Síða 2 af 2

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Mið 18. Maí 2011 16:32
af littli-Jake
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

Subaru klikka EKKI. Þessi eða samskonar bílar rúlla endalaugst. 4 hjóladrif gerir þetta ótrúlega stöðugt. Ef þú ert að spá í græjuveseni þá er það einstaklega þægilegt í þessum bílum.

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Mið 18. Maí 2011 16:49
af pattzi
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

Draumurinn :-)

snilld þessir bílar þola allt einfaldlega allt

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Mið 18. Maí 2011 16:52
af halli7
pattzi skrifaði:http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=26&cid=166864&sid=196847&schid=622b32d4-2517-4234-b4e0-d5b9545e38ce&schpage=1

Draumurinn :-)

snilld þessir bílar þola allt einfaldlega allt

Haha þessir eru snilld.

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Mið 18. Maí 2011 19:27
af everdark
Ert alltaf að tala um að kaupa þér dýra tölvuhluti og þarft svo bílastyrk?

Stundum vildi ég að ég byggi í landi án velferðarkerfis..

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Mið 18. Maí 2011 19:44
af SIKk
Flott líka að kíkja á tjónabílana...

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Mið 18. Maí 2011 22:41
af ViktorS
Hvað um gamla corollu?

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Fim 19. Maí 2011 00:56
af DJOli
Mæli Eindregið með því að þú skoðir þennan:

http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

Ég á einn slíkann, búinn að eiga hann síðan ágúst 2007 og elska hann meira en allt!

Framdemparar kostuðu mig síðast 13 þús kall (nýtt)
Kúplingin kostaði mig 20þús kall (nýtt)
Svo ég get með ráði sagt að þessir bílar séu verulega góðir og ódýrir í viðhaldi.

Einnig ráðlagði ég vini mínum að kaupa eitt stykki árið 2010 held ég, hann fékk sinn á 350 og hefur líklega ekki fengið betri bíl síðan hann byrjaði að keyra.
Get allavega groddað mig af því að þetta er fyrsti bíllinn sem hann á sem endist í yfir 10 mánuði án þess að þurfa á viðgerð að halda.

Standard vélin í þessum bílum er 1.3l (1289cc) og skilar c.a. 68 hestum sem þýðir að bensíneyðslan er lítil, eða um 6l á 100km.

Svo ef þú ert að leita þér að góðum, einföldum bíl, sem er verulega ódýr í rekstri. Fáðu þér Skoda Feliciu.

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Fim 19. Maí 2011 01:01
af Black
mátt kaupa touringinn minn á 200þ :D ný heddpakkning og tímareim og nýsmurður fer í skoðun á morgun (toyota touring) 90' :happy

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Lau 21. Maí 2011 13:01
af Danni V8
Mér blöskrar ennþá hvað gamlir haugar eru farnir að kosta mikið í dag! þessi vínrauði Subaru með svarta húddið hefði ekki verið 50þús króna virði fyrir 3 árum síðan...