Síða 1 af 1
Innflytja Bíl Frá Japan
Sent: Fim 21. Ágú 2025 09:34
af TiagoMMF
Sælir,
Ég er að velta fyrir mér hvort einhver hafi reynslu af því að flytja inn gamlan bíl frá Japan og væri til í að deila hvernig ferlið gekk og hver kostnaðurinn var.

Re: Innflytja Bíl Frá Japan
Sent: Fim 21. Ágú 2025 15:38
af littli-Jake
Án þess að hafa persónulega reynslu skilst mér að gjöld við að fá hann inn í landið sé sirka kaupverð úti. Sîðan er flutnings kostnaður. Síðan fer tvennum sögum um hvernig er að fá bíla með stýrið röngu meginn skráða hér í dag.
Re: Innflytja Bíl Frá Japan
Sent: Fim 21. Ágú 2025 19:24
af cocacola123
Myndi giska á að þú þurfir að borga: bílinn > flutning á bílnum til t.d rotterdam > flutning frá rotterdam til íslands > skráningar vinna > öll gjöld til RSK. Best að hafa samband við samskip eða smyril line til að fá bara tilboð í allan pakkann.
Re: Innflytja Bíl Frá Japan
Sent: Fim 21. Ágú 2025 20:35
af T-bone
littli-Jake skrifaði:Án þess að hafa persónulega reynslu skilst mér að gjöld við að fá hann inn í landið sé sirka kaupverð úti. Sîðan er flutnings kostnaður. Síðan fer tvennum sögum um hvernig er að fá bíla með stýrið röngu meginn skráða hér í dag.
Það er hægt að skrá bíla með stýrið öfugu megin aftur. Það var tekið fyrir það á tímabili en það var ekki lögmætt.