Aðstoð með Word og PDF

Forrit og forritun.
Skjámynd

Höfundur
zedro
Stjórnandi
Póstar: 2734
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 107
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Aðstoð með Word og PDF

Pósturaf zedro » Mið 02. Ágú 2017 16:12

Góðann daginn Vaktarar.

Þannig er mál með vexti að ég er reglulega að sækja um flugstörf þar sem viðhengi þurfa ávalt að vera uppfærð.

Word spurningin:
Ég er með kynningarbréf sem inniheldur fjölda flugstunda. Bréfið er bæði á íslensku og ensku. Get ég verið með breytu (variable)
á forsíðunni sem ég get breytt og þá mun hún breytast á viðeigandi stöðum í íslensku og ensku útgáfunni? Mér gekk ekkert að
googla þetta.

PDF spurningin:
Ég þarf ávalt að senda reglulega inn myndir úr logbókinni minni, ásamt öðrum skýrteinum og skjölum. Stundum lendi ég í því að
logbókin á pdf komi inn í mismunandi stærðum í pdfinu sjálfu. Það er ein síðan kemur inn sem raunstærð þegar ég opna skjalið
en næsta síða er 1/4 af stærðinni (inni sömu pdf skránni). Gæðin eru samt eins ég þarf bara að "zooma" inn á seinni blaðsíðuna.
Hvaða stillingum þarf ég að breyta til að hafa hana í raunstærð. Er ég að klúðra einhverju í skönnuninni sjálfri eða vinnslunni?

Annað er stærðin. Stundum hef ég skannað skjöl á PDF og skjalið tekur bara nokkur 100Kb svo hef lent í að sömu skjöl eru 3-5Mb
Hefur einhver góða leið til að minnka stærðina án þess að tapa of mikið af gæðunum?

Með fyrirfram þökk,
Z


Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3387
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 513
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð með Word og PDF

Pósturaf Klemmi » Mið 02. Ágú 2017 16:44

Nota Word lítið, en svarar þetta Word spurningunni? :)

https://cybertext.wordpress.com/2011/01 ... -document/

Mæli þá líka með commentunum þarna fyrir neðan, s.s.
Natasha skrifaði:There is an even easier way to duplicate text in MS Word 2010: Insert -> Quick Parts -> Document Property -> Company.

Repeat this for every field you want to be duplicated. Now, whenever you change the text in one field, all of the other related fields will be automatically duplicated!

Don’t want it to say “Company” initially? No problem. Just type in another word like “Name” or whatever it is, and that will duplicate in the related fields, and will update automatically once new text is filled in.


www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Skjámynd

Höfundur
zedro
Stjórnandi
Póstar: 2734
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 107
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð með Word og PDF

Pósturaf zedro » Mið 02. Ágú 2017 22:16

Takk kærlega Klemmi! Einmitt það sem mig vantaði!


Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla