Síða 1 af 1

Eigið þið bíl með aðgengi án lykils?

Sent: Fim 07. Des 2017 08:55
af Hizzman
Það er auðvelt að finna greinar um þett á netinu.

https://www.express.co.uk/life-style/ca ... ft-warning

Á ruv var viðtal við einhvern löggukall sem telur að þetta sé rándýr búnaður og ekki líklegt að innlendir þjófar
ráði við að komast í hann. Í Breska blaðinu er reyndar sagt að þetta dót kosti ca 80 pund.

http://ruv.is/frett/eigendur-bila-med-f ... ad-verjast

Re: Eigið þið bíl með aðgengi án lykils?

Sent: Fim 07. Des 2017 11:48
af Sallarólegur
Trúi ekki orði sem lögreglan segir sem við kemur tækni. Það er hægt að slökkva á þessum búnaði til þess að koma í veg fyrir þetta. Mjög skrítið að þetta sé svona auðvelt.

Re: Eigið þið bíl með aðgengi án lykils?

Sent: Fim 07. Des 2017 14:12
af Hizzman
Sallarólegur skrifaði:Trúi ekki orði sem lögreglan segir sem við kemur tækni. Það er hægt að slökkva á þessum búnaði til þess að koma í veg fyrir þetta. Mjög skrítið að þetta sé svona auðvelt.


Eru framleiðendur að gefa út leiðbiningar um hvernig skal slökkva á þessu? Best væri sennilega að slökkva varanlega.

Þetta virðist vera ek endurvarpi, þannig að einn þjófur þarf að vera nærri lyklinum og annar við bílinn. Þeir gætu td setið fyrir fólki sem fer í ikea, annar eltir fólkið inn og hinn er við bílinn. Hættan er því ekki bara við heimili á nóttunni! Þetta virðist einnig duga til að gangsetja bílinn.

Furðulegt að bílaframleiðendur láti taka sig svona!!