Vantar aðstoð --> dot net tengt.


Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Vantar aðstoð --> dot net tengt.

Pósturaf Garri » Fös 24. Maí 2013 11:41

Sælir

Er með hugmynd sem mig langar að þróa. Vantar bara þekkingu á innviðum dot net.

Lýsing: Skráningarkerfi sem er keyrt lókal. Tekur við upplýsingum á fleiri en einn vegu, sumt af upplýsingunum kemur innan lókal nets, annað í gegnum vefinn. Kerfið mun uppfæra upplýsingar inn á síðu. Þessi síða þarf að uppfærast sjálfkrafa þannig að allir notendur síðunar sjái framganginn.

Dæmi: Notendur A,B og C eru tengdir þessari síðu. Skráningarvél númer 1 er líka tengd henni (í gegnum ftp) Nú verður breyting þannig að skráningarvélin sendir nýjar upplýsingar á síðuna. Umleið á sér sjálfvirkt stað uppfærsla á síðu notenda A,B og C

Nánari lýsing: Lókal kerfið mun senda inn á vef-þjón, html- stubba en bara þegar breytingar hafa átt sér stað í lókal grunninum. Vefsíðan notar þessa html-stubba í sinni síðu en þarf að láta síður viðkomandi uppfærast.

Auðvitað er hægt að notast við einskonar timer, það er, láta síðuna uppfærast á föstu tímavali í ramma. Skjárinn eða hluti hans mundi þá blikka þegar síðan uppfærist en gallinn við þá lausn er að slíkt mundi eiga sér stað án þess endilega að ný gögn hafi verið uppfærð.

Önnur leið sem mér hugnast meir er að láta síðuna halda utan um hvern notanda í sessions en aðeins á ákveðnum síðum eða römmum. Þannig þarf vefsíðan að geta geymt hver sé tengdur og eða virkur. Síðan þarf síðan að hafa stubb (í php eða öðru dot net) sem skráningarkerfið getur ræst. Sá stubbur sendir (broadcast) uppfærslu-beiðni á clientana.

Málið er að ég er ekki nógu kunnugur dot net til að átta mig á því hvort þetta sé hægt yfirhöfuð. Það er, senda eða broadcasta síðum eða skilaboðum til vafra á clientum án þess að þeir kalli eftir slíku sjálfir í gegnum sína síðu og session.

Svo ég summi þetta aðeins upp. Ég er að spyrja að því hvort vefþjónn geti sent tengdum notendum beiðni um uppfærslu á síðu (refresh) og eða bara sent beint á client síðuna.

Endilega spyrjið ef þið skiljið mig ekki.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð --> dot net tengt.

Pósturaf tlord » Fös 24. Maí 2013 11:52

síðan þarf ekkert að blikka,
ef þú notar timer og
innerHTML



Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1680
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð --> dot net tengt.

Pósturaf Stutturdreki » Fös 24. Maí 2013 11:58

Eh.. sko.. ertu að tala um dreift kerfi (local kerfi á mörgum útstöðvum sem syncar sig saman) eða vef kerfi (miðlægt kerfi sem margar útstöðvar hafa aðgang að)?

En varðandi að láta .net síður uppfærast sjálfkrafa (án user interaction) er held ég málið að nota update panel með timer-trigger.




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð --> dot net tengt.

Pósturaf Garri » Fös 24. Maí 2013 12:08

Hugmyndin var að notast við ehmmm... blikkið. Það væri þá leið til að láta notendur vita að eitthvað nýtt hafi átt sér stað. Auðvitað má líka notast við hljóð og sleppa blikkinu sem mér prívat og persónulega líkar ekki við.. og hef ekki alveg frá því á dögum 1980+

Ímyndið ykkur til dæmis að þið séuð með einskonar verðbréfavakt. Þið eruð með þrjá til fjóra skjái og eruð á mörgum síðum. Nú breytast upplýsingar á síðunum eftir því hvort einhverjir séu að selja, bjóða eða kaupa hlutabréf. Auðvitað gætu síðurnar verið með sér glugga fyrir nýjustu upplýsingar ásamt tíma. Verið með stellar endurvakningu með innerHtml, en langflottast væri að skjárinn léti vita að nýjar upplýsingar væru komnar, til dæmis með blikki.

Spurningin er, er þetta hægt?

Að vefþjónn geti það sem kallað er á ensku, "broadcast" síðu til notenda?




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð --> dot net tengt.

Pósturaf Garri » Fös 24. Maí 2013 12:09

Stutturdreki skrifaði:Eh.. sko.. ertu að tala um dreift kerfi (local kerfi á mörgum útstöðvum sem syncar sig saman) eða vef kerfi (miðlægt kerfi sem margar útstöðvar hafa aðgang að)?

En varðandi að láta .net síður uppfærast sjálfkrafa (án user interaction) er held ég málið að nota update panel með timer-trigger.

Bæði. Local kerfið sem fæðir vefsíðuna gæti verið keyrt á mörgum útstöðvum. Það er ekkert mál.

Þegar local kerfið þarf að uppfæra síðuna, þá vill ég geta útbúið einkonar "trigger" þannig að vef-þjónninn sendi "refresh" til allra notenda síðunar.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð --> dot net tengt.

Pósturaf tlord » Fös 24. Maí 2013 12:15

vefsíðan þarf að polla, en þú getur notað js til að búa til hvaða effekt sem er.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð --> dot net tengt.

Pósturaf dori » Fös 24. Maí 2013 12:17

Þetta er mjög mikið gert í dag. Það eru alls konar aðferðir, bæði pull og push.

Þú ættir að skoða websockets ef þú vilt rúlla þessu sjálfur. Gallinn við það er að þá þarftu (hugsanlega) að hafa backup fyrir vafra sem styðja það ekki.

Ég myndi nota Pusher, það er hýst þjónusta sem virkar rosalega vel og leyfir þér að segja bara í javascript síðunnar að það eigi að gera eitthvað. T.d.

Kóði: Velja allt

var channel = pusher.subscribe('my-channel');
channel.bind('my-event', function(data) {
  $("#shit-to-update").html(data.message);
});


Svo geturðu bara gert hvað sem þú getur gert með javascript með þeim gögnum sem þú sendir á channelin þín. Það er hægt að pusha gögnum á þau bæði úr vafra með javascript (takmarkað) og svo með hvaða forritunarmáli sem er sem getur sent http beiðnir.



Skjámynd

rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð --> dot net tengt.

Pósturaf rango » Fös 24. Maí 2013 12:18

Getur skoðað websockets, Annars bara "ping" á síðu.

Með ping.
T.d. Notendur A,B og C biðja reglulega um "status" eða "Is New Content" "False" ef ekki enn Json ef "True"

Getur útfært þetta mjög auðveldlega í javascript með KnockoutJS. Þá þegar nýtt json kemur þá breytist allt á síðunni til að matcha.

Skráningarvél 1,2,3 etc. myndi þá uppfæra í gegnum einhverskonar API.
S1 uppfærir X gögn í gagnagrunn og þá byrjar "Is New Content" að skila Json og svo false.

http://knockoutjs.com/


dori skrifaði:Ég myndi nota Pusher.


Þarna verð ég að vera ósammála þér, Pusher er hýst þjónusta og það eru pros og cons auðvitað. Ég er með pusher reikning og þetta virkar mjög vel.
Enn þú gefur af þér slatta control með því að nota þetta, T.d. hvað ef þetta er kerfi sem á að vera notað í lokuðu umhverfi?
Svo er þetta extra round-trip út til BNA :)
Síðast breytt af rango á Fös 24. Maí 2013 12:24, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð --> dot net tengt.

Pósturaf Garri » Fös 24. Maí 2013 12:19

tlord skrifaði:vefsíðan þarf að polla, en þú getur notað js til að búa til hvaða effekt sem er.

Grunaði það.

Hélt bara að það væri hægt að geyma "pakkann" (in sessions) sem vefþjónninn tekur við vöfrum frá notendum og endursenda hann í raun.

Pakkinn er þá að sjálfsögðu allt sem þarf til að senda síðu til client, væntanlega external og internal ip-tala, port osfv.




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð --> dot net tengt.

Pósturaf Garri » Fös 24. Maí 2013 12:20

rango skrifaði:Getur skoðað websockets, Annars bara "ping" á síðu.

Með ping.
T.d. Notendur A,B og C biðja reglulega um "status" eða "Is New Content" "False" ef ekki enn Json ef "True"

Getur útfært þetta mjög auðveldlega í javascript með KnockoutJS. Þá þegar nýtt json kemur þá breytist allt á síðunni til að matcha.

Skráningarvél 1,2,3 etc. myndi þá uppfæra í gegnum einhverskonar API.
S1 uppfærir X gögn í gagnagrunn og þá byrjar "Is New Content" að skila Json og svo false.

http://knockoutjs.com/

Takk fyrir þetta.. sýnist í fljótu þetta vera mjög framkvæmanleg leið.




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð --> dot net tengt.

Pósturaf Garri » Fös 24. Maí 2013 12:24

dori skrifaði:Þetta er mjög mikið gert í dag. Það eru alls konar aðferðir, bæði pull og push.

Þú ættir að skoða websockets ef þú vilt rúlla þessu sjálfur. Gallinn við það er að þá þarftu (hugsanlega) að hafa backup fyrir vafra sem styðja það ekki.

Ég myndi nota Pusher, það er hýst þjónusta sem virkar rosalega vel og leyfir þér að segja bara í javascript síðunnar að það eigi að gera eitthvað. T.d.

Kóði: Velja allt

var channel = pusher.subscribe('my-channel');
channel.bind('my-event', function(data) {
  $("#shit-to-update").html(data.message);
});


Svo geturðu bara gert hvað sem þú getur gert með javascript með þeim gögnum sem þú sendir á channelin þín. Það er hægt að pusha gögnum á þau bæði úr vafra með javascript (takmarkað) og svo með hvaða forritunarmáli sem er sem getur sent http beiðnir.

Takk fyrir þetta.

Hafði einmitt hugsað mér að triggera http beiðni með lókal kerfinu (SendHtml). Sýnist ég vera kominn með nóg til að koma mér af stað í þessu.



Skjámynd

rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð --> dot net tengt.

Pósturaf rango » Fös 24. Maí 2013 12:29

Garri skrifaði:Takk fyrir þetta.. sýnist í fljótu þetta vera mjög framkvæmanleg leið.


Ef þú villt prufa einhvað flippað og nýtt, Þá er node.js bezt* í realtime. :guy

T.d. sockjs með node.js, Svo app.js til að fá þetta sem "desktop" forrit

Annars er þetta bara mín skoðun, Ég myndi aldrei treysta mér í að gera þetta svona ef þetta er "Profesional" vinna.




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð --> dot net tengt.

Pósturaf Garri » Fös 24. Maí 2013 12:41

rango skrifaði:
Garri skrifaði:Takk fyrir þetta.. sýnist í fljótu þetta vera mjög framkvæmanleg leið.


Ef þú villt prufa einhvað flippað og nýtt, Þá er node.js bezt* í realtime. :guy

T.d. sockjs með node.js, Svo app.js til að fá þetta sem "desktop" forrit

Annars er þetta bara mín skoðun, Ég myndi aldrei treysta mér í að gera þetta svona ef þetta er "Profesional" vinna.

Þetta þarf að vera skothelt. En, þetta er samt ekkert verðbréfa- eða fjármálatengt. Þannig lagað ekki svo alvarlegt og auðvitað væri svo hægt að hafa tvennskonar kerfi, það er, bæði sjálfvirkt pull með timer og svo einkonar push kerfi.

Kostirnir yrðu þá að þetta mundi virka á öllum vöfrum.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð --> dot net tengt.

Pósturaf dori » Fös 24. Maí 2013 14:50

*hint* Pusher.com notar websockets en er með backup að nota flash eða http transports (sjá http://pusher.com/docs/device_compatibility)

Það er búið að leysa þetta vandamál nógu vel fyrir flesta. Ég myndi einbeita mér að þeim fítusum sem þú ert að reyna að búa til frekar en að eyða tíma í að nudda einhverjum vöfrum alveg rétt svo að þetta virki þar.