Íslendingaapp

Skjámynd

Höfundur
C2H5OH
Ofur-Nörd
Póstar: 269
Skráði sig: Mið 08. Des 2010 14:30
Reputation: 24
Staðsetning: Rannsóknarstofan
Staða: Ótengdur

Íslendingaapp

Pósturaf C2H5OH » Fös 15. Mar 2013 15:28

Það hljóta að vera einhverjir hérna sem ætla að taka þátt :) 1.000.000 kr í verðlaun

http://www.islendingaapp.is/

vildi bara benda ykkur á ef þið vissuð ekki af þessu.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Íslendingaapp

Pósturaf dori » Fös 15. Mar 2013 15:36

Eh...

Reglurnar skrifaði:Afsal réttinda
Íslensk erfðagreining ákilur sér rétt til að nýta þær lausnir sem vinna til verðlauna í keppninni. Með þátttöku í keppninni og skilum á lausn, undirgangast liðin þetta skilyrði og afsala sér höfundarréttindum að tillögum sem verðlaunaðar eru. Lið sem skila lausnum sem ekki eru verðlaunaðar eru rétthafar þeirra hugmynda og hönnunar sem í þeim kunna að felast.


Ef þú færð verðlaun ertu að gefa þeim appið? Þetta er bara dónaskapur.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Íslendingaapp

Pósturaf DJOli » Fös 15. Mar 2013 16:39

dori skrifaði:Eh...

Reglurnar skrifaði:Afsal réttinda
Íslensk erfðagreining ákilur sér rétt til að nýta þær lausnir sem vinna til verðlauna í keppninni. Með þátttöku í keppninni og skilum á lausn, undirgangast liðin þetta skilyrði og afsala sér höfundarréttindum að tillögum sem verðlaunaðar eru. Lið sem skila lausnum sem ekki eru verðlaunaðar eru rétthafar þeirra hugmynda og hönnunar sem í þeim kunna að felast.


Ef þú færð verðlaun ertu að gefa þeim appið? Þetta er bara dónaskapur.


Dónaskapur OG frekja. Þeir vilja basically gefa þér eina milljón fyrir að hanna eitthvað rosalega svalt fyrir þá, en þeir vilja fá að eiga hlutinn algjörlega svo að þú eigir ekki nokkurn einasta hlut í því sem þú hannar að því loknu. Þar með talið auðvitað að þú megir ekki nota sömu hugmyndir eða fítusa í önnur öpp vegna þess að jú, þá gæti Íslensk Erfðagreining kært þig fyrir brot á höfundarréttarlögum.

Fökk Ðe System.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


ocsic
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fös 15. Mar 2013 17:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Íslendingaapp

Pósturaf ocsic » Fös 15. Mar 2013 17:07

Áður en menn missa sig alveg í samsæriskenningum um svik, svindl og pretti má benda á eftirfarandi:

Íslendingabók hefur verið á vefnum í meira en tíu ár ókeypis.
Þar hafa aldrei birst auglýsingar.
200.000 Íslendingar hafa fengið aðgang að vefnum.

Friður.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Íslendingaapp

Pósturaf dori » Fös 15. Mar 2013 17:14

Ég er ekki að gagnrýna Íslendingabók (spurning samt hver það er sem borgar fyrir þetta og hver á gögnin sem eru þarna...).

Það sem ég er að gagnrýna er það að hirða höfundarrétt af þeim sem búa til flottustu hlutina. Auðvitað er ólíklegt að sigurvegarinn hefði þénað meira en milljón á því að búa til app sem þetta, ég get ekki ímyndað mér að app sem þetta gæti gefið af sér miklar tekjur. En þessir skilmálar hljóma bara of opnir og frekar dónalegir gagnvart þátttakendum.

Fyrir utan það að milljón er frekar ódýrt fyrir app, að því gefnu að það sé eitthvað sniðugt (og að þessir skilmálar geri það að verkum að þeir eignist appið, IANAL). Útseld vinna hjá 2 forriturum í viku?




danheling92
Bannaður
Póstar: 100
Skráði sig: Fös 07. Des 2012 16:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Íslendingaapp

Pósturaf danheling92 » Fös 15. Mar 2013 17:32

Ég komst af því að afi minn átti son sem dó þegar hann var 12 ára; drukknaði, í gegnum Íslendingabók.. Hef ekkert minnst á það við hann.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16270
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1994
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íslendingaapp

Pósturaf GuðjónR » Fös 15. Mar 2013 17:43

ocsic skrifaði:Áður en menn missa sig alveg í samsæriskenningum um svik, svindl og pretti má benda á eftirfarandi:

Íslendingabók hefur verið á vefnum í meira en tíu ár ókeypis.
Þar hafa aldrei birst auglýsingar.
200.000 Íslendingar hafa fengið aðgang að vefnum.

Friður.



Nákvæmlega!
Innilega sammála, það er frábært að hafa aðgang að þessum vef/gögnum.
Fyrir utan það þá er milljón flott verðlaun og líka "heiður" fyrir þann sem vinnur að appið hans verði notað.



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Íslendingaapp

Pósturaf intenz » Fös 15. Mar 2013 21:12

Milljón er enginn peningur fyrir þetta nema aðilinn geri þetta einn. Fyrir utan höfundarréttinn þá er þetta deadline 23. mars - 10. apríl bara djók fyrir hönnun, forritun og prófanir.

Annars vil ég að fólk hætti að spá í native lausnum og fari meira að huga að HTML5 og responsive, þar sem vefurinn er framtíðin. En þarna er Android skylda, sem er fáránlegt.

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3071
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 42
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íslendingaapp

Pósturaf beatmaster » Fös 15. Mar 2013 21:50

intenz skrifaði:Milljón er enginn peningur fyrir þetta nema aðilinn geri þetta einn. Fyrir utan höfundarréttinn þá er þetta deadline 23. mars - 10. apríl bara djók fyrir hönnun, forritun og prófanir.

Annars vil ég að fólk hætti að spá í native lausnum og fari meira að huga að HTML5 og responsive, þar sem vefurinn er framtíðin. En þarna er Android skylda, sem er fáránlegt.

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2


Nákvæmlega, öpp eru ekki framtíðin heldur html5 síður sem að laga sig að skjáupplausn, þetta með öppin myndi ég halda að væri bara tímabundin lausn á meðan að vefurinn var að átta sig á því að kanski myndu ekki allir sem að kíkja á vefsíðuna þína vera með 1024x768 upplausn eða meira í notkun.


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íslendingaapp

Pósturaf urban » Fös 15. Mar 2013 23:34

intenz skrifaði:Milljón er enginn peningur fyrir þetta nema aðilinn geri þetta einn. Fyrir utan höfundarréttinn þá er þetta deadline 23. mars - 10. apríl bara djók fyrir hönnun, forritun og prófanir.

Annars vil ég að fólk hætti að spá í native lausnum og fari meira að huga að HTML5 og responsive, þar sem vefurinn er framtíðin. En þarna er Android skylda, sem er fáránlegt.

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2


þar sem að ég er alveg rosalega langt frá því að kunna eitthvað fyrir mér í forritun.

deadline er 23 mars - 10 apríl. semsagt 19 dagar (26 dagar með deginum ef að þú byrjar í dag) og miðað við það sem að þú segir, þá er það bara djók
er það vegna þess að þessi tími er svona stuttur ?

en ef að þú getur gert þetta á 26 dögum, er þá ekki milljónkall ágætis peningur fyrir það ???

ef að það er svona slæmt, þá er ég að spá í að fara í það bara strax á morgun að læra forritun
ef að milljón kall eru ekki nægilega góð laun fyrir 3 - 4 vikna vinnu þá eru (að mínu mati) forritarar einfaldlega alltof vel launaðir.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Íslendingaapp

Pósturaf intenz » Lau 16. Mar 2013 00:22

urban skrifaði:
intenz skrifaði:Milljón er enginn peningur fyrir þetta nema aðilinn geri þetta einn. Fyrir utan höfundarréttinn þá er þetta deadline 23. mars - 10. apríl bara djók fyrir hönnun, forritun og prófanir.

Annars vil ég að fólk hætti að spá í native lausnum og fari meira að huga að HTML5 og responsive, þar sem vefurinn er framtíðin. En þarna er Android skylda, sem er fáránlegt.

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2


þar sem að ég er alveg rosalega langt frá því að kunna eitthvað fyrir mér í forritun.

deadline er 23 mars - 10 apríl. semsagt 19 dagar (26 dagar með deginum ef að þú byrjar í dag) og miðað við það sem að þú segir, þá er það bara djók
er það vegna þess að þessi tími er svona stuttur ?

en ef að þú getur gert þetta á 26 dögum, er þá ekki milljónkall ágætis peningur fyrir það ???

ef að það er svona slæmt, þá er ég að spá í að fara í það bara strax á morgun að læra forritun
ef að milljón kall eru ekki nægilega góð laun fyrir 3 - 4 vikna vinnu þá eru (að mínu mati) forritarar einfaldlega alltof vel launaðir.

19 dagar er mjög knappur tími fyrir svona verkefni, ef það á að vera sómasamlega gert. Þetta býður bara upp á það að þeir endi með óvandaða vöru í höndunum. Það sem ég meina með að deadline sé djók, er það að hann er hlægilega stuttur.

BS lokaverkefnið mitt tók ~4 mánuði með þarfagreiningu, kerfis- og útlitshönnun, forritun og prófunum. Að vísu var það örlítið umfangsmeira heldur en þetta og við vorum þrjú.

Þeir sem taka að sér þetta verkefni þurfa að nýta tímann mjög vel. Getum áætlað 152 tíma í vinnu (mv. 8 tíma á dag með helgum), þannig milljón/152 = gott tímakaup. En um leið og það eru komnir tveir aðilar í þetta, er þetta ekkert spes tímakaup. Hvað þá ef það eru þrír eða fleiri aðilar.

Auk þess að fá ekkert credit fyrir þetta þegar yfir er staðið, finnst mér út í hött. Mér finnst þetta bara ekki vera þess virði.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Íslendingaapp

Pósturaf hkr » Lau 16. Mar 2013 09:24

urban skrifaði:...

ef að það er svona slæmt, þá er ég að spá í að fara í það bara strax á morgun að læra forritun
ef að milljón kall eru ekki nægilega góð laun fyrir 3 - 4 vikna vinnu þá eru (að mínu mati) forritarar einfaldlega alltof vel launaðir.


Þetta er ekki einstaklingsverkefni heldur hópaverkefni með 3 aðilum í hverjum hóp (forritara, grafískum hönnuði og markaðsstjóri).
1m/3 = ~333 þ. kr. á einstakling svo þarf að greiða 24,5% virðisaukaskatt af því (er það ekki annars?)

Meðal grunnlaun tölvunarfræðinga skv. launakönnun VR árið 2012 er ~557 þ. kr.

Hló pínu upphátt þegar ég sá dagsetninguna á þessu..
hey, ég veit! setjum verkefni sem tekur 2-3 vikur korter í próf! ](*,)



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Íslendingaapp

Pósturaf intenz » Lau 16. Mar 2013 15:09

hkr skrifaði:
urban skrifaði:...

ef að það er svona slæmt, þá er ég að spá í að fara í það bara strax á morgun að læra forritun
ef að milljón kall eru ekki nægilega góð laun fyrir 3 - 4 vikna vinnu þá eru (að mínu mati) forritarar einfaldlega alltof vel launaðir.


Þetta er ekki einstaklingsverkefni heldur hópaverkefni með 3 aðilum í hverjum hóp (forritara, grafískum hönnuði og markaðsstjóri).
1m/3 = ~333 þ. kr. á einstakling svo þarf að greiða 24,5% virðisaukaskatt af því (er það ekki annars?)

Meðal grunnlaun tölvunarfræðinga skv. launakönnun VR árið 2012 er ~557 þ. kr.

Hló pínu upphátt þegar ég sá dagsetninguna á þessu..
hey, ég veit! setjum verkefni sem tekur 2-3 vikur korter í próf! ](*,)

Akkúrat, þetta er út í hött. Íslensk erfðagreining er á bakvið þetta og að þeir meti þetta ekki meira virði en þetta. Þeir ættu að skammast sín. Þeir eiga peninga.

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Íslendingaapp

Pósturaf Revenant » Lau 16. Mar 2013 15:21

hkr skrifaði:Þetta er ekki einstaklingsverkefni heldur hópaverkefni með 3 aðilum í hverjum hóp (forritara, grafískum hönnuði og markaðsstjóri).
1m/3 = ~333 þ. kr. á einstakling svo þarf að greiða 24,5% virðisaukaskatt af því (er það ekki annars?)


Hver einstaklingur þarf að skila staðgreiðslu af peningum sem hann fær því þetta eru "laun".

M.v. "quick and dirty" útreikning þá eru útborguð "laun" (m.v. 100% skattkort) um 244 þúsund af þessum 333 þúsund.

Kóði: Velja allt

Staðgreiðsla
   Staðgreiðsla þrep 1:    37,32%            kr.    90.118
   Staðgreiðsla þrep 2:    40,22%            kr.    31.454
   Samtals staðgreiðsla:               kr.    121.572
   Samtals persónuafsláttur:               kr.    48.485
   Greidd staðgreiðsla:               kr.    73.087

Heildarlaun:             kr.    333.000
   Frádráttur alls:                   kr.    88.739
   Útborguð laun:                   kr.    244.261



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Íslendingaapp

Pósturaf dori » Fös 29. Mar 2013 09:55

Jæja, núna er búið að birta forritunarskilin fyrir þetta.

http://islendingaapp.is/api

Frekar furðulegt ef ég á að segja alveg eins og er. Ég hef aldrei áður séð vefskil sem nota session cookie fyrir auðkenningu. Svo er lykilorðið sent með cleartext og þeir bjóða ekki einu sinni upp á https. Virðast heldur ekki vera neinir möguleikar sem er ekki hægt að komast í á vefnum þannig að það verður áhugavert að sjá hvort einhver geri eitthvað skemmtilegt (eitthvað annað en nákvæmlega það sama og vefurinn gerir, nema í appi).



Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1394
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Íslendingaapp

Pósturaf kubbur » Fös 29. Mar 2013 11:45

Hvað með að skrifa android app sem að er bara rammi utan um html 5 ?


Kubbur.Digital