*Lokið* - OpenElec Share vandamál

Staður til að ræða allt sem viðkemur XBMC!

Höfundur
thiwas
Nörd
Póstar: 124
Skráði sig: Þri 05. Apr 2005 18:35
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

*Lokið* - OpenElec Share vandamál

Pósturaf thiwas » Fös 04. Jan 2013 20:25

Sælir,

Nú er ég að keyra OpenElec 2.0 á tv-tölvunni minni og er með USB flakkara tengdan við, þar sem allar myndir og þættir eru geymdir á.

en ég þegar ég tengist share-inu á Win 8 vélinni sem ég er með á slóðinni \\***.***.***.***\media, þá er þar undir flakkarinn, en ég get ekki flutt neinar skrár á þetta svæði í gegnum share-ið, kemur alltaf að það sé ekkert pláss á disknum til að færa skrána á flakkarann, en samt er alveg nóg pláss á disknum,

Eruð þið eitthvað að lenda í þessu og ef svo er, vitiði eitthvað hvað ég get gert í þessu ???
Síðast breytt af thiwas á Fös 04. Jan 2013 21:29, breytt samtals 1 sinni.
Höfundur
thiwas
Nörd
Póstar: 124
Skráði sig: Þri 05. Apr 2005 18:35
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: OpenElec Share vandamál

Pósturaf thiwas » Fös 04. Jan 2013 21:29

Eftir mjög mikið gúggl, þá fann ég lausn við þessu...Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2053
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 124
Staða: Ótengdur

Re: *Lokið* - OpenElec Share vandamál

Pósturaf kizi86 » Lau 05. Jan 2013 00:10

endilega skrifaðu hvað þú gerðir, eflaust einhverjir herna sem eiga eftir að lenda i þessum vandræðum..


AsRock Fatal1ty Z77 Professional Intel 3770K@4.4GHz Asus GTX 980OC Strix 4GB GeiL Leggera DDR3 2x4GB@2133MHz 1.5TB Seagate Barrracuda 7200rpm stýrikerfi: Crucial m4 240GB SSD 2TB Hitachi 7200rpm 27" 1440p Shimian IPS LED WD RED 4TB 3TB WD Green Aerocool XpredatorAerocool X-Strike 1100w PSU


Höfundur
thiwas
Nörd
Póstar: 124
Skráði sig: Þri 05. Apr 2005 18:35
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: *Lokið* - OpenElec Share vandamál

Pósturaf thiwas » Mán 07. Jan 2013 20:41

Þetta er lausnin sem ég fann.
http://openelec.tv/forum/65-storage/32405-transfer-files-from-imac-to-usb-hard-drive

Það sem ég gerði var að fara inn á share-ið á \\***.***.***.***\configfiles\
opnaði þar skrá sem heitir "samba.conf.sample"

bætti inn í hana þessum kóða neðst í skjalið
[Drive Name] - Nafnið á Share-inu (þú ræður hvað það heitir)
path = "/media/Drive Name" - T.d. eins og ég gerði þá var það /media/nafnið á disknum/mappan sem þú ætlar að fá inn í Openelec
available = yes
browsable = yes
public = yes
writable = yes
root preexec = mkdir -p /media/Drive Name - Sama og Path-ið hér að ofan.

endurskírði svo skrána samba.conf (sleppi þessu ".sample" sem kom á eftir")
rebootaði Openelec tölvunni og þá á þetta að vera komið.