Pósturaf GuðjónR » Lau 18. Mar 2023 19:27
Ég er búinn að hitta littli-Jake tvisvar á Esjumelum og þetta verð ég að segja:
Í fyrra skipti mætti ég með litla bílinn hennar múttu og hann og las af tölvunni og fann út að skynjari væri bilaður og hann var svo almenninlegur að rukka ekkert fyrir það. Í morgun fór ég svo með Skoda þar sem annar framgormurinn var brotinn og hann reddaði því á mettíma og rukkaði svo lítið fyrir að ég er ennþá með samviskubit að hafa ekki borgað meira.
Aðstaðan hans er til þvílíkrar fyrirmyndar að maður fær það á tilfinninguna að maður sé mættur með bílinn á umboðsverkstæði, grínlaust.
Drengurinn er fagmaður fram í fingurgóma og veit líklega meira um bíla en ég um tölvur.
Niðurstaða:
10/10 fyrir fagmennsku og liðlegheit.
10/10 fyrir snyrtilega og flotta aðstöðu.
10/10 fyrir sanngirni í verðlagningu.
Ég get ekki hælt honum nóg, mín eina eftirsjá er að hafa ekki farið til hans fyrir löngu með aðrar bilanir sem upp hafa komið.
Vil taka fram að ég hef engra hagsmuna að gæta, þetta er mín upplifun og skoðun og ég mæli 100% með því að ef þið eruð í vandræðum með bílinn ykkar að hafa samband við hann því ég er ekki í nokkrum vafa að þið verðið ánægð með útkomuna.
Ég er svo ánægður með hann að héðan í frá verður þessi þráður límdur og littli-Jake fær sérstakan titil!
Takk fyrir mig!