Ég er að spá hvort að það sé til forrit eða hugbúnaður sem hægt er að setja upp á eigin þjón(t.d. Linux eða Microsoft VM vél á Qnap.. eða á VM á PC) sem gerir notendum(fjölskyldu) kleyft að spjalla saman... þá meina ég netspjall. Má líka alveg vera í gegnum Mic. Jafnvel nota vefmyndavél(stór bónus).
Ég veit af spjallinu á Facebook og svoleiðis en það er eitthvað sem ég vill ekki/get ekki notað.
Þetta verður að vera eitthvað sem ég get sett upp og stjórnað sjálfur.
Þess vegna spyr ég ykkur klóku notendur á Vaktinni, vitið þið um eitthvað svona forrit?
P.S. það væri ekki verra ef að þetta væri ódýrt eða frítt jafnvel.

Kv.
Molfo