Síða 1 af 2

"Slyddujeppar"

Sent: Fös 07. Nóv 2025 18:15
af Moldvarpan
Ég er að spá í að skipta út mínum heitt elskaða i10 bíl, útaf slæmri slit gigt í vinstra hné, og álagið á hnéið að fara inn og út úr bílnum er þónokkurt.

Þannig ég er að spá í slyddu jeppa, sem væri auðveldara fyrir mig að komast inn í uppá hnéið.

En veit ekkert hvað hefur verið að virka vel uppá síðkastið, er aðallega að hugsa til árgerð 2022+ og sjálfskipt.

DACIA SPRING
JEEP RENEGADE
MITSUBISHI ECLIPSE CROSS
MG EHS LUXURY PLUG-IN HYBRID
SUZUKI VITARA


Þessir bílar koma upp sem ódýrustu valkostir sem fylla þessar kröfur,, en nú langar mér að heyra frá ykkur.

Reynslusögur og þekking af nýlegum slyddujeppum væri gaman að heyra.
Skiptir mig ekki miklu máli hvort þetta er bensín/dísel/rafmagn/hybrid, er opinn fyrir öllu.

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Fös 07. Nóv 2025 19:54
af demaNtur
Dacia ef þú vilt reliable bíl sem er einfaldur og auðveldur í viðgerðum.

Forðast JEEP eins og heitan eldin, bilanatíðni er mikil.
MG er að koma ágætlega út en ef þeir bila þá er bilun oftast mjög erfið og vandfundin, bið eftir varahlutum löng.

Þekki ekki Mitsubishi og Suzuki.

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Fös 07. Nóv 2025 19:58
af littli-Jake
Af þessum lista myndi ég sennilega velja Suzuki. Ég myndi samt líka skoða RAV4.

Jeep myndi ég hinsvegar forðast eins og pestina. Konan á Jeep compass og ljóta helvítis draslið....

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Fös 07. Nóv 2025 20:34
af rapport
Af þessum mundi ég kaupa Suzuki Vitara...en af hverju er Dusterinn ekki á listanum?

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Fös 07. Nóv 2025 21:14
af Moldvarpan
Þessi listi er alls ekkert tæmandi, þetta var bara það ódýrasta sem er í boði. Væri hægt að hafa þetta lengra, og endileg benda á :)

Reynslusögur og þekking af öllum nýlegum slyddujeppum væri gott að heyra. Sé að ég á ekkert að spá meira í Jeep.

Langar samt bara í info um nýlega bíla, þar sem ég ætla að kaupa nýlegann. Ætla reyna sleppa að lenda í viðhaldi í nokkur ár.

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Fös 07. Nóv 2025 21:20
af Henjo
Getur afskrifað Spring'inn. Virkar eins og smájeppi á myndum en þetta er bara smábíll eins og a i10.

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Fös 07. Nóv 2025 21:22
af rostungurinn77
Get ekki ímyndað mér að Suzuki Vitara sé sparneytinn.

Fyrri kynslóðir, alltsvo Grand Vitara, hafa verið 10L á hundraðið á meðan margir bílaframleiðendur voru komnir nær 5 en 10 á sama tíma,

En ég á ekki bíl af nýju kynslóðinni og eigendur mega leiðrétta mig.

Mínar tvær krónur eru þær að þú leggir skoðir Dacia Duster. Sparneytnir og nokkuð áreiðanlegir.

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Fös 07. Nóv 2025 21:34
af T.Gumm
toyota rav4
suzuki vitara
honda crv

voða basic og reliable og "ódyrir" í viðhaldi

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Lau 08. Nóv 2025 00:09
af danniornsmarason
Mæli með Suzuki Ignis ef þú vilt halda þig í "Litlum sparneytnum bíl" en samt hár og góður í snjó.

Keypti minn nýjann 2020 og búinn að keyra 200k km, þurfti að skipta um hjólalegu í síðasta mánuði og thats it. (fyrir utan bremsur, olíu og filteraskipti). Sé ekki eftir þessum kaupum, búinn að ferðast um allt ísland og upp á hálendi.

Hann er til ssk em flestir bsk

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Lau 08. Nóv 2025 00:46
af appel
Afhverju finnst mér einsog 60% bifreiða í umferðinni séu "slyddu-jeppar" (frábært nafn btw)?

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Lau 08. Nóv 2025 02:02
af Minuz1
Ég er að keyra Daciu Duster núna, er með hann á vetrarleigu frá sixt.
90 þús á mánuði fyrir allt fyrir utan eldsneyti.

https://sixtlangtimaleiga.is/ (hafa hækkað verðið á honum um 10 þúsund)

Bara mjög ánægður með hann.

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Lau 08. Nóv 2025 08:59
af olihar
Hyundai Tuscon / Kia Sportage

Sami bílinn, þú sest beint inn í bíl, ástæðan fyrir því eldra fólk tekur þessa bíla. Getur tekið Dísel eða plugin Hybrid bensín.

Myndi fara prufa. Suður kóreu bílarnir eru að koma mjög vel út, svipað og japönsku bílarnir (Toyota) fyrir 10+ árum.

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Lau 08. Nóv 2025 09:31
af TheAdder
Suzuki S4 S-Cross, myndi mæla með þeim, tveir þannig nálægt mér og búnir að reynast mjög vel hingað til.

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Lau 08. Nóv 2025 11:12
af Lexxinn
Rav4 eða Sportage

/thread

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Lau 08. Nóv 2025 11:39
af Frussi
Ég var einmitt að leita fyrir mömmu og pabba um daginn, svipaðar kröfur nema þurfti að geta dregið fellihýsi. Bílakallarnir í kringum mig mæltu með Rav4 en þau enduðu á Volvo XC60 2017 því þau vildu dísel og hann stóð uppúr hvað varðar lúxus, kraft og dráttargetu

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Lau 08. Nóv 2025 12:29
af raggos
mazda cx-5 bensín eru mjög áreiðanlegir. Myndi alveg skoða þá líka. Díselútgáfan af sama bíl er samt gallagripur.
Suzuki eru griðarlega áreiðanlegir bílar enda vinsælir hjá bílaleigunum eins og Dacia.
Vertu viðbúinn meira veseni á hybrid bíl vs pure bensín/dísel.

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Lau 08. Nóv 2025 13:47
af Moldvarpan
Takk fyrir öll commentin, þetta hjálpar helling

Nú langar mig mest að skoða Dacia Duster, en það eru bara 3 stk sem eru sjálfskipt á bilasolur.is
Afhverju eru svona hrikalega fáir sjálfskiptir Duster-ar? Eru skiptingarnar slæmar? Hafa bæði dísel og bensín vélarnar verið góðar í þeim?

Og Suzuki Vitara, mér finnst hann vera koma líka inn sem sterkur valkostur. Sé að sumir bílar eru keyrðir meira en 400þúsund km, svo eitthvað hljóta vélarnar að vera fínar. Ekki það að ég myndi kaupa það mikið keyrðan, en gott að sjá að þeir duga slatta.
Hvað þýðir þetta GL og GLX? Veit takmarkað um Suzuki. Hvort ætti maður að taka dísel eða bensín?

Ok, það hljómar líka sem góð hugmynd að sleppa öllu hybrid stuffi, ég vill einmitt hafa þetta simple stupid, svo þetta bili sem minnst.

Finnst Ignis bíllinn kúl, en bara 2 til sölu og báðir beinskiptir.

CX-5, er það ekki meira svona eins og fólksbíll varðandi hæð á sæti?

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Lau 08. Nóv 2025 13:55
af Moldvarpan

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Lau 08. Nóv 2025 13:59
af Henjo
Málið með sjálfskipta Duster er að þeir eru allir framhjóladrifnir.

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Lau 08. Nóv 2025 15:15
af Moldvarpan
Henjo skrifaði:Málið með sjálfskipta Duster er að þeir eru allir framhjóladrifnir.


Já ég tók eftir því, soldið spes.

En samt ekki dealbreaker, þarf svosem ekki mikið á 4x4, nema kannski 5-10daga á veturnar væri það nice.


Hvers virði mynduð þið halda að Hyundai i10 2018 ssk ekinn 183k væri?

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Lau 08. Nóv 2025 16:49
af Moldvarpan
Ég fór út í búð, og var að spá í bílunum í kringum mig meira en vanalega :D

Ég er 90% á því að ég myndi velja Suzuki Vitara, finnst það looka sem góð stærð og sætin voru alveg 20cm+ hærri en í bílnum hjá mér.

En svo er hægt að fá bíla keyrða 200þús, 300þús og jafnvel 400þús... Þeir eru sirka milljón kr ódýrari en bílar keyrðir undir 200þús.
Ætti ég kannski að lækka 2022 þröskuldinn og taka jafnvel eldri Suzuki vitara, til kannski 2018?

Hvort ætti ég að taka dísel eða bensín?

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Lau 08. Nóv 2025 17:38
af EinnNetturGaur
Ég keypti mér mjög gott eintak af suzuki vitöru 2016mdl alveg frábær bíll sem eyðir litlu og er með krók það eina sem ég get sett útá þá er að afturfjöðrunin er frekar stíf og mætti vera hærri að aftan en annars þrusu góður bíll

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Lau 08. Nóv 2025 21:46
af Henjo
Moldvarpan skrifaði:
Henjo skrifaði:Málið með sjálfskipta Duster er að þeir eru allir framhjóladrifnir.


Já ég tók eftir því, soldið spes.

En samt ekki dealbreaker, þarf svosem ekki mikið á 4x4, nema kannski 5-10daga á veturnar væri það nice.


Ég myndi akkúrat horfa á framhjóladrifið sem fídus. Flestir nota bara fjórhjóladrifið þessar örfáu daga sem er ekki búið að skafa í Reykjavík, og jafnvel þá er framhjóladrif nóg.

Kostirnir við framhjóladrif: Einfaldalri og léttari bíll. Áreiðanlegri og minni bílanatíðni. Eyðir minna. fjórhjóladrifnir bílar eru oft stífari og leiðilegri í akstri. Minna vesen tengd dekkjum, mikilvægt að öll dekk á fjórhjóladrifnum séu eins og svipað slitin. Fer illa með gírkassa ef svo er ekki. Framhjóladrif þýðir minna álag á vél og gírkassa. Listinn er ekki tæmandi.

Allt þetta er augljóst þegar maður keyrir tví og fjórhjóladrifna útgáfa af sama bíl. Var með á tímabili aðgang að tveimur suzuki sem voru nákvæmlega eins, sama vél og allt, nema annar var fjórhjóladrifin. Forðaðist hann eins og ég gat, var mun leiðilegri í akstri. Hef upplifað nákvmlega sama þegar ég hef reynsluekið t.d. 4matic benza og annað.

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Sun 09. Nóv 2025 00:06
af Prentarakallinn
Halda þig frá Jeep, MG og Mitsubisi. Duster dísel er góður kostur en Vitara er klárlega málið. Ef þú flettir þeim upp þá eru margir til sölu með 300-400k kílómetra, ef þú finnur bíl með M16 1.6 mótor og ssk þá ertu dottinn í lukkupottinn M16 mótorinn er nánast ódrepandi. Myndi forðast hybrid með 1.5 mótornum, hann er með svokallaðan AMT (Automated manual transmission) gírkassa sem er víst frekar leiðinlegur (1.4 hybrid er ekki þannig) og ef þú ert að skoða dísel þá er hann með DCT kassa sem geta verið dýrir í rekstri

Re: "Slyddujeppar"

Sent: Sun 09. Nóv 2025 10:04
af Moldvarpan
Prentarakallinn skrifaði:Halda þig frá Jeep, MG og Mitsubisi. Duster dísel er góður kostur en Vitara er klárlega málið. Ef þú flettir þeim upp þá eru margir til sölu með 300-400k kílómetra, ef þú finnur bíl með M16 1.6 mótor og ssk þá ertu dottinn í lukkupottinn M16 mótorinn er nánast ódrepandi. Myndi forðast hybrid með 1.5 mótornum, hann er með svokallaðan AMT (Automated manual transmission) gírkassa sem er víst frekar leiðinlegur (1.4 hybrid er ekki þannig) og ef þú ert að skoða dísel þá er hann með DCT kassa sem geta verið dýrir í rekstri


Ok mjög góðar upplýsingar, takk fyrir það

Sé við nánari athugun að inná bílasölunum eru bílarnir annaðhvort með 1.6 vél eða 1.0 vél, og það er þá væntanlega eh hybrid?

Suzuki vitara sem er með 1.6 vél, ssk, keyrð 200-300þús km, sé ekki slæmur kostur? Það sparar milljón heldur en að reyna eltast við minna ekna bíla.