Síða 1 af 1

"Lífga" upp öryggisbelti

Sent: Mán 23. Jan 2017 21:41
af roadwarrior
Stundum þegar ég hef farið á verkstæði og hef fengið bílinn til baka þá er búið að "lífga" uppá öryggisbeltið. Beltið hefur verið orðið stíft og leiðinlegt og gengur illa inn til baka í rúlluna en þegar það hefur verið "lífgað" við þá er það orðið mjúkt og gengur mun betur inní rúlluna. Veit einhver hvaða efni er notað til þessa? Það lyktar af einhverskonar silicon sprayi. :fly

Re: "Lífga" upp öryggisbelti

Sent: Mán 23. Jan 2017 22:14
af Xovius
Svona þegar maður fer að pæla í því þá er ábyggilega ekkert slæm hugmynd að láta skipta um þau ef það er eitthvað farið að sjá á þeim enda vill maður ekki komast að því að það sé orðið slappt þegar maður þarf á þessu að halda.

Re: "Lífga" upp öryggisbelti

Sent: Mán 23. Jan 2017 22:18
af Yawnk
Dregur beltin alveg út, spreyjar silicone spray á beltin á báðar hliðar og nuddar þau upp úr sprayinu og rennir þeim inn og út eftir það. Hef notað þetta mjög oft með góðum árangri.

Re: "Lífga" upp öryggisbelti

Sent: Mán 23. Jan 2017 22:57
af arnara
Það þarf bara að þrífa beltin, þau draga í sig húðfitu og annan viðbjóð með árunum. Ég gerði það nýlega á báðum bílunum mínum (annar 11 ára og hinn 14), ótrúlegur munur. Setti einfaldlega handklæði yfir sætin og dró svo bara beltin út og dýrði í fötu með sápuvatni. Það kom svakaleg drulla úr þeim. Spreyaði svo með silíkonspreyi þegar þetta var orðið sæmilega þurrt.