Síða 1 af 1

Skoðun á bíl

Sent: Þri 08. Nóv 2016 20:27
af PikNik
Hæhæ,

Ég var að versla mér bíl, lagaði allt sem var að til að komast í gegnum skoðun. Leysti út númerin í 15 Október sl þannig ég hafði viku til að koma honum í skoðun. Ég lenti síðan í alvarlegu slysi og komst ekki með bílinn í skoðun, enda var ekkert verið að spá í því. þannig nú spyr ég þá sem vita, hversu hátt er vanrækslugjaldið eftir þessa viku sem ég hafði? Get ég fengið aðra viku í undanþágu í aksturheimild?

Re: Skoðun á bíl

Sent: Þri 08. Nóv 2016 20:31
af Dúlli
Hvað er enda nr ? átt að geta fengið allveg hátt í 6 mánuði í undanþágu. Þekki slatta af fólki sem kemur með eithverja ástæðu.

Re: Skoðun á bíl

Sent: Þri 08. Nóv 2016 20:47
af PikNik
Endanúmerið er 6

Re: Skoðun á bíl

Sent: Þri 08. Nóv 2016 20:49
af Dúlli
PikNik skrifaði:Endanúmerið er 6


Já ok, myndi reyna að fara með hann í skoðun og segja hvað skeði og hví þú tafðist. Þekki marga sem hafa komist upp með það, held samt að sektinn sé eithver 10.000 kall en er ekki allveg viss.

Re: Skoðun á bíl

Sent: Þri 08. Nóv 2016 21:44
af lukkuláki
Það er 15.000 kr. þú getur tuðað eins og þú vilt en sleppur ekki við gjaldið reglur eru reglur.
http://www.syslumenn.is/thjonusta/gjold ... slugjalds/

Re: Skoðun á bíl

Sent: Þri 08. Nóv 2016 21:46
af PikNik
"Meginreglan er sú að gjaldið leggist á eiganda ökutækis ef það er ekki fært til skoðunar innan tveggja mánaða frá lokum þess mánaðar sem endastafur á skráningarmerki vísar til."

Helduru að það gildi það sama um þessa viku sem ég fékk þegar númerin voru leyst út?

EDIT:

Fann hér eyðublað sem ég get skilað inn og fengið þetta fellt niður eða frest.

https://syslumenn.eydublod.is/forms/for ... =syslumenn

Re: Skoðun á bíl

Sent: Þri 08. Nóv 2016 22:21
af Manager1
Það er oft hægt að fá þetta fellt niður, en gjaldið er 15.000.

Re: Skoðun á bíl

Sent: Þri 08. Nóv 2016 22:25
af lukkuláki
Manager1 skrifaði:Það er oft hægt að fá þetta fellt niður, en gjaldið er 15.000.


Djöfullinn ég er greinilega ekki nógu mikil væluskjóða til að fá þetta fellt niður. :D

Re: Skoðun á bíl

Sent: Þri 08. Nóv 2016 22:27
af Dúlli
lukkuláki skrifaði:
Manager1 skrifaði:Það er oft hægt að fá þetta fellt niður, en gjaldið er 15.000.


Djöfullinn ég er greinilega ekki nógu mikil væluskjóða til að fá þetta fellt niður. :D


Þekki til nokkra sem hafa fengið þetta fellt niður á skoðunarstöð og fá frest í staðinn. Lítið mál að segja til dæmis að umboðið sé að klúðra sendingu og ýmislegt í þá átt. :happy