Annar bílaþráður... láta yfirfara vélina og annað

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5493
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1017
Staða: Ótengdur

Annar bílaþráður... láta yfirfara vélina og annað

Pósturaf appel » Þri 09. Júl 2013 18:08

Ég er með gamlan toyota avensis '99, en hann er bara keyrður eitthvað um 110 k. Ég hef ekkert verið að fara með hann í regluleg tjékk, en langar að láta yfirfara hann aðeins og þá helst vélina. Langar ekkert með hann í toyota umboðið, hef mjög slæma reynslu af því að vera rændur inn að beini þar fyrir "þjónustuskoðanir" sem kosta mann 70 þús fyrir að skipta um rúðuþurrkur.

Hvert fer maður með svona bíl? Hann er ekki beint bilaður, en líklega kominn tími á ýmislegt.


*-*

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Annar bílaþráður... láta yfirfara vélina og annað

Pósturaf DJOli » Þri 09. Júl 2013 18:11

Kíktu með hann á skoðunarstöð Umferðarstofu. Ég bara hreinlega man það ekki hvað þessi skoðunarstöð hét.
Hef farið þangað með bíla í 'ýtarlega skoðun' áður en ég hef íhugað kaup.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1564
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Annar bílaþráður... láta yfirfara vélina og annað

Pósturaf audiophile » Þri 09. Júl 2013 18:16

Frumherji upp á Höfða er með ýtarlega ástandsskoðun fyrir einhvern rúmlega 10þ kall.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Annar bílaþráður... láta yfirfara vélina og annað

Pósturaf Hargo » Þri 09. Júl 2013 18:32

Ég á árg. 2000 af Avensis og ég hef tvisvar farið í umboðið þar sem þeir gáfu mér ódýrari tilboð í viðgerð heldur en almennu verkstæðin, kom mér mjög á óvart.

Annars þegar ég keypti minn bíl þá var hann í eigu bílasölu. Þeir höfðu látið fara með hann í einhverja svona ástandsskoðun, þar var gefið upp að skipta þyrfti um bremsuklossa allan hringinn og að einn demparinn væri að leka vökva. Ég gat þar með prúttað hann eitthvað niður. Ég fór svo með hann beint eftir kaupin á verkstæði og ætlaði að láta kippa þessu í liðinn. Fékk svo símtal frá bifvélavirkjanum þar sem hann sagði að klossarnir væru rétt hálfnaðir og það þyrfti ekkert að skipta um þá strax og að hann fann ekkert að demparanum, hann læki engum vökva og væri í fínu lagi.

En eru ekki einhverjir sem sérhæfa sig í vélunum sjálfum, vélastillingum og einhverju svoleiðis? Ertu að leita að einhverju þannig?



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5493
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1017
Staða: Ótengdur

Re: Annar bílaþráður... láta yfirfara vélina og annað

Pósturaf appel » Þri 09. Júl 2013 18:57

Hargo skrifaði:Ég á árg. 2000 af Avensis og ég hef tvisvar farið í umboðið þar sem þeir gáfu mér ódýrari tilboð í viðgerð heldur en almennu verkstæðin, kom mér mjög á óvart.

Athyglisvert. Kannski auðveldara að fá tilboð ef maður veit nákvæmlega upp á hár hvað þarf að gera. Kannski maður byrji á ástandsskoðun.

Hargo skrifaði:En eru ekki einhverjir sem sérhæfa sig í vélunum sjálfum, vélastillingum og einhverju svoleiðis? Ertu að leita að einhverju þannig?

Tja, líklega bara öllum pakkanum. En myndi sennilega byrja á vélinni.


*-*

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3095
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 443
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Annar bílaþráður... láta yfirfara vélina og annað

Pósturaf hagur » Þri 09. Júl 2013 19:07

Hargo skrifaði:Ég á árg. 2000 af Avensis og ég hef tvisvar farið í umboðið þar sem þeir gáfu mér ódýrari tilboð í viðgerð heldur en almennu verkstæðin, kom mér mjög á óvart.


Hef sömu sögu að segja. Hef einmitt farið með mína Toyotu bara beint í umboðið í síðustu tvö skipti sem eitthvað hefur þurft að gera fyrir bílinn og verðið kom á óvart, ekkert hærra en hjá almennu verkstæði. Þeir buðu mér líka að kaupa aftermarket varahlut í staðinn fyrir original til að spara.

Treysti þeim líka 100% til að skila góðu verki.



Skjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Annar bílaþráður... láta yfirfara vélina og annað

Pósturaf stefhauk » Þri 09. Júl 2013 19:07

appel skrifaði:
Hargo skrifaði:Ég á árg. 2000 af Avensis og ég hef tvisvar farið í umboðið þar sem þeir gáfu mér ódýrari tilboð í viðgerð heldur en almennu verkstæðin, kom mér mjög á óvart.

Athyglisvert. Kannski auðveldara að fá tilboð ef maður veit nákvæmlega upp á hár hvað þarf að gera. Kannski maður byrji á ástandsskoðun.

Hargo skrifaði:En eru ekki einhverjir sem sérhæfa sig í vélunum sjálfum, vélastillingum og einhverju svoleiðis? Ertu að leita að einhverju þannig?

Tja, líklega bara öllum pakkanum. En myndi sennilega byrja á vélinni.


Ef þú ætlar að láta yfirfara bílinn þá mun ástandsskoðun ekki vera nógu fullnægjandi skoðun.
Fór með Golf 2004 árg í kúplingsskipti og hjólalegu skipti með varahlutum og vinnu var þetta 120 þús



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Annar bílaþráður... láta yfirfara vélina og annað

Pósturaf Glazier » Þri 09. Júl 2013 19:25

audiophile skrifaði:Frumherji upp á Höfða er með ýtarlega ástandsskoðun fyrir einhvern rúmlega 10þ kall.

Hvernig er það ef maður færi þangað með bíl sem maður veit að er orðinn svoldið illa farinn og slitinn, búnir bremsuklossar/diskar ofl, henda þeir þá ekki bara akstursbanni á bílinn eða endurskoðun? :roll:


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1241
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 62
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Annar bílaþráður... láta yfirfara vélina og annað

Pósturaf demaNtur » Þri 09. Júl 2013 19:33

Glazier skrifaði:
audiophile skrifaði:Frumherji upp á Höfða er með ýtarlega ástandsskoðun fyrir einhvern rúmlega 10þ kall.

Hvernig er það ef maður færi þangað með bíl sem maður veit að er orðinn svoldið illa farinn og slitinn, búnir bremsuklossar/diskar ofl, henda þeir þá ekki bara akstursbanni á bílinn eða endurskoðun? :roll:


Nei, þeir mega það ekki.