Pósturaf Televisionary » Lau 13. Ágú 2022 00:38
Ég er eins og fleiri hérna nýbúin að skipta yfir á rafbíl(a).
Við byrjuðum á því að skipta út Skoda Octavia sem var diesel 180 hö, 2016 árgerð sem hafði reynst okkur ágætlega.
Fyrsti rafbíllinn sem við fengum var Nissan Leaf 2021 Tekna 40 kw, innfluttur evrópubíll. Við keyrðum hann frá mars til júli c.a. 6 þúsund km. ,á stuttu tímabili var þetta eini bíllinn á heimilinu. Við fórum upp í sumarbústað á honum og til Vestmannaeyja. Drægnin var í samræmi við það sem var uppgefið og það sem maður hefur lesið á netinu.
Kostir:
- Mjög rúmgóður
- 360 gráðu myndavélin þegar þú ert að leggja
- Gott hljóðkerfi í honum
- Android Auto
- Sætin mjög fín
- Geggjaður bíll fyrir peninginn
Gallar:
- Android Auto
- Appið þeirra er algert sorp
- Allt of gamaldags að innan. Allt of mikið af tökkum og dóti
- Stokkurinn í gólfinu hjá miðjusætinu
Næsti bíll sem við fengum var Tesla Model 3 2020 LR. Fann eintak sem leit mjög vel út og var keyrður um 45 þúsund c.a., þessi bíll kom skemmtilega á óvart. Drægnin er nægileg til að koma okkur á milli landsfjórðunga án vandræða. (Þessi verður til sölu fyrr en varir, pantaði nýjan).
Kostir:
- Hugbúnaður bæði inn í bílnum og appið. Ég hef ekki séð neinn framleiðanda þarna.
- Þjónustan er mjög góð
- Drægnin á þessum bíl er frábær
- Glerþakið í þessum bílum er svo geggjað
- Öll stjórntæki eru svo frábær í þessum bíl, ég væri kátur þó að þetta myndi aldrei breytast
- Skemmtilegasti bíllinn að keyra af þessum þremur sem hafa komið til okkar í ár
Gallar:
- Þetta er alls ekki bestu bílarnir, gaman að lesa skröltsögur á FB grúppum á nýjum Y bílum sem dæmi.
- Glerþakið gerir hljóðvistina ekki eins skemmtilega
- Ekki mikil mýkt
Þegar júlí lauk skiptum við Nissan Leaf yfir í Tesla Model S 2015 P85D Performance, já þið lesið rétt. Fór í 2015 árgerð af bíl, sem kom til landsins í október 2021 keyrður um 75 þúsund kílómetra.
Kostir:
- Hljóðvistin er langbest í þessum bíl
- Þessi stóri skjár er mjög skemmtilegur, en ég skil afhverju þeir breyttu/færðu hann í model 3 víst ég hef samanburðinn
- Rafmagnsopnun á afturhleranum
- Loftpúðafjöðrunin er æðisleg
- Hröðunin á þessum bíl er æðisleg
- Hæghleðslan á honum er hraðari en á model 3
- Autopilot, Auto parking, Summon
Gallar:
- Þyrfti að uppfæra tölvuna í honum. Maður finnur að þetta er ekki nýjasti örgjörvinn
- Þetta er ekki glænýr bíll, þekktir gallar eins og ending á handföngum
- Hraðhleðslan er hægari en á model 3
Dæmi um ferðir og kostnað:
Nissan Leaf til Vestmannaeyja og til baka. 1000 kr. í hleðslu hvor leið.
Tesla Model 3 til Akureyrar og baka, 2250 kr., 250 kr. í 11 kw. hleðslu í Borgarnesi. 2000 kr. í Supercharger í Staðarskála.
Tesla Model S ferð til Dalvíkur í dag, ferðin norður kostaði 354 krónur. Stoppað í Borgarnesi og hlaðið á 22 kw í 34 mínútur. Stoppað á Blönduósi og sprellað og verslað lítið eitt, hlaðið í c.a. 40 mínútur á 22 kw, hefði verið hægt að hlaða í 10 mínútur og komast til Dalvíkur án vandræða, spáin áður en seinni hleðslan var gangsett gaf 4% eftir á rafhlöðunni við komu. Lét hraðhleðslurnar eiga sig á þessari leið. Það voru um 24% eftir á rafhlöðunni við komuna.
Ég hef aldrei haft áhuga á bílum í þrjátíu ár. Loksins er ég að sjá/keyra bíla sem gaman er að keyra. Verðið er ásættanlegt á þessum bílum meðan ekki er dýrara að reka þá. Fæ nýjan Tesla Model 3 Performance fyrir árslok vonandi, er byrjaður að safna fyrir nýjum Model S eða hvað sem á vegi mínum verður í framtíðinni.
Það hefur aldrei verið eins gaman að fara út að keyra og þröskuldurinn aldrei verið lægri. Skoðum landið, heimsækjum fólkið okkar. Búið til kick ass playlista og lendið í ævintýrum á rafmagnsbílnum.