Forrita semi auto skýrslu skrifara

Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Forrita semi auto skýrslu skrifara

Pósturaf odinnn » Mið 06. Jan 2016 16:42

Sælir/Sælar, ég er að leita eftir forritunarmáli til að búa til "auðvelt" gluggaforrit sem á að skila útúr sér texta eftir því hvað er valið og sett inn í gluggaforritið.

Ég er sem sagt að fara að byrja á lokaverkefni í háskóla og stend frammi fyrir því að þurfa að skila þónokkrum fundarskýrslum og hef verið að spá í því hvernig ég geti gert það auðvelt en samt flott og með jafnri útkomu. Ég skipti yfir í að nota LaTeX í ár eftir að hafa hatað Word síðan ég kynntist því, og þar sem LaTeX er tæknilega bara forritun á texta þá datt mér í hug að hægt væri að setja saman eitthvað "létt" forrit með nokkrum tökkum og svæðum til að skrifa texta inn í til að sem síðan skilar frá sér LaTeX kóða sem hægt er að keyra út í gegnum einhvern editor.

Hugmyndin er að hafa þetta einfalt svo að hinir sem eru með mér í verkefninu geti auðveldlega notað þetta án þess að kunna á LaTeX en muni samt alltaf gefa okkur skýrslu sem mun alltaf hafa sama yfirbragðið. Öll LaTeX forritunin myndi þá vera gerð fyrirfram og geymt einhverstaðar og þarf ekki að sjást. Forritið muni síðan hafa hak/dropdown-valmöguleika til að velja hver sé fundarstjóri og ritari, svæði til að skrifa inn punkt sem er umræðuefni fyrri fundar og takka til að bæta við fleiri punktum (gaman væri ef hægt væri að vista umræðupunkta hvers fundar til að hlaða inn hérna en það er langt í frá nauðsynlegt) og svo það sama og fyrir umræðupunkta fyrri fundar nema bara umræðu efni þessa fundar ásamt plássi til að skrifa inn betri skýringu á hverjum punkt. Allur texti sem yrði settur inní þetta gluggaforrit yrði bara bara venjulegur texti sem forritið sæi síðan um að umbreyta/staðsetja inn í LaTeX kóðann með réttum viðbótar kóða til að fá þetta til að virka (breyta ekki enskum stöfum í réttar skilgreiningar fyrir þá og setja upp rétt /section, /itemize og svoleiðis).

Ég er semsagt aðalega að leita að smá hjálp/leiðbeiningu við að velja forritunarmál til að reyna að búa þetta til í. Ég hef enga rosalega reynslu í að forrita en er góður í að redda mér ef ég er kominn í gang. Hef forritað eitthvað í C++/Arduino og svo Python en er opinn fyrir hverju sem er (nema Java, effin hata Java) og horfi á þetta sem gott tækifæri í að verða betri í að forrita.

Ég vona að þetta hafi ekki verið óskiljanlegt... Óðinn


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Forrita semi auto skýrslu skrifara

Pósturaf dori » Mið 06. Jan 2016 16:58

Nema þetta sé eitthvað gríðarlegt magn af skýrslum sem þú þarft að skrifa þá myndi ég hafa í huga að þetta mun ekki "spara tíma" (sem er oft allt í lagi ef þetta er hobbí).

Fyrir Python gætirðu gert þetta með wxPython eða Tkinter. Svo gæti þetta líka alveg verið á vefsíðu. enda upp einhverju basic data entry dóti með Django/Flask og svo bara kalla í LaTeX til að exporta sem PDF og leyft að downloada því. Getur hýst það á Heroku og þá þarftu ekki að láta fólk setja upp eitthvað forrit hjá sér fyrir þetta.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Tengdur

Re: Forrita semi auto skýrslu skrifara

Pósturaf Klemmi » Mið 06. Jan 2016 17:12

Skoooo...

Auðvitað geturðu búið til forrit ef þér þykir gaman að grúska í þessu.

Hins vegar geturðu einnig búið til eina LaTeX skrá sem heldur utan um sniðmátið og svo aðra skrá sem inniheldur einfaldlega textann sem þið ætlið að setja inn, s.s. í einfaldri mynd gæti það verið inngangur.txt (eða hvaða önnur skráarending sem þið viljið), meginmal.txt, lokaord.txt o.s.frv. og notað \input{filename} (reyndar frekar hugsað fyrir macro skipanir ofl.) eða \include*{} sem fæst með newclude pakkanum í LaTeX :)

Annars geturðu einnig skoðað WYSIWYG LaTeX editoar eins og BaKoMa: http://www.bakoma-tex.com/

Ef þú vilt þó búa til þitt eigið gluggaforrit þá óska ég þér góðs gengis :D Fyrir þetta verkefni myndi ég þó líklega mæla frekar með því að gera vefsíðu heldur en gluggaforrit. Ekki er það einungis að mínu mati praktískari reynsla og þjálfun, heldur hefur það einnig þá kosti að þú þarft ekki að "þvinga" samnemendur þína til að sækja og opna forrit frá þér. Auk þess er þá einfaldara fyrir þig að láta þau smella á vista, og vista þá afraksturinn beint á svæði hjá þér, svo þau þurfi ekki að senda þér skránna eftir að þau fylla út skýrsluna ;)



Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Forrita semi auto skýrslu skrifara

Pósturaf odinnn » Mið 06. Jan 2016 17:38

Þakka ykkur fyrir svörin.

Ég vissi svo sem að þetta myndi ekki spara mér neinn tíma, hugsunin var meira um að læra aðeins meiri forritun og geta sett eitthvað upp sem hinir gætu auðveldlega notað.

Bæði hugmyndirnar með henda þessu saman í heimasíðuformi og einfaldlega deila þessu upp í fleiri hluta í LaTeXinu. Heimasíða er líklega besti kosturinn eins og þið segið þar sem maður sleppur við að láta hina setja upp forrit í sínum tölvum og gæti verið auðveldlega aðgengilegt hvar sem er ef ég hleypi servernum mínum út á netið eða nota fría/ódýra þjónustu einhverstaðar. Einhverjar hugmyndir hvaða mál ég ætti að nota fyrir heimasíðu, Django/Flask var nefnt en eitthvað fleira? Hef reyndar aldrei skoðað neitt með heimasíðuforritun síðan ég lærði smá html í grunnskóla á sínum tíma...


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Tengdur

Re: Forrita semi auto skýrslu skrifara

Pósturaf Klemmi » Mið 06. Jan 2016 17:45

Tel einfaldast að byrja í javaScript og auðvitað HTML, þar sem þar þarftu ekki að setja neitt upp heldur getur byrjað beint að forrita. Þá er best að setja upp einhvern þægilegan text editor, s.s. Sublime eða Brackets (sem býður natively upp á að sjá niðurstöðuna í real time meðan þú forritar). Svo geturðu auðvitað farið út í einhvern fullkomnari IDE :)

Myndi byrja á því að googla hvort einhver annar hafi ekki verið í svipuðum pælingum og athuga hvað þú finnur til að aðstoða þig við þetta.



Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Forrita semi auto skýrslu skrifara

Pósturaf odinnn » Mið 06. Jan 2016 17:59

Hef notað Sublime til að forrita fyrir Arduino og fannst það mjög þægilegt. Er búinn að vera að reyna að googla þetta en hef ekki hitt á neitt, kannski ekki sá besti í að googla eitthvað forritunartengt.


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

kusi
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Forrita semi auto skýrslu skrifara

Pósturaf kusi » Mið 06. Jan 2016 18:48

Það sem mér datt fyrst í hug var að nota R, Knitr og LaTeX sem er mjög gott að nota til að útbúa sjálfvirkar skýrslur (reproducible researc) en sá svo að þú varst að biðja um eitthvað til að auðvelda minna tæknisinnuðu fólki að vinna með þér í LaTeX.

Þú gætir sett LaTeX sniðmátið þitt upp í LyX en þá færðu viðmót sem ætti að vera einfalt fyrir flesta. Velur úr dropdowni stýlinn eða reitinn sem þú vilt fylla út í. Sjáðu t.d. hvernig bréfasniðmátin virka. Það má vera að það sé til sniðmát fyrir það sem þú ætlar þér að gera. Það er samt ekkert augljóst hvernig maður býr til template í LyX, hjálpin virðist miðast við það að maður kunni það fyrirfram. Best er að skoða bara önnur sniðmát og sjá hvernig hlutirnir eru gerðir þar.

Ef þú ert meira að hugsa um collaborative LaTeX þá eru t.d.
https://www.sharelatex.com/
https://www.overleaf.com/

Annars ætti það að vera tiltölulega einfalt í flestum forritunarmálum að gera forrit fyrir þetta eins og þú ert að hugsa. Ég myndi líklega nota Vala eða C# m. Mono (er á Linux) því mér finnst sá syntax vera þægilegur eða PHP ef þetta ætti að vera web based. Ég deili andúð þinni á Java.