iPhone X (10) ykkar skoðun

Skjámynd

Höfundur
krissdadi
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Sun 24. Jan 2010 11:50
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf krissdadi » Fös 22. Sep 2017 13:24

Sælir Vaktarar

Mig langar bara að heyra ykkar skoðun á iPhone X (10)

Er hann 1000$ virði finnst ykkur hann fallegur eða ljótur og hvað með screen cutoutið
Hvernig lýst ykkur á andlitsgreininguna vs fingrafaraskannan o.fl


Mynd

Ætla menn að bíða eftir honum eða fá sér iPhone 8



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf GuðjónR » Fös 22. Sep 2017 13:41

Er hann úr solid gulli? :sleezyjoe

Þess virði eða ekki þess virði ... ég spurði sjálfan mig að þessu þegar ég keypti iPhone4s í desember 2011 á 136k.
Þar sem ég er ennþá að nota þann síma þá var hann "þess virði" fyrir mig. Ef iPoneX lifir í 6-8 ár þá er hann þess virði.
Ef hann er eins og bentphone6 lélegt build og ending þá er hann það ekki.



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf ZiRiuS » Fös 22. Sep 2017 13:51

Hvernig mjólkar þú kind? Þú selur henni iPhone X.

En svona án gríns, af hverju er fólk svona spennt yfir nýjum iPhone? Berum hann t.d. bara saman við Galaxy S8 (sem ég er ekki hrifinn af heldur), iPhone X er með minni upplausn, verri myndavél, minna minni, ekkert mini-jack, 3.0 usb og verri batterísendingu. Þarna er ég að bera saman síma sem kom út í febrúar saman við síma sem kemur út í þessum mánuði. Apple virðast alltaf takast að gefa út síma sem er ári á eftir tækninni, samt eru allir slefandi yfir þessu...



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf dori » Fös 22. Sep 2017 13:55

Það er eitt við þetta FaceID sem truflar mig. Þegar ég tek símann uppúr vasanum er ég búinn að opna símann. S.s. á leiðinni uppúr vasanum set ég fingurinn á fingrafaralesarann þannig að síminn er opinn þegar ég set hann fyrir framan mig (þegar FaceID myndi byrja að virka). Þannig að tíminn sem það má taka FaceID að virka til að vera ekki verri en núverandi fyrirkomulag er talið í mínus sekúndubrotum.

Svo finnst mér þetta cutout og hvernig þeir höndla það ekki nógu kúl.



Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1046
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Reputation: 27
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf Nördaklessa » Fös 22. Sep 2017 14:05

Hef aldrei verið Apple maður en verð að segja að iPhone X er ábyggilega eina varan frá þeim sem fær forvitni mína


MSi z270 Tomahawk | i7 7700k@1,21GigaWatts! | Msi GTX 1060 Gaming X 6GB | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 750 Evo 120Gb | WD Black Caviar 640Gb | BenQ G2420HDB | HAF 912 Plus |

Skjámynd

Jón Ragnar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 973
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 173
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf Jón Ragnar » Fös 22. Sep 2017 14:15

ZiRiuS skrifaði:Hvernig mjólkar þú kind? Þú selur henni iPhone X.

En svona án gríns, af hverju er fólk svona spennt yfir nýjum iPhone? Berum hann t.d. bara saman við Galaxy S8 (sem ég er ekki hrifinn af heldur), iPhone X er með minni upplausn, verri myndavél, minna minni, ekkert mini-jack, 3.0 usb og verri batterísendingu. Þarna er ég að bera saman síma sem kom út í febrúar saman við síma sem kemur út í þessum mánuði. Apple virðast alltaf takast að gefa út síma sem er ári á eftir tækninni, samt eru allir slefandi yfir þessu...



Ókosturinn við Galaxy S8 er að hann keyrir eki iOS11

Að mínu mati er iOS bara superior símastýrikerfi. Android er algjört skrapatól almennt.

S8 er svakalegur sími með vondu aspect ratio og shitty android :P



btw ég var Android fanboy :guy



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf Viktor » Fös 22. Sep 2017 14:34

Ég er alls ekki spenntur fyrir honum á þessu verði, enda fátækur námsmaður. Ef ég ætti böns af pening myndi ég eflaust fá mér hann.

Samt finnst mér þessar auglýsingar fyrir hann ekkert mjög spennandi, eins og t.d. þessi mynd í OP.

dori skrifaði:Það er eitt við þetta FaceID sem truflar mig. Þegar ég tek símann uppúr vasanum er ég búinn að opna símann. S.s. á leiðinni uppúr vasanum set ég fingurinn á fingrafaralesarann þannig að síminn er opinn þegar ég set hann fyrir framan mig (þegar FaceID myndi byrja að virka). Þannig að tíminn sem það má taka FaceID að virka til að vera ekki verri en núverandi fyrirkomulag er talið í mínus sekúndubrotum.


Ég held að maður sé svona max tvö skipti að venjast þessu Face Recognition.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Orri
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf Orri » Fös 22. Sep 2017 14:35

Mig hefur dauðlangað í eitthvað af þessum nýju nánast bezel-less Android símum eins og Mi Mix og Galaxy S8, en því miður er ekki hægt að setja upp iOS á þeim og því er það ekki í myndinni fyrir mig eins og staðan er í dag.
Ég hef átt alla flóruna af snjallsímum (Android, iOS, Windows Phone), og iOS er að mínu mati besta kerfið af þeim þremur.
Þannig ég hugsa að ég "neyðist" til að fá mér iPhone X til að fullnægja græjufíkninni.

ZiRiuS skrifaði:...verri myndavél...

Hvað hefurðu fyrir þér í þessu?
Báðar myndavélar eru 12MP og með Optical Image Stabilization, á meðan S8 er með f/1.7 á meðan X er með f/1.8, sem er jú vissulega örlítið stærra ljósop. En ekki gleyma að iPhone X er líka með aðra 12MP telephoto myndavél, einnig með OIS.
Ég hugsa að ég myndi taka dual camera system framyfir svona örlítið stærra ljósop, sérstaklega þar sem Portrait tæknin hjá Apple lítur mjög vel út.

ZiRiuS skrifaði:...minna minni...

Það er löngu vitað að iOS þarf mun minna vinnsluminni en Android, án þess að vera eitthvað minna snappy.
Sama með batterísstærð. Betra optimization í iOS.



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2018
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 78
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf hfwf » Fös 22. Sep 2017 14:37

Djöfull tók þetta langan tíma að einhver nefni iPhone hér inni, bjóst við Guðjóni og er eiginlega shocked :)
En iPhonear eru orðnir svo mikið gimmicki, dó allt með Jobs, Android er framtíðin.




Orri
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf Orri » Fös 22. Sep 2017 14:59

Orri skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:...verri myndavél...

Hvað hefurðu fyrir þér í þessu?
Báðar myndavélar eru 12MP og með Optical Image Stabilization, á meðan S8 er með f/1.7 á meðan X er með f/1.8, sem er jú vissulega örlítið stærra ljósop. En ekki gleyma að iPhone X er líka með aðra 12MP telephoto myndavél, einnig með OIS.
Ég hugsa að ég myndi taka dual camera system framyfir svona örlítið stærra ljósop, sérstaklega þar sem Portrait tæknin hjá Apple lítur mjög vel út.

Þið afsakið double-post, en ég rakst einmitt rétt í þessu á gagnrýni DXOMark (trusted industry standard for camera and lens quality) á iPhone 8 Plus myndavélunum.
Þær fá ekki nema 94 í einkunn, sem er hæsta einkunn sem snjallsímamyndavél hefur fengið (S8 fékk 88 til samanburðar).

iPhone X er með betri útgáfu af þessu myndavélum, þar sem telephoto myndavélin er með OIS (ekki í iPhone 8 Plus), sem og stærra ljósop (f/2.4 í stað f/2.8).




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf asgeirbjarnason » Fös 22. Sep 2017 15:11

ZiRiuS skrifaði:Apple virðast alltaf takast að gefa út síma sem er ári á eftir tækninni, samt eru allir slefandi yfir þessu...


Veit ekki hvort er hægt að halda því fram. Það eru vissulega partar af speccunum í iPhone sem eru nánast alltaf á eftir Android símunum, en hinsvegar eru líka speccar þar sem Apple skagar frammúr. Örgjörvinn, GPU og SSD controllerinn í iPhone er oftast það besta sem markaðurinn býður uppá.

Í tilviki örgjörvans er hann vissulega oftast með færri kjarna og lægri ghz tölur en þeir Snapdragon og Exynos örgjörvar sem eru á markaðnum á sama tíma. Teoretískar GFLOP tölur fyrir A* örgjörvana frá Apple eru þó talsvert hærri. Samkvæmt hraðaprófunum hafa single-core tölurnar hjá Apple verið langt, langt fyrir framan samkeppnisaðilana síðustu 3-4 árin.

Það er lík saga með myndavélina í iPhone; speccarnir eru lægri en kemur álíka vel eða betur út í notkun. Apple voru fremstir í nokkur ár í perceptual prófum hjá dxomark og fleiri óháðum prófunarsíðum, hafa þó síðustu 1-2 árin verið framarlega en ekki fremstir. Akkurat núna eru iPhone 8 og 8+ fremstir hjá dxomark en það á örugglega eftir að breytast eftir rétt um mánuð þegar Google Pixel 2 kemur út.

Edit: Lagaði stafsetningarvillur og ljóta setningaskipan
Síðast breytt af asgeirbjarnason á Fös 22. Sep 2017 21:21, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 727
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 175
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf russi » Fös 22. Sep 2017 15:50

iOS er með einn kost fram yfir alla andriod síma. Þar er stýrikerfi hannað í kringum ihlutina, fyrir vikið er allt tip top þar. Allt optimizað saman og full nýtni.
Það er átæðan yfir því þessir símar eru yfirleit hraðari en andriod símar þó þeir hafi meira power af öllu. Þetta snýst ekki alltaf um GHz eða Core runk, svona svipað og Megapixla runkið sem átti sér stað hjá myndavélaframleiðendum fyrir nokkrum árum.

Android ertu með hundruðir framleiðenda sem nota mismunandi skjái, LTE modula og með alla íhluti. Þetta þarf að keyra saman og oft er það hálfgert kaos, en það fer sífelt batnandi og ekkert ólíklegt að ef það næst fullkomið jafnvægi þar á, þá gætum við verið að tala um allt aðra handleggi.

En ég tek undir með öðrum hér, er búin að prófa iOs, android, windows phone og meira til. iOS er bara gera þetta best, gott dæmi eru bara spjaldtölvur, andriod spjaldtölvur eiga því miður lítin séns í iPad.

Á endanum er allt það umhverfi sem hentar þér best sem þú velur, það vera með fordóma gagnvart Apple, Samsung eða öðru er óttalega undarlegt viðhorf. Sér lagi þegar ekki búið að prófa alla kosti í einhvern tíma.



Skjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf stefhauk » Fös 22. Sep 2017 18:06

GuðjónR skrifaði:Er hann úr solid gulli? :sleezyjoe

Þess virði eða ekki þess virði ... ég spurði sjálfan mig að þessu þegar ég keypti iPhone4s í desember 2011 á 136k.
Þar sem ég er ennþá að nota þann síma þá var hann "þess virði" fyrir mig. Ef iPoneX lifir í 6-8 ár þá er hann þess virði.
Ef hann er eins og bentphone6 lélegt build og ending þá er hann það ekki.


Búinn að eiga Iphone 6 síðan hann kom út í okt 2014 hér á landi og ekkert verið að honum og enginn beygla.

Væri hægt að segja það sama um iphone 4 sem ég átti líka í mörg ár og hann var úr gleri allann hringinn og fór hann óbrotinn í gegnum minn eiganda feril.

en að Iphone X hvort ég muni tíma kaupa mér Iphone X á einhvern 160 þúsund kr eða meira þegar hann fer á sölu hér veit ég ekki langar í hann en er líka mikið að pæla að fá mér Samsung Galaxy s8+ næst aðal pælingin hvort maður muni meika Android eftir að hafa verið með Iphone öll þessi ár.
En Iphone X er að skítlúkka viðurkenni það. :evillaugh



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1355
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf nidur » Fös 22. Sep 2017 18:40

Overpriced...

Og Android er það eina sem er hægt að roota og nota eins og maður vill.

En þegar hlutirnir snúast um einfaldleika en ekki nýtingu þá er iOS örugglega málið.



Skjámynd

peturthorra
vélbúnaðarpervert
Póstar: 916
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 66
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf peturthorra » Fös 22. Sep 2017 19:35

Er frekar langt frá því að líka vel við IOS eða aðra Apple tengdar vörur. En þetta tal um Android vs IOS er svipað og eftirfarandi:

Pepsi vs Coke
Man Utd vs Liverpool
Benz vs BMW

og margt fleira. Þetta er val hvers og eins einstaklings og síminn er þess virði sem borgað er fyrir hann og í þessu tilviki verður þessi upphæð borguð af milljónum manna.


Asus G14 - 2021 | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf GuðjónR » Fös 22. Sep 2017 19:45

iPhone X er fyrsti síminn sem ég gæti hugsað mér að kaupa síðan iPhone 4s
Er samt ekki viss um að ég tými því.




psteinn
Ofur-Nörd
Póstar: 247
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 19:09
Reputation: 5
Staðsetning: Suður póllinn
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf psteinn » Fös 22. Sep 2017 20:01

Ég skil ekki af hverju fólk er enþá að væla og skæla yfir því hvað speccarnir á iPhoneum eru lélegir. Það er eins og fólk hugsar ekki um annað og horfir algjörlega framhjá hvernig hugbúnaðurinn virkar með þessum "lélega vélbúnaði". Maður er farinn að hljóma eins og bilaður geisladiskur þegar maður er sífelt að segja fólki að iPhonearnir eru optimizeaðir í drasl, langt um meira en android mun nokkvurntíman getað dreymt um. Það er ástæða afhverju t.d. Snapchat virkar perfectly smooth á öllum iPhoneum en ekki andoid símum... ásamt öðrum öppum.

Annars finnst mér hann líta nokkuð vel út en það eru ákveðnir hlutir sem heilla mig ekki við iPhone X:
Cons:
1. Skjárinn er víst ekki nærrum því bjartur og oled skjárinn á t.d. note8.
2. Hef aldrei verið neitt hrifinn af þessu skrítna aspect ratio sem þarf að bæta við blackbars þegar horft er á video í fullscreen.
3. FaceID er stórt skref afturábak að mínu mati, sama hversu öruggt það er.
Pros:
1. Þetta body/screen ratio er geðveikt.
2. Wireless charging loksins komið. *slow clap*
3. Oled skjár.
4. Sick myndavél, ef að bitrate-ið er gott á 4k@60fps þá er það bylting í farsímaheiminum.
Svo er ég örugglega að gleyma eitthverju atm.

Að lokum er það samt fáránleg staðreynd að ef þú kaupir nýustu mbp og nýjasta iPhoneinn þarftu dongle til að connecta iPhoneinn við tölvuna... smh


Apple>Microsoft


rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf rbe » Fös 22. Sep 2017 21:38

hef aldrei átt iphone , þarf ekki dongle súpu á þetta núna líka ?
(veit ekkert um tengin á honum )

það er þá væntanlega viðbót við prísinn ?




GunnGunn
Fiktari
Póstar: 57
Skráði sig: Mið 26. Apr 2017 19:29
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf GunnGunn » Fös 22. Sep 2017 23:34

4k 60fps og 1080p 240fps er flott....annað er blehh og ekkert nema catch-up á aðra framleiðendur(sumt er alveg 4-5 árum eftirá)

Svo ætla þeir að sjálfsögðu að rukka 80usd+ fyrir spes charger og snúru til að virkja fast charging sem fylgir með hjá öllum öðrum....Greed is a shrewd mistress!


Ryzen 7 5800x3D - ASRock B450 Steel Legend - 16gb G.Skill Trident Z 3600mhz Cl16 - MSI 3070 Gaming X Trio 8bg /- Seasonic Focus Plus Platninum 750w - Be Quiet Pure Base 500FX - Asus Tuf Gaming VG34VQL1B 3440x1440 165hz


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf AntiTrust » Lau 23. Sep 2017 00:02

Overpriced? Veit ekki - örugglega. Alltof dýr fyrir síma, svo mikið er víst. Að því sögðu þá er ekki spurning um að ég mun fyrr eða síðar kaupa mér hann.

Fyrir fólk sem er að tala um lélegt hardware og lélagar/sup-bar myndavélar - Ég geri ekkert nema lesa review sem tala um að myndavélin í iPhone 8 sú besta sem þú færð í síma í dag - og myndavélin í X verður í það minnsta eins, ef ekki betri, og benchmarks sýna A11 chippið gjörsamlega éta upp alla núverandi síma.

Það eru til fullt af flottum Android símum í dag, verst bara að enginn þeirra keyrir iOS.




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf asgeirbjarnason » Lau 23. Sep 2017 00:32

GunnGunn skrifaði:....annað er blehh og ekkert nema catch-up á aðra framleiðendur(sumt er alveg 4-5 árum eftirá)


Dýptarmyndarvélin á framhliðinni, face-id og A11 SOCið er alls ekki catch-up en, já, get verið sammála að upplausnin, OLED skjárinn, QI hleðslan og bezel-lausa hönnuninn sé catch-up. Fyrir utan QI veit ég hinsvegar ekki hvort það er sanngjarnt að segja 4-5 ára catch-up.




skrattinn
Fiktari
Póstar: 62
Skráði sig: Lau 30. Maí 2009 01:07
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf skrattinn » Lau 23. Sep 2017 05:54




Skjámynd

olihar
spjallið.is
Póstar: 420
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 85
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf olihar » Lau 23. Sep 2017 08:58

Ég er með iPhone 6+ núna og held ég uppfæri í iPhone 8+, það er barasta svo margt sem heillar ekki í iPhone X, Bara það að geta ekki aflæst símanum nema stara á hann er algjört killer fyrir mig, Ég elska fingrafarascannan og geta bara tekið síman upp á aflæst. Ég get ekki ýmindað mér hversu leiðinlegt það verður að opna iPhone X þegar maður er úti að mynda í myrkrinu.



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3838
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf Tiger » Lau 23. Sep 2017 11:35

Þetta snýst ekki lengur um að vera fyrstur eftir að Apple setti standardin hvernig smartsímar ættu að vera, nú snýst þetta um að gera hlutina best og upplifunin sé sem best fyrir notandan.

Tökum t.d. face-id myndavélina í S8, Samsung sjálfir treysta henni og öryggisstöðlunum hennar ekki og því ekki hægt að nota hana fyrir Samsung Pay ofl öryggisatriði sem segir okkur líklega meira en þúsund orð um verklagið þar á bæ.

Overpriced or not, ég sel alltaf innan við árs gamla iPhone síma sem eru alltaf eins og nýir og því er kostnaðurinn á nýjum alveg réttlætanlegur fyrir raftæki sem ég nota LANG mest af öllum raftækjum heimilisins.


Mynd


psychstudent2
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fim 27. Júl 2017 15:35
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: iPhone X (10) ykkar skoðun

Pósturaf psychstudent2 » Lau 23. Sep 2017 12:20

Fyrsti snjallsíminn sem ég fékk mér var Iphone 4s árið 2012 sirka minnir mig að það var. Ég vildi aldrei annað en Iphone af einhverjum ástæðum þótt ég hefði aldrei prufað Samsung Galaxy áður. Ég fékk mér síðan samsung galaxy vegna þess að þeir voru mikið ódýrari og verð að segja að þeir eru meira user friendly að mér finnst. Iphone er meira læstur og svo eru components mikið dýrari og síminn er líka almennt viðkvæmari.