Bilaður skjár - DIY prójekt dauðans

Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 894
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Bilaður skjár - DIY prójekt dauðans

Pósturaf FriðrikH » Mið 21. Jún 2017 13:51

Nú tókst mér að mölbrjóta skjáinn á símanum mínum (LG G5).
Eftir að hafa haft samband við viss, sem bauð upp á viðgerð fyrir 45 þúsund krónur ákvað ég að fara þá leið að panta mér skjá á ebay, ca. 12 þúsund kall og skipta um hann sjálfur.

Það gekk flott og ég sá ekki betur en að nýji skjárinn væri alvega sambærilegur þeim eldri. Adam var þó ekki lengi í paradís, ég komst svo að því að "earpiece" hátalarinn virkaði ekki eftir þessa viðgerð hjá mér. Eftir 3 tilraunir til að koma honum aftur í samband fékk ég leiðbeiningar um hvernig átti að gera þetta rétt og það tókst svo á endanum (þá búinn að opna símann 5 sinnum allt í allt.)

Þegar hátalarinn var kominn í lag hafði mér greinilega tekist að fokka einhverju öðru upp og hálfur skjárinn var allur í snjó: https://drive.google.com/file/d/0B5C1OV ... sp=sharing

Það sést ekkert á skjáinn öðru megin (nema það sést á alla klukkuna þegar skjárinn sjálfur er slökktur), en samt virkar touchscreen báðu megin.

Áður en ég panta nýjan skjá, þá datt mér í hug að leita ráða, ætli þetta sé örugglega skjárinn sem er farinn eða gæti þetta verið tengt einhverju öðru, einhverjum tengjum eða e.t.v. móðurborðinu?




netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1007
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 78
Staða: Ótengdur

Re: Bilaður skjár - DIY prójekt dauðans

Pósturaf netkaffi » Lau 01. Júl 2017 23:50

lol