Spurning varðandi sportbíla og bensín

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
razrosk
Ofur-Nörd
Póstar: 253
Skráði sig: Þri 15. Sep 2009 20:16
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Spurning varðandi sportbíla og bensín

Pósturaf razrosk » Þri 03. Júl 2018 00:04

Jæjja er einhver hér sem getur frætt mig um þetta... hvernig er það með þessa sportbíla eins og Golf R eða bara bíla með stórar vélar, svo sem V8 með slatta af hestöflum... eins og Camaro, Charger, Challenger, Mustang og þannig bíla (nýja bíla frekar en gamla)... er fólk að setja 95 OKT bensín á þetta allt saman eða hvað?

Ég fór í Heklu um daginn og spurðitil gamans úti Golf R og mér var sagt, "jájá 95 er bara fínt fyrir þessa bíla".
Eyðileggur það ekki vélina ef það er ætlast til að nota 98 eða en svo er 95 notað í staðinn?

Ég spyr því ég sé hvergi annað en 95 OKT bensín til sölu á íslandi... gsmbensin.is hjálpar mannig nú ekki mikið heldur.


CompTIA A+/Network+/Security+/PDI+

Skjámynd

russi
Gúrú
Póstar: 520
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 112
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi sportbíla og bensín

Pósturaf russi » Þri 03. Júl 2018 00:34

Þú kemst allavega lengra á Costco bensíni,,, eða svo var almannarómur fyrir rúmi ári síðan
pepsico
Gúrú
Póstar: 552
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 108
Staða: Tengdur

Re: Spurning varðandi sportbíla og bensín

Pósturaf pepsico » Þri 03. Júl 2018 00:40

Þú vilt að bensínið sé af oktani sem er jafn hátt eða hærra en framleiðandinn hannaði vélina fyrir því annars getur það sprungið fyrr en það á að gera og ollið skaða. 95 oktan sem við erum vön á Íslandi er frekar hátt svo það er ótrúlega sjaldan sem einhver þarf að pæla í þessu. Þrátt fyrir það eru vissulega til bílar með vélum sem krefjast hærra oktans en nýjir bílar eru með skynjara sem fatta ef oktanið er of lágt og hamla þá bara vélinni og þú færð þá hvorki jafn góð afköst né eyðslu. Dæmi um það væri Porsche Macan GTS sem er hannaður fyrir 98 oktan en skynjar og hamlar ef þú keyrir hann á 95 oktan, en ef þú reynir of mikið á þessa hömlunareiginleika með því að nota lægra og lægra oktan endarðu auðvitað alltaf á því að blandan byrjar stundum að springa of snemma og það skemmir þá vélina. Bílar sem krefjast hærra en 95 oktan fyrir hámarksafköst, og hvað þá fyrir öryggi vélarinnar vegna fyrrnefndra skynjara, eru ekki jafn algengir og þig þig grunar: Ég held að allt nema sérútgáfur af öllum þessum bílum sem þú nefndir séu með meðmæli upp á 91-95 oktan og þær sérútgáfur geta án vafa hamlað sig fyrir 95 oktan.Skjámynd

DaRKSTaR
Tölvutryllir
Póstar: 627
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 24
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi sportbíla og bensín

Pósturaf DaRKSTaR » Þri 03. Júl 2018 03:06

keypti mér nýja hondu civic type r gt um daginn.. stendur í bensínlokinu 98 og 95 okt.

er með 98 á honum þar sem ég kemst í 98 oct.. ef það er ekki í boði nota ég bara 95.


I7 4790k @4.0Ghz | TT Water Extreme | Gigabyte Z97X G1 Gaming Black edition | Mushkin Blackline 16gb @1866mhz | Gigabyte GTX 980 G1 Gaming | Thermaltake Chaser MK-1 | 120gb Mushkin Chronos | TT 850w Grand | Benq 2765HT | Azio Mech 5 | Logitech G502 | Turtle Beach PX5 | Win 8.1 Enterprise

Skjámynd

Jón Ragnar
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 84
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi sportbíla og bensín

Pósturaf Jón Ragnar » Þri 03. Júl 2018 09:18

Allir bílar í dag eru optimized fyrir 95 oktan.

Ef þú ert með eitthvað race dæmi þá ertu kannski með eitthvað annaðCCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video


slapi
spjallið.is
Póstar: 442
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi sportbíla og bensín

Pósturaf slapi » Þri 03. Júl 2018 11:05

Það ættu allir bílar að vera 95 í dag fyrir utan eitthvað ofur dæmi. Fyrsta kynslóð VW TSi var tildæmis 98okt hvort það komst til skila til kúnnana er annað málSkjámynd

Höfundur
razrosk
Ofur-Nörd
Póstar: 253
Skráði sig: Þri 15. Sep 2009 20:16
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi sportbíla og bensín

Pósturaf razrosk » Þri 03. Júl 2018 21:05

DaRKSTaR skrifaði:keypti mér nýja hondu civic type r gt um daginn.. stendur í bensínlokinu 98 og 95 okt.

er með 98 á honum þar sem ég kemst í 98 oct.. ef það er ekki í boði nota ég bara 95.


Og hvar er hægt að fá 98 okt á íslandi? (höfuðborgarsvæðið) - og ertu þá að blanda 95 og 98 eða læturu bílinn vera nánast bensínlausan áður en þú dælir öðru oktani ?


CompTIA A+/Network+/Security+/PDI+

Skjámynd

trausti164
Geek
Póstar: 854
Skráði sig: Lau 13. Okt 2012 23:43
Reputation: 4
Staðsetning: 271 Mosfellssveit
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi sportbíla og bensín

Pósturaf trausti164 » Þri 03. Júl 2018 23:12

razrosk skrifaði:
DaRKSTaR skrifaði:keypti mér nýja hondu civic type r gt um daginn.. stendur í bensínlokinu 98 og 95 okt.

er með 98 á honum þar sem ég kemst í 98 oct.. ef það er ekki í boði nota ég bara 95.


Og hvar er hægt að fá 98 okt á íslandi? (höfuðborgarsvæðið) - og ertu þá að blanda 95 og 98 eða læturu bílinn vera nánast bensínlausan áður en þú dælir öðru oktani ?

Getur fengið 98 á olís í skeifunni held ég


Ryzen 5 2600x - Gtx 1060 6GB - Asus B350M TUF - 8GB Corsair Vengeance 2133Mhz DDR4 - Corsair CX550W

Skjámynd

DaRKSTaR
Tölvutryllir
Póstar: 627
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 24
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi sportbíla og bensín

Pósturaf DaRKSTaR » Mið 04. Júl 2018 01:08

razrosk skrifaði:
DaRKSTaR skrifaði:keypti mér nýja hondu civic type r gt um daginn.. stendur í bensínlokinu 98 og 95 okt.

er með 98 á honum þar sem ég kemst í 98 oct.. ef það er ekki í boði nota ég bara 95.


Og hvar er hægt að fá 98 okt á íslandi? (höfuðborgarsvæðið) - og ertu þá að blanda 95 og 98 eða læturu bílinn vera nánast bensínlausan áður en þú dælir öðru oktani ?


blanda því ekki.. myndi bara nánast klára bensínið á honum og fylla hann af 95.

ef þú kaupir nýjann svona bíl þá bara keyrirðu hann þángað til að hann er kominn vel neðarlega og fyllir hann af 95.


I7 4790k @4.0Ghz | TT Water Extreme | Gigabyte Z97X G1 Gaming Black edition | Mushkin Blackline 16gb @1866mhz | Gigabyte GTX 980 G1 Gaming | Thermaltake Chaser MK-1 | 120gb Mushkin Chronos | TT 850w Grand | Benq 2765HT | Azio Mech 5 | Logitech G502 | Turtle Beach PX5 | Win 8.1 Enterprise

Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1119
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 76
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi sportbíla og bensín

Pósturaf Minuz1 » Mið 04. Júl 2018 10:26

Var hægt að fá 102 eða 105 okt bensín á litlu stöðinni í skógarhlíð, veit ekki hvort það er lengur hægt.
Notaði það á gamalt mótorhjól sem hafði verið borað út, það lagaði ganginn í vélinni sem "knock-aði" á 95/98


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


pepsico
Gúrú
Póstar: 552
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 108
Staða: Tengdur

Re: Spurning varðandi sportbíla og bensín

Pósturaf pepsico » Mið 04. Júl 2018 17:03

Það er engin hætta falin í því að blanda 95 og 98 eftir hentisemi á vél sem er hönnuð fyrir þetta svigrúm svo ég mæli á móti öllu stressi með það. Þetta er allt saman bara eldsneyti (sem springur ekki of snemma) fyrir bílnum og það eina sem er þess virði að pæla í er endanlegt verð á kílómetranum eftir neyslunni og verðinu á sitt hvoru á gefnum tíma, nú eða afköstunum ef menn uppgötva Autobahn á hálendinu.