrandi í hálku ... nema ... ef ég hleð ~ 200+ kílóum af hellum á pallinn þá er hann eins og draumur í dós í hálkunni, á afturhjóladrifinu einu saman.


Yeap var á gömlum 80s Benz í gamla daga, 50kg af sand í skottið leysti allt vesen í snjónum, algjörlega breytti öllu.

Re: Model Y RWD

Sent: Mið 19. Apr 2023 08:00
af Jón Ragnar
Haha var einmitt á BMW alltaf með nokkra sandpoka í skottinu

Re: Model Y RWD

Sent: Mið 19. Apr 2023 10:26
af Black
Mæli með að skoða afhverju þessi verðlækkun var á Y, allur USSR búnaðurinn var tekinn úr bílnum radar, skynjarar ofl. Núna notar bíllinn myndavélarnar til að áætla fjarlægðina og cruise controlið er orðið verra.

Ég stefni á kaupa mér M3 á þessu ári og ég er ákveðinn að fara í eldri bíl til að hafa þessa skynjara.
já og afþví að það eru svo margir notaðir bílar á söluskrá.

Re: Model Y RWD

Sent: Mið 19. Apr 2023 10:45
af Nariur
Black skrifaði:Mæli með að skoða afhverju þessi verðlækkun var á Y, allur USSR búnaðurinn var tekinn úr bílnum radar, skynjarar ofl. Núna notar bíllinn myndavélarnar til að áætla fjarlægðina og cruise controlið er orðið verra.

Ég stefni á kaupa mér M3 á þessu ári og ég er ákveðinn að fara í eldri bíl til að hafa þessa skynjara.
já og afþví að það eru svo margir notaðir bílar á söluskrá.


Þú skilur að framtíðar software mun ekki nota þessa skynjara, er það ekki?

Re: Model Y RWD

Sent: Mið 19. Apr 2023 12:54
af Lexxinn
Nariur skrifaði:
Black skrifaði:Mæli með að skoða afhverju þessi verðlækkun var á Y, allur USSR búnaðurinn var tekinn úr bílnum radar, skynjarar ofl. Núna notar bíllinn myndavélarnar til að áætla fjarlægðina og cruise controlið er orðið verra.

Ég stefni á kaupa mér M3 á þessu ári og ég er ákveðinn að fara í eldri bíl til að hafa þessa skynjara.
já og afþví að það eru svo margir notaðir bílar á söluskrá.


Þú skilur að framtíðar software mun ekki nota þessa skynjara, er það ekki?


Í framtíðinni verða sjálfkeyrandi bílar nánast einungis keyrandi á ultrasonic sensorum, lidar og myndavélum saman. Ef eitthverjar 2 samsetningar eru idealt framyfir aðrar þá er best að sleppa myndavélinni. Það var mikil afturför hjá Tesla að sleppa þessum skynjurum.

Re: Model Y RWD

Sent: Mið 19. Apr 2023 17:59
af Trihard
Það stefnir á refresh á bílunum undir lok árs, allavega á model 3. Betri myndavélar með meira FoV, ljósin verða breytt í Model S/X ljós og USS skynjararnir ábyggilega settir aftur í bílana. Mæli með að hlusta á Electric Viking á youtube hann er með fullt af efni tengdu Tesla og allri þeirra starfsemi.

Re: Model Y RWD

Sent: Mið 19. Apr 2023 19:52
af blitz
Þetta myndband er líklega það besta sem hægt er að finna til að líkja við íslenskar aðstæður - slabb og ógeð

RWD Tesla Model 3 á móti FWD VW Golf

https://www.youtube.com/watch?v=8Z3G5hSiTZY