Síða 1 af 1

Gler í hliðarspegil Volvo S40

Sent: Mið 28. Apr 2021 10:33
af Dropi
Ég er með 2007 Volvo S40 II sem hefur verið hrikalega seinheppinn nýlega. Í hittifyrra losnaði límið sem hélt hliðarspeglinum farþegamegin en ég náði að líma það aftur á og rígheldur enn. Í fyrra var keyrt á hann kyrrstæðan, viðkomandi lét sig hverfa, og ég þurfti að skipta um allt afturljósið bílstjóramegin - fékk það assembly af ebay og ég var þegar búinn að skipta um það farþegamegin þannig að þau eru bæði ný.

Svo í gær er ég ekki búinn að keyra bílinn í tæpa viku, var á vinnubíl, keyri úr stæðinu og þá flýgur glerið úr hliðarspeglinum á jörðina og smallast. Ég hafði ekki tekið eftir því að það hefði byrjað að losna eins og gerðist hinumegin um árið.

Nú er ég í þessari stöðu, er bíllinn strangt til tekið ekki ólöglegur í þessu ástandi?
Ég veit að ég get pantað mér glerið að utan, en veit einhver hvert ég ætti að snúa mér hér til að fá spegil sem fyrst? Mér sýnist þessar partasölur ekki selja glerið sér, helst allan spegilinn með mótorum og öllu saman.

Mynd

Bison límið sem ég fékk í Byko heldur hinu speglinum enn í dag, rígheldur. Svona leit þetta allt saman út farþegamegin.

Mynd
Mynd

Re: Gler í hliðarspegil Volvo S40

Sent: Mið 28. Apr 2021 10:38
af KaldiBoi
Sælir!

Getur kannski leitað af fyrirtæki til þess að skera út spegilinn fyrir þig?

Held að það sé vænlegast.

Re: Gler í hliðarspegil Volvo S40

Sent: Mið 28. Apr 2021 10:51
af Dropi
KaldiBoi skrifaði:Sælir!

Getur kannski leitað af fyrirtæki til þess að skera út spegilinn fyrir þig?

Held að það sé vænlegast.

Spurning hvað svona kostar, öll custom vinna hérlendis vill fljótt verða dýr

Re: Gler í hliðarspegil Volvo S40

Sent: Mið 28. Apr 2021 11:15
af KaldiBoi
Dropi skrifaði:
KaldiBoi skrifaði:Sælir!

Getur kannski leitað af fyrirtæki til þess að skera út spegilinn fyrir þig?

Held að það sé vænlegast.

Spurning hvað svona kostar, öll custom vinna hérlendis vill fljótt verða dýr


Mjög svo, enn aftur á móti, þá virðistu vera með skapalón, þannig það þarf ekkert að mæla, bara skera.

Re: Gler í hliðarspegil Volvo S40

Sent: Mið 28. Apr 2021 14:07
af himminn
Ertu búinn að heyra í Brimborg bara? Kemur á óvart hvað sumt er ódýrt á meðan annað kostar nokkur nýru.

Re: Gler í hliðarspegil Volvo S40

Sent: Mið 28. Apr 2021 14:25
af Dropi
himminn skrifaði:Ertu búinn að heyra í Brimborg bara? Kemur á óvart hvað sumt er ódýrt á meðan annað kostar nokkur nýru.

Prófa netspjallið þeirra núna, en hingað til hef ég bara fundið varahluti hjá þeim sem kosta nýrun úr.

Re: Gler í hliðarspegil Volvo S40

Sent: Mið 28. Apr 2021 16:33
af brain

Re: Gler í hliðarspegil Volvo S40

Sent: Mið 28. Apr 2021 16:41
af Dropi

Hef tekið nokkur afturljós af ebay, endaði með að kaupa rétt í þessu af amazon því ebay getur tekið svo ógurlegan tíma, og pósturinn hefur verið dýr upp á síðkastið með öll úrvinnslugjöldin. Amazon var 1/3 af verðinu hjá brimborg, þeir senda alltaf upp að dyrum á svona viku af minni reynslu og sjá um tolla og það allt saman.

Takk fyrir aðstoðina

Re: Gler í hliðarspegil Volvo S40

Sent: Mið 28. Apr 2021 18:42
af Minuz1
Scandix eru með þetta
https://www.skandix.de/en/download/cata ... 0de3d0cece
BLS 735+

Og jú, þú ert ólöglegur án þess að vera með spegil, færð ekki skoðun ef hann er ekki til staðar.

Re: Gler í hliðarspegil Volvo S40

Sent: Mið 28. Apr 2021 19:05
af arons4
Íspan? Hef ekki fundist þeir vera neitt mjög dýrir í venjulegum speglum, veit ekki hvort þeir geti gert svona eða hvað það kostar hinsvegar.

Re: Gler í hliðarspegil Volvo S40

Sent: Mið 28. Apr 2021 19:39
af Steini B
Mæli með https://www.autodoc.co.uk/
vsk er tekinn af í körfunni og það er sami sendingarkostnaður hvort sem þú pantar 1 síu eða heilt fjöðrunarkerfi

svo eru þeir með haug af diy videoum á youtube :happy

Re: Gler í hliðarspegil Volvo S40

Sent: Fim 29. Apr 2021 09:19
af Dropi
Minuz1 skrifaði:Scandix eru með þetta
https://www.skandix.de/en/download/cata ... 0de3d0cece
BLS 735+

Og jú, þú ert ólöglegur án þess að vera með spegil, færð ekki skoðun ef hann er ekki til staðar.


Takk vantaði að fá þetta staðfest, ég keypti ódýran spegil í byko og skar hann til og teipaði á til að geta séð eitthvað, það verður einhverra daga bið að ganga frá þessu.

Margar góðar ábendingar, takk fyrir það allir saman, þetta fer í safnið mitt fyrir næsta atvik.