Síða 1 af 2

Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Mán 13. Jan 2020 13:25
af Richter
Sælir.

Ég stefni fljótlega á Tölvunarfræðibraut í Háskóla, en áður en þangað er farið langar mig að vera búinn að fikta við þetta sjálfur og kynna mér þetta.

Ég er að vinna með Mac Book Pro 16" tölvuna nýju. Er einhver með skemmtilegt "guide" eða sem maður getur dembað sér í og fiktað og vita hvað maður þarf að hafa og svona? Óendanleg eru tungumálin og því erfitt að finna stað til að byrja á og góðar leiðbeiningar :)

Bestu þakkir annars bara :) :fly

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Mán 13. Jan 2020 13:38
af Hauxon
Ég myndi bara byrja á að skoða/kaupa efni inni á einhverjum vef eins og Udemy.com. Spurning líka hvað þú sérð fyrir þér að gera með forrituninni. Það er mjög praktískt að hafa gott vald á Javascript en hins vegar er það ekki sniðugast málið til að byrja á þar sem JS er frekar limiterað miðað við margt annað. Kynntu þér hvað er kennt í fyrsta áfánganum í HÍ og HR. Líklega er það Java frekar en C++. Python er líka mjög öflugt og skemmtilegt að vinna með. í fljotu bragði myndi ég ef eg væri að byrja núna byrja á Python og þegar ég væri kominn með fótfestu í því myndi eg fara að skoða JavaScript og vefforritun.

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Mán 13. Jan 2020 13:43
af ZiRiuS
HÍ er með java í fyrstu áföngunum og HR er með C++ og fara fljótlega í smá C# (síðast þegar ég vissi, gæti hafa breyst)

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Mán 13. Jan 2020 14:03
af Hjaltiatla
Sjálfur hefði ég valið að nota Ubuntu á lappanum og keyra Windows 10 VM á Libvirt QEMU KVM og nota VIRTIO drivera fyrir Windows.
Færð þá bestu mögulegu nix upplifunina og mun betri VM upplifun VS það að keyra sýndavél í Hyper-v eða Virtualbox.

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Mán 13. Jan 2020 14:28
af Hauxon
Fyrir byrjanda (og flesta) sem vill nota linux er alveg fínt bara að hafa Ubuntu í Virtalbox eða álíka. OP getur væntanlega gert flest í skelinni á makkanum sínum. Það er auðvelt að setja upp Ubuntu í Windows 10 núna með WLS (Windows Linux Subsystem). Næstum native og gerir vmware/virtualbox óþarft á vélinni.

https://docs.microsoft.com/en-us/window ... tall-win10

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Mán 13. Jan 2020 14:35
af Hjaltiatla
Hauxon skrifaði:Fyrir byrjanda (og flesta) sem vill nota linux er alveg fínt bara að hafa Ubuntu í Virtalbox eða álíka. OP getur væntanlega gert flest í skelinni á makkanum sínum. Það er auðvelt að setja upp Ubuntu í Windows 10 núna með WLS (Windows Linux Subsystem). Næstum native og gerir vmware/virtualbox óþarft á vélinni.

https://docs.microsoft.com/en-us/window ... tall-win10


Betra að snúa þessu við, Btw það er ekki nánast native upplifun að keyra VM í virtualbox (type2 hypervisor). Mun skynsamlegra að notast við KVM sem hefur aðgang að hardware-inu. Hef gert bæði og það er þvílíkur munur get ég sagt þér.
Edit: WSL er frekar takmarkað en er þó ágætt ef maður þarf að nota Windows 10

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Mán 13. Jan 2020 14:46
af Nariur
Fyrir verðandi tölvunarfræðinga myndi ég byrja á C++ sem startpunkti af því að það gefur góða innsýn í hvað tölvan er að gera, er gott í bæði imperative og object oriented forritun og syntaxinn og grunnþekking er mjög transferable í Java, C# og önnur algeng mál.
C++ er líka það sem er fyrst kennt í HR.
Þú ættir að geta fundið góðan online course eins og þennan https://www.udemy.com/course/beginning- ... ogramming/

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Mán 13. Jan 2020 15:29
af Hizzman
gætir byrjað með thonny. Það er python IDE sem er í boði fyrir mac m.a. Einfalt og aðgengilegt fyrir byrjendur. Svo er bara að fikta og gúgla. Grunni endinn semsagt!

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Mán 13. Jan 2020 16:47
af Hauxon
Hjaltiatla skrifaði:
Hauxon skrifaði:Fyrir byrjanda (og flesta) sem vill nota linux er alveg fínt bara að hafa Ubuntu í Virtalbox eða álíka. OP getur væntanlega gert flest í skelinni á makkanum sínum. Það er auðvelt að setja upp Ubuntu í Windows 10 núna með WLS (Windows Linux Subsystem). Næstum native og gerir vmware/virtualbox óþarft á vélinni.

https://docs.microsoft.com/en-us/window ... tall-win10


Betra að snúa þessu við, Btw það er ekki nánast native upplifun að keyra VM í virtualbox (type2 hypervisor). Mun skynsamlegra að notast við KVM sem hefur aðgang að hardware-inu. Hef gert bæði og það er þvílíkur munur get ég sagt þér.
Edit: WSL er frekar takmarkað en er þó ágætt ef maður þarf að nota Windows 10


Þú áttar þig á því að hann er að spá í að byrja að forrita. Þegar maður er að byrja er einfalt gott. Hvað er það t.d. sem byrjandi í forritun gæti ekki gert í Ubuntu server í WSL? (sem hann þarf reyndar ekki með mac)

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Mán 13. Jan 2020 17:11
af Hjaltiatla
Hauxon skrifaði:Þú áttar þig á því að hann er að spá í að byrja að forrita. Þegar maður er að byrja er einfalt gott. Hvað er það t.d. sem byrjandi í forritun gæti ekki gert í Ubuntu server í WSL? (sem hann þarf reyndar ekki með mac)

Akkúrat , ef ég væri á leiðinni í tölvunarfræði þá myndi ég vilja hafa aðgang að öllum helstu tólum án takmarkana.Þess vegna er mjög gott að hafa axlabönd og geta keyrt Windows 10 á sýndarvél ef maður lendir í að þurfa á einhverjum hugbúnað að halda sem krefst þess að keyra á Windows stýrikerfi. Ekki endilega að henta honum akkúrat núna þar sem hann er að nota Mac. Það er skemmtilegra að keyra containera á Linux , betri nýting á hardware að keyra sýndarvélar á Linux (KVM). það er smá flækjustig að gefa aðgang að SSH lyklum á WSL , einnig eru ekki öll tól í boði sem eru aðgengileg á hefðbundnum Linux stýrikerfum, einnig er ekki beint spennandi að hafa ekki aðgang að skrám á vélinni þegar maður er að vinna með WSL (Verndaður vinnustaður). Þú gætir verið að hugsa um hvað henti venjulegum notendum en ef aðili er á leiðinni í tölvunarfræði þá tel ég þetta einfaldlega heppilegra (sérstaklega ef þú ert að forrita og ert jafnvel að pæla í leyfismálum og open source lausnum).

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Mán 13. Jan 2020 17:19
af Sporður
Ef menn eru ekki búnir að skrifa sinn eigin Linux innan tveggja vikna eiga þeir ekki mikið erindi í Tölvunarfræði.

Svo er oft gott að fara í windows og eyða system32 skránni. Laga síðan tölvuna!

Bara einföld verkefni til að byrja með. :guy

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Mán 13. Jan 2020 19:15
af asgeirbjarnason
Þar sem þú ert með makka þá ertu nú þegar með forritunarmálið Python á vélinni þinni. Getur farið í Terminal forritið, slegið inn skipuna "python" og þá ertu kominn í það sem er kallað REPL skel fyrir Python; þ.e. forrit sem leyfir þér að keyra forritabúta í rauntíma.

Ég myndi síðan skoða til dæmis þessa bók: https://automatetheboringstuff.com. Þetta er bók sem byrjar alveg í grunninum en reynir að láta mann gera gagnlega hluti alveg frá byrjun í stað þess að gera þessi venjulegu "láttu notandann slá inn tvær tölur og leggðu þær síðan saman" forrit sem maður er látinn gera aftur og aftur á fyrstu önninni í tölvunarfræði.

Gætir líka skoðað þessa bók: https://learnpythonthehardway.org/python3/, en hún er ekki ókeypis á netinu eins og hin. Þarft að kaupa PDF eintak til að sjá meira en fyrstu 8 æfingarnar (eða, þú veist, piratebay). Hún er aðeins meira hardcore. Byrjar í grunninum eins og hin en fer miklu fyrr í flóknari tölvunarfræði þar sem þú þarft að pæla í hlutum eins og reiknanleika, version-control og kóðastrúktúrnum sjálfum.

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Mán 13. Jan 2020 19:57
af Nariur
asgeirbjarnason skrifaði:Þar sem þú ert með makka þá ertu nú þegar með forritunarmálið Python á vélinni þinni. Getur farið í Terminal forritið, slegið inn skipuna "python" og þá ertu kominn í það sem er kallað REPL skel fyrir Python; þ.e. forrit sem leyfir þér að keyra forritabúta í rauntíma.

Ég myndi síðan skoða til dæmis þessa bók: https://automatetheboringstuff.com. Þetta er bók sem byrjar alveg í grunninum en reynir að láta mann gera gagnlega hluti alveg frá byrjun í stað þess að gera þessi venjulegu "láttu notandann slá inn tvær tölur og leggðu þær síðan saman" forrit sem maður er látinn gera aftur og aftur á fyrstu önninni í tölvunarfræði.

Gætir líka skoðað þessa bók: https://learnpythonthehardway.org/python3/, en hún er ekki ókeypis á netinu eins og hin. Þarft að kaupa PDF eintak til að sjá meira en fyrstu 8 æfingarnar (eða, þú veist, piratebay). Hún er aðeins meira hardcore. Byrjar í grunninum eins og hin en fer miklu fyrr í flóknari tölvunarfræði þar sem þú þarft að pæla í hlutum eins og reiknanleika, version-control og kóðastrúktúrnum sjálfum.


Fyrir einhvern sem vill "læra að forrita" er python frábært mál til að byrja á, en fyrir verðandi tölvunarfræðinga mæli ég með C++ af ástðunum sem ég nefndi í síðasta commenti. Python er of high level að mínu mati. En ég mæli mjög sterklega með því að finna minna umdeilda bók en Learn Python the Hard Way. Höfundurinn er... asni.

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Mán 13. Jan 2020 21:38
af asgeirbjarnason
Nariur skrifaði:Fyrir einhvern sem vill "læra að forrita" er python frábært mál til að byrja á, en fyrir verðandi tölvunarfræðinga mæli ég með C++ af ástðunum sem ég nefndi í síðasta commenti. Python er of high level að mínu mati. En ég mæli mjög sterklega með því að finna minna umdeilda bók en Learn Python the Hard Way. Höfundurinn er... asni.


Eh. Ég er ósammála „henda í djúpu laugina“ dæminu sem fullt af fólki finnst rétta aðferðin þegar kemur að forritunarkennslu. Finnst þetta vera eins og að kenna málfræði áður en fólki er kennt að lesa. Fyrstu áfangarnir sem ég fór í á háskólaleveli voru í C++, en slatti af þeim sem hafði ekki fiktað sjálft í einfaldari málum sjálft strögglaði. Einmitt því þeim var hent í djúpu laugina. Veit þetta virkar vel fyrir suma, en virkar hörmulega fyrir aðra. Fannst fínt að það væri andsvar á þessum þræði við hardcore svarinu. Það er líka miklu, miklu leiðinlegra að setja upp C++ umhverfi en að byrja í Python. Dæmi sem sem hefur mjög lítið pedagógískt gildi þegar maður er að byrja.

Byrjunaráfangar MIT, einn af virtustu tölvunarfræðiskólum heims, er reyndar líka að mestu leyti byggðir á Python. Hérna er námsefnið úr einum þeirra: https://ocw.mit.edu/courses/electrical-engineering-and-computer-science/6-0001-introduction-to-computer-science-and-programming-in-python-fall-2016/

Hinsvegar er ég sammála því að Zed Shaw er soldið fífl.

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Mán 13. Jan 2020 23:32
af dori
Ég myndi finna einhverja bók á netinu (eða myndbönd, youtube/udemy eða slíkt virkar líka) og byrja bara. Nákvæmlega hvaða forritunarmál þú velur skiptir ekki öllu máli, ég myndi samt velja eitthvað þar sem þú getur unnið í því bara í ritli - ofur IDE er eitthvað sem ég myndi halda að þvælist bara fyrir.

Ekki detta í gryfjuna að horfa bara eða lesa bara. Þetta snýst um að gera og prófa og gera mistök og læra af þeim.

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Þri 14. Jan 2020 02:10
af Nariur
Ég vil meina að C++ sé ekki djúp laug þegar það kemur að byrjendaforritun. Vissulega örlítið erfiðara að komast inn í en t.d. Python en maður lærir svo rosalega mikið meira um hvernig tölvur virka á því að nota C++, ekki bara "forritun". Það setur mann svo mikið betur upp fyrir að læra tölvunarfræði. Þannig er það aðeins erfiðara, en þá er um að gera að fara bara aðeins hægar í gegn um efnið. Það er algerlega þess virði. Almennilegur skiningur á hlutum eins og stack/heap, memory allocation og pointerum er ómetanlegur. Þú færð það ekki í Python og það mun hjálpa mun meira en aðeins betri forritunargeta. Svo byrja skólarnir ekki á að kenna Python.

asgeirbjarnason skrifaði: Finnst þetta vera eins og að kenna málfræði áður en fólki er kennt að lesa.

Ég myndi frekar líkja því við að kenna lestur og málfræði samhliða.

Að setja upp fyrir C++ forritun á mac er mjög einfalt. Install XCode. Done.

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Þri 14. Jan 2020 02:49
af asgeirbjarnason
Nariur skrifaði:
asgeirbjarnason skrifaði: Finnst þetta vera eins og að kenna málfræði áður en fólki er kennt að lesa.


Ég myndi frekar líkja því við að kenna lestur og málfræði samhliða.


...sem væri einmitt hræðileg hugmynd.

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Þri 14. Jan 2020 14:58
af Nariur
...nei?

Maður bíður ekki þangað til að barn er farið að lesa á fullu áður en maður fer að kenna fallbeygingu.

Til að taka dæmið allt of langt.

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Þri 14. Jan 2020 15:07
af Hizzman
OP er hættur við og ætlar í smiðinn!

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Þri 14. Jan 2020 15:18
af NiveaForMen
Hizzman skrifaði:OP er hættur við og ætlar í smiðinn!


Mæli með að nota eingöngu skrúfur. Og að sjálfsögðu bara Torx, annað er fyrir guðleysingja.

Ef fólk vill nota nagla er því velkomið að lemja á puttana á sér fyrir mér.

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Þri 14. Jan 2020 17:03
af davidsb
ZiRiuS skrifaði:HÍ er með java í fyrstu áföngunum og HR er með C++ og fara fljótlega í smá C# (síðast þegar ég vissi, gæti hafa breyst)


HR er komið í Python fyrir sína grunn forritunaráfanga(Forritun og Gagnaskipan).

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Mán 20. Jan 2020 10:05
af Richter
Sælir! Þetta eru almennileg og geðveik svör sem ég var ekkert endilega að búast við enda tók það mig þetta langan tíma að svara!

Mig langar að þakka ykkur sjúklega fyrir góð innlegg, ég ætla byrja fikta í C++ og Python þar sem það er víst notað í HR núna!

Svo er eitt, hef rosalega mikið heyrt talað um GIT og önnur forrit. Einhver með létta og hnitmiðaða útskýringu á GIT til dæmis og notkun þess?

Enn og aftur allir, takk fyrir hjálpina. Þetta er nefnilega rosalega STÓR markaður af tungumálum og var nett erfitt að finna ákveðna leið til að byrja á til að koma mér af stað án þess að sjá eftir því að vera vinna að vitlausu tungumáli eða einhverju álíku.

Bkv
Richter

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Mán 20. Jan 2020 10:12
af Hjaltiatla
Richter skrifaði:Svo er eitt, hef rosalega mikið heyrt talað um GIT og önnur forrit. Einhver með létta og hnitmiðaða útskýringu á GIT til dæmis og notkun þess?



Þetta er ég að nota dags daglega (fínt til þess að byrja að nota Git án þess að flækja hlutina of mikið), Youtube ágætis source ef þú þarft að fá betra overview á hvað Git er að gera fyrir þig.

Kóði: Velja allt

#Stillir upp umhverfinu fyrir notandann Jón Jónson
Git config --global user.name “Jón Jónsson”
Git config – global user.email "jon@example.com"

#Setur upp .git í möppuna /home/jon/myscripts
git init “/home/jon/myscripts”

#Bætir við í git index-inn skránni test.txt (þarft að vera staðsettur í /home/jon/myscripts möppunni)
git add test.txt

#Sýnir hvaða breytingar hafa verið gerðar
git status

#Staðfestir breytingar sem hafa verið gerðar og bætir við commenti
git commit -m “initial commit”

#Sýnir log fyrir test.txt skránna
git log test.txt

# Til að skoða fyrri versionir af skrá/m
git show <Commit Hash>:file/path

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Þri 21. Jan 2020 11:26
af Richter
Svo er reyndar skemmtileg pæling, eru einhver skemmtileg íslenskt podcöst um tækni/tölvunafræði?

Og er einhver sem mælir með EDX kúrsunum á netinu?

Re: Hvernig er best að byrja að kóða/læra?

Sent: Þri 21. Jan 2020 12:08
af dori
Richter skrifaði:Svo er eitt, hef rosalega mikið heyrt talað um GIT og önnur forrit. Einhver með létta og hnitmiðaða útskýringu á GIT til dæmis og notkun þess?

Í mjög stuttu máli þá er þetta verkfæri sem heldur utan um breytingar á textaskrám (mjög mikið notað í hugbúnaðargerð) og er gríðarlega hjálplegt þegar margir eru að vinna að verkefni saman (samt mjög gagnlegt líka þegar maður er bara að vinna einn). Það nota (vonandi) allir vinnustaðir í dag eitthvað sambærilegt tól (git er líklega lang vinsælast en það er eru mörg önnur) þannig að það er um að gera að kynna sér hugmyndina og prófa sig áfram með að nota þetta sjálfur.

Það er facebook grúppa (með mjög lítilli virkni samt): https://www.facebook.com/groups/giticeland/