Síða 2 af 2

Re: Að flytja bíl inn til landsins frá Evrópu?

Sent: Þri 05. Sep 2017 18:57
af Sultukrukka
Getur fengið MwSt (19%) endurgreiddan í þýskalandi á bílum sem eru ákveðið gamlir, held að þetta spanni á milli 2-3 ár frá framleiðslu.
Það þarf svo að sýna fram á export svo að þeir endurgreiði þessa summu, farmseðil eða eitthvað álíka.

Re: Að flytja bíl inn til landsins frá Evrópu?

Sent: Mið 06. Sep 2017 11:59
af Glaciem
Sallarólegur skrifaði:Já, afhverju þarf hann að vera diesel beinskiptur?
Þá þarftu eflaust að flytja hann inn, en ég gæti trúað því að hann væri miklu dýrari þá leið.


Diesel bara svo hann sé að eyða minna og beinskiptur útaf ég er ekki hrifinn af því að keyra sjálfskiptan í snjó, gaf útskýringu á því ofar í þræðinum.

Re: Að flytja bíl inn til landsins frá Evrópu?

Sent: Mið 06. Sep 2017 12:02
af Glaciem
Icedev skrifaði:
Glaciem skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Eins og Icedev bendir á, þá er fáránlegt að flytja inn notaðan bíl núna, sérstaklega ef þú ert ekki að tala um bíla sem kosta 5-10 milljónir.

Krónan er svo sterk að það eru allir að kaupa sér nýja bíla úr kassanum, og það er hægt að fá notaða bíla hér heima á mjög fínum prís ef þú nennir að bjóða nógu lágt og í nægilega marga bíla.

Þvílíkt stand í því að flytja svona bíl inn, og alls ekki nokkra tíuþúsundkalla virði.


Ég er að skoða það að fá bíl fyrir c.a. 1m sem kostar kanski 2m hérna heima, ekki er ég svo heppinn að geta eytt 5-10m í eitthvað eins og bíl.
Bíllinn sem ég er búinn að vera að skoða, Volvo XC90 er á þessu verð bili, kostar í Þýskalandi c.a 750k og hérna heima á 1,75-2m, svo finn ég hann ekki beinskiptan á klakanum og hvað þá diesel beinskiptan.


Tökum þennan sem dæmi, uppfyllir allar þínar kröfur, ekki ekinn til tunglsins, ekki tjónabíll og er ekki scam auglýsing, þ.e.a.s þetta er alvöru auglýsing frá alvöru dealer í þýskalandi.

https://suchen.mobile.de/fahrzeuge/deta ... ANUAL_GEAR

Grunnverð á honum er 11950 EUR Gefum okkur svo að það kosti 850 evrur að flytja hann sem myndi vera mjög vel sloppið, þá bætist sú upphæð við innflutningsgjöld.

Hann blæs út 219 g/km skv. Mobile.de, sem þýðir að hann fer í mjög dýran tollflokk.


Mynd

Þetta er þá lokaprís áður en hann er kominn á númer, mátt alveg búast við að rest ýti honum upp í 3.1 milljón með öðrum tilfallandi kostnaði.


Já ok, þetta er svoldið í dýrari kanntinum ef þetta endar allt svona, en ég vildi allavegan athuga á möguleikanum á þessu.

Re: Að flytja bíl inn til landsins frá Evrópu?

Sent: Mið 06. Sep 2017 12:24
af Elisk
Ég hef gert þetta.

Á þessu verðbili sem þú ert að skoða þá ertu að spá í eldri bíl. Það er ekki skattur á eldri bílum í Þýskalandi, alveg eins og á Íslandi, þó með einhverjum undantekningum sem eiga ekki við í þessu tilviki.

Þetta er mjög auðvelt ferli en ég mæli með að versla við bílasölu sem getur aðstoðað þig. Ég fann bíl á bílasölu sem sérhæfir sig í export bílum. Þeir rúntuðu með mér að skrá allt og fá númeraplötur, svo kikkaði tryggingin inn næsta dag og ég gat keyrt í burtu. Það er samt búið að breyta nokkrum lögum hér heima, ég gat t.d. keyrt bílinn beint af norrænu og greitt tollinn einhverjum mánuðum síðar. Það er ekki hægt lengur nema þú sért með lögheimili úti.

Re: Að flytja bíl inn til landsins frá Evrópu?

Sent: Fim 07. Sep 2017 10:25
af Glaciem
Elisk skrifaði:Ég hef gert þetta.

Á þessu verðbili sem þú ert að skoða þá ertu að spá í eldri bíl. Það er ekki skattur á eldri bílum í Þýskalandi, alveg eins og á Íslandi, þó með einhverjum undantekningum sem eiga ekki við í þessu tilviki.

Þetta er mjög auðvelt ferli en ég mæli með að versla við bílasölu sem getur aðstoðað þig. Ég fann bíl á bílasölu sem sérhæfir sig í export bílum. Þeir rúntuðu með mér að skrá allt og fá númeraplötur, svo kikkaði tryggingin inn næsta dag og ég gat keyrt í burtu. Það er samt búið að breyta nokkrum lögum hér heima, ég gat t.d. keyrt bílinn beint af norrænu og greitt tollinn einhverjum mánuðum síðar. Það er ekki hægt lengur nema þú sért með lögheimili úti.


Manstu hvað þú varst að borga fyrir þá þjónustu?
Og hvernig bíl varstu að versla?

Re: Að flytja bíl inn til landsins frá Evrópu?

Sent: Fim 07. Sep 2017 15:45
af Jonssi89
Veit einhver hvað kostar farmbréf fyrir notuð ökutæki ?

Re: Að flytja bíl inn til landsins frá Evrópu?

Sent: Fim 07. Sep 2017 23:02
af Glazier
chaplin skrifaði:Hvernig er þetta, fær maður VSK úti endurgreiddan?

Ef þú skoðar nýlega bíla á mobile.de sérðu að sumir eru tilgreindir með 19% VAT, það færðu til baka þegar bíllinn er kominn til Íslands.