Síða 1 af 1

Borgar nýrri bíllinn sig? 2010 vs 2014 Hyundai

Sent: Þri 21. Ágú 2018 16:02
af hundur
Sælinú. Nú eru bílakaup yfirvofandi og er ég búinn að sjortlista þetta niður í Hyundai i30, eftir það sem ég hef lesið á netinu er þetta hinn ágætasti bíll með lága bilanatíðni. Hins vegar velti ég fyrir mér hvort maður ætti að skella sér á 8 ára gamlan á um 600þúsund eða 4 ára á 1.1 millz, báðir keyrðir í kringum 100 þúsund km.

Hefur aldurinn mikil áhrif í þessu sambandi, það mikil að það sé þess virði að spandera hálfri milljón á milli?

Re: Borgar nýrri bíllinn sig? 2010 vs 2014 Hyundai

Sent: Þri 21. Ágú 2018 16:38
af Klemmi
hundur skrifaði:Sælinú. Nú eru bílakaup yfirvofandi og er ég búinn að sjortlista þetta niður í Hyundai i30, eftir það sem ég hef lesið á netinu er þetta hinn ágætasti bíll með lága bilanatíðni. Hins vegar velti ég fyrir mér hvort maður ætti að skella sér á 8 ára gamlan á um 600þúsund eða 4 ára á 1.1 millz, báðir keyrðir í kringum 100 þúsund km.

Hefur aldurinn mikil áhrif í þessu sambandi, það mikil að það sé þess virði að spandera hálfri milljón á milli?


Keypti Hyundai i30 2013 árgerð í október í fyrra, þá ekinn 115þús, á 960þús, rosalega ánægður með þau kaup. Æðislegur bíll sem hefur ekki verið neitt vesen á enn sem komið er.

Ég var í svipuðum sporum, prófaði eldri bíla, en það er ekki bara aldurinn per se heldur módelið, þ.e. nýrri módelin fannst mér "þéttari", heyrðist minna í farþegarýminu o.s.frv.

Ef þú getur leyft þér að kaupa bíl á 1.100þús, þá myndi ég mæla með því. Sá bíll ætti líka að vera í ábyrgð fram á næsta ár (5ára ábyrgð, svo lengi sem hann var ekki keyrður alla 100þús km. sem bílaleigubíll), svo það eru minni líkur á að þú kaupir köttinn í sekknum og sitjir eftir með sárt ennið :)

Re: Borgar nýrri bíllinn sig? 2010 vs 2014 Hyundai

Sent: Mið 22. Ágú 2018 10:03
af tanketom
Best er að kaupa eldri bílinn, eiga þetta í 1 ár eða 2. Lækkar lítið i verði. Ef þu kaupir nýrri bílinn þá er þetta lækka svo hratt i verði.

Ekki gleyma fara með bílinn i söluskoðun/ástandskoðun

Re: Borgar nýrri bíllinn sig? 2010 vs 2014 Hyundai

Sent: Mið 22. Ágú 2018 11:26
af Alfa
Hef átt 3 Hyundai og allir reynst mér mjög vel, eina sem ég get sett út á Hyundai er að maður þarf að hugsa extra vel um body-ið á þeim (mín síðasti byrjaði að ryðga ansi hratt þegar ég hætti að nenna hugsa um hann) en vél og slíkt virkar endalaust. Veit ekki hvernig staðan á þessu er núna en fyrir nokkrum árum var Hyundai með lægstu bilanatíðni á 3 ára bílum og yngri.

Re: Borgar nýrri bíllinn sig? 2010 vs 2014 Hyundai

Sent: Mið 22. Ágú 2018 14:33
af pattzi
Myndi taka eldri nýjir bílar lækka alltof hratt í verði haha

Ég á t.d 1993 árgerð af corollu sem ég keypti fyrir ári hef reyndar átt hann áður 6 árum áður .
Borgaði 70þ og núna er hann fyrst að bila eftir 20þ km keyrslu fór vatnsdælan en það er easy fix en maður getur alltaf selt þessa gömlu aftur á 50-100þ kall
Svo á ég 2006 skoda sem ég borgaði 700þ fyrir en fæ kannski 300 í dag

Re: Borgar nýrri bíllinn sig? 2010 vs 2014 Hyundai

Sent: Mið 29. Ágú 2018 10:03
af kubbur
ég er flotastjóri hjá fyrirtæki með um 130 bíla, erum með 2012-2014 árg af i10(um 20% af flotanum, var meira), það helsta sem er að fara í þeim er body, hurðir og svoleiðs dót á það til að vera frekar viðkvæmt erum með spark líka (2014-2016), þar er það aðallega gírkassar sem eru að fara í þeim, ákváðum að fara aftur yfir í i10, 2017-2018 árgerðin af þeim er nokkuð solid en sem komið er

Re: Borgar nýrri bíllinn sig? 2010 vs 2014 Hyundai

Sent: Fim 30. Ágú 2018 07:58
af orn
Ein spurning; fyrst þú ert að skoða Hyundai i30, af hverju ekki KIA Ceed? Basically Sami bíllinn með fleiri aukahlutum og 2 ára viðbótar ábyrgð (2014 bíll í ábyrgð til 2021). Ekki skemmir fyrir að Ceed er fallegri en i30 (að mínu mati).

Re: Borgar nýrri bíllinn sig? 2010 vs 2014 Hyundai

Sent: Lau 01. Sep 2018 01:46
af hundur
Já takk fyrir svörin.
Prófaði einn 2010 og annan 2012 i30 og var ekki alveg seldur á þá, stefni á prófa nýrri gerðir. Átti Mazda 3 sem ég var mjög sáttur með, en eldri árgerðir af honum koma varla til greina vegna ryðvandamála.

Ég prófaði Ceed og fannst hann skemmtilegur. Sýnist þó vera aðeins færri slíkir til sölu.

Einhverjar fleiri tegundir sem maður ætti að skoða, í þessum stærðarflokki (þarf að hafa pláss fyrir hundabúr)..?

Re: Borgar nýrri bíllinn sig? 2010 vs 2014 Hyundai

Sent: Lau 01. Sep 2018 10:30
af ColdIce
Skoðaðu Auris

Re: Borgar nýrri bíllinn sig? 2010 vs 2014 Hyundai

Sent: Lau 01. Sep 2018 23:48
af steinarorri
Ford Focus er í sama stærðarflokki. Keypti sjálfur 2016 model gamlan bílaleigubíl og hef verið mjög ánægður. Vel búinn bíll og eyðir ekki miklu m.v. stærð af bíl.