Síða 3 af 3

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Fim 13. Maí 2021 18:18
af mort
Smá pæling

tengdó á um 2 ára gamlan Jaguar - keyra hann ekki mikið , hann er kominn í ca 15-16þús km

hann fór með hann í þjónustuskoðun hjá umboðinu, og þeir sögðu að það ætti að skipta um bemsur og diska - 200-250þús. Hann var ekki alveg á því en þeir ákváðu allt í einu að vera good-guys og hann fékk þetta "frítt"

Hann var samt smá forvitinn, og spyr - hva þarf að skipta um þetta á 15 þús km fresti ? (fékk engin svör)

flestir bílar sem ég hef átt duga diskarnir 50k+ og svo bara klossar

Þeir sögðu eitthvað í þá áttina að þar sem bíllin væri ekki keyrður svo mikið, þá skemmdust diskarnir.

ég er ekki alveg að kaupa þetta, hann er notaður nær daglega, 50% að keyra út í bústað og svo snatt innan breiðholts..

þetta hljómar eins og bara scam ?

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Fim 13. Maí 2021 18:31
af Kull
Eitthvað scam, hlýtur að hafa verið galli í diskunum eða álíka sem framleiðandi borgar fyrst þeir geta þetta frítt.
Minn BMW var keyrðu mun minna en 15 þús þegar hann var tveggja ára og það var ekkert sett útá bremsur í þjónustuskoðun hjá mér.

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Fim 13. Maí 2021 19:14
af audiophile
Diskar og klossar er bölvað drasl í dag miðað við gamla daga þegar diskar voru alltaf renndir og entust nánast líftíma bílsins. Enda kosta diskar á venjulega fólksbíla mjög lítið í dag og skipt um þá á sama tíma og skipt um klossa. Ég hef lent í því oftar en einu sinni að diskar verpast við nokkuð eðlilega notkun.

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Fim 13. Maí 2021 19:53
af GuðjónR
Ég skipti um diska í Skodanum í september síðastliðnum, þá var bíllinn ekinn 165.000.- og ennþá á original diskunum en klossarnir voru sett númer 2.
Keyrði fulllengi á þessum diskum eins og sést á myndunum, en ég keypti aðeins dýrari diska, þ.e. heilhúðaða þannig að þeir ættu að endast vel, amk. 100k km.

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Fim 13. Maí 2021 20:55
af orn
Ég persónulega hef mjög góða reynslu af Heklu. Þeir hafa alltaf verið sanngjarnir við mig í viðgerðarmálum. Ég lenti í bilun á Golf sem var búinn að vera utan ábyrgðar í ár, en vegna þess að ég hef komið til þeirra í þjónustuskoðanir (þ.m.t. eftir að ábyrgð rann út), þá fékk ég viðgerðina ókeypis þ.s. þeim fannst þetta óeðlileg bilun á svona "ungum" bíl.

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Fös 14. Maí 2021 09:05
af mort
þetta er mjög misjafnt, t.d. sögur af Heklu.. ég keypti nýjan bíl "úr kassanum" fyrir 2 árum - keypti Nissan Qashqai beinskiptan !. Ég var búinn að ákveða að taka ekkert frá VW samsteypunni, enda eru 3 félagar mínir með nær ónýta bíla um 70-90k keyrða - bilanir í DSG skiptinum og bílarnir bara nær afskrifaðir. Ákvað bara að kaupa eitthvað einfallt - skíthræddur við allt þetta nýja ;) - Bróðir minn var með Passat, rétt skriðin yfir 2 ár og kom bilun í sjálfskiptingu, það var víst eitthvað 50/50 dæmi á móti Heklu eftir töluvert þref.

En þetta með disakna í Jaguar er mjög spes - hann átti að biðja um að fá klossana og diskana afhenta, en held að það sé of seint.

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Fös 14. Maí 2021 20:04
af viddi
Miðað við allar þessar hryllingsögur af DSG þá er ég farinn að hallast að því að Hekla þjónusti þær ekki, (eða eigendur bílana) það þarf að skipta um vökva og síu á 60 þús km fresti, mín er kominn í 400 þús km og enn í toppstandi.

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Lau 15. Maí 2021 13:32
af rapport
Mér finnst óþolandi þegar fyrirtæki gera þau mistök að halda að slæmir samningar sem þau gera um ábyrgðir, claim, þjónustu ofl. færist sjálfkrafa yfir á viðskiptavini þeirra.

Það gilda ákveðin lög og reglur um viðskipti við neytendur sem þeir geta ekki fríað sig frá, sama hvernig þeirra samningar, ferlar og verklag eru. Almenan reglan er að allir ferlar og verklag þurfa að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í lögum og reglum, að vera með lélega ferla er ekki afsökun.

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Sun 16. Maí 2021 12:30
af netkaffi
Lexxinn skrifaði:Það að "kíkja á eitthvað" á svona verkstæði er ekki það sama og að líta á hlutina eins og margir telja það vera, það þýðir einfaldlega að gera við þetta.
:lol:
Ekki hægt að gera ráð fyrir að allir tali sömu íslenskuna lengur (það er bara ekki raunin lengur). Árið 2021 en ekki 1998 --- ísland er allt öðruvísi en það var fyrir 20 árum :O

Plús, þetta hefði svo sem alveg getað misskilist fyrir 20 árum. En í samfélagi mikilla breytinga verður fólk að kappsetja sér að vera mjög beinskeitt í meiningu, eins og með kostnað. Segja bara beint út "X kostar þetta, og Y kostar þetta" og ekki bara gera ráð fyrir að fólk viti hvað maður meinar.

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Sun 16. Maí 2021 17:53
af rapport
netkaffi skrifaði:
Lexxinn skrifaði:Það að "kíkja á eitthvað" á svona verkstæði er ekki það sama og að líta á hlutina eins og margir telja það vera, það þýðir einfaldlega að gera við þetta.
:lol:
Ekki hægt að gera ráð fyrir að allir tali sömu íslenskuna lengur (það er bara ekki raunin lengur). Árið 2021 en ekki 1998 --- ísland er allt öðruvísi en það var fyrir 20 árum :O

Plús, þetta hefði svo sem alveg getað misskilist fyrir 20 árum. En í samfélagi mikilla breytinga verður fólk að kappsetja sér að vera mjög beinskeitt í meiningu, eins og með kostnað. Segja bara beint út "X kostar þetta, og Y kostar þetta" og ekki bara gera ráð fyrir að fólk viti hvað maður meinar.


Verkstæði er óheimilt að hefja viðgerð sem veldur kostnaði nema í samráði við eiganda, sjá 6., 7. og 8.gr. - https://www.althingi.is/lagas/nuna/2000042.html

Neytendur eiga ekki að fá að viat eftirá hvað viðgerð kostar.

p.s. Bílson eru með þetta 100% enda flottasta verkstæði sem ég hef verslað við (er ekkert tengdur þeim nema sem viðskipatviur)

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Þri 18. Maí 2021 21:41
af Stingray80
GuðjónR skrifaði:Ég skipti um diska í Skodanum í september síðastliðnum, þá var bíllinn ekinn 165.000.- og ennþá á original diskunum en klossarnir voru sett númer 2.
Keyrði fulllengi á þessum diskum eins og sést á myndunum, en ég keypti aðeins dýrari diska, þ.e. heilhúðaða þannig að þeir ættu að endast vel, amk. 100k km.



Á hvað gömlum bíl ?

Mín reynsla er allavega sú að diskar endast ekki eins og þeir gerðu.

Og þá er vitnað í breytingar efni sem notað er í diska. Eitthvað með mengunarstaðla og evrópu reglugerðir.

Sel það samt ekki dýrara en ég keypti það.

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Þri 18. Maí 2021 23:37
af worghal
Stingray80 skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég skipti um diska í Skodanum í september síðastliðnum, þá var bíllinn ekinn 165.000.- og ennþá á original diskunum en klossarnir voru sett númer 2.
Keyrði fulllengi á þessum diskum eins og sést á myndunum, en ég keypti aðeins dýrari diska, þ.e. heilhúðaða þannig að þeir ættu að endast vel, amk. 100k km.



Á hvað gömlum bíl ?

Mín reynsla er allavega sú að diskar endast ekki eins og þeir gerðu.

Og þá er vitnað í breytingar efni sem notað er í diska. Eitthvað með mengunarstaðla og evrópu reglugerðir.

Sel það samt ekki dýrara en ég keypti það.

allt sem er gott er annaðhvort óhollt eða slæmt fyrir umhverfið :fly

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Þri 18. Maí 2021 23:52
af appel
Dís, var ekki bílalakki breytt einnig í eitthvað endingaverra útaf mengunarreglugerðum? Það eru allir að húða bílana sína með einhverju núna, keramik, grafín, filmum, því lakkið á nýju bílum er bara eitthvað bull.

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Mið 19. Maí 2021 07:54
af GullMoli
appel skrifaði:Dís, var ekki bílalakki breytt einnig í eitthvað endingaverra útaf mengunarreglugerðum? Það eru allir að húða bílana sína með einhverju núna, keramik, grafín, filmum, því lakkið á nýju bílum er bara eitthvað bull.


Getur alveg fengið bíla með gott lakk, en ekki óalgengt að framleiðendur spari hvað það varðar. Margir framleiðendur tekið tímabil með óvenju slæmu lakki á einhverjum árum.

VW voru með svakalega þunnt lakk rétt í kringum 2005-2010 á sumum ódýari bílunum. KIA hafa líka verið með frekar lélegt finnst mér, brotnar auðvelda uppúr því við grjótkast, við hættum snarlega við að kaupa KIA jeppling eftir það kom í ljós. Sá líka umræðu nýlega varðandi það hve lélegt lakkaði á Mitsubishi Outlander PHEV væri.

Svo eru til framleiðendur eins og Koenigsegg sem svoleiðis HELLA lakki yfir bílana sína, enda áttu að geta massað þá nokkrum sinnum án þess að eins séns á því að glæran verði of þunn.

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Mið 19. Maí 2021 07:59
af Jón Ragnar
GullMoli skrifaði:
appel skrifaði:Dís, var ekki bílalakki breytt einnig í eitthvað endingaverra útaf mengunarreglugerðum? Það eru allir að húða bílana sína með einhverju núna, keramik, grafín, filmum, því lakkið á nýju bílum er bara eitthvað bull.


Getur alveg fengið bíla með gott lakk, en ekki óalgengt að framleiðendur spari hvað það varðar. Margir framleiðendur tekið tímabil með óvenju slæmu lakki á einhverjum árum.

VW voru með svakalega þunnt lakk rétt í kringum 2005-2010 á sumum ódýari bílunum. KIA hafa líka verið með frekar lélegt finnst mér, brotnar auðvelda uppúr því við grjótkast, við hættum snarlega við að kaupa KIA jeppling eftir það kom í ljós. Sá líka umræðu nýlega varðandi það hve lélegt lakkaði á Mitsubishi Outlander PHEV væri.

Svo eru til framleiðendur eins og Koenigsegg sem svoleiðis HELLA lakki yfir bílana sína, enda áttu að geta massað þá nokkrum sinnum án þess að eins séns á því að glæran verði of þunn.



VW Passatinn minn er með fínt lakk. 2018 bíll, hef verið að keyra í ALLSKONAR aðstæðum og þrifið reglulega. Engin kústaför, swirlmarks eða neitt.

Auðvitað smá steinkast hér og þar sem er eðlilegt miðað við.

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Mið 19. Maí 2021 21:16
af kjartanbj
appel skrifaði:Dís, var ekki bílalakki breytt einnig í eitthvað endingaverra útaf mengunarreglugerðum? Það eru allir að húða bílana sína með einhverju núna, keramik, grafín, filmum, því lakkið á nýju bílum er bara eitthvað bull.



Þetta er allt eitthvað vatns based lakk í dag, ég átti einu sinni 83 módel af Benz með orginal lakki og bíllinn var 20 ára ca þá og það var ekki til steinkast eða neitt að lakkinu á honum, í dag má ekkert koma við bílana þá liggur við rispast þeir

Re: Okur hjá bílaumboðum

Sent: Mið 19. Maí 2021 22:34
af appel
Er á 22 ára gamalli toyotu, og jú einhverjir ryðblettir aðallega á rúðuþurrkunum og gluggalistunum og svo við handfangið á hurðinni, en annarsstaðar ekki. Þríf og bóna aldrei, læt regnið um þetta. Spúla kannski 1-2 á ári. Fór athugasemdalaust í gegnum skoðun. Svo sér maður nýrri bíla á götunum allir út í ryðblettum á boddíinu einsog hann sé með hlaupabólur.