Vantar aðstoð með .is og Shopify

Forrit og forritun.

Höfundur
Conspiracy
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Þri 03. Sep 2013 13:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vantar aðstoð með .is og Shopify

Pósturaf Conspiracy » Mán 02. Jan 2017 22:22

Ég er aðeins að þreifa fyrir mér á Shopify en vantar aðstoð með að tengja .is lén við Shopify síðuna mína.

Ég á .is lén sem er keypt hjá ISNIC en næ ekki að tengja það við síðuna mína sem er hóstuð hjá Shopify.

Þetta er eflaust hrikalega einfalt og/eða algjör byrjenda mistök en einhverra vegna næ ég þessu ekki.

Er eitthvað sérstak sem ég þarf að gera? Þarf ég að tengja .is lénið við eitthvað annað áður en ég tengi við Shopify?

Öll ráð væru vel þegin,

Með fyrirfram þökk,
Samsærið!Skjámynd

Hjaltiatla
Of mikill frítími
Póstar: 1713
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 152
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með .is og Shopify

Pósturaf Hjaltiatla » Mán 02. Jan 2017 22:34

Ég gef mér það að að þú ert ekki búinn að tengja .is lénið við nafnaþjón , ef svo er þá er eflaust einfaldast að nýta sér Freedns netþjóninn hjá 1984
https://www.1984.is/product/freedns/

Annars eru upplýsingar inná Isnic síðunni um Uppsetningakröfur léna: https://www.isnic.is/is/domain/req


Just do IT


Höfundur
Conspiracy
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Þri 03. Sep 2013 13:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með .is og Shopify

Pósturaf Conspiracy » Þri 03. Jan 2017 08:51

Það var akkúrat það sem ég átti eftir að gera! Vissi að ég væri að gleyma einhverju.

Prófa þetta og sé hvernig þetta fer, takk.