Kaupa nýjann (notaðan) bíl eða keyra minn út?

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
billythemule
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Mið 28. Ágú 2013 01:15
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Kaupa nýjann (notaðan) bíl eða keyra minn út?

Pósturaf billythemule » Þri 05. Ágú 2014 15:42

Hæ,

Ég á gamlan bíl sem er þannig séð í lagi, er með skoðun og á væntanlega eftir endast nokkur ár í viðbót. Bíllinn er Wolkswagen Golf GL 1998, beinskiptur, er ekinn 130.000 km, lakkið er sæmilegt og hann hefur 1600 vél. Þetta módel hefur nánast engann aukabúnað fyrir utan samlæsingar, er þriggja dyra og án ABS. Ég keyri ekkert sérstaklega mikið svo þessvegna er hann ekinn svona lítið. Ég geri allar minniháttar viðgerðir sjálfur. Spurningin er hvort það sé þess virði að færa mig yfir í Toyota Avensis 1999 sem er með allan pakkann, ABS, 4 dyr, rafmagn í rúðum, beinskiptur, ekinn 150.000 km, 1600 vél, gott lakk og gott ástand (staðfest). Sá bíll mun kosta mig 350 þúsund en ég mun væntanlega fá sáralítið fyrir minn þar sem hann er næstum því útdauður á götunni (veit um kannski nokkra hér í Reykjavík) og bíllinn er hættur að sjást á vöku þar sem þeir eru flestir löngu ónýtir. Pabbi á Toyota Corolla sem er ekinn 200.000 km og allt hefur enst mikið lengur í honum heldur en mínum golf þannig að gæðamunurinn er mikill. Ef ég skipti þarf ég að rífa hátalara settið úr og færa yfir. Hvað segir liðið um þetta?Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5402
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 355
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Kaupa nýjann (notaðan) bíl eða keyra minn út?

Pósturaf rapport » Þri 05. Ágú 2014 17:06

Ef þetta er fjölskyldubíll þá má skoða að skipta, upp á öryggið og plássið að gera.

Ef þetta er bara bíll fyrir þig, þá endilega keyra hann út og nota tímann til að spara peninga ef þess er kostur.

Þegar rafmagnsbílar verða vinsælli og núna þegar innflutningur á nýjum bílum eykst aftur, þá verða notaðir bílar mun hagstæðari í innkaupum, en líklega töluvert dýrari í almennum rekstri.Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2031
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 10
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa nýjann (notaðan) bíl eða keyra minn út?

Pósturaf Yawnk » Þri 05. Ágú 2014 18:19

Fullt af svona Golfum á götunni, ef þetta er bara ekið 130þ og er ekki að hrynja í sundur af ryði eins og flestir, keyrðu þetta bara út, hann á nóg eftir!


I9 9900k - GTX 1080 - Gigabyte Z390 - Corsair 16GB DDR4 - 500GB Samsung 970 Evo M2 NVMe - 3TB HDD - Corsair TX750M - InWin 101


siggik
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 379
Skráði sig: Mið 07. Feb 2007 18:53
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa nýjann (notaðan) bíl eða keyra minn út?

Pósturaf siggik » Þri 05. Ágú 2014 19:15

held að þú sért eitthvað að ruglast, nóg til af 4gen golfum í umferðinni, á einn þannig sjálfur, og þetta kemur í vöku þá hverfur þetta jafnóðum

þú hlýtur að vera tala um 1988 ?

ef þú þarft 4dyra bíl með ABS og öllu þá er um að skipta, en afhverju ef þessi dugar þér og þú keyrir lítið ?Skjámynd

Labtec
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Sun 29. Feb 2004 15:43
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa nýjann (notaðan) bíl eða keyra minn út?

Pósturaf Labtec » Þri 05. Ágú 2014 19:21

siggik skrifaði:held að þú sért eitthvað að ruglast, nóg til af 4gen golfum í umferðinni, á einn þannig sjálfur, og þetta kemur í vöku þá hverfur þetta jafnóðum

þú hlýtur að vera tala um 1988 ?

ef þú þarft 4dyra bíl með ABS og öllu þá er um að skipta, en afhverju ef þessi dugar þér og þú keyrir lítið ?


Ef þetta væri ´88 MK2 Golf ekinn eingöngu 130 þús þá væri það gullmoli í dag
hann er að liklegast tala um MK3, 1998 var siðasta árið sem MK3 var til sölu og MK4 kom á markað


B450 AORUS PRO | Ryzen 5 3600 | 32GB DDR4 3200mhz | ZOTAC GAMING GeForce GTX 1660 Ti 6GB |

GA-X58A-UD3R | i7 920 @ 3,57Ghz | 8GB DDR3 1600mhz | GIGABYTE GTX 780 WindForce 3X OC 3GB |

Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2031
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 10
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa nýjann (notaðan) bíl eða keyra minn út?

Pósturaf Yawnk » Þri 05. Ágú 2014 19:23

Labtec skrifaði:
siggik skrifaði:held að þú sért eitthvað að ruglast, nóg til af 4gen golfum í umferðinni, á einn þannig sjálfur, og þetta kemur í vöku þá hverfur þetta jafnóðum

þú hlýtur að vera tala um 1988 ?

ef þú þarft 4dyra bíl með ABS og öllu þá er um að skipta, en afhverju ef þessi dugar þér og þú keyrir lítið ?


Ef þetta væri ´88 MK2 Golf ekinn eingöngu 130 þús þá væri það gullmoli í dag
hann er að liklegast tala um MK3, 1998 var siðasta árið sem MK3 var til sölu og MK4 kom á markað

Líka fullt til af MK3 á götunni, átti einn slíkan grip fyrir stuttu og ég er alltaf að sjá þessa bíla út um allt, því miður :-k


I9 9900k - GTX 1080 - Gigabyte Z390 - Corsair 16GB DDR4 - 500GB Samsung 970 Evo M2 NVMe - 3TB HDD - Corsair TX750M - InWin 101

Skjámynd

Höfundur
billythemule
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Mið 28. Ágú 2013 01:15
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa nýjann (notaðan) bíl eða keyra minn út?

Pósturaf billythemule » Þri 05. Ágú 2014 20:02

Takk fyrir svörin. Ég hef ákveðið að bíða með bílakaup og leggjast í nokkrar endurbætur í staðinn.Skjámynd

Labtec
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Sun 29. Feb 2004 15:43
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa nýjann (notaðan) bíl eða keyra minn út?

Pósturaf Labtec » Mið 06. Ágú 2014 04:29

Yawnk skrifaði:
Labtec skrifaði:
siggik skrifaði:held að þú sért eitthvað að ruglast, nóg til af 4gen golfum í umferðinni, á einn þannig sjálfur, og þetta kemur í vöku þá hverfur þetta jafnóðum

þú hlýtur að vera tala um 1988 ?

ef þú þarft 4dyra bíl með ABS og öllu þá er um að skipta, en afhverju ef þessi dugar þér og þú keyrir lítið ?


Ef þetta væri ´88 MK2 Golf ekinn eingöngu 130 þús þá væri það gullmoli í dag
hann er að liklegast tala um MK3, 1998 var siðasta árið sem MK3 var til sölu og MK4 kom á markað

Líka fullt til af MK3 á götunni, átti einn slíkan grip fyrir stuttu og ég er alltaf að sjá þessa bíla út um allt, því miður :-k


Enda finir bílar, ekkert að þeim
Átti MK2 golf fyrir 2 árum, ekkert rafmagn, ekkert vesen, fór alltaf í gang, eina ástæða akkuru ég losaði mig við bilinn var að maður þurfti kaupa fjöldskyldubíl


B450 AORUS PRO | Ryzen 5 3600 | 32GB DDR4 3200mhz | ZOTAC GAMING GeForce GTX 1660 Ti 6GB |

GA-X58A-UD3R | i7 920 @ 3,57Ghz | 8GB DDR3 1600mhz | GIGABYTE GTX 780 WindForce 3X OC 3GB |

Skjámynd

Jón Ragnar
FanBoy
Póstar: 705
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 80
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa nýjann (notaðan) bíl eða keyra minn út?

Pósturaf Jón Ragnar » Mið 06. Ágú 2014 10:06

Flest allir Golfar eru solid bílar sem endast lengi


Ég ætti að þekkja það af reynslu

Búinn að eiga fullt af þessu

2x Mk4
2x Mk3 Vento(Golf með skotti)
2x Mk1CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video