Síða 1 af 6

Forrit til að fylgjast með erlendu downloadi

Sent: Sun 01. Feb 2009 12:56
af hagur
Uppfært 24.nóv 2010

Ég var að smíða lítið forrit fyrir þá sem eru með Internetáskrift hjá Vodafone. Þetta er til að fylgjast með erlendu gagnamagni. Þetta fylgist ekki með nettraffík á vélinni eins og gamla góða CostAware gerði, heldur sækir þetta einfaldlega upplýsingar á http://www.vodafone.is/internet/adsl/gagnamagn" onclick="window.open(this.href);return false;

http://www.haukurhaf.net/Vodafone-Download-Gauge" onclick="window.open(this.href);return false;

Endilega prófið þetta :8)

ATH: Uppfærsla!

Vodafone voru að breyta gagnamagnssíðunni hjá sér þannig að screen-scraping aðferðin sem forritið mitt er að nota brotnaði .... ég er búinn að búa til nýja útgáfu og þið sem eruð að nota þetta (ef einhverjir eru ...) getið sótt hana hingað:

http://www.haukurhaf.net/Vodafone-Download-Gauge" onclick="window.open(this.href);return false;

ATH: Uppfærsla 2!

Búið að laga "Get ekki tengst issue-ið" og komin ný icon með transparency. Núna breytist líka iconið aðeins eftir því hver mikið er búið að download-a. Iconunum er líka loadað externally, þ.e þau fylgja núna með forritinu. Þeir sem eru artistic og eiga góðan icon editor geta því bara editerað iconin sjálfir og kannski contributað hönnuninni :8)

Sækist hingað ...
http://www.haukurhaf.net/Vodafone-Download-Gauge" onclick="window.open(this.href);return false;

ATH: Uppfærsla 3!

Ég var að fá mér ljósleiðaratenginu í gegnum Vodafone og þá tók ég eftir því að ég gat ekki lengur sótt upplýsingar um gagnamagn á http://www.vodafone.is/internet/adsl/gagnamagn" onclick="window.open(this.href);return false; heldur þurfti ég að fara á http://www.tal.is/index.aspx?GroupId=771" onclick="window.open(this.href);return false; til að sjá það.

Ég breytti því forritinu þannig að nú getur maður valið hvort maður vill nota vodafone síðuna eða tal síðuna til að sækja upplýsingarnar. Það ættu því fleiri að geta notað forritið núna.

Sækist hingað ...
http://www.haukurhaf.net/Vodafone-Download-Gauge" onclick="window.open(this.href);return false;

ATH: Uppfærsla 4 - 24.nóv 2010!

Var að bæta við nýjum fídus í forritið, og gefa út v. 0.5

Nú má sjá hve langt er liðið á núverandi mánuð. Notandi er svo látinn vita hvort að hann muni fara yfir leyfilegt erlent gagnamagn m.v. meðalnotkun per dag, og ef svo er, þá c.a hvenær það gerist.

Skjáskot eins og þetta lítur út núna:

Mynd

Sækist hingað ...
http://www.haukurhaf.net/Vodafone-Download-Gauge" onclick="window.open(this.href);return false;

ATH: Uppfærsla 5 - 16.feb 2011!

Búinn að hækka upper limitið úr 100 GB upp í 999 GB.

Breytti arkitektúrnum þannig að núna er þetta plugin based, þ.e forritið sjálft þekkir ekki lengur muninn á Tal/Vodafone heldur talar það við plugin. Eins og áður er support fyrir Tal og Vodafone, nú hvort í sínu plugin-inu.

Ég ætlaði að bæta við support fyrir Símann, en það er eiginlega vonlaust nema ég hafi sjálfur tengingu hjá Símanum til að prófa, ákvað því að gera þetta svona plugin based og leyfa einhverjum snillingi sem er með net hjá Símanum að spreyta sig :8)

Notabene að núna samanstendur pakkinn af fleiri skrám, það eru núna þrír nýir DLL-ar, SiminnReader.dll, TalReader.dll og VodafoneReader.dll. Ath. að SiminnReader.dll er bara dummy sem skilar alltaf 0.

Þá kemur the million dollar question ... er einhver þarna úti sem er A) sleipur í C# og B) með tengingu hjá Símanum sem er til í að klára að smíða plugin-ið fyrir Símann?

Ef svo er, sendið mér PM eða svar á þráðinn og ég skal þá senda viðkomandi VS 2008 projectið með grunninum af plugin-inu. Ef þetta tekst, þá shippa ég þessu nýja plugin-i með forritinu framvegis.

Sækist hingað: http://www.haukurhaf.net/Vodafone-Download-Gauge" onclick="window.open(this.href);return false;

ATH: Uppfærsla 6 - 26.ág 2011!

Uppfært Hringdu-plugin sem ætti að vera í lagi: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f ... 00#p374858" onclick="window.open(this.href);return false;

Breytti líka titilinum á þræðinum þar sem að þetta er núna farið að virka með Vodafone, Tal, Símanum og Hringdu.

ATH: Uppfærsla 7 - 26. feb 2012!

Var hætt að virka með Vodafone. Nýtt Vodafone plugin hérna: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f ... 93#p424193" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Forrit til að fylgjast með erlendu gagnamagni hjá Vodafone

Sent: Sun 01. Feb 2009 13:10
af lukkuláki
Sniðugt og þægilegt.
Takk fyrir að deila þessu.

Re: Forrit til að fylgjast með erlendu gagnamagni hjá Vodafone

Sent: Sun 01. Feb 2009 13:37
af Páll
Ef ég er hja símanum og nota þetta þá virkar það ekki ?


Samt helviti sniðugt :)

Re: Forrit til að fylgjast með erlendu gagnamagni hjá Vodafone

Sent: Sun 01. Feb 2009 13:50
af hagur
Neibb, eins og áður sagði þá virkar þetta bara fyrir þá sem geta skoðað gagnamagnið sitt hér: http://www.vodafone.is/internet/adsl/gagnamagn

Semsagt, áskrifendur hjá Vodafone.

Re: Forrit til að fylgjast með erlendu gagnamagni hjá Vodafone

Sent: Sun 01. Feb 2009 14:36
af ManiO
Í hvaða máli skrifaðiru þetta? Ekki væriru til í að búa til widget fyrir OSX? :D

Re: Forrit til að fylgjast með erlendu gagnamagni hjá Vodafone

Sent: Sun 01. Feb 2009 17:47
af hagur
Þetta er gert í C# (.net 3.5)

OSX .... ég bara kann ekkert að skrifa widgets fyrir það :oops:

Re: Forrit til að fylgjast með erlendu gagnamagni hjá Vodafone

Sent: Sun 01. Feb 2009 18:04
af ManiO
Skaðaði ekki að spyrja ;) Það á víst að vera skítlett, en ef ég man rétt þá er það allt í gegnum Java (er of latur til að gúgla þetta þannig að ef ég fer með rangt mál endilega leiðréttið mig).


Edit: Eftir að forvitnin hafði betur og ég gúglaði þetta þá eru widgetin skrifuð í blöndu af HTML, Javascript og CSS.

Re: Forrit til að fylgjast með erlendu gagnamagni hjá Vodafone

Sent: Sun 01. Feb 2009 18:16
af arnar7
en hey, ef maður er bara með 5gb erlent, er þá hægt að stilla það þannig að maður geti ekki farið yfir þau 5 gb?

Re: Forrit til að fylgjast með erlendu gagnamagni hjá Vodafone

Sent: Sun 01. Feb 2009 18:26
af hagur
Þú getur stillt forritið á 5 gb, en það mun ekki hindra þig í að dánlóda meira en 5 gb. Það mun hinsvegar sýna 100% og rautt letur þegar 5gb er náð, svona til viðvörunar. Þetta forrit er bara til að veita manni upplýsingar um hvað maður er búinn að dánlóda miklu erlendu, það hefur engin áhrif á nettraffíkina hjá manni, þ.e það takmarkar/blockar hana ekki eða neitt þvíumlíkt.

Re: UPDATE! Forrit til að fylgjast með erlendu dl hjá Vodafone

Sent: Mið 29. Apr 2009 10:45
af hagur
Update í fyrsta pósti :8)

Re: UPDATE! Forrit til að fylgjast með erlendu dl hjá Vodafone

Sent: Mið 29. Apr 2009 11:10
af sakaxxx
nú vantar svona bara fyrir tal :!:

Re: UPDATE! Forrit til að fylgjast með erlendu dl hjá Vodafone

Sent: Mið 29. Apr 2009 11:16
af lukkuláki
Ég hef einmitt verið að nota þetta og myndi eflaust laga þetta ef ég hefði kunnáttuna en þetta forrit hefur ekki náð sambandi í dag
veit ekki hvort það er eitthvað tilfallandi eða hvort það er búið að breyta slóðinni en það kemur bara upp Get ekki tengst!
Er það bara hjá mér eða hvað ?

Og annað geturðu ekki lagað iconið gert annan hnött eða lagað þennan þessi hvíti kassi sem hann er í gerir þetta svo ljótt.
Smámunasemi ? Kannski en því ekki að gera þetta flott úr því að maður er að þessu ?

Re: UPDATE! Forrit til að fylgjast með erlendu dl hjá Vodafone

Sent: Mið 29. Apr 2009 11:27
af hagur
Já, ég get skipt út Icon-inu og gert þetta meira pró.

Svo er líka einn known böggur í þessu og hann lýsir sér einmitt þannig að þú færð "Gat ekki tengst" villu ef þú ert ekki búinn að stilla innifalið gagnamagn á mánuði. Þessi villa kemur líklega líka ef þú ert kominn uppfyrir gagnamagnið sem er stillt. Kíki á það við tækifæri ...

Prufaðu að hækka þetta upp í t.d 40 GB og sjá hvort þetta virki ekki þá.

Re: UPDATE! Forrit til að fylgjast með erlendu dl hjá Vodafone

Sent: Mið 29. Apr 2009 11:43
af GuðjónR
Ohh....ég er utility óður! liggur við að ég fari yfir til voda bara til að prófa þetta forrit, flott framtak!

Re: UPDATE! Forrit til að fylgjast með erlendu dl hjá Vodafone

Sent: Mið 29. Apr 2009 11:54
af ZoRzEr
Toppurinn. Ég athuga þetta þegar ég kem heim.

Re: UPDATE! Forrit til að fylgjast með erlendu dl hjá Vodafone

Sent: Mið 29. Apr 2009 12:23
af lukkuláki
hagur skrifaði:Já, ég get skipt út Icon-inu og gert þetta meira pró.

Svo er líka einn known böggur í þessu og hann lýsir sér einmitt þannig að þú færð "Gat ekki tengst" villu ef þú ert ekki búinn að stilla innifalið gagnamagn á mánuði. Þessi villa kemur líklega líka ef þú ert kominn uppfyrir gagnamagnið sem er stillt. Kíki á það við tækifæri ...

Prufaðu að hækka þetta upp í t.d 40 GB og sjá hvort þetta virki ekki þá.



Það getur varla verið þar sem ég er með 40gb. á mánuði og er ekki búinn að nota nema tæp 13 gb.
Búinn að prófa allt en það tengir ekki ætla samt a sjá til hvort þetta er eitthvað tengt vodafone og hvort þetta lagist þá um mánaðamótin
bíð spenntur eftir uppfærslunni ;)

Datt í gang núna ! kl 14
Var að uppfæra firmware á routernum mínum veit ekki hvort það lagaði þetta.

Re: UPDATE! Forrit til að fylgjast með erlendu dl hjá Vodafone

Sent: Fim 30. Apr 2009 23:15
af hagur
Uppfærsla 2 í upphaflega póstinum!

Re: UPDATE! Forrit til að fylgjast með erlendu dl hjá Vodafone

Sent: Fös 01. Maí 2009 01:21
af Amything
Glæsilegt :)

Re: UPDATE! Forrit til að fylgjast með erlendu dl hjá Vodafone

Sent: Fös 01. Maí 2009 08:01
af viddi
sakaxxx skrifaði:nú vantar svona bara fyrir tal :!:


sammála :)

Re: UPDATE! Forrit til að fylgjast með erlendu dl hjá Vodafone

Sent: Fim 07. Maí 2009 23:35
af hagur
Uppfærsla í upphafsinnleggi!

Kominn support fyrir Tal, þ.e þá sem geta séð gagnamagn sitt á þessari slóð: http://www.tal.is/index.aspx?GroupId=771

Re: UPDATE! Forrit til að fylgjast með erlendu dl hjá Vodafone

Sent: Sun 09. Ágú 2009 21:06
af andribolla
mig langar í þetta forrit :O

getur eithver reddað mér :D

Linkarnir virka ekki

Re: UPDATE! Forrit til að fylgjast með erlendu dl hjá Vodafone

Sent: Mán 10. Ágú 2009 00:44
af Gúrú
andribolla skrifaði:mig langar í þetta forrit :O

getur eithver reddað mér :D

Linkarnir virka ekki


http://www.haukurhaf.net/Vodafone-Download-Gauge

Re: UPDATE! Forrit til að fylgjast með erlendu dl hjá Vodafone

Sent: Mán 10. Ágú 2009 01:22
af kubbur87
hmm ég fæ upp "villa kom upp við tengingu"

Re: UPDATE! Forrit til að fylgjast með erlendu dl hjá Vodafone

Sent: Mán 10. Ágú 2009 10:04
af andribolla
linkurinn virkaði greinilega bara ekki i gær :)

Re: UPDATE! Forrit til að fylgjast með erlendu dl hjá Vodafone

Sent: Mán 10. Ágú 2009 14:29
af hagur
Forritið er því miður óvirkt þessa dagana útaf þessari leiðinda splash síðu sem vodafone menn voru að setja framan á vefinn sinn [-X

Vodafone var reyndar búið að tala um að redda mér almennilegu XML feedi til að sækja þessar upplýsingar, vonandi kemur það sem fyrst. En á meðan það vantar og þessi risa-frelsis splash síða er á vefnum þeirra þá virkar forritið ekki, sorry [-( .