Síða 1 af 1

Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Mið 15. Jan 2020 10:51
af Sporður
Sælir

Langaði að forvitnast um hvað menn hafa verið að borga fyrir tímareimaskipti í vw/skoda bílunum. (Octavia/Passat t. d)

Er ekki eigandi að neinum slíkum bíl. Vil bara hafa hugmynd um hvert raunverulegt verð á notuðum bíl yrði.

Re: Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Mið 15. Jan 2020 11:52
af Baldurmar
Hringdu í car-med í kópavogi þeir eru bestir í vw/audi/skoda

Re: Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Lau 18. Jan 2020 04:39
af RassiPrump
Flutti orginal VAG varahluti (tímareimasett og vatnsdælu) inn á 42.000, fór svo með bílinn í Iceland bifreiðaverkstæði í Hafnarfirði, hann tók 70þ fyrir verkið, mega finn náunginn þar. Hekla gaf mér quote upp á "þetta er svona 150-200kall sirka".

Re: Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Lau 18. Jan 2020 07:14
af HalistaX
Baldurmar skrifaði:Hringdu í car-med í kópavogi þeir eru bestir í vw/audi/skoda

Eg vil meina að Bílson séu bestir með VW/Audi/Skoda.

Þeir eru mjög sanngjarnir með verð og góða þjónustu.

https://www.facebook.com/bilsonverkstaedid
https://noona.is/bilson
https://www.dv.is/lifsstill/2016/02/10/ ... a-upphafi/

Annars tek ég undir með RassiPrump, lang best að fá þessa varahluti bara ódýrt af eBay eða einhverri álíka síðu og láta eitthvað no-name fyrirtæki sem verslar ekki af Heklu gera þetta fyrir sig.

Re: Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Lau 18. Jan 2020 11:24
af rapport
Eftir að ég uppgötvaði Bílson þá fer ég ekki annað, þeir eru sanngjarnir og vandvirkir.

Var með bílinn minn hjá þeim í vikunni, braut gorm og svo var kúplingin á seinasta séns og dóttirin sem er vonandi að fara fá bílpróf sem fyrst, sagði að það væri virkilega óþægilegt fyrir hana að keyra hann svona.

Þannig að þeir hlógu mikið þegar ég pantaði tíma og sagði "Nýjan gorm og kúplingu í leiðinni".

Svo var smá miscommunication (skrifast á mig því ég var að drífa mig og hafði ekki tíma) um hvað þetta mundi kosta.

Þegar hann hringir og segir mér að bílinn sé klár þá andvarpa ég smá og segi eitthvað eins og "'úff, þetta er svolítið yfir áætlun, sé ykkur eftir smá"

Rúlla uppeftir og þá er það fyrsta sem ég fæ frá þeim annað tilboð, verð og hann segir strax "að þeir vilji að ég sé sáttur", ég svara að ég vilji nú ekki hafa af þeim launin fyrir vinnuna og við röbbum smá og semjum.

Niðurstaðan var að 226þ. reikningur fór í 200.þ og allir sáttir.

Ég er bara búinn að ákveða það fyrir mína parta að svona fyrirtæki vil ég versla við, allt sem þeir hafa sagt og gert fyrir mig hefur staðist og þjónustan og viðmótið er alltaf frábært.

p.s. Ég er ekki hrifinn af því að vera fá afslætti af vinnu sem sannarlega var unnin, finnst að fólk eigi að fá greitt fyrir vinnuna sína en álagning á vörum og minni ósérhæfðri þjónustu er ég til í að bítast yfir.

Re: Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Lau 18. Jan 2020 11:41
af blitz
Bílson eru eflaust ekki ódýrasta verkstæðið en þjónustan þar er alveg framúrskarandi.

Re: Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Lau 18. Jan 2020 13:06
af Hargo
Ég veit að þeir sem eru að flytja inn nýja eða mjög lítið notaða VW og Skoda bíla framhjá Heklu með Evrópuábyrgð (eins og t.d. Smart Bílar o.fl.), þeir benda allir á að fara með bílana sína í ábyrgðarviðgerðir til Bílson. Þeir eru vottaðir af VW og Skoda og geta claimað varahluti beint til þeirra. Efast um að Hekla vilji mikið gera fyrir mann með bíla í evrópuábyrgð nema þeir séu keyptir af þeim.

Ég hef allavega heyrt mjög góða hluti um Bílson og hef nýtt mér þjónustu þeirra sjálfur, fagmenn fram í fingurgóma.

Þú getur eflaust fundið einhverja sem eru ódýrari en tímareimaskipti er yfirleitt frekar stór aðgerð þannig að maður vill kannski ekki láta hvern sem er framkvæma það. Plús að þeir eru þá með sérmenntaða menn í VW og Skoda þar sem þeir eru vottað ábyrgðarverkstæði þannig að þeir ættu að þekkja þessar tegundir mjög vel. Ég myndi prófa að heyra í þeim og athuga hvort þeir geti ekki gefið þér cirka verðhugmynd.

Re: Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Lau 18. Jan 2020 15:12
af sigurdur
Sammála með Bílson. Hef einstaka sinnum freistast til að fara annað til að spara nokkrar krónur en alltaf komið aftur. Er með 17 ára gamla Octaviu sem ég ætla að keyra eitthvað lengur og þeir passa vel uppá.

Re: Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Lau 18. Jan 2020 16:03
af Baldurmar
HalistaX skrifaði:
Baldurmar skrifaði:Hringdu í car-med í kópavogi þeir eru bestir í vw/audi/skoda

Eg vil meina að Bílson séu bestir með VW/Audi/Skoda.

Þeir eru mjög sanngjarnir með verð og góða þjónustu.

https://www.facebook.com/bilsonverkstaedid
https://noona.is/bilson
https://www.dv.is/lifsstill/2016/02/10/ ... a-upphafi/

Annars tek ég undir með RassiPrump, lang best að fá þessa varahluti bara ódýrt af eBay eða einhverri álíka síðu og láta eitthvað no-name fyrirtæki sem verslar ekki af Heklu gera þetta fyrir sig.


Car-med hafa amk sparað pabba hundruði þúsunda í viðgerðir á vw t.d var munurinn á nýju heddi 300.000 vs 1.200.000(Hekla)

Re: Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Lau 18. Jan 2020 18:44
af HalistaX
Baldurmar skrifaði:
HalistaX skrifaði:
Baldurmar skrifaði:Hringdu í car-med í kópavogi þeir eru bestir í vw/audi/skoda

Eg vil meina að Bílson séu bestir með VW/Audi/Skoda.

Þeir eru mjög sanngjarnir með verð og góða þjónustu.

https://www.facebook.com/bilsonverkstaedid
https://noona.is/bilson
https://www.dv.is/lifsstill/2016/02/10/ ... a-upphafi/

Annars tek ég undir með RassiPrump, lang best að fá þessa varahluti bara ódýrt af eBay eða einhverri álíka síðu og láta eitthvað no-name fyrirtæki sem verslar ekki af Heklu gera þetta fyrir sig.


Car-med hafa amk sparað pabba hundruði þúsunda í viðgerðir á vw t.d var munurinn á nýju heddi 300.000 vs 1.200.000(Hekla)

Ég var ekki að setja útá þína skoðun, nota bene, ég var einfaldlega að koma minni skoðun á framfæri sem átti svo skemmtilega til með að skarast á við þína.

Ég veit ekki einu sinni hvað Car-Med er.... Er það nýja ísbúðin í Spönginni eða?

En nei, ég veit það ekki, ég hef ávallt notað Bílson í þessi skipti sem ég hef þurft að brasa með Skoda og hafa þeir alltaf verið mjög sanngjarnir hvað varðar verð og eru með alveg tipp topp vinnubrögð og frábæra þjónustu!

Þeir taka líklega samt alveg standard 12-15k á tíman eins og venjan er á svona "umboðs" verkstæðum, ég borgaði einu sinni yfir 300k fyrir vinnuna sem það tók að skipta um miðstöðvar element í Skoda Superb bílnum sem ég átti einu sinni. Fannst það auðvitað alveg heill hellingur, en ég veit alveg að ég hefði líklega þurft að punga út meiri pening fyrir varahlutina hefði Hekla séð um þetta verk, þannig að þannig lagað séð var ég alveg sáttur.

Heildar kostnaður við þá viðgerð, var farið í sjálfskiptingu og eitthvað í leiðinni, var rúmur 600.000kr. Meira en helmingurinn af því bara vinnan við miðstöðina sem átti það til ef ég skildi bílinn eftir í lausagangi að blása sjóðandi heitri gufu í gegnum miðstöðina og inní bíl. Mikið er ég þakklátur fyrir að þeir hafi reddað þeim andskota fyrir mig!

Veistu hvað Car-Med tekur á tíman? Getur ekki verið yfir 10k fyrst þeir spöruðu þér 900k í hedd pakkningar skiptum, þær geta reynst tímafrekar og einstaklega leiðinlegar.

Re: Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Lau 18. Jan 2020 19:03
af roadwarrior
Byrjaðu á að athuga hvort það sé tímareim yfir höfuð í bílnum. Það getur verið mismundandi eftir gerðum hjá VW/Skoda hvort það sé tímareim eða tímakeðja. Einnig gefur VW út lengri líftíma á tímareimum sem hafa verið settar í bílana orginal. Held að það sé 10 ár í staðinn fyrir 5 ár og/eða 150þús km.

Mæli með Bílson allan daginn. Fagmenn fram í fingurgóma og persónuleg þjónusta. Ef maður hefur spurningar varðandi eitthvað sem þeir hafa gert og sá sem er að afgreiða mann hefur ekki svörinn þá er bara kallað í þann sem gerði við og hann spurður, svona þjónustu fær maður ekki hjá Heklu. Þar er bara lesið upp það sem er á skjánum og ef maður hefur frekari spurningar þá yppta menn bara öxlum og svara bara " Þetta er það eina sem stendur hér"

Ef þú sérð bíl sem þú hefur áhuga á þá er best að hringja í Bílson og biðja þá um að fletta því upp hvort það sé tímareim í bílnum og ef svo er hvenær þurfi að skifta um hana. Ef það er að detta í tímareimarskiftingu samkvæmt því sem þeir seigja þá er ágætt að spyrja þá í leiðinni hvað það myndi kosta að skifta um hana.

Er búinn að eiga VW Passat í 14 ár. Fyrri bílinn var ég með í 10 ár (2005 árg). Þegar ég hringdi á sínum tíma í Heklu og var að forvitnast hvenær það ætti að skifta um tímareim hitti ég á einhvern gaur sem sagði "5ár og/eða 80þúskm" svo ég lét skifta um hana í Kistufelli. Nokkrum árum seinna þegar ég var búinn að uppgvötva Bílson og var með bílinn í einhverri viðgerð hjá þeim og var að spjalla við þá þá sagði ég þeim að ég hefði hringt í Heklu og svo hlítt þessum ráðum þá hristu þeir hausinn og sögðu mér að þetta hefði verið óþarfi. Vw gæfi út 10 ár og/eða 150þús km en það hefði verið einhver að vinna í Heklu sem hefði alltaf sagt 5 ár og/eða 80þús km sama hvaða bíll átti í hlut.

Re: Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Sun 19. Jan 2020 00:37
af kristo_124
Ég kaupi settið að utan held það kosti 15 þús hingað komið (reim vatnsdæla strekkjari etc) og svo þekki ég kauða sem vinnur við þetta og er tilbúinn að gera þetta fyrir mig á 30 þús eftir vinnutíma. Á 2008 Octaviu.

Re: Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Þri 04. Feb 2020 19:43
af pattzi
Ég lét skipta um tímareim í 2002 1.8 T skoda kostaði 120 með vatnsdælu+timareim en það var 2015

En svo hef ég látið skúrakalla sem ég þekki gera svona fyrir mig þá er það kannski bara 20-40þ

Re: Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Þri 04. Feb 2020 20:35
af jonsig
Best að keyra allt VW´ish útí sjó

Re: Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Fim 06. Feb 2020 20:03
af Danni V8
Djö.... og ég sem er búinn að gera þetta fyrir tvo vini mína, frítt! Þvílíkur sauður...

Re: Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Fös 07. Feb 2020 13:25
af demaNtur
Danni V8 skrifaði:Djö.... og ég sem er búinn að gera þetta fyrir tvo vini mína, frítt! Þvílíkur sauður...


Ef þú ert góður í eitthverju, aldrei gera það frítt :-" :sleezyjoe

Re: Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Fös 07. Feb 2020 19:50
af Danni V8
demaNtur skrifaði:
Danni V8 skrifaði:Djö.... og ég sem er búinn að gera þetta fyrir tvo vini mína, frítt! Þvílíkur sauður...


Ef þú ert góður í eitthverju, aldrei gera það frítt :-" :sleezyjoe


Skulum orða þetta svona: Þegar ég loksins versla mér íbúð, þá verður vinnuliðurinn á því sem þarf að gera við hana mjööög ódýr :megasmile

Re: Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Fös 07. Feb 2020 21:06
af Sam
Ég panta alla mína varahluti frá https://www.autodoc.co.uk/ ATH öll verð á síðunni eru með 20% VSK þegar búið er að skrá sig inn á síðunna og velja Ísland lækka öll uppgefin verð um 20%

Hvet ykkur sem viljið fá sem mest fyrir aurinn að skoða þessa síðu.

Re: Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Fös 15. Júl 2022 18:14
af GuðjónR
Sam skrifaði:Ég panta alla mína varahluti frá https://www.autodoc.co.uk/ ATH öll verð á síðunni eru með 20% VSK þegar búið er að skrá sig inn á síðunna og velja Ísland lækka öll uppgefin verð um 20%

Hvet ykkur sem viljið fá sem mest fyrir aurinn að skoða þessa síðu.

Var að skoða þessa síðu, Ísland virðist ekki vera á listanum þeirra.

Flott verð á tímareimasetti með vatnsdælu fyrir Skoda:
https://www.autodoc.co.uk/airtex/8347535

Original kostar þetta 115 þúsund hjá Heklu en 17 þúsund þarna með 20% vsk.

Re: Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Fös 15. Júl 2022 19:06
af Steini B
GuðjónR skrifaði:
Sam skrifaði:Ég panta alla mína varahluti frá https://www.autodoc.co.uk/ ATH öll verð á síðunni eru með 20% VSK þegar búið er að skrá sig inn á síðunna og velja Ísland lækka öll uppgefin verð um 20%

Hvet ykkur sem viljið fá sem mest fyrir aurinn að skoða þessa síðu.

Var að skoða þessa síðu, Ísland virðist ekki vera á listanum þeirra.

Flott verð á tímareimasetti með vatnsdælu fyrir Skoda:
https://www.autodoc.co.uk/airtex/8347535

Original kostar þetta 115 þúsund hjá Heklu en 17 þúsund þarna með 20% vsk.

Stutt síðan þeir hættu að senda til Íslands :crying
Flott verð og shipping kostaði alltaf 40€ ca, sama hvort þú pantaðir eina smursíu eða 500kg af varahlutum

Re: Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Fös 15. Júl 2022 22:44
af GuðjónR
Steini B skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Sam skrifaði:Ég panta alla mína varahluti frá https://www.autodoc.co.uk/ ATH öll verð á síðunni eru með 20% VSK þegar búið er að skrá sig inn á síðunna og velja Ísland lækka öll uppgefin verð um 20%

Hvet ykkur sem viljið fá sem mest fyrir aurinn að skoða þessa síðu.

Var að skoða þessa síðu, Ísland virðist ekki vera á listanum þeirra.

Flott verð á tímareimasetti með vatnsdælu fyrir Skoda:
https://www.autodoc.co.uk/airtex/8347535

Original kostar þetta 115 þúsund hjá Heklu en 17 þúsund þarna með 20% vsk.

Stutt síðan þeir hættu að senda til Íslands :crying
Flott verð og shipping kostaði alltaf 40€ ca, sama hvort þú pantaðir eina smursíu eða 500kg af varahlutum


Googlaði tímareim fyrir Skoda eftir að ég hringdi í Heklu og datt inn á þennan þráð, skráði mig á síðuna en komst svo að því að þeir eru hættir að senda til Íslands.

Hvar fær maður hagsætt tímareimasett með vatnsdælu?
Ætla ekki að borga Heklu tífalt það sem þessi síða rukkar, ekki nema settið í Heklu sé úr gulli.

Re: Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Fös 15. Júl 2022 23:02
af urban
Þið getið skoðað https://www.fastparts.is/ með varahluti í bíla.

Margoft hræódýrir og geta reddað hérumbil hverju sem er.

Re: Tímareimaskipti - VW/Skoda

Sent: Lau 16. Júl 2022 00:09
af agust1337
Ég keypti sett (vatnsdæla með) frá Bílanaust á rúmar 50 þúsund, hefði viljað að panta af autudoc en þeir hættu að senda til íslands sem er hræðilegt því ég keypti af þeim svona tvímassa svinghjól sem hekla sagðist kosta 120þ, ég fékk það á 194 pund + 35 pund í sendingar kostnað frá autodoc og svo plús einhver 10 þúsund í toll og það rugl frá póstinum, sem numaði rétt rúmar 50 þúsund +-5þ. Var mjög glaður með þann díl.