Thinclients / cloud hosting og Hvernig set ég upp vélbúnað og hugbúnað fyrir netkaffi?


Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1007
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 78
Staða: Ótengdur

Thinclients / cloud hosting og Hvernig set ég upp vélbúnað og hugbúnað fyrir netkaffi?

Pósturaf netkaffi » Sun 09. Sep 2018 18:52

Hvernig set ég upp netkaffi, þarf auðvitað vélbúnað og LAN, en hverju eru menn að mæla með? Er ekki að leita eftir svörum um að ég þurfi að stofna fyrirtæki, ég veit fullvel að ef ég ætla að reka þannig þá er það heilt batterí — en það er efni í annan þráð (en má alveg líka alveg ræða þannig, eða senda mér skiló ef menn eru með tips). Ég er í þessum þræði að spá í vél- og hugbúnaðarhliðinni. Ég hef mestan áhuga á að boota vélunum upp diskless frá img eða álíka, þannig að allar breytingar sem gerðar eru á hugbúnaði (að því gefnu að það sé svo sem hægt, yfirleitt læst) hverfi við hvert restart. Það er s.s. þannig að hver og ein vél á LAN bootar upp alveg sama pakkanum, stýrikerfi, forritum, og úrvali af leikjum og jafnvel netcafé front-end GUI hugbúnaði. Veit það er margt til, en hafa menn einhverja reynslu eða hugmyndir hérna?

Ef þið setjið googlið http://www.google.is/search?q=boot+netcafe þá getið þið séð video af svona þar sem menn eru að boota kannski fullum sal af vélum öllum á sama tíma og tekur bara smá stund og allar með sama set-upinu upp á hár og engin af þeim í salnum með SSD/HDD (s.s. diskless). Náttla svona í skólastofum líka. En fyrir þá sem hafa reynslu af svona með diskum, endilega kommentið líka, einhverstaðar verður maður að byrja.