Djúphreinsun á heilan bíl

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 5821
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 460
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Djúphreinsun á heilan bíl

Pósturaf Sallarólegur » Lau 19. Maí 2018 11:03

Var að kaupa þennan glæsilega Honda Accord 2006 og það er smá reykingalykt inni í honum.

Vantar að láta djúphreinsa teppi, sæti og loft. Ekki verra ef það væri um helgina.

Hver getur bent mér á góða aðila?

Er alveg til í að greiða vel fyrir gott verk.


AMD Ryzen5 3600 • GTX1080 founders edition • ASRock Fatal1ty B450 Gaming-ITX/ac • Corsair Ven 2x8GB 3200Mhz • Samsung 970 Evo Plus 250GB • Corsair SF600 • G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Corsair Virtuoso SE

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz •

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4091
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 121
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Djúphreinsun á heilan bíl

Pósturaf vesley » Lau 19. Maí 2018 12:56

Ég gæti tekið þetta að mér eftir helgi. Skalt passa uppá að sá aðili sem þú ferð til djúphreinsi ekki loftið. Getur það skemmt klæðninguna þar sem hún er oft fest með lími og getur farið öll í klessu þegar mikið vatn er notað. Það getur oft verið smá verkefni að ná reykingarlykt almennilega úr bílum þar sem hún laumast í allt saman.

Svo ég mæli með að djúphreinsa sæti og gólf. Lofta vel úr bílnum og skipta um frjókornasíu í miðstöðinni þar sem hún gæti hafa drukkið í sig reykingarlykt.


massabon.is

Skjámynd

PikNik
has spoken...
Póstar: 190
Skráði sig: Mið 29. Sep 2010 17:11
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Djúphreinsun á heilan bíl

Pósturaf PikNik » Lau 19. Maí 2018 13:21

Keypti mér BMW sem var með smá reykingarlykt. Hreinsaði teppið, þreif leðrið og setti svo þennan djöful í gang í bílnum með miðstöðina í botni. Fór allveg.
MyndSkjámynd

Höfundur
Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 5821
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 460
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Djúphreinsun á heilan bíl

Pósturaf Sallarólegur » Lau 19. Maí 2018 14:22

Takk fyrir svörin, tek síuna í gegn. Það var ein bónstöð sem hafði samband og ég ætla að byrja á þeirri djúphreinsun á eftir.

PikNik skrifaði:Keypti mér BMW sem var með smá reykingarlykt. Hreinsaði teppið, þreif leðrið og setti svo þennan djöful í gang í bílnum með miðstöðina í botni. Fór allveg.
[img]Meguiar's%20Air%20Freshener[/img]


Hvar fæ ég svona græju?


AMD Ryzen5 3600 • GTX1080 founders edition • ASRock Fatal1ty B450 Gaming-ITX/ac • Corsair Ven 2x8GB 3200Mhz • Samsung 970 Evo Plus 250GB • Corsair SF600 • G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Corsair Virtuoso SE

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz •

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Skjámynd

PikNik
has spoken...
Póstar: 190
Skráði sig: Mið 29. Sep 2010 17:11
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Djúphreinsun á heilan bíl

Pósturaf PikNik » Lau 19. Maí 2018 14:36

Sallarólegur skrifaði:Takk fyrir svörin, tek síuna í gegn. Það var ein bónstöð sem hafði samband og ég ætla að byrja á þeirri djúphreinsun á eftir.

PikNik skrifaði:Keypti mér BMW sem var með smá reykingarlykt. Hreinsaði teppið, þreif leðrið og setti svo þennan djöful í gang í bílnum með miðstöðina í botni. Fór allveg.
[img]Meguiar's%20Air%20Freshener[/img]


Hvar fæ ég svona græju?


Færð þetta í Málningarvörum og Toyota Kauptúni.