Síða 1 af 1

Android Auto

Sent: Lau 25. Ágú 2018 20:50
af joker
Vitið þið hvernig ég get sett upp Android Auto ? Það virðist ekki í boði fyrir okkur á klakanum í Google Play.

Re: Android Auto

Sent: Lau 25. Ágú 2018 22:06
af Frost

Re: Android Auto

Sent: Mán 05. Nóv 2018 21:32
af Arena77
Er búinn að sækja appið er með nýjan bíl sem á að styðja þetta en þetta virðist ekki virka á Íslandi, Hefur einhver fengið þetta til að virka?

Re: Android Auto

Sent: Mán 05. Nóv 2018 22:09
af kjartanbj
Virkar hjá mér í Skoda Superb, hinsvegar er ekki sama hvaða USB snúru þú notar , hef þurft að prófa mig áfram með þær snúrur sem ég á þangað til þetta virkar almennilega

Re: Android Auto

Sent: Mán 05. Nóv 2018 23:05
af braudrist
Virkar fínt hjá mér. Verður að vera með þetta tengt í rétt USB tengi í bílnum (Merkt með síma lógói). Einnig verður þú að vera búinn að USB tengja allt áður en þú kveikir á bílnum. Google maps samt svolítið useless þar sem það vantar íslenskt lyklaborð í þetta.

Re: Android Auto

Sent: Þri 06. Nóv 2018 07:59
af Sallarólegur
braudrist skrifaði: Google maps samt svolítið useless þar sem það vantar íslenskt lyklaborð í þetta.


Google maps virkar fínt án íslenskra stafa, er það eitthvað öðruvísi í Auto?

Re: Android Auto

Sent: Þri 06. Nóv 2018 08:25
af B0b4F3tt
Já þetta virkar fínt í mínum bíl. Hélt að þetta með íslensku stafina yrði eitthvað vandamál en Google virðist fatta þegar þú ert að reyna að skrifa íslenska stafi eins og bent er á hér fyrir ofan.

Það er líka algjör snilld að láta Google routa manni heim þar sem þeir spotta umferðartafir löngu áður en maður gerir það sjálfur :)

Re: Android Auto

Sent: Þri 06. Nóv 2018 09:03
af Jón Ragnar
B0b4F3tt skrifaði:Já þetta virkar fínt í mínum bíl. Hélt að þetta með íslensku stafina yrði eitthvað vandamál en Google virðist fatta þegar þú ert að reyna að skrifa íslenska stafi eins og bent er á hér fyrir ofan.

Það er líka algjör snilld að láta Google routa manni heim þar sem þeir spotta umferðartafir löngu áður en maður gerir það sjálfur :)Svo er Waze komið í Apple CarPlay líka. Það er ennþá betra uppá umferðartafir :)