Síða 1 af 1

[TS]10stk. Gjafabréf í Alþrif hjá Bónstöðinni Dalvegi 16c

Sent: Mán 03. Mar 2014 15:43
af Eiiki
Sælir verið þið Vaktarar,

Mér voru afhent 10 gjafabréf í Alþrif hjá bónstöðinni á Dalvegi sem ég á að reyna að selja á 10 þúsund kall stykkið.
Eftirfarandi gildir um gjafabréfin:
  1. Bíllinn er tekinn í gegn að innan og utan ( felgur með ).
  2. Gjafabréfið kostar 10.000 kr og afhent dagana 16-18 mars og mun verða keyrt heim að dyrum (þeas. ef þið búið á Reykjavíkursvæðinu :) )
  3. Gjafabréfið gildir á alla bíla ( fólksbíla litla og stóra sem og jeppa ) og gildir gjafabréfið í sex mánuði.
  4. Engar maskínur þarna heldur eingöngu harðduglegir menn sem setja sál sína í hvern bíl og eru stoltir af því. Fólk er því ekkert bara að renna honum í gegn.
Þeir sem hafa áhuga mega endilega hafa samband við mig í einkaskilaboðum.

Bið ykkur svo vinsamlegast um að halda þræðinum hreinum.
Með þökkum,
-Eiiki

Re: [TS]10stk. Gjafabréf í Alþrif hjá Bónstöðinni Dalvegi 16

Sent: Mið 05. Mar 2014 01:09
af Eiiki
Bump, 7 kort eftir

Re: [TS]10stk. Gjafabréf í Alþrif hjá Bónstöðinni Dalvegi 16

Sent: Mið 05. Mar 2014 02:42
af littli-Jake
10K fyrir alþrif? Finst það hljóma frekar hátt. Hvað er innifalið í pakkanum?

Re: [TS]10stk. Gjafabréf í Alþrif hjá Bónstöðinni Dalvegi 16

Sent: Mið 05. Mar 2014 02:44
af MatroX
littli-Jake skrifaði:10K fyrir alþrif? Finst það hljóma frekar hátt. Hvað er innifalið í pakkanum?

já ég er sammála hvað er í þessum pakka??

alþrif með bóni er í kringum 5þús á nokkrum stöðum á suðurnesjunum

Re: [TS]10stk. Gjafabréf í Alþrif hjá Bónstöðinni Dalvegi 16

Sent: Mið 05. Mar 2014 03:11
af littli-Jake
MatroX skrifaði:
littli-Jake skrifaði:10K fyrir alþrif? Finst það hljóma frekar hátt. Hvað er innifalið í pakkanum?

já ég er sammála hvað er í þessum pakka??

alþrif með bóni er í kringum 5þús á nokkrum stöðum á suðurnesjunum


Hef verið að sjá verð frá 7-8K í RVK

Re: [TS]10stk. Gjafabréf í Alþrif hjá Bónstöðinni Dalvegi 16

Sent: Mið 05. Mar 2014 05:38
af Viktor
Það er rosalega misjafnt hvað bónstöðvar kalla 'alþrif'.

Að því sögðu þá er þetta að kosta 5-20 þúsund yfirleitt.
Mér finnst 10þ. hvorki hátt né lágt verð, það þyrfti eiginlega að koma fram hvað felst í þessum 'alþrifum'.
Gangi þér vel með þetta.

Re: [TS]10stk. Gjafabréf í Alþrif hjá Bónstöðinni Dalvegi 16

Sent: Mið 05. Mar 2014 10:56
af vesley
MatroX skrifaði:
littli-Jake skrifaði:10K fyrir alþrif? Finst það hljóma frekar hátt. Hvað er innifalið í pakkanum?

já ég er sammála hvað er í þessum pakka??

alþrif með bóni er í kringum 5þús á nokkrum stöðum á suðurnesjunum



Það eru nú nokkrir á suðurnesjunum sem ég myndi nánast segja vera utan samkeppnar, ekki feimnir við að undirbjóða og vinna á tímakaupi undir 1000kr/klst til að ná verkefninu. (nefni engin nöfn)

10 þús er nú bara millivegurinn í verði hjá þessum bónstöðum þó ég segji sjálfur :roll:

Re: [TS]10stk. Gjafabréf í Alþrif hjá Bónstöðinni Dalvegi 16

Sent: Mið 05. Mar 2014 14:30
af Eiiki
Sælir herramenn, þakka misgóð viðbrögð.
Það sem er innifalið í þessu tilboði er:

  • Bílinn er þrifinn að utan og svo bónaður með gæðabóni frá Concert
  • Bílinn er handbónaður
  • Að innan er bíllinn ryksugaður, þrifinn hátt og lágt
  • Háþrýstilofti er beitt til að ná ryki úr þeim stöðum sem erfitt er að komast að
  • Notuð eru hágæða umhverfisvæn efni (Concert) frá Málningavörum sem eru sérstaklega gerð fyrir bíla

Re: [TS]10stk. Gjafabréf í Alþrif hjá Bónstöðinni Dalvegi 16

Sent: Lau 08. Mar 2014 12:37
af Eiiki
last bump!

Re: [TS]10stk. Gjafabréf í Alþrif hjá Bónstöðinni Dalvegi 16

Sent: Sun 09. Mar 2014 17:31
af Viktor
Eiiki skrifaði:Sælir herramenn, þakka misgóð viðbrögð.
Það sem er innifalið í þessu tilboði er:

  • Bílinn er þrifinn að utan og svo bónaður með gæðabóni frá Concert
  • Bílinn er handbónaður
  • Að innan er bíllinn ryksugaður, þrifinn hátt og lágt
  • Háþrýstilofti er beitt til að ná ryki úr þeim stöðum sem erfitt er að komast að
  • Notuð eru hágæða umhverfisvæn efni (Concert) frá Málningavörum sem eru sérstaklega gerð fyrir bíla


Svipað í gangi hér, hann hefur verið að fá góða dóma :)
viewtopic.php?f=84&t=59022

Alþrif á fólksbíl 6000Kr. Jeppi 7000Kr
Fyrir auka 2000kr er bíll allur leiraður fyrir þá sem vita ekki hvað leirun er þá er hér gott video sem sýnir virkni hans. http://www.youtube.com/watch?v=qFQsqBHEwrE
Innifalið í alþrifum er:
Bíll sápuþveginn með ullarsvamp sem fer töluvert betur með lakkið en hefðbundinn svampur.
Bíll leiraður ef þess er óskað
Þurrkaður og yfirfarinn.
Borið efni á öll plöst til að ná fram upprunalegri svertu
Allar rúður þrifnar að utan og innan
Bónaður með vaxbóni fyrir hámarks gljáa og vörn.
Borinn dekkjaglái á öll dekk til að fá fallega svertu og gljáa
Innrétting ryksuguð, þurrkað af öllu og mottur þrifnar.
Rain X látið á rúður ef þess er óskað (500kr)