Auglýsing Símans í fréttablaðinu 1.apríl


Höfundur
rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Auglýsing Símans í fréttablaðinu 1.apríl

Pósturaf rbe » Lau 01. Apr 2017 17:39

Síminn er að auglýsa samsung s7 sem fermingargjöf í fréttablaðinu .
http://www.visir.is/paper/fbl/170401.pdf
blaðsíða 17.
Samsung S7 og Samsung S7 Edge.
Fullorðinssímar fyrir fermingarbörn.
Það sem Jósef hefði gefið Jesú.

"það sem Jósef hefði gefið Jésu" að setja þetta í auglýsing nær engri átt. mér finnst það fáránlegt.
Þeir eru eitthvað illa gefnir þarna hjá símanum ?
þeir skilja ekkert hvað kristni gengur út á ?
hvað jesús sagði og kenndi ?
þessi auglýsing varðar við guðlast.
ferming snýst heldur ekkert um gjafir ?
veit ekki í hvað gróðabrallli þetta fyrirtæki er ?

lágt var álit mitt á þeim áður en er núll núna.

by the way þá er ég ekki einhver fantískur kristninöttari ,
fer aldrei í kirkju , fer aldrei með bænir , les ekki biblíuna ,er ekki einu sinni í þjóðkirkjunni.
Síðast breytt af rbe á Lau 01. Apr 2017 18:22, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1822
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 179
Staða: Tengdur

Re: Auglýsing Símans í fréttablaðinu 1.apríl

Pósturaf Nariur » Lau 01. Apr 2017 17:44

Þú gerir ekkert annað en að vera með leiðindi hérna. Vertu úti.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

brain
vélbúnaðarpervert
Póstar: 976
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 134
Staða: Ótengdur

Re: Auglýsing Símans í fréttablaðinu 1.apríl

Pósturaf brain » Lau 01. Apr 2017 17:47

Veit nú ekki rbe.

Ganga ekki fermingar útá gjafirnar.... Löngu búðið að eyðileggja þær einsog jólin.



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2018
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 78
Staða: Ótengdur

Re: Auglýsing Símans í fréttablaðinu 1.apríl

Pósturaf hfwf » Lau 01. Apr 2017 17:47

Síðan hvenær á íslandi snýst ferming ekki um gjafir :)




Höfundur
rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Auglýsing Símans í fréttablaðinu 1.apríl

Pósturaf rbe » Lau 01. Apr 2017 17:55

ég fermdist allavega ekki vegna gjafana í den.
veit ekki með ykkur ?
ferming er trúarathöfn síðast þegar ég vissi. ekki til að fá haug af gjöfum ?

það sem jósef hefði gefið jésu ? að setja þetta í auglýsingu er svo mikið út i hött að það nær engri átt.
Síðast breytt af rbe á Lau 01. Apr 2017 18:20, breytt samtals 1 sinni.




linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Auglýsing Símans í fréttablaðinu 1.apríl

Pósturaf linenoise » Lau 01. Apr 2017 18:16

rbe skrifaði:ferming er trúarathöfn síðast þegar ég vissi

Ferming er reyndar frekar klassísk manndómsvígsla. Klædd upp sem trúarathöfn þegar hún er framkvæmd af kirkjunni. Fermingar siðmenntar eru ekki trúarathafnir.




agust1337
Gúrú
Póstar: 514
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 41
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Auglýsing Símans í fréttablaðinu 1.apríl

Pósturaf agust1337 » Lau 01. Apr 2017 18:42

rbe skrifaði:ég fermdist allavega ekki vegna gjafana í den.
veit ekki með ykkur ?
ferming er trúarathöfn síðast þegar ég vissi. ekki til að fá haug af gjöfum ?

það sem jósef hefði gefið jésu ? að setja þetta í auglýsingu er svo mikið út i hött að það nær engri átt.


Ég fermdist bara af því að, gjafir, peningar, etc. hef engan áhuga á trú :D


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.

Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2018
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 78
Staða: Ótengdur

Re: Auglýsing Símans í fréttablaðinu 1.apríl

Pósturaf hfwf » Lau 01. Apr 2017 18:47

Zkál RBE zkál :D



Skjámynd

Henjo
Gúrú
Póstar: 527
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 176
Staða: Ótengdur

Re: Auglýsing Símans í fréttablaðinu 1.apríl

Pósturaf Henjo » Lau 01. Apr 2017 18:48

Hmm fyrir mér var ferming pura útá gjafinna, sömuleiðis á flesta sem ég þekki.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Auglýsing Símans í fréttablaðinu 1.apríl

Pósturaf KermitTheFrog » Mið 05. Apr 2017 22:28

Ég fermdist bara af því að það voru allir að fermast, það var bara það sem maður gerði. Gjafirnar voru góður plús, en athöfnin og fræðslan gerði ekkert fyrir mig.

En þetta er náttúrlega algert rugl eins og þetta er í dag.



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Auglýsing Símans í fréttablaðinu 1.apríl

Pósturaf HalistaX » Mið 05. Apr 2017 22:33

KermitTheFrog skrifaði:Ég fermdist bara af því að það voru allir að fermast, það var bara það sem maður gerði. Gjafirnar voru góður plús, en athöfnin og fræðslan gerði ekkert fyrir mig.

En þetta er náttúrlega algert rugl eins og þetta er í dag.

Tek undir þetta! Vildi bara ekki vera sá eini sem fermdist ekki, það væri vandró(hefði verið á þeim tíma allavegna, og einhvern veginn hefði hinir krakkarnir snúið þessu í enn meira einelti á mig).

Fræðslan, maður.... ...er það ekkert djók eða? Shieeeet...

Prestarnir mínir þver neituðu að ferma eina stelpuna í bekknum mínum því hún hafði aldrei farið í fermingarfræðslu. Svo hún fór bara í bæinn og fann prest sem var aaalaveg sama hahaahaha...


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Auglýsing Símans í fréttablaðinu 1.apríl

Pósturaf Viktor » Fim 06. Apr 2017 01:21

Svo lengi sem þeir springa ekki...


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Auglýsing Símans í fréttablaðinu 1.apríl

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Fim 06. Apr 2017 08:58

Ég fermdist bara fyrir gjafirnar, trúði ekki á "guð" á þeim tíma og bað foreldra mína um borgaralega fermingu. Þeim þótti það hinsvegar ekki viðeigandi, ég ákvað að fermast til að missa ekki af öllum peningunum og gjöfunum, skráði mig svo úr þjóðkirkjunni þegar ég hafði aldur og vit til.



Skjámynd

Jón Ragnar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 978
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 182
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Auglýsing Símans í fréttablaðinu 1.apríl

Pósturaf Jón Ragnar » Fim 06. Apr 2017 10:22

rbe skrifaði:veit ekki í hvað gróðabrallli þetta fyrirtæki er ?




Hvaða fyrirtæki er EKKI í gróðabralli?!?! :face



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video


wicket
FanBoy
Póstar: 765
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Auglýsing Símans í fréttablaðinu 1.apríl

Pósturaf wicket » Fim 06. Apr 2017 10:37

Ég hafði ekki séð þessa auglýsingu fyrr en núna.

Mér finnst þetta fyndið hjá þeim. Þetta er bara tröllatuð.