Gmail framsendir sumt, annað ekki


Höfundur
semper
has spoken...
Póstar: 182
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:17
Reputation: 15
Staðsetning: Hafnarfjörður - Bangkok
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Gmail framsendir sumt, annað ekki

Pósturaf semper » Mið 08. Maí 2013 23:49

Ég var með google mail í vinnunni minni, sem vinnuveitandi minn var stjórnandi að (Google apps). Nú hætti ég í vinnunni og setti framsendingu pósts á annað netfang. Fyrsta daginn kom allt í gegn eins og átti að vera. Svo hættu sendingar að berast (gerði test). Síðan byrjaði sumt að koma til mín með "via" merkingu, en ekki test sem ég sendi sjálfur. Hef fyrri vinnuveitanda grunaðann um að "skreena" póstinn minn. Hvað finnst ykkur líklegt?


Bankinn er ekki vinur þinn

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5487
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1012
Staða: Ótengdur

Re: Gmail framsendir sumt, annað ekki

Pósturaf appel » Mið 08. Maí 2013 23:59

Mér finnst líklegt að það sé vitleysa að nota vinnupóstinn sem einkapóst.

Vinnupóstur á að vera þannig að þú getur gengið í burtu frá honum án þess að pæla í honum, t.d. ef þú ákveður að hætta eða ert rekinn. Vinnupóstföngin mín hafa verið ótal mörg, en ég hef alltaf verið með eitt persónulegt tölvupóstfang sem enginn getur séð eða stjórnað nema ég. Ekkert er verra en að frændi þinn í útlöndum er enn að senda á eitthvað vinnupóstfang sem þú varst með fyrir 5 árum og tveimur fyrirtækjum síðan.

gmail er ókeypis, nýtið ykkur það... omg. Hví að setja sig í svona stöðu, að annar geti "screenað" einkapóstinn þinn?


*-*

Skjámynd

vesi
/dev/null
Póstar: 1464
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 121
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Gmail framsendir sumt, annað ekki

Pósturaf vesi » Fim 09. Maí 2013 00:04

Burt séð frá því hvað maður ætti og ætti ekki að gera,, féll ekki dómur um daginn þar sem vinnuveitandi var dæmdur fyrir að skoða vinnupóst starfsmans,, man ekki hvort hann hafi verið að hætta eða átti að fara reka hann .


MCTS Nov´12
Asus eeePc


Höfundur
semper
has spoken...
Póstar: 182
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:17
Reputation: 15
Staðsetning: Hafnarfjörður - Bangkok
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gmail framsendir sumt, annað ekki

Pósturaf semper » Fim 09. Maí 2013 00:14

Ég er að biðja um greiningu á stöðunni útfrá minni lýsingu. Er vinnuveitandinn minn að skreena póstinn eða getur einhver önnur ástæða verið að sumt kemur í gegn og annað ekki? Svo læri ég af mistökunum og kæri etv.


Bankinn er ekki vinur þinn


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Gmail framsendir sumt, annað ekki

Pósturaf AntiTrust » Fim 09. Maí 2013 02:13

Það getur auðvitað verið að það sé kominn filter á ákveðinn póst sem er að berast á vinnupóstinn/lénið og hann sé sigtaður út, og því ekki áframsendur. Ekkert athugavert við það í rauninni og lítið sem þú getur kvartað þar undan þar sem tölvupóstfangið og pósthólfið er eign fyrirtækisins.

Skv. 1. mgr. 9. gr. reglna nr. 837/2006 um rafræna vöktun má þó ekki skoða eða fara inn á pósthólf starfsmanna nema um brýna nauðsyn sé að ræða, og þá skal starfsmaður látinn vita og gefinn kostur á því að vera viðstaddur. Hvort því sé eins háttað með fyrrverandi starfsmenn þori ég bara ekki að segja.

En svo er það auðvitað annað mál út af fyrir sig þetta nýja siðblindutrend, og því segi ég eins aðrir hérna, aldrei að nota vinnupóst fyrir einkapósta af neinu tagi.