Rent a Prent, prentský


Höfundur
kepler
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Fös 01. Jan 2010 06:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Rent a Prent, prentský

Pósturaf kepler » Sun 25. Des 2016 17:17

Sælir.

Vonandi er þetta rétti staður fyrir málefnið. Nú hefur vinnustaður minn tekið í notkun 'rent a prent' frá Nýherja. Þannig að öll prentun fer fram gegnum nokkurs konar ský. Þetta á að einfalda margt og er bent á marga kosti þess. Hitt hef ég þó ekkert hugmynd um, t.d. er hvergi neitt að finna varðandi öryggismál, hvernig þetta er útfært, t.d. dulkóðun, og geta stjórnendur t.d. nálgast og skoðað allt sem prentað er? Er þetta lokað/opið gagnakerfi? Finn ekkert í kynningarbæklingi um þessi mál: http://www.nyherji.is/servlet/file/stor ... 3%A1fa.pdf

Ef menn eru að innleiða nýjir lausnir á vinnustað er þá ekki eðlilegt að fræða menn um það hvort gögn eru sýnileg, það er allt sem menn senda í prentun? Enn og aftur er ekki að fullyrða neitt, enda litlar upplýsingar fengið um þessa lausn.