Síða 1 af 2

Hraðasekt?

Sent: Mið 28. Jún 2017 16:16
af OMG


Ég var að velta því fyrir mér hvot þið vissuð hvað það þýddi ef ég brunaði framhjá lögreglunni á þjóðveginum og ég sé svona flash framan á bílnum þegar ég keyri framhjá, en svo fer hann ekkert á stað eða neitt. Ég hélt að hann mundi stoppa mig. Á ég von á feitum reikning heim, eða hvað?

Re: Hraðasekt?

Sent: Mið 28. Jún 2017 16:21
af Viktor
Ef þetta var hraðamyndavél, þá áttu von á reikningi.

Þeir eiga allavega svona búnað:
http://www.ruv.is/frett/hradaeftirlit-med-omerktum-bil

Re: Hraðasekt?

Sent: Mið 28. Jún 2017 16:22
af GuðjónR
Feitum reikningi? Fer eftir hraðanum sem þú varst á. :(

Re: Hraðasekt?

Sent: Mið 28. Jún 2017 16:36
af svanur08
Gott að venja sig á að keyra aldrei yfir hámarkshraða, ég geri það. :happy

Re: Hraðasekt?

Sent: Mið 28. Jún 2017 19:34
af Manager1
Haha já þú átt örugglega vona á feitum reikning, fyrst þú brunaðir framhjá yfir hámarkshraða og þeir eltu þig ekki þýðir það bara að þeir voru búnir að ná þér og þurftu þessvegna ekki að elta.

Re: Hraðasekt?

Sent: Mið 28. Jún 2017 19:37
af Moldvarpan
Það er hraðamyndavél í öllum merktum lögreglubílum.

Þetta er gert vegna þess að oft eru þeir að stöðva eh í umferðinni, og margir hugsa sér gott til glóðarinnar og þruma framhjá, þar sem þeir eru uppteknir við að sinna öðrum.

Re: Hraðasekt?

Sent: Mið 28. Jún 2017 19:45
af ColdIce
Ef þú manst hraðann, notaðu bara þetta og eeeendilega deildu útkomunni :fly
https://www.samgongustofa.is/umferd/nam ... arreiknir/

Re: Hraðasekt?

Sent: Mið 28. Jún 2017 20:18
af Glazier
Sýnist fáir vita nokkuð um hvað þeir eru að bulla hérna.

Ef þú tekur framúr akandi lögreglubíl og hann stoppaði þig ekki ertu ekki að fara að fá sekt, no way.
Hinsvegar ef þetta var kyrrstæður bíll úti í kannti með myndavél í skottinu sem flassaði beint á þig er líklegt að þeir hafi náð þér og þú fáir sekt, tekur yfirleitt ekki meira en 1 viku að koma inn í heimabankann.

Og það sem Moldvarpan er að segja er sennilega eitt mesta kjaftæði sem ég hef heyrt... vissulega eru þeir með myndbandsupptöku en þegar þeir eru búnir að læsa hraðatölu á bíl geta þeir ekki mælt neinn annan á meðan, vissulega gætu þeir náð myndbandi af þér bruna framhjá en það er engin sönnun fyrir því að þú hafir verið yfir hámarkshraða og því ekkert gert, annars væri ég kominn með nokkrar sektirnar fyrir þetta athæfi.

Re: Hraðasekt?

Sent: Mið 28. Jún 2017 20:29
af Moldvarpan
Hvað hefur þú fyrir þér, að þetta sé kjaftæði?

Re: Hraðasekt?

Sent: Mið 28. Jún 2017 20:32
af Moldvarpan
Þetta kemur frá lögreglumanni, varðandi hraðamyndavélar í öllum bílum.

Ég missti prófið fyrir þó nokkuð mörgum árum, tekinn á 186km hraða samkvæmt hraðamyndavél í bílnum þeirra og dæmdur eftir því.

Re: Hraðasekt?

Sent: Mið 28. Jún 2017 23:05
af Viktor
Kannski voru þeir bara að blikka háu ljósunum, þá færðu ekki sekt, heldur eru þeir bara að láta vita af sér. Hef lent í því, engin sekt.

Re: Hraðasekt?

Sent: Fim 29. Jún 2017 12:56
af ÓmarSmith
Hef einmitt lent í því að löggann flassaði mig bara til að ég myndi hægja á mér.... það var vel gert ;)

Re: Hraðasekt?

Sent: Fim 29. Jún 2017 13:11
af Moldvarpan
Það er munur að blikka framljosunum eða fá rauðleitt flass úr framrúðu.

Skil ekki hvernig er hægt að rugla því saman.

Re: Hraðasekt?

Sent: Fim 29. Jún 2017 15:57
af OMG

Hann blikkaði mig með ljósum fyrir neðan venjulegu ljósin, þau voru ekki rauðleit. Er hann þa bara að segja mér að drullast til að fara hægar. Því það virkaði alveg, ég var á leiðinni heim á Akureyri og var að keyra um 03:00 aðfaranótt mánudags og ætlaði bara að gefa aðeins meira bensín til að komast fyrr í bæinn, var haldandi svona 120 og þá bruna ég frammhja löggunni þar sem hún var búinn að planta sér þarna með frammendan að veginum og blikkaði/flashaði mig. En ef það var til þess að ég átti að hægja á mér og keyra eins og maður þá virkaði það alveg! Ég drottaðist í bæinn á 90.

Gerðist á milli Varmahlíðar og Akureyrar.

Re: Hraðasekt?

Sent: Fim 29. Jún 2017 16:18
af Moldvarpan
OMG skrifaði:
Hann blikkaði mig með ljósum fyrir neðan venjulegu ljósin, þau voru ekki rauðleit. Er hann þa bara að segja mér að drullast til að fara hægar. Því það virkaði alveg, ég var á leiðinni heim á Akureyri og var að keyra um 03:00 aðfaranótt mánudags og ætlaði bara að gefa aðeins meira bensín til að komast fyrr í bæinn, var haldandi svona 120 og þá bruna ég frammhja löggunni þar sem hún var búinn að planta sér þarna með frammendan að veginum og blikkaði/flashaði mig. En ef það var til þess að ég átti að hægja á mér og keyra eins og maður þá virkaði það alveg! Ég drottaðist í bæinn á 90.

Gerðist á milli Varmahlíðar og Akureyrar.


Jú, þá var lögreglan að biðja þig vinsamlega að hægja á þér.

Re: Hraðasekt?

Sent: Fim 29. Jún 2017 19:25
af Danni V8
svanur08 skrifaði:Gott að venja sig á að keyra aldrei yfir hámarkshraða, ég geri það. :happy

Bara aldrei, aldrei?

Re: Hraðasekt?

Sent: Fim 29. Jún 2017 20:42
af svanur08
Danni V8 skrifaði:
svanur08 skrifaði:Gott að venja sig á að keyra aldrei yfir hámarkshraða, ég geri það. :happy

Bara aldrei, aldrei?


Bara orðið vani hjá mér, fæ heldur aldrei sekt.

Re: Hraðasekt?

Sent: Fös 30. Jún 2017 01:23
af Danni V8
svanur08 skrifaði:
Danni V8 skrifaði:
svanur08 skrifaði:Gott að venja sig á að keyra aldrei yfir hámarkshraða, ég geri það. :happy

Bara aldrei, aldrei?


Bara orðið vani hjá mér, fæ heldur aldrei sekt.

En hvort ertu að keyra á hraðatakmörkunum (aka vera fyrir í umferðinni) eða fylgja umferðarhraða sem er í mörgum tilfellum ekki löglegur hraði?

Re: Hraðasekt?

Sent: Fös 30. Jún 2017 02:27
af svanur08
Danni V8 skrifaði:
svanur08 skrifaði:
Danni V8 skrifaði:
svanur08 skrifaði:Gott að venja sig á að keyra aldrei yfir hámarkshraða, ég geri það. :happy

Bara aldrei, aldrei?


Bara orðið vani hjá mér, fæ heldur aldrei sekt.

En hvort ertu að keyra á hraðatakmörkunum (aka vera fyrir í umferðinni) eða fylgja umferðarhraða sem er í mörgum tilfellum ekki löglegur hraði?


Farið framúr mér, mér er alveg sama.

Re: Hraðasekt?

Sent: Fös 30. Jún 2017 08:53
af Klemmi
Danni V8 skrifaði:En hvort ertu að keyra á hraðatakmörkunum (aka vera fyrir í umferðinni) eða fylgja umferðarhraða sem er í mörgum tilfellum ekki löglegur hraði?


Get ekki kallað það "að vera fyrir í umferðinni" að keyra á hámarkshraða.

Ekki frekar en að gangandi vegfarendur "eru fyrir" hjólreiðamönnum á gangbrautum :uhh1

Re: Hraðasekt?

Sent: Lau 01. Júl 2017 14:58
af HalistaX
Hef lent í mjög svipuðu, bæði með blá ljós og háu ljós. Engin sekt.

Mæli samt með því að keyra bara á löglegum hraða. Hef einu sinni verið tekinn á 99km/h í 70km/h zone'i. Það er ekkert fjör að fá 35k sekt og punkt á ökuskírteinið. En eitt sinn var maður ungur, graður og að verða of seinn í vinnuna...

Ef ég fer mikið yfir hundrað þá eyðir bíllinn minn alveg skuggalega miklu. Þegar ég steig fullt fast á bensínið síðast náði ég 250km á einum tank sem venjulega ætti að ná 550-650km í langakstri. Það bara borgar sig ekki að vera að gera þetta nema að eiga feitt veski eða bíl með 6 gírum.

Menn verða bara að gera sér grein fyrir því að þeir eru almannahætta þegar þeir aka yfir hámarkshraða. Ég veit allt um það, eins og þið vitið kannski.

Re: Hraðasekt?

Sent: Mið 19. Júl 2017 02:32
af HalistaX
Vá, talandi um hraðasektir.

Var á rúntinum með félaga mínum á Hvolsvelli í gær(mánudag) og við mætum lögguni þegar við erum að koma inní bæinn frá vestri.

Við vorum ekki að gera neitt rangt svo löggan stoppaði okkur ekki.

Svo, þegar ég er búinn að skila friendo heim til sín, þá er ég á leið útúr bænum(Til vesturs) en það er einhver helvítis hvítur jeppi svoleiðis að snuða á mér rassgatið. Eftir 5 mínútur af honum að sleikja púströrið hjá mér, tekur hann framúr á 120+ km/h á meðan ég er bara að dóla mér á 90.

Hann er ekki lengi að stinga mig af og ég grá bölva honum allt sótsvart fyrir að vera asshole og fyrir að keyra allavegana 40km/h yfir hraðamörkunum.

Eftir smá stund, hvað haldiði að hafi gerst? Jú! Helvítis löggan sem við mættum 20-30 mínútum fyrr var aðeins að ræða við töffarann.

Mig hefur sjaldan langað jafn mikið að hætta því að verða handtekinn með því að stoppa fyrir aftan löggubílinn, labba upp að rúðuni hjá töffaranum, og segja "LOLOLOLOLOLOLOLOLOLOL" eins hátt og oft og ég mögulega get.

Góð saga... Kewl story, breh!

Annars fékk ég að blása í fyrsta skiptið á ævinni aðfaranótt Sunnudags. Það' var töff...

Re: Hraðasekt?

Sent: Lau 05. Ágú 2017 22:30
af OMG
HalistaX skrifaði:Vá, talandi um hraðasektir.

Var á rúntinum með félaga mínum á Hvolsvelli í gær(mánudag) og við mætum lögguni þegar við erum að koma inní bæinn frá vestri.

Við vorum ekki að gera neitt rangt svo löggan stoppaði okkur ekki.

Svo, þegar ég er búinn að skila friendo heim til sín, þá er ég á leið útúr bænum(Til vesturs) en það er einhver helvítis hvítur jeppi svoleiðis að snuða á mér rassgatið. Eftir 5 mínútur af honum að sleikja púströrið hjá mér, tekur hann framúr á 120+ km/h á meðan ég er bara að dóla mér á 90.

Hann er ekki lengi að stinga mig af og ég grá bölva honum allt sótsvart fyrir að vera asshole og fyrir að keyra allavegana 40km/h yfir hraðamörkunum.

Eftir smá stund, hvað haldiði að hafi gerst? Jú! Helvítis löggan sem við mættum 20-30 mínútum fyrr var aðeins að ræða við töffarann.

Mig hefur sjaldan langað jafn mikið að hætta því að verða handtekinn með því að stoppa fyrir aftan löggubílinn, labba upp að rúðuni hjá töffaranum, og segja "LOLOLOLOLOLOLOLOLOLOL" eins hátt og oft og ég mögulega get.

Góð saga... Kewl story, breh!

Annars fékk ég að blása í fyrsta skiptið á ævinni aðfaranótt Sunnudags. Það' var töff...



Hahah, verð nú bara að segja það, þetta ver helvíti góð saga!;)

Re: Hraðasekt?

Sent: Sun 06. Ágú 2017 11:19
af Urri
Hef nú einusinni verið tekinn fyrir of hraðan akstur 99 á gullinbrúnni og var það helvíti súrt að fá 50k sekt daginn sem maður missir vinnuna >.< en svona er lífið.

Hinsvegar finnst mér hræðilegt þegar fólk er að rokka upp og niður í hraða t.d. niður í 70 uppí 100... fram og tilbaka. 90 er alveg fínt yfirleitt er á rétt rúmlega 90.

Re: Hraðasekt?

Sent: Sun 06. Ágú 2017 11:38
af kjartanbj
Urri skrifaði:Hef nú einusinni verið tekinn fyrir of hraðan akstur 99 á gullinbrúnni og var það helvíti súrt að fá 50k sekt daginn sem maður missir vinnuna >.< en svona er lífið.

Hinsvegar finnst mér hræðilegt þegar fólk er að rokka upp og niður í hraða t.d. niður í 70 uppí 100... fram og tilbaka. 90 er alveg fínt yfirleitt er á rétt rúmlega 90.



Þá er Adaptive cruise alger snilld