Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
straumar
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Lau 15. Jún 2013 21:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf straumar » Mán 17. Júl 2017 16:03

Hæ vantar hjálp og heyra skoðun manna á verði sem verkstæði er að taka fyrir það sem þarf að laga fyrir endurskoðun, bíllinn fór i skoðun og frumherju setur út á þetta. um er að ræða toyotu corollu árg 98.

endinlega komið með komment ef þið hafið hugmynd um hvort þetta se eðlilegt verð / og eða ef þið þekkið verkstæði sem gæti gert ódýrara.

þetta er það sem stendur a skoðunarblaðinu og hefur verið sýnt einu verkstæði sem hefur skoðað bílinn í kjölfar og gefið hvað ca mun kosta að gera við þetta.

listinn fra frumherja:

852 Hemlarör

fær rör undir plasthlíf að aftan að slöngum B/M aftan
--

854 Hemlaslöngur

vantar festingu við dempara v/a framan

(semsagt Vinstra megin að framan)
---

840 virkni stöðuhemils

thetta er semsagt sem þetta verkstæði getur gert við og segir þetta kosta um og yfir 100 þúsund. hvað segja fróðir bilamenn er það virkilega rétt verð?


svo auk þess þarf að gera við hjólalegur (atriðið 609) á lista frumherja en aðrir verða gera við það þvi þetta verkstæði gerir ekki við þannig.

Endinlega tjáið ykkur hvað ykkur finnst, er þetta virkilega rett verð?

einhver sem veit um verkstæði sem geta gert við þetta odyrara?

vinsamlega hjalp!
kær kv
einarbjorn
has spoken...
Póstar: 151
Skráði sig: Mán 23. Nóv 2015 19:25
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf einarbjorn » Mán 17. Júl 2017 17:47

Sæll þetta er rosalega fljótt að hlaupa í upphæðir en um og yfir 100 Þúsund finnst mér ekki ósennilegt en oft eru hemlarör sett fyrir ofan bensíntank, sem þarf að taka þá niður og það er eiginlega alltaf skipt um bæði rör og svo gæti þurft að skipta um bremsudælurnar aftan ef ekki næst að losa nippilinn því oft brotnar hann.

sennilega væri hægt að mixa einhverja festingu á demparann.

svo varðandi stöðuhemils, ef hann er á diskum aftan þá gæti hann verið með handbremsuborða inní disknum sem gæti þurft að skipta um, svo gæti barkarnir verið fastir en allt þetta tekur tíma og ég held að tíminn á verkstæði sé kominn í 14000 - 17000kr


Fólk sem stamar er ekki heimskt eða vanþroskað, það bara laggar


Höfundur
straumar
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Lau 15. Jún 2013 21:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf straumar » Mán 17. Júl 2017 17:56

er timinn a verkstæði 14 til 17 þús?Skjámynd

audiophile
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 74
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf audiophile » Mán 17. Júl 2017 20:08

Já það er orðið algengt verð. Það er verið að henda eldri bílum eins og enginn sé morgundagurinn núna og mikil endurnyjun í gangi þvi það tímir enginn að láta gera við svona gamla bíla nema geta gert það sjálfur eða eiga Einar frænda sem getur reddað sér.

Að láta skipta um bremsurör er heljarinnar verk eins og hefur komið fram því það þarf oft að skipta um öll rörin þegar eitt er farið að gefa sig og allar festingar ryðgaðar í drasl og meira vesen í kringum þetta. Varahlutirnir eru ekki svo dýrir en vegna aldurs bílsins tekur mun lengri tíma að vinna einfalda hluti vegna ryðs. Tímarnir á verkstæði hrannast upp og kostnaður blæs upp.


Have spacesuit. Will travel.


littli-Jake
Vaktari
Póstar: 2243
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 93
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf littli-Jake » Þri 18. Júl 2017 09:56

Bremsuröra viðgerðir í 20 ára bíl er oftast leiðinda bras. Í einstaka tilvikum er hægt að skeita bút inn í rörið án mikillar fyrirhafnar en einhvern​ veginn virðist þetta alltaf skemmast þar sem ómögulegt er að komast að.

Með handbremsuna. Geri ráð fyrir að það séu skálabremmsur í bílnum. Þá þarf að rífa allar bremsurnar í sundur og það tekur talsverðan tíma. Skálabremsur eru tímafrekar. Varahlutir eru hinsvegar smotterí.

Með hjólalegurnar. Eru þetta legurnar að framan? Þá þarf að rífa nafið úr og pressa leguna í og úr. Tekur sirka klukkutíma til 1.5 per hjól.

Er ekki spurning um að leifa greyinu að deyja.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


Tbot
Kerfisstjóri
Póstar: 1210
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 219
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf Tbot » Þri 18. Júl 2017 11:51

Veit það er erfitt að henda skuldlausum bíl, en er kominn með reynslu í því.

Bremsurördæmið getur undið ansi hratt upp á sig, þó rörin sem slík eru ekki dýr þá er oft ansi mikil vinna í því.
Allar festingar ryðgaðar og/eða samgrónar, síðan er byrjað að skipta um hluta af rörum kemur í ljós að restin er léleg.
Þá bætast við dælur og fleira.

Einu skiptin sem þetta getur borgað sig er að þú hafir aðstöðu til að gera þetta sjálfur eða einhver sem þú þekkir gerir þetta nánast frítt.
Miðað við allt er þetta alveg örugglega dagsvinna á verkstæði og þá ertu kominn í 100 þús +.

Man ekki verð eða vinnu vegna hjólalega.

Ertu viss um að demparar seu ekki að verða lélegir? að hemlaslöngufesting sé farin, þá er þetta orðið ansi ryðgað.Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3375
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 302
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf urban » Þri 18. Júl 2017 12:28

Einsog þeir segja hér að ofan, þá er þetta verð ekkert gríðarlega ólíklegt, einfaldlega vegna þess að 1 slitinn bolti á leiðinlegum stað getur hæglega bætt 10 - 20 þús við verðið vegna vinnu, þrátt fyrir að boltinn sjálfur kosti ekki nema 100 krónur.

Sjálfur myndi ég ekki leggja út í þennan kostnað við svona gamlan bil, ef að þú hefur ekki aðila til að gera svona hluti fyrir þig fyrir minni pening.

Færi aldrei með svona gamlan bíl á verkstæði í svona vinnu.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1703
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 72
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf Danni V8 » Þri 18. Júl 2017 14:38

Ekkert að þessu verði.


Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2473
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 36
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf ÓmarSmith » Þri 18. Júl 2017 15:38

Svo getur þú auðveldlega bætt slatta við ef þú þarft að láta skipta um hjólalegur í leiðinni. Það eru auðveldir auka 10.000 kallar ofan á hitt vesenið.


Hringrásaðu bara Rolluna ;)


i7 6700K - Asus Z170-K - 16Gb DDR4 - Nvidia 1080GTX - Acer X34 G-sync 100HZ - CoolerMaster CM 690 - HyperX CloudCore - Logitech Z621 THX


NiveaForMen
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Fim 03. Jún 2010 00:07
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf NiveaForMen » Þri 18. Júl 2017 16:13

100.000kr í viðgerð eða >2.000.000kr í nýjan bíl.

Hvort er ódýrara?Skjámynd

Baldurmar
Tölvutryllir
Póstar: 656
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 74
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf Baldurmar » Þri 18. Júl 2017 16:30

NiveaForMen skrifaði:100.000kr í viðgerð eða >2.000.000kr í nýjan bíl.

Hvort er ódýrara?


Ha?

Það getur verið miklu dýrara að eiga mjög gamlann bíl sem þarf að laga oft heldur en að vera með nýrri bíl..

Fyrir utan að nýrri týpa af bíl af sömu stærð er kanski að eyða 2-5 l/100km minna.


Asrock Gaming K4 - Ryzen 1600 @ 3.7ghz - 16GB Ripjaws 3200mhz - GTX 1070 8gb

Skjámynd

MeanGreen
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Sun 05. Okt 2008 17:46
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf MeanGreen » Þri 18. Júl 2017 16:34

Stundum er ódýrara, til lengri tíma litið, að losa sig við bíllinn og fá sér nýrri. Þótt að það sé dýrara að punga út fyrir öðrum bíl en að laga gamla, þá getur þetta bara verið byrjunin á endalausum viðgerðum. Það eru einmitt flestir í dag að kaupa nýja bíla svo það er gott framboð af notuðum bílum - a buyer's market.

Veit einmitt um einn sem henti árgerð 2001 Mercedes Benz C-class í síðasta mánuði út af ryði og 300K+ reikningi sem hann hefði annars þurft að borga. Hann var búinn að borga samanlagt fleiri hundruð þúsund í viðgerðir á síðustu árum. Þeim fór bara fjölgandi.

Svo getur þú sent póst á Bílahorn Brennslunnar, spurt hvað þeir myndu gera.
Vaktari
has spoken...
Póstar: 171
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf Vaktari » Þri 18. Júl 2017 17:09

Ég var með gamla opel corsu 2001 árgerð 3 dyra sem þurfti að henda í svona 200 þúsund krónum til að gera við hann.
Ég seldi hann bara á 45 k og losaði mig við hann.
Ef ég hefði gert við hann að þá hefði ég verið búinn að henda meiru i hann en það sem ég keypti hann á.
En þetta er auðvitað eitthvað sem hver og einn verður að meta.Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3375
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 302
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf urban » Þri 18. Júl 2017 19:45

NiveaForMen skrifaði:100.000kr í viðgerð eða >2.000.000kr í nýjan bíl.

Hvort er ódýrara?


Já hvort er ódýrara ?

100þús plús núna, í næstu viku geta demparar gefið sig, bensíntankurinn fer síðan að leka eftir 3 mánuði, kúpling mánuði eftir það og síðan tímareim.

Þá ertu allt í einu komin með hálfa milljón á næsta hálfa ári og ennþá með 20 ára gamlan bíl sem að getur klikkað strax eftir það.

Með nýja bílnum ertu þokkalega save í x langan tíma gagnvart bilunum, sem að eru þá líklegast í ábyrgð.

En þar að auki þá þarf ekki að kaupa nýjan bíl þrátt fyrir að sá 20 ára sé leyft að fara svefninn langa.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2405
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 348
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf HalistaX » Þri 18. Júl 2017 20:13

Ég myndi reyna að losa mig við þessa Rollu og fá mér eitthvað aðeins nýrra og betra.

Skoda eru frábærir bílar. Passa sig bara þegar verið er að kaupa notað. Hafa einhvern professional með þér í því að skoða hann og svona.

Er sjálfur að fá oddhvassa endann á því priki að vera ekki með neinn með mér sem veit og kann á bíla þegar ég var að skoða minn... Svo sem ekki fyrsta skiptið sem það gerist. Hef heyrt um að fara með bíl sem þú ert að skoða á verkstæði og borga einhvern aur fyrir að láta atvinnumenn skoða og bilanagreina áður en þú kaupir.

Held, eftir að hafa fengið endurskoðun í vor fyrir púst og pretty much allt annað undir bílnum, að ég hafi verið tekinn svoldið vel í assið með mínum kaupum í fyrra. Lenti einnig í því á Ártúnsbrekkuni áðan að hann vildi ekki skipta sér. Hef einnig verið að lenda i því að starta honum og hann vill ekki skipta. Þannig að sjálfskiptingin er líklega að gefa sig. Ójeij, það þýðir bara 300-400 þúsund plús í viðbót við þennann 600+ sem ég eyddi í hann fyrir skoðun í haust ásamt hita elementinu sem var líklega ónýtt þegar ég keypti hann líka.

Fuck my ass and call me Susie.

Annaðhvort kaupa nýtt með ábyrgð frá framleiðanda, eða hafa einhvern með þér sem kann á hlutina 100% þegar þú ferð að skoða notað.

PS. NiveaForMen? Hversu fokkings creepy er það username? :lol:


fokk tölvur, ég er á iPetmyselftooroughlytaty

https://www.youtube.com/channel/UCRot5nH7g7dryn4KXMdlWOw/videos

Skjámynd

vesi
/dev/null
Póstar: 1456
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 120
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf vesi » Þri 18. Júl 2017 20:42

Áhugavert hvað margir eru að hvetja þig í að fjárfesta bara í nýrri bíl, því miður eru aðstæður ekki alltaf þannig að það sé hægt þó svo að til lengri tíma kæmi það eflaust til með að borga sig.

Af hverju tekur þú ekki rúnt á milli verkstæða á bílnum og með blaðið og færð tilboð í viðgerð eða allavegana hugmynd að kostnaði við viðgerð.
Einnig geturu póstað á FB- vinna með litlum fyrirvara eftir einhverjum sem er til í þetta fyrir ákveðið verð.- en hafðu á bakvið eyrað að þar ábyrgist einginn neitt. (hef allavegana séð fullt af auglísýngum í viðgerðir.)


MCTS Nov´12
Asus eeePc


NiveaForMen
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Fim 03. Jún 2010 00:07
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf NiveaForMen » Þri 18. Júl 2017 21:12

HalistaX skrifaði:PS. NiveaForMen? Hversu fokkings creepy er það username? :lol:


Svitalyktareyðir á skrifborðinu á sínum tíma ;)Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2405
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 348
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf HalistaX » Þri 18. Júl 2017 22:32

vesi skrifaði:Áhugavert hvað margir eru að hvetja þig í að fjárfesta bara í nýrri bíl, því miður eru aðstæður ekki alltaf þannig að það sé hægt þó svo að til lengri tíma kæmi það eflaust til með að borga sig.

Af hverju tekur þú ekki rúnt á milli verkstæða á bílnum og með blaðið og færð tilboð í viðgerð eða allavegana hugmynd að kostnaði við viðgerð.
Einnig geturu póstað á FB- vinna með litlum fyrirvara eftir einhverjum sem er til í þetta fyrir ákveðið verð.- en hafðu á bakvið eyrað að þar ábyrgist einginn neitt. (hef allavegana séð fullt af auglísýngum í viðgerðir.)

Já, það er alveg rétt, aðstæðurnar þurfa að vera réttar.

En þetta er fínasta hugmynd með "Vinna með litlum fyrirvara" grúbbuna, það verður að segjast.

Linkur á hana: https://www.facebook.com/groups/1494546120767993/

Maður þarf samt að passa uppá það að treysta ekki hverjum sem er fyrir þessu. Aldrei að vita hver gerir shitty vinnu fyrir peninginn.

Spyrjast bara fyrir inná þessari grúbbu, hver er svona laghenntastur en samt ódýr. Hver er svona mest "trusted" og svona.

Annars mæli ég með Bílson þegar kemur að viðgerðum. Það eru einungis topp menn sem vinna þar! Frábær þjónusta og allir rosalega líbó og almennilegir. Líta alls ekki niður á mann fyrir að vita ekkert um bíla eins og sumir gera(*hóst*Hekla*hóst*)


fokk tölvur, ég er á iPetmyselftooroughlytaty

https://www.youtube.com/channel/UCRot5nH7g7dryn4KXMdlWOw/videos


einarbjorn
has spoken...
Póstar: 151
Skráði sig: Mán 23. Nóv 2015 19:25
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf einarbjorn » Mið 19. Júl 2017 10:29

Held, eftir að hafa fengið endurskoðun í vor fyrir púst og pretty much allt annað undir bílnum, að ég hafi verið tekinn svoldið vel í assið með mínum kaupum í fyrra. Lenti einnig í því á Ártúnsbrekkuni áðan að hann vildi ekki skipta sér. Hef einnig verið að lenda i því að starta honum og hann vill ekki skipta. Þannig að sjálfskiptingin er líklega að gefa sig. Ójeij, það þýðir bara 300-400 þúsund plús í viðbót við þennann 600+ sem ég eyddi í hann fyrir skoðun í haust ásamt hita elementinu sem var líklega ónýtt þegar ég keypti hann líka.


Það hefur komið fyrir að skodar með DSG skiptingu vilji ekki skipta sér ef það er vesen með ABS skynjarana eða leshringinn á hjólalegunni aftan, því skiptinginn notar merki frá skynjaranum aftan og ef það merki fer í fokk þá getur skiptinginn farið í fokk,

láttu lesa ABS kerfið áður en þú dæmir skiptingunna bilaða ennfremur þá þarf að skipta um vökva og síu á eldri DSG skiptingum á 60.000 km fresti.


Fólk sem stamar er ekki heimskt eða vanþroskað, það bara laggar

Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6114
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 585
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf Sallarólegur » Mið 19. Júl 2017 10:36

Passa sig bara að hlusta alls ekki á fólk sem mælir með Skoda 8-[


Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Corsair Virtuoso SE

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2405
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 348
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf HalistaX » Mið 19. Júl 2017 10:45

Sallarólegur skrifaði:Passa sig bara að hlusta alls ekki á fólk sem mælir með Skoda 8-[

Hahahahaha what? Why?

Þetta eru með algengustu bílum á landinu. Þó þeir hafi verið algjört crap fyrir 20-25 árum, þá þýðir það ekki að þeir séu það enn í dag. Eftir að VW tók yfir framleiðsluna á þeim þá hafa þeir snar batnað.

En whatevs, get ekki heyrt í þér fyrir extra 30cm fótaplássinu í farþegarými, öllu leðrinu og 200hp í mínum Skoda...


fokk tölvur, ég er á iPetmyselftooroughlytaty

https://www.youtube.com/channel/UCRot5nH7g7dryn4KXMdlWOw/videos

Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3709
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 779
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf Klemmi » Mið 19. Júl 2017 10:48

HalistaX skrifaði:En whatevs, get ekki heyrt í þér fyrir extra 30cm fótaplássinu í farþegarými, öllu leðrinu og 200hp í mínum Skoda...


Er til Skoda sem er 5+ ára sem er ekki með logandi ljós í mælaborðinu út af biluðum skynjurum?


www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Skjámynd

pattzi
/dev/null
Póstar: 1354
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 24
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf pattzi » Mið 19. Júl 2017 10:57

Ekker óeðlilegt verð
En alls ekko henda greyinu þetta eru góðir bílar

Var að skipta um burðarbita og bensintank i einum svona og þetta bilar ekki neitt þessir bílar

Búinn að eiga 10 + svona corollur sedan station hatchbak og liftback

Ég skal frekar kaupa þennan bíl ódýrt af þér ef þu ætlar að henda enda ekkert mal að gera við þessa bíla t.d ef tímareimin slitnar þa hendiru bara annari reim á og út að keyra .
Síðast breytt af pattzi á Mið 19. Júl 2017 11:02, breytt samtals 1 sinni.Skjámynd

pattzi
/dev/null
Póstar: 1354
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 24
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf pattzi » Mið 19. Júl 2017 10:58

Klemmi skrifaði:
HalistaX skrifaði:En whatevs, get ekki heyrt í þér fyrir extra 30cm fótaplássinu í farþegarými, öllu leðrinu og 200hp í mínum Skoda...


Er til Skoda sem er 5+ ára sem er ekki með logandi ljós í mælaborðinu út af biluðum skynjurum?


Jább ég á 2006 árgerð af octaviu enginn ljós og bilar ekkiSkjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2405
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 348
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp verð a viðgerð vegna endurskoðunar!

Pósturaf HalistaX » Mið 19. Júl 2017 11:01

Klemmi skrifaði:
HalistaX skrifaði:En whatevs, get ekki heyrt í þér fyrir extra 30cm fótaplássinu í farþegarými, öllu leðrinu og 200hp í mínum Skoda...


Er til Skoda sem er 5+ ára sem er ekki með logandi ljós í mælaborðinu út af biluðum skynjurum?

Well, you got me there!

En skynjarar eru bara skynjarar. Er reyndar sjálfur með aðvörun vegna dagljósa skynjara og bremsuljósa skynjara í mínum núna.... En, aftur, Skynjarar eru bara skynjarar. Breytir því ekki að t.d. 2001-2007, ef ég man rétt, Octavia er bara fínasti bíll. Sparneytinn, rúmgóður considering, og almennt flottur budget bíll.

Dagljosa skynjarinn er búinn að vera bilaður síðan ég keypti bílinn og mér skilst að það sé bara too much hassle að vera að potast í honum, er alveg búinn að venjast pípinu sem kemur þegar ég starta honum. En bremsuljósa skynjarinn er aðeins meiri tík en það. Pípið úr honum dettur í gang á svona 5 mínútna fresti þegar ég ýti á bremsuna, sem getur verið alveg heavy bögg og held ég alltaf að ég sé að verða bensínlaus þegar ég heyri það...

Allir bílar hafa samt sína brand name galla. Rafmagnið er oftast í klessu í VW. Þjóðverjinn kann bara ekki að leggja rafmagnskerfi í bílum. Nefndu mér eina VW tuðru sem er ekki með amk einn bilaðann glugga. I dare you! Og svo eru hurðarnar á Toyota Hilux það fyrsta sem ryðgar af við fyrstu slyddu vetrarins...

Renault, Citroen og Peugeot eru bara overall pjúra crap. Allir bílar owna einhverja bilun. Það er bara þannig.

Er hardcore Skoda áhugamaður! Elska Superbinn minn, þrátt fyrir skynjaravesenið...


fokk tölvur, ég er á iPetmyselftooroughlytaty

https://www.youtube.com/channel/UCRot5nH7g7dryn4KXMdlWOw/videos