Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Roggo
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Mið 04. Feb 2015 22:45
Reputation: 21
Staðsetning: Grafavogur
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf Roggo » Mið 01. Des 2021 18:58

B0b4F3tt skrifaði:Jæja það kemur í ljós fljótlega hvernig þetta fer. Pantaði nýjan Volvo í gegnum Smartbíla fyrir mánuði síðan.


Er einmitt að skoða fyrir fjölskyldumeðlim varðandi ábyrgðina. Hann er að bíða eftir Volvo sem hann pantaði frá þeim í Smartbílum.

Einhver ráð/upplýsingar sem þú getur veitt varðandi ábyrgðina sem þú hefur komist að? Stendur annars á kaupsamning að Brimborg sjái um 2 ára ábyrgð.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 102
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf mikkimás » Mið 01. Des 2021 21:52

Roggo skrifaði:
B0b4F3tt skrifaði:Jæja það kemur í ljós fljótlega hvernig þetta fer. Pantaði nýjan Volvo í gegnum Smartbíla fyrir mánuði síðan.


Er einmitt að skoða fyrir fjölskyldumeðlim varðandi ábyrgðina. Hann er að bíða eftir Volvo sem hann pantaði frá þeim í Smartbílum.

Einhver ráð/upplýsingar sem þú getur veitt varðandi ábyrgðina sem þú hefur komist að? Stendur annars á kaupsamning að Brimborg sjái um 2 ára ábyrgð.

Búinn að fá það staðfest frá Brimborg?



Skjámynd

Roggo
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Mið 04. Feb 2015 22:45
Reputation: 21
Staðsetning: Grafavogur
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf Roggo » Mið 01. Des 2021 22:28

mikkimás skrifaði:
Roggo skrifaði:
B0b4F3tt skrifaði:Jæja það kemur í ljós fljótlega hvernig þetta fer. Pantaði nýjan Volvo í gegnum Smartbíla fyrir mánuði síðan.


Er einmitt að skoða fyrir fjölskyldumeðlim varðandi ábyrgðina. Hann er að bíða eftir Volvo sem hann pantaði frá þeim í Smartbílum.

Einhver ráð/upplýsingar sem þú getur veitt varðandi ábyrgðina sem þú hefur komist að? Stendur annars á kaupsamning að Brimborg sjái um 2 ára ábyrgð.

Búinn að fá það staðfest frá Brimborg?


Nei, hef þó séð margar sögur þegar ég er að leita um þetta að Brimborg sé að græja "verksmiðjuábyrgðina" sem eru bara fyrstu 2 árin.

Allt annað er framlengd ábyrgð, eins og ég skil þetta. Hjá Brimborg er framlengd ábyrgð aðeins í boði fyrir bíla sem verslaðir eru af þeim. Það gefur allavega pínu til kynna að þeir séu þá að dekka grunnábyrgðina. https://www.brimborg.is/is/nyir-bilar/abyrgd-bila?gclid=Cj0KCQiA15yNBhDTARIsAGnwe0UMnYLj4SFcfAHh9Jn9tf1ohX5RcZxT0JhkK8FbP-22GNRV1UrvkT8aAjkTEALw_wcB

Svo er hægt að semja við TM og versla ábyrgð fyrir bílinn og kreysta uppí 5 ár (3 auka) en hún dekkar ekki rafhlöðu bílsins, sem að er í ábyrgð í 8 ár hjá Brimborg. Það er mesti skellurinn við þetta, að missa 6 ára ábyrgð á rafhlöðunni, þar sem þetta er Plug-In Hybrid. https://www.tm.is/billinn/bilaabyrgd

Sjá svo hérna niðri til hægri: https://www.volvocars.com/is/thjonusta/verkstaedi/abyrgd
Virðast soldið láta þetta vera í höndum Volvo hvort þeir vilji taka upp kostnaðinn eða ekki. Meikar svosem sense bara , held ég, þar sem þeir höfðu sjálfir ekkert uppúr sölunni á bílnum og viðgerðarkostnaður ætti ekki að koma úr þeirra vasa :/

Leiðinlegt bara að sjá ekki fyrr hvað þessi eigandi er sketch náungi. Kæmi ekki á óvart að kaupandi hefði hætt við hefði hann gúgglað hann aðeins.



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3838
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf Tiger » Fim 02. Des 2021 00:02

Passið ykkur bara að fá ekki sítrónu bíla, Volvo XC90 eru mjööög algengir í því frá US.

https://www.fib.is/is/um-fib/frettir/ba ... r-i-abyrgd


Mynd


Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 286
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf B0b4F3tt » Fim 02. Des 2021 08:45

Roggo skrifaði:
B0b4F3tt skrifaði:Jæja það kemur í ljós fljótlega hvernig þetta fer. Pantaði nýjan Volvo í gegnum Smartbíla fyrir mánuði síðan.


Er einmitt að skoða fyrir fjölskyldumeðlim varðandi ábyrgðina. Hann er að bíða eftir Volvo sem hann pantaði frá þeim í Smartbílum.

Einhver ráð/upplýsingar sem þú getur veitt varðandi ábyrgðina sem þú hefur komist að? Stendur annars á kaupsamning að Brimborg sjái um 2 ára ábyrgð.


Merkilegt nokk þá er ég ennþá að bíða eftir mínum bíl :-k

En ég semsagt pantaði minn bíl með auka 3ja ára verksmiðjuábyrgð. Það þýðir að ef bíllinn bilar innan þessara 5 ára þá fer ég með hann í umboðið. Geri ráð fyrir að þeir meti hvort þetta falli undir ábyrgðina. Ef þetta fellur undir ábyrgðina þá þarf ég mögulega að borga Brimborg fyrir viðgerðina en sækja svo sjálfur peninginn til Volvo í Evrópu eða að Brimborg geri við bílinn og sæki svo sjálfir peninginn til Volvo í Evrópu. Verksmiðjuábyrgð frá bílnum gildir hvar sem er í Evrópu þar sem þetta er sama markaðssvæðið.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 102
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf mikkimás » Fim 02. Des 2021 09:22

Roggo skrifaði:
Nei, hef þó séð margar sögur þegar ég er að leita um þetta að Brimborg sé að græja "verksmiðjuábyrgðina" sem eru bara fyrstu 2 árin.

Allt annað er framlengd ábyrgð, eins og ég skil þetta. Hjá Brimborg er framlengd ábyrgð aðeins í boði fyrir bíla sem verslaðir eru af þeim. Það gefur allavega pínu til kynna að þeir séu þá að dekka grunnábyrgðina. https://www.brimborg.is/is/nyir-bilar/abyrgd-bila?gclid=Cj0KCQiA15yNBhDTARIsAGnwe0UMnYLj4SFcfAHh9Jn9tf1ohX5RcZxT0JhkK8FbP-22GNRV1UrvkT8aAjkTEALw_wcB

Svo er hægt að semja við TM og versla ábyrgð fyrir bílinn og kreysta uppí 5 ár (3 auka) en hún dekkar ekki rafhlöðu bílsins, sem að er í ábyrgð í 8 ár hjá Brimborg. Það er mesti skellurinn við þetta, að missa 6 ára ábyrgð á rafhlöðunni, þar sem þetta er Plug-In Hybrid. https://www.tm.is/billinn/bilaabyrgd

Sjá svo hérna niðri til hægri: https://www.volvocars.com/is/thjonusta/verkstaedi/abyrgd
Virðast soldið láta þetta vera í höndum Volvo hvort þeir vilji taka upp kostnaðinn eða ekki. Meikar svosem sense bara , held ég, þar sem þeir höfðu sjálfir ekkert uppúr sölunni á bílnum og viðgerðarkostnaður ætti ekki að koma úr þeirra vasa :/

Leiðinlegt bara að sjá ekki fyrr hvað þessi eigandi er sketch náungi. Kæmi ekki á óvart að kaupandi hefði hætt við hefði hann gúgglað hann aðeins.


Mér finnst það koma skýrt fram í neðsta linknum að Volvo bíll innfluttur framhjá Brimborg sé ekki í neinni ábyrgð í gegnum Brimborg, sannarlega ekki 2 ára lögbundinni ábyrgð og get ekki ímyndað mér að annað gildi um rafhlöðuábyrgð.

Ég ætla ekki að tjá mig um hvernig myndi ganga að sækja ábyrgðarmál í gegnum innflytjanda, en Brimborg er aldrei að gera neitt annað en að bilanagreina og senda fyrirspurn í gegnum þeirra tengslanet. Allt umfram það er á milli kaupanda og innflytjanda.




Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 286
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf B0b4F3tt » Fim 02. Des 2021 09:32

mikkimás skrifaði:
Roggo skrifaði:
Nei, hef þó séð margar sögur þegar ég er að leita um þetta að Brimborg sé að græja "verksmiðjuábyrgðina" sem eru bara fyrstu 2 árin.

Allt annað er framlengd ábyrgð, eins og ég skil þetta. Hjá Brimborg er framlengd ábyrgð aðeins í boði fyrir bíla sem verslaðir eru af þeim. Það gefur allavega pínu til kynna að þeir séu þá að dekka grunnábyrgðina. https://www.brimborg.is/is/nyir-bilar/abyrgd-bila?gclid=Cj0KCQiA15yNBhDTARIsAGnwe0UMnYLj4SFcfAHh9Jn9tf1ohX5RcZxT0JhkK8FbP-22GNRV1UrvkT8aAjkTEALw_wcB

Svo er hægt að semja við TM og versla ábyrgð fyrir bílinn og kreysta uppí 5 ár (3 auka) en hún dekkar ekki rafhlöðu bílsins, sem að er í ábyrgð í 8 ár hjá Brimborg. Það er mesti skellurinn við þetta, að missa 6 ára ábyrgð á rafhlöðunni, þar sem þetta er Plug-In Hybrid. https://www.tm.is/billinn/bilaabyrgd

Sjá svo hérna niðri til hægri: https://www.volvocars.com/is/thjonusta/verkstaedi/abyrgd
Virðast soldið láta þetta vera í höndum Volvo hvort þeir vilji taka upp kostnaðinn eða ekki. Meikar svosem sense bara , held ég, þar sem þeir höfðu sjálfir ekkert uppúr sölunni á bílnum og viðgerðarkostnaður ætti ekki að koma úr þeirra vasa :/

Leiðinlegt bara að sjá ekki fyrr hvað þessi eigandi er sketch náungi. Kæmi ekki á óvart að kaupandi hefði hætt við hefði hann gúgglað hann aðeins.


Mér finnst það koma skýrt fram í neðsta linknum að Volvo bíll innfluttur framhjá Brimborg sé ekki í neinni ábyrgð í gegnum Brimborg, sannarlega ekki 2 ára lögbundinni ábyrgð og get ekki ímyndað mér að annað gildi um rafhlöðuábyrgð.

Ég ætla ekki að tjá mig um hvernig myndi ganga að sækja ábyrgðarmál í gegnum innflytjanda, en Brimborg er aldrei að gera neitt annað en að bilanagreina og senda fyrirspurn í gegnum þeirra tengslanet. Allt umfram það er á milli kaupanda og innflytjanda.


Brimborg er umboðsaðili Volvo á Íslandi. Þannig að bílar með verksmiðjuábyrgð frá Volvo í Evrópu eru dekkaðir hjá Brimborg. Volvo í Evrópu er hvort sem er alltaf á endanum að borga fyrir þessar ábyrgðarviðgerðir, hvort sem þær eru gerðar á bílum innfluttum af Brimborg eða öðrum.




vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf vesley » Fim 02. Des 2021 09:35

mikkimás skrifaði:
Roggo skrifaði:
Nei, hef þó séð margar sögur þegar ég er að leita um þetta að Brimborg sé að græja "verksmiðjuábyrgðina" sem eru bara fyrstu 2 árin.

Allt annað er framlengd ábyrgð, eins og ég skil þetta. Hjá Brimborg er framlengd ábyrgð aðeins í boði fyrir bíla sem verslaðir eru af þeim. Það gefur allavega pínu til kynna að þeir séu þá að dekka grunnábyrgðina. https://www.brimborg.is/is/nyir-bilar/abyrgd-bila?gclid=Cj0KCQiA15yNBhDTARIsAGnwe0UMnYLj4SFcfAHh9Jn9tf1ohX5RcZxT0JhkK8FbP-22GNRV1UrvkT8aAjkTEALw_wcB

Svo er hægt að semja við TM og versla ábyrgð fyrir bílinn og kreysta uppí 5 ár (3 auka) en hún dekkar ekki rafhlöðu bílsins, sem að er í ábyrgð í 8 ár hjá Brimborg. Það er mesti skellurinn við þetta, að missa 6 ára ábyrgð á rafhlöðunni, þar sem þetta er Plug-In Hybrid. https://www.tm.is/billinn/bilaabyrgd

Sjá svo hérna niðri til hægri: https://www.volvocars.com/is/thjonusta/verkstaedi/abyrgd
Virðast soldið láta þetta vera í höndum Volvo hvort þeir vilji taka upp kostnaðinn eða ekki. Meikar svosem sense bara , held ég, þar sem þeir höfðu sjálfir ekkert uppúr sölunni á bílnum og viðgerðarkostnaður ætti ekki að koma úr þeirra vasa :/

Leiðinlegt bara að sjá ekki fyrr hvað þessi eigandi er sketch náungi. Kæmi ekki á óvart að kaupandi hefði hætt við hefði hann gúgglað hann aðeins.


Mér finnst það koma skýrt fram í neðsta linknum að Volvo bíll innfluttur framhjá Brimborg sé ekki í neinni ábyrgð í gegnum Brimborg, sannarlega ekki 2 ára lögbundinni ábyrgð og get ekki ímyndað mér að annað gildi um rafhlöðuábyrgð.

Ég ætla ekki að tjá mig um hvernig myndi ganga að sækja ábyrgðarmál í gegnum innflytjanda, en Brimborg er aldrei að gera neitt annað en að bilanagreina og senda fyrirspurn í gegnum þeirra tengslanet. Allt umfram það er á milli kaupanda og innflytjanda.


Veit um ansi mörg tilfelli þar sem aðilar hafa getað fengið ábyrgðinni framfylgt þó bíll sé ekki keyptur hjá þeim .
Ef þú ert umboðsaðili áttu að annast það sem þú ert með umboð fyrir. Þeir fá hvort eð er alla ábyrgðar þjónustu borgaða að fullu og er ástæðan fyrir því að þeir hafni þér ekkert annað en frekja.

Veit fyrir víst að einn aðili í það minnsta fór í hart við Brimborg þegar þeir neituðu að þjónusta Ameríkubíl.

Hef ég sjálfur þurft að fá lögfræðiaðstoð vegna höfnunar á ábyrgðarmáli á umboðsbíl hjá ónefndu umboði.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 102
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf mikkimás » Fim 02. Des 2021 09:37

B0b4F3tt skrifaði:Brimborg er umboðsaðili Volvo á Íslandi. Þannig að bílar með verksmiðjuábyrgð frá Volvo í Evrópu eru dekkaðir hjá Brimborg. Volvo í Evrópu er hvort sem er alltaf á endanum að borga fyrir þessar ábyrgðarviðgerðir, hvort sem þær eru gerðar á bílum innfluttum af Brimborg eða öðrum.


Hárrétt, ég er bara að segja að það skiptir hvort þú dílar við eitt stærsta bílaumboð landsins með solid tengslanet, eða gæja sem titlar sig 'Alli' í fyrirtækjaskrá skattsins og hefur á einhverjum tímapunkti verið eftirlýstur af Interpol.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 102
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf mikkimás » Fim 02. Des 2021 09:41

vesley skrifaði:Veit um ansi mörg tilfelli þar sem aðilar hafa getað fengið ábyrgðinni framfylgt þó bíll sé ekki keyptur hjá þeim .
Ef þú ert umboðsaðili áttu að annast það sem þú ert með umboð fyrir. Þeir fá hvort eð er alla ábyrgðar þjónustu borgaða að fullu og er ástæðan fyrir því að þeir hafni þér ekkert annað en frekja.

Veit fyrir víst að einn aðili í það minnsta fór í hart við Brimborg þegar þeir neituðu að þjónusta Ameríkubíl.

Hef ég sjálfur þurft að fá lögfræðiaðstoð vegna höfnunar á ábyrgðarmáli á umboðsbíl hjá ónefndu umboði.


Kannski er ég bara svona gamaldags, en þú þarft að fá súrrealíska ánægju af því að fara í hart með lögfræðingi gagnvart fyrirtæki sem er svona skýrt á sinni eigin heimasíðu: "Volvo bílar sem fluttir eru inn beint t.d. búslóðarbílar og bílar keyptir af öðrum en Brimborg eru ekki undir lögbundinni ábyrgð frá Brimborg..."
https://www.volvocars.com/is/thjonusta/verkstaedi/abyrgd




vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf vesley » Fim 02. Des 2021 09:50

mikkimás skrifaði:
vesley skrifaði:Veit um ansi mörg tilfelli þar sem aðilar hafa getað fengið ábyrgðinni framfylgt þó bíll sé ekki keyptur hjá þeim .
Ef þú ert umboðsaðili áttu að annast það sem þú ert með umboð fyrir. Þeir fá hvort eð er alla ábyrgðar þjónustu borgaða að fullu og er ástæðan fyrir því að þeir hafni þér ekkert annað en frekja.

Veit fyrir víst að einn aðili í það minnsta fór í hart við Brimborg þegar þeir neituðu að þjónusta Ameríkubíl.

Hef ég sjálfur þurft að fá lögfræðiaðstoð vegna höfnunar á ábyrgðarmáli á umboðsbíl hjá ónefndu umboði.


Kannski er ég bara svona gamaldags, en þú þarft að fá súrrealíska ánægju af því að fara í hart með lögfræðingi gagnvart fyrirtæki sem er svona skýrt á sinni eigin heimasíðu: "Volvo bílar sem fluttir eru inn beint t.d. búslóðarbílar og bílar keyptir af öðrum en Brimborg eru ekki undir lögbundinni ábyrgð frá Brimborg..."
https://www.volvocars.com/is/thjonusta/verkstaedi/abyrgd


"Komi bilun upp í þannig bíl sem eigandi getur sýnt fram á að sé vegna galla þá könnum við hvort kostnaður fáist bættur að einhverju leiti hjá framleiðanda. Mismuninn greiðir eigandi bílsins sem getur þá sótt þann kostnað til innflytjanda bílsins".

Þeir segja hann ekki í ábyrgð en ef bilunin fellur undir ábyrgð þá bæta þeir það ? Ég les þetta sem þversögn til að reyna að fæla fólk frá því að kaupa bíla annarsstaðar en frá þeim sjálfum.
Þetta er nákvæmlega það sem ónefnt umboð vildi að ég myndi gera með umboðsbíl, sanna sjálfur að þetta væri þekkt vandamál.°
Að sjálfsögðu leitaði ég mér aðstoðar lögmanns þar sem þetta varðaði rúmlega 500þús króna viðgerðar.


https://www.bilablogg.is/frettir/graedi ... -graan-bil
"Eins mega þjónustuaðilar í einu landi ekki neita að þjónusta bíla sem eru keyptir í öðru Evrópusambandslandi. Þetta er eitt markaðssvæði með frjálsri samkeppni án tillits til landamæra."
Þar sem við erum í EES þá á þetta við okkur líka. En þetta breytir því ekki að það kemur fyrir að fólk þurfi að vera ansi hart á því að fá ábyrgð framfylgt á Íslandi.


Ef ég man rétt á þetta ekki bara við bíla heldur gott sem allan búnað. Ef ég kaupi Samsung í Frakklandi þá á ég að geta fengið ábyrgð framfylgt á Íslandi og allt þar eftir fjöllum.
Síðast breytt af vesley á Fim 02. Des 2021 09:55, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 286
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf B0b4F3tt » Fim 02. Des 2021 10:06

mikkimás skrifaði:
vesley skrifaði:Veit um ansi mörg tilfelli þar sem aðilar hafa getað fengið ábyrgðinni framfylgt þó bíll sé ekki keyptur hjá þeim .
Ef þú ert umboðsaðili áttu að annast það sem þú ert með umboð fyrir. Þeir fá hvort eð er alla ábyrgðar þjónustu borgaða að fullu og er ástæðan fyrir því að þeir hafni þér ekkert annað en frekja.

Veit fyrir víst að einn aðili í það minnsta fór í hart við Brimborg þegar þeir neituðu að þjónusta Ameríkubíl.

Hef ég sjálfur þurft að fá lögfræðiaðstoð vegna höfnunar á ábyrgðarmáli á umboðsbíl hjá ónefndu umboði.


Kannski er ég bara svona gamaldags, en þú þarft að fá súrrealíska ánægju af því að fara í hart með lögfræðingi gagnvart fyrirtæki sem er svona skýrt á sinni eigin heimasíðu: "Volvo bílar sem fluttir eru inn beint t.d. búslóðarbílar og bílar keyptir af öðrum en Brimborg eru ekki undir lögbundinni ábyrgð frá Brimborg..."
https://www.volvocars.com/is/thjonusta/verkstaedi/abyrgd


Brimborg getur ekki firrað sig samningsbundinni þjónustu frá Volvo í Evrópu með því að setja einhvern texta á heimasíðuna sína. Þeir eru hér titlaðir sem umboðsaðilar fyrir Volvo. Brimborg eru hvort sem er ekki að borga neitt úr eigin vasa þegar kemur að ábyrgðarviðgerðum. Reikningur fyrir þeim er alltaf sendur út til Volvo. Að sjálfsögðu vill Brimborg að þú kaupir bílinn af þeim en ekki annars staðar frá.
Að lokum skil ég vel að einstaklingur fái aðstoð lögfræðings til þess að leita réttar síns.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 102
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf mikkimás » Fim 02. Des 2021 12:40

Vil taka það skýrt fram ég myndi alveg vilja sjá neytanda fara í hart með ábyrgðarmál við Brimborg og vinna fyrir dómstólum, hef aldrei sagt annað.

Finnst bara að fólk eigi að gera sér skýra grein fyrir áhættunni. Það er ekki fyrir hvern sem er að standa í svona málum.

Fyrir hönd þeirra sem vilja spara sér pening finnst mér það ekki traustvekjandi þegar Brimborg leyfir sér að taka svona skýra afstöðu í texta á heimasíðu Volvo sjálfs. Það er ekkert djók að uppfylla kröfur og skilyrði lúxusframleiðanda eins og Volvo, hvað þá að fara með rangfærslur á þeirra eigin síðu.

En, eins og ég segi, ég bíð spenntur eftir fyrsta dómsmálinu.



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1795
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf Danni V8 » Fim 02. Des 2021 17:46

urban skrifaði:
B0b4F3tt skrifaði:Sælir Vaktarar

Mig langaði að athuga hvort einhver hérna inni hefði keypt Volvo í gegnum smartbilar.is? Og ef svo hvernig það hefði gengið fyrir sig? Mér finnst bara svo útrúlega mikill verðmunur á þeim og svo Brimborg.

Kv. Elvar


Eðlilega er óhemju verðmunur á milli umboðs með óhemju yfirbyggingu og lítillar bílasölu staðsettar í bakhúsi einhver staðar og starfar aðalega á netinu.
Síðan er bara spurning hvort að mönnum þyki verðmunurinn nægur.

Ekki nóg með það, heldur er umboðið oft með bíla til á lager sem er hægt að fá afhent strax, síðan allar kvartanir sem kaupandi kemur með hvort sem það sé útaf bilun eða bara vitleysu í eiganda, þá þarf umboðið að taka á því en ekki bílasalan sem flutti bílinn inn. M.v. að bíllinn sé ennþá í ábyrgð frá framleiðanda.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1312
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 103
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Tengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf Fletch » Fim 02. Des 2021 19:19

Ég hef keypt 3 Volvo af Brimborg síðan 2017, 1 xc60 og 2 xc90

Alltaf fengið geggjaða þjónustu og myndi persónulega ekki versla af þessum litlu aðilum, nenni ekki veseni ef maður fær mánudagseintak

Ég myndi frekar skoða flytja inn sjálfur 1-2ara EU bíl ef eg ætlaði að spara


AMD Ryzen 7900X3D * Nvidia GTX 4090 * Asus ROG STRIX B650E-ITX * 32GB DDR5
LianLi * Seasonic Vertex1200w * Alienware 34" OLED AW3423DWF

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3093
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 442
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf hagur » Fim 02. Des 2021 19:42

Ég flutti inn V60 bíl árgerð 2017/2018 frá Hollandi (í gegnum Betri Bílakaup) og þegar hann var við það að detta úr 2 ára verksmiðjuábyrgðinni þá kviknaði á check-engine ljósi. Ég fór með hann í Brimborg og þeir græjuðu það (skiptu um súrefnisskynjara) innan ábyrgðar, no questions asked ... þó að bíllinn væri ekki keyptur af þeim. Þetta var náttúrulega ódýr viðgerð og varahlutur og ég bjóst alveg við einhverju veseni þar sem bíllinn var ekki keyptur hjá þeim en þetta var bara ekkert vandamál. Ég hef bara góða reynslu af Brimborg, so far.



Skjámynd

joker
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Þri 20. Okt 2009 22:59
Reputation: 23
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf joker » Fim 10. Mar 2022 20:35

Smartbílar og Bensínlaus ehf í slæmum málum samkvæmt þessu https://islandus.is/traust/



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Tengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf rapport » Fim 10. Mar 2022 21:00

joker skrifaði:Smartbílar og Bensínlaus ehf í slæmum málum samkvæmt þessu https://islandus.is/traust/


Vel gert að vara við þessu



Skjámynd

grimurkolbeins
Gúrú
Póstar: 527
Skráði sig: Þri 04. Feb 2014 19:07
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf grimurkolbeins » Fös 11. Mar 2022 06:50

Flytja inn í gegnum diesel.is, lang bestir.


Lenovo Legion y520 - Corsair 400c, ASUS ROG Strix GeForce® GTX 1080,Intel Core i7 6800K, Corsair H100i v2, ASUS ROG STRIX X99, ADATA SP550 (SSD)1tb, Corsair Force LE SSD (SSD)250gb, Corsair CX750m, Corsair Vengeance RGB 64GB

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3093
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 442
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf hagur » Fös 11. Mar 2022 08:20

Betri bílakaup líka búið að rúlla sé ég. Grunaði það svosem.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2236
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 371
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf Moldvarpan » Fös 11. Mar 2022 09:27

Afhverju eru menn að gambla með nokkrar milljónir til að spara sér nokkra þúsundkalla og sniðganga umboðin?

Ég skil ekki alveg hugsunina á bakvið þetta.

Sömuleiðis að bíða mánuðum eða árum saman eftir eitthverju ökutæki... afhverju? Nóg af fínum bílum í boði hérna heima.

Er besserwisserinn alveg að fara með menn?




vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf vesley » Fös 11. Mar 2022 10:19

Moldvarpan skrifaði:Afhverju eru menn að gambla með nokkrar milljónir til að spara sér nokkra þúsundkalla og sniðganga umboðin?

Ég skil ekki alveg hugsunina á bakvið þetta.

Sömuleiðis að bíða mánuðum eða árum saman eftir eitthverju ökutæki... afhverju? Nóg af fínum bílum í boði hérna heima.

Er besserwisserinn alveg að fara með menn?



Meginatriðið er að ef bíllinn er um 1-2 ára gamall þá er hægt að fá hann innfluttan á verði sem sést ekki hér heima.

Sem dæmi flutti ég inn bíl í lok september 2021. Get selt þann bíl á um 1-1,3 milljónum meira en ég fékk hann hingað kominn til landsins. Var hann þá ekki orðinn árs gamall. Auðvitað er þetta engu að síður algjört lottó, en ég kom auga á bíltegund sem ég sá mikinn hag í að flytja inn. Fæ vin vinar til að aðstoða mig og mánuði seinna var ég kominn með bílinn í hendurnar.

Allir bílar halda sinni ábyrgð þó þeir séu innfluttir af öðrum en umboði, gat umboðið hér heima t.d. séð alla þjónustusögu á mínum bíl í gegnum sín kerfi.
Er ég að skoða að gera það sama með lítinn sendibíl. Flytja inn 1-2 ára gamlan á betra verði. Enda verðin á litlum sendlum komið í algjört rugl hér heima. Finnur varla nýjan á undir 4 milljónum.



Skjámynd

Roggo
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Mið 04. Feb 2015 22:45
Reputation: 21
Staðsetning: Grafavogur
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf Roggo » Fös 11. Mar 2022 10:23

Moldvarpan skrifaði:Afhverju eru menn að gambla með nokkrar milljónir til að spara sér nokkra þúsundkalla og sniðganga umboðin?
Ég skil ekki alveg hugsunina á bakvið þetta.


Reyndar spurning um mun meira en það í mínu tilviki... https://www.skatturinn.is/um-rsk/fretti ... ingar-o.fl.

Skatturinn skrifaði:Losunarviðmið 3. og 5. gr. laga um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. nr.

Skatturinn skrifaði:Einnig lækka tímabundnar ívilnanir vegna innflutnings tengiltvinnbifreiða úr 960.000 kr. niður í 480.000 kr. um áramótin


Þannig að, t.d. í kaupunum hjá fjölskyldumeðlim mínum (sem ég minntist á fyrr í þræðinum), var alveg gífurlegur sparnaður að geta fengið bílinn fyrir áramót bara útaf þessu þar sem að verðmiði bílsins fengi að finna fyrir báðum breytingunum. Svo var verðmiðinn líka þónukkuð lægri en 2021 verðið hjá umboðinu sem gat ekki útvegað slíkann bíl fyrir áramót. Í þokkabót væri hann ekki ennþá kominn á bílinn sem hann langaði í þar sem að allt sem er vert að kaupa (að hans mati) er uppselt fyrirfram hjá umboðunum útaf skorti og hann væri ennþá að bíða í nokkra mánuði í viðbót síðan í nóvember ef hann hefði ekki stokkið á þennan bíl hjá Smartbílum.
Síðast breytt af Roggo á Fös 11. Mar 2022 10:24, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf urban » Fös 11. Mar 2022 10:35

Moldvarpan skrifaði:Afhverju eru menn að gambla með nokkrar milljónir til að spara sér nokkra þúsundkalla og sniðganga umboðin?

Ég skil ekki alveg hugsunina á bakvið þetta.

Sömuleiðis að bíða mánuðum eða árum saman eftir eitthverju ökutæki... afhverju? Nóg af fínum bílum í boði hérna heima.

Er besserwisserinn alveg að fara með menn?


vegna þess að það er ekki verið að spara nokkra þúsundkalla.
Það er verið að spara 10-20% oft á tíðum.

Afhverju að bíða mánuðum saman...
Ef að mig langar í ákveðna gerð af bíl þá langar mig í ákveðna gerð af bíl.

Afhverju kaupa menn (insert bíl einsog þú átt) það er til nóg af (insert einhverja ódýrari og algengari gerð af bíl en þú keyrir) hérna heima....


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 286
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf B0b4F3tt » Fös 11. Mar 2022 16:59

joker skrifaði:Smartbílar og Bensínlaus ehf í slæmum málum samkvæmt þessu https://islandus.is/traust/

Ekki eins og að Islandus séu voðalega hlutlausir í þessum málflutningi. Þeir eru búnir að vera að vara við Smartbílum í nokkur ár en ekkert hefur gerst á þeim bæ.