Síða 1 af 1

Er pústið að losna?

Sent: Sun 23. Ágú 2020 16:35
af GuðjónR
Leiðindar hljóð á lágum snúning við áreynslu.
Hljómar þetta ekki eins og pústið sé laust einhversstaðar?

Re: Er pústið að losna?

Sent: Sun 23. Ágú 2020 17:36
af Danni V8
Ekki ósennilegt. Þessir bílar eru með pústklemmur sem halda saman fremri og aftari partinum sem eiga til að ryðga sundur með tímanum. Kemur aðeins dýpra hljóð þegar þetta er dottið í sundur og svo liggur það að hluta til utaní bita sem er boltaður við bodyið og getur búið til mjög hávær hljóð.

Myndi samt láta kíkja á þetta til að vera viss. Mögulega þarf bara nýja klemmu og þetta er komið í lag.

Re: Er pústið að losna?

Sent: Sun 23. Ágú 2020 18:21
af GuðjónR
Kíkti undir til að athuga með þessar klemmur, og hvað kemur í ljós :dead

Re: Er pústið að losna?

Sent: Sun 23. Ágú 2020 20:01
af audiophile
Þessi blessaða sjálfrennireið þín heldur bara áfram að gefa :megasmile

En þetta er svosem ekki óeðlilegt viðhald á svona bíl.

Re: Er pústið að losna?

Sent: Sun 23. Ágú 2020 20:28
af Dóri S.
:lol: Haha, flestir hefðu sennilega lagst á hnén og tékkað á pústinu áður en þeir póstuðu vídeói. En núna veistu allavega hvað er að bílnum, og við líka. :)

Re: Er pústið að losna?

Sent: Sun 23. Ágú 2020 22:40
af GuðjónR
Dóri S. skrifaði::lol: Haha, flestir hefðu sennilega lagst á hnén og tékkað á pústinu áður en þeir póstuðu vídeói. En núna veistu allavega hvað er að bílnum, og við líka. :)

hehehe ég gerði það, það var ekki fyrr en Danni fór að tala um pústklemmur að ég skreið undir bílinn og sá rörið í sundur nákvæmlega fyrir miðju :hmm

Re: Er pústið að losna?

Sent: Mán 24. Ágú 2020 00:20
af Danni V8
Haha. Easy fix allavega. Getur keypt svona klemmur í Bílanaust, bara mæla sverleikann á pústinu.

Re: Er pústið að losna?

Sent: Mán 24. Ágú 2020 13:45
af arons4
Haha ætlar þessi bíll aldrei að vera til friðs.

Re: Er pústið að losna?

Sent: Mán 24. Ágú 2020 14:47
af Mossi__
arons4 skrifaði:Haha ætlar þessi bíll aldrei að vera til friðs.


Sem Skoda eigandi verð ég einmitt hræddari og hræddari við hvern þráð sem GuðjónR startar.

Re: Er pústið að losna?

Sent: Mán 24. Ágú 2020 14:57
af Plushy
Finnst svo geggjað hvað Danni var 1000000% on point þarna :D

Re: Er pústið að losna?

Sent: Mán 24. Ágú 2020 21:25
af GuðjónR
Plushy skrifaði:Finnst svo geggjað hvað Danni var 1000000% on point þarna :D

Já, það hefur aldrei klikkað að spyrja Vaktara ráða.

Sjáið þessa fegurð!

Re: Er pústið að losna?

Sent: Mán 24. Ágú 2020 21:59
af Tbot
Ef ég sé ekki betur þá er kallinn á nærri 50 þar sem er 30 km svæði

Re: Er pústið að losna?

Sent: Mán 24. Ágú 2020 23:24
af Zorglub
Tbot skrifaði:Ef ég sé ekki betur þá er kallinn á nærri 50 þar sem er 30 km svæði



Held hann hafi ennþá verið eitthvað æstur yfir að ég hafi hitt á hann fyrr um daginn :megasmile

Mynd

Re: Er pústið að losna?

Sent: Þri 25. Ágú 2020 02:02
af Danni V8
Zorglub skrifaði:
Tbot skrifaði:Ef ég sé ekki betur þá er kallinn á nærri 50 þar sem er 30 km svæði



Held hann hafi ennþá verið eitthvað æstur yfir að ég hafi hitt á hann fyrr um daginn :megasmile

Mynd


Langt síðan ég hef spilað Pubg en síðan hvenær er hægt að sjá nöfnin hjá fólki á minimapinu? :O

Re: Er pústið að losna?

Sent: Þri 25. Ágú 2020 08:28
af Dropi
Danni V8 skrifaði:
Zorglub skrifaði:
Tbot skrifaði:Ef ég sé ekki betur þá er kallinn á nærri 50 þar sem er 30 km svæði



Held hann hafi ennþá verið eitthvað æstur yfir að ég hafi hitt á hann fyrr um daginn :megasmile

Mynd


Langt síðan ég hef spilað Pubg en síðan hvenær er hægt að sjá nöfnin hjá fólki á minimapinu? :O


Það hefur alltaf verið hægt í replay mode :)

Re: Er pústið að losna?

Sent: Þri 25. Ágú 2020 08:36
af GuðjónR
Zorglub skrifaði:
Tbot skrifaði:Ef ég sé ekki betur þá er kallinn á nærri 50 þar sem er 30 km svæði



Held hann hafi ennþá verið eitthvað æstur yfir að ég hafi hitt á hann fyrr um daginn :megasmile

Mynd

Glöggur á hraðanum!!
Varst það þú sem náðir mér þarna? :wtf
Flott screenshot :)

p.s. man vel eftir þessu roundi, þú ert væntanlega með nickið Snarfari, 10 sec síðar varst þú drepinn :baby

Re: Er pústið að losna?

Sent: Þri 25. Ágú 2020 18:40
af Zorglub
GuðjónR skrifaði:
p.s. man vel eftir þessu roundi, þú ert væntanlega með nickið Snarfari, 10 sec síðar varst þú drepinn :baby


Ha ha já, varð alltof graður og ætlaði að klára þann síðasta á núlleinni :sleezyjoe