Síða 1 af 1

Er hægt að kaupa/leigja Adobe Creative Cloud á Íslandi?

Sent: Mán 15. Jan 2018 00:27
af Danni V8
Ég er aðallega að spá í þessu því ég vil hafa Photoshop í tölvunni minni og geta alltaf nálgast það þegar mér vantar, en nenni ekki að standa í veseninu sem fylgir því að reyna að nota þetta frítt.

Ætlaði að panta ódýrustu leiðina á Adobe síðunni, sem er $9 á mánuði og maður fær bara Photoshop fyrir það, en það kemur villan að þetta er ekki í boði á Íslandi.

Er hægt að kaupa þetta einhvarstaðar á Íslandi fyrir svipaðan pening?

Re: Er hægt að kaupa/leigja Adobe Creative Cloud á Íslandi?

Sent: Mán 15. Jan 2018 00:41
af Tiger
Ég er búinn að vera með Photographer áskrift (PS og LR) hjá þeim á 9.99 núna síðan þetta byrjaði.

Búðu til nýjan aðgang hjá þeim, settu inn addressu í USA hjá vinni eða kunningja, hringdu í Valitor og fáðu þá til að setja þá addressu sem "secondary billing address" á kortið þitt. Þetta gerði ég og hefur gengið hikstalaust frá upphafi. Bætti við núna um daginn Muse áskrift, no problem.

Re: Er hægt að kaupa/leigja Adobe Creative Cloud á Íslandi?

Sent: Mán 15. Jan 2018 00:52
af Danni V8
Tiger skrifaði:Ég er búinn að vera með Photographer áskrift (PS og LR) hjá þeim á 9.99 núna síðan þetta byrjaði.

Búðu til nýjan aðgang hjá þeim, settu inn addressu í USA hjá vinni eða kunningja, hringdu í Valitor og fáðu þá til að setja þá addressu sem "secondary billing address" á kortið þitt. Þetta gerði ég og hefur gengið hikstalaust frá upphafi. Bætti við núna um daginn Muse áskrift, no problem.


Þetta er snilld. Takk fyrir þessar upplýsingar, ég á einmitt ættingja í USA sem ég get fengið að nota addressuna hjá. Prófa þetta.

Re: Er hægt að kaupa/leigja Adobe Creative Cloud á Íslandi?

Sent: Mán 15. Jan 2018 08:44
af Dropi
Tiger skrifaði:Ég er búinn að vera með Photographer áskrift (PS og LR) hjá þeim á 9.99 núna síðan þetta byrjaði.

Búðu til nýjan aðgang hjá þeim, settu inn addressu í USA hjá vinni eða kunningja, hringdu í Valitor og fáðu þá til að setja þá addressu sem "secondary billing address" á kortið þitt. Þetta gerði ég og hefur gengið hikstalaust frá upphafi. Bætti við núna um daginn Muse áskrift, no problem.


Sniðugt, ég var akkúrat að skoða þetta um daginn með áskriftina mína sem fer í gegnum OK en vil helst taka milliliða laust...

Re: Er hægt að kaupa/leigja Adobe Creative Cloud á Íslandi?

Sent: Þri 16. Jan 2018 01:42
af appel
Ég er akkúrat að skoða þetta sjálfur.

Hafði samband við þá og vildi fá að kaupa beint af þeim.
En nei, þeir benda á local aðila einsog Advania hér, eða "Hugbúnaðarsetrið", þar kostar þetta:

12 mánaða áskrift - stakur hugbúnaður.
Kr. 60.225 m. vsk
https://www.hugbunadarsetrid.is/cc-single-app-islandi
Eða $585,33 fyrir árið.

Þú getur keypt þetta á adobe.com fyrir $119,88 fyrir árið.

Ég bara skil ekki hví þeir fara í gegnum local aðila, ég hefði haldið að það væri mun flóknara ferli en að selja beint af sinni eigin verslun.


Er sáttur þá áfram með CS6 áfram, sem var keypt fyrir hvað 7 árum síðan á 70k eða svo, peningur í bankanum núna, best að týna ekki installernum.

Re: Er hægt að kaupa/leigja Adobe Creative Cloud á Íslandi?

Sent: Þri 16. Jan 2018 08:47
af kiddi
Þeir eru væntanlega að selja í gegnum þriðja aðila því þeir nenna ekki umstanginu sem felst í skattauppgjöri á Íslandi, og eins og vaninn er með íslenska heildsala þá hafa þeir alla tíð þurft að græða á tá á fingri á öllu sem þeir gera.

Það er lítið mál að leigja þetta beint frá Adobe, bara passa að stofna ekki íslenskt AdobeID (því það er ekki hægt að skipta um ríkisfang eftir á) og það má í raun notast við hvaða heimilisfang sem er, þarf ekki endilega að stemma við VISA kort, allavega veit ég um tilfelli þar sem það er ekki skráð auka heimilisfang, en viðkomandi fór reyndar í gegnum Kanada en ekki USA.

Re: Er hægt að kaupa/leigja Adobe Creative Cloud á Íslandi?

Sent: Þri 16. Jan 2018 09:44
af russi
kiddi skrifaði:Þeir eru væntanlega að selja í gegnum þriðja aðila því þeir nenna ekki umstanginu sem felst í skattauppgjöri á Íslandi, og eins og vaninn er með íslenska heildsala þá hafa þeir alla tíð þurft að græða á tá á fingri á öllu sem þeir gera.

Það er lítið mál að leigja þetta beint frá Adobe, bara passa að stofna ekki íslenskt AdobeID (því það er ekki hægt að skipta um ríkisfang eftir á) og það má í raun notast við hvaða heimilisfang sem er, þarf ekki endilega að stemma við VISA kort, allavega veit ég um tilfelli þar sem það er ekki skráð auka heimilisfang, en viðkomandi fór reyndar í gegnum Kanada en ekki USA.



Ég er allavega skráður á Yemenstreet eða eitthvað álíka og það bara virkar