Síða 1 af 1

Tímareim á gamalli corollu

Sent: Fim 29. Mar 2018 01:35
af Xovius
Sælir Vaktarar
Nú þarf ég að fara að skipta um tímareim í Toyota Corolla 1994
Hef ekki aðstöðu né kunnáttu til að gera þetta sjálfur svo ég er að leita að verkstæði sem gæti gert þetta sem ódýrast.
Ég sendi skilaboð á vélaland því ég hafði heyrt að þeir væru yfirleitt ódýrastir og þar segja þeir mér að þetta kosti 80þúsund með vinnu og pörtum.
Er hægt að sleppa ódýrar frá þessu einhversstaðar?

Re: Tímareim á gamalli corollu

Sent: Fim 29. Mar 2018 01:51
af appel
Ég þarf svo lítið að laga minn bíl að ég er ekki í neinu nánu sambandi við verkstæði :)

Síðasta sumar fór ég með bílinn á bifreiðaverkstæði íslands upp á stórhöfða, fékk bara fínan díl þar, fer þangað aftur næst.

Re: Tímareim á gamalli corollu

Sent: Fim 29. Mar 2018 08:00
af ColdIce
Tékkaðu á Bílaverkstæði Birgis í Hafnarfirði.

Re: Tímareim á gamalli corollu

Sent: Fim 29. Mar 2018 09:33
af Hizzman
tékkaðu líka á car-med.is

edit: skoðaðu einnig youtube, nóg að leiðbeiningum, hef sjálfur farið þá leið með góðum árangri, án kunnáttu!

Re: Tímareim á gamalli corollu

Sent: Lau 31. Mar 2018 18:59
af littli-Jake
Vinur minn fékk tilboð upp á 90k í umboðinu að skipta um reim í 2.0 carinu sem er mikið mun verra verk að vinna en Corolla (tala af reynslu). Myndin senda línu á þá

Re: Tímareim á gamalli corollu

Sent: Sun 01. Apr 2018 23:26
af pattzi
Það góða við það að ef reimin fer í þessum bílum er hægt að henda í 99% tilfella nýrri á


Hef lent í þessu með bæði GTI 88 Corollu og ný reim og 3 93-97 corollur og alltaf bara ný reim og út að keyra

Re: Tímareim á gamalli corollu

Sent: Þri 03. Apr 2018 09:43
af Hauxon
Ef tímareimin fer eru allar líkur á að stimplarnir fari í mauk og vélin verði ónýt.

Ég var að skipta um tímareim í 2007 Pajero bensín og fann reim, strekkjara og vatnsdælu í pakka á 35-40þ í Stillingu. Svo var viðgerðin uþb 40þ. S.s. uþb 80þ með því að skipta um vatnsdælu, sem er amk oftast gert í 200þ km reimarskiptunum í Pajero. Ætti að vera ódýrara án vatnsdælu.

Stilling varahlutir. (getur slegið inn númerið á bílnum þínum)
https://www.varahlutir.is/

Re: Tímareim á gamalli corollu

Sent: Þri 03. Apr 2018 10:07
af DJOli
Hauxon skrifaði:Ef tímareimin fer eru allar líkur á að stimplarnir fari í mauk og vélin verði ónýt.

Ég var að skipta um tímareim í 2007 Pajero bensín og fann reim, strekkjara og vatnsdælu í pakka á 35-40þ í Stillingu. Svo var viðgerðin uþb 40þ. S.s. uþb 80þ með því að skipta um vatnsdælu, sem er amk oftast gert í 200þ km reimarskiptunum í Pajero. Ætti að vera ódýrara án vatnsdælu.

Stilling varahlutir. (getur slegið inn númerið á bílnum þínum)
https://www.varahlutir.is/


Sumir/flestir bílar steikja allt ef tímareimin fer. Hondur og Toyotur eru þekkta undantekningin.

Re: Tímareim á gamalli corollu

Sent: Þri 03. Apr 2018 13:40
af MuffinMan
Fer eftir því hvaða snúningi mótorinn er á þegar reimin fer en oftast er lítið vandamál að setja nýja í og byrja að keyra.
Kostnaður er ekki mikill bara kaupa reim, strekkjara og vatnsdælu og um 2-3 tímar fyrir mann sem hefur unnið í bíl áður.
Búinn að gera þetta 2, einni 1300cc og einni 1800cc corollu.

Re: Tímareim á gamalli corollu

Sent: Þri 03. Apr 2018 17:25
af littli-Jake
MuffinMan skrifaði:Fer eftir því hvaða snúningi mótorinn er á þegar reimin fer ....


Þetta bara passar ekki hjá þér. Annað hvort ná stimplarnir í ventlana eða ekki. Eini sénsinn væri að staðan á kambásnum væri þannig þegar reymin fer að enginn ventill væri það mikið opinn að stimplarnir nái ekki í þá. Þetta hefur ekkert með snúningshraða að gera. Ef að bíllinn er rangt settur á tíma er startarann nægilega öflugur til að skemma ventill

Re: Tímareim á gamalli corollu

Sent: Þri 03. Apr 2018 17:42
af pattzi
Hauxon skrifaði:Ef tímareimin fer eru allar líkur á að stimplarnir fari í mauk og vélin verði ónýt.

Ég var að skipta um tímareim í 2007 Pajero bensín og fann reim, strekkjara og vatnsdælu í pakka á 35-40þ í Stillingu. Svo var viðgerðin uþb 40þ. S.s. uþb 80þ með því að skipta um vatnsdælu, sem er amk oftast gert í 200þ km reimarskiptunum í Pajero. Ætti að vera ódýrara án vatnsdælu.

Stilling varahlutir. (getur slegið inn númerið á bílnum þínum)
https://www.varahlutir.is/


Ekki í þessum bílum nei ...


Ég var á 100kmh í eitt skiptið og það var bara settt ný reim

Re: Tímareim á gamalli corollu

Sent: Þri 03. Apr 2018 17:44
af MuffinMan
littli-Jake skrifaði:
MuffinMan skrifaði:Fer eftir því hvaða snúningi mótorinn er á þegar reimin fer ....


Þetta bara passar ekki hjá þér. Annað hvort ná stimplarnir í ventlana eða ekki. Eini sénsinn væri að staðan á kambásnum væri þannig þegar reymin fer að enginn ventill væri það mikið opinn að stimplarnir nái ekki í þá. Þetta hefur ekkert með snúningshraða að gera. Ef að bíllinn er rangt settur á tíma er startarann nægilega öflugur til að skemma ventillÍ 1600 og 1800 er fræst í stimpilinn fyrir ventlonum en ég hef samt séð ventil bogna fyrir því

Re: Tímareim á gamalli corollu

Sent: Mið 04. Apr 2018 12:21
af littli-Jake
MuffinMan skrifaði:
littli-Jake skrifaði:
MuffinMan skrifaði:Fer eftir því hvaða snúningi mótorinn er á þegar reimin fer ....


Þetta bara passar ekki hjá þér. Annað hvort ná stimplarnir í ventlana eða ekki. Eini sénsinn væri að staðan á kambásnum væri þannig þegar reymin fer að enginn ventill væri það mikið opinn að stimplarnir nái ekki í þá. Þetta hefur ekkert með snúningshraða að gera. Ef að bíllinn er rangt settur á tíma er startarann nægilega öflugur til að skemma ventillÍ 1600 og 1800 er fræst í stimpilinn fyrir ventlonum en ég hef samt séð ventil bogna fyrir því


Rosalega er það sérstakt. Hlítur að hafa verið með eindæmum óheppinn eigandi