Síða 1 af 1

Skurður í málma

Sent: Mán 14. Jan 2019 15:43
af Frekja
Daginn ,
Veit einhver hérna um fyrirtæki sem sker munstur í málma ?
Hef ekki fundið neitt fyrirtæki með því að googla,bara sem getur skorið í við og plexí.
Allar ábendingar vel þegnar.

Re: Skurður í málma

Sent: Mán 14. Jan 2019 15:46
af Kristján Gerhard
Þú verður að lýsa betur hvað það er sem þú vilt gera.

Micro og Geislatækni eru með laser.

Grettir, Stálnaust og fleiri eru með vatnsskurðarvélar

Margir sem eru með plasma og CNC gasskurðartæki.

Ef þú vilt svo fjarlægja efni án þess að fara í gegn þá er það allt annar handleggur.

Re: Skurður í málma

Sent: Mán 14. Jan 2019 15:51
af Frekja
Kristján Gerhard skrifaði:Þú verður að lýsa betur hvað það er sem þú vilt gera.

Micro og Geislatækni eru með laser.

Grettir, Stálnaust og fleiri eru með vatnsskurðarvélar

Margir sem eru með plasma og CNC gasskurðartæki.

Ef þú vilt svo fjarlægja efni án þess að fara í gegn þá er það allt annar handleggur.

Þarf að láta skera út munstur í top og front panel á tölvukassa , panelarnir eru úr áli.

Re: Skurður í málma

Sent: Mán 14. Jan 2019 16:06
af Kristján Gerhard

Re: Skurður í málma

Sent: Þri 15. Jan 2019 11:37
af MuffinMan
Héðinn laser vatnskurður og plasmi
Micro laser
stálnaust

Re: Skurður í málma

Sent: Þri 15. Jan 2019 12:14
af Njall_L
Frekja skrifaði:
Kristján Gerhard skrifaði:Þú verður að lýsa betur hvað það er sem þú vilt gera.

Micro og Geislatækni eru með laser.

Grettir, Stálnaust og fleiri eru með vatnsskurðarvélar

Margir sem eru með plasma og CNC gasskurðartæki.

Ef þú vilt svo fjarlægja efni án þess að fara í gegn þá er það allt annar handleggur.

Þarf að láta skera út munstur í top og front panel á tölvukassa , panelarnir eru úr áli.

Viltu láta skera í gegnum efnið eða bara skera úr því?

Re: Skurður í málma

Sent: Þri 15. Jan 2019 14:54
af mercury
Héðinn er með alla flóruna. Við skerum ál með laser plasma eða vatni. Þetta er samt aðeins flóknara en að mæta bara með mynd af munstri og álplötu til að skera úr. Það þarf að útbúa cnc skurðar teikningu af munstrinu sem vélin vinnur svo eftir og kostar þetta allt "satta" af seðlum.

Re: Skurður í málma

Sent: Þri 15. Jan 2019 15:29
af Frekja
mercury skrifaði:Héðinn er með alla flóruna. Við skerum ál með laser plasma eða vatni. Þetta er samt aðeins flóknara en að mæta bara með mynd af munstri og álplötu til að skera úr. Það þarf að útbúa cnc skurðar teikningu af munstrinu sem vélin vinnur svo eftir og kostar þetta allt "satta" af seðlum.

Já vissi að því , ætlaði að prófa að senda á fyrirtæki sem gæti gert þetta fyrir mig og sjá hvað þeir myndu taka fyrir þetta. þá meina ég að búa til teikninguna og skurðinn líka.

Re: Skurður í málma

Sent: Þri 15. Jan 2019 15:39
af Frekja
Njall_L skrifaði:
Frekja skrifaði:
Kristján Gerhard skrifaði:Þú verður að lýsa betur hvað það er sem þú vilt gera.

Micro og Geislatækni eru með laser.

Grettir, Stálnaust og fleiri eru með vatnsskurðarvélar

Margir sem eru með plasma og CNC gasskurðartæki.

Ef þú vilt svo fjarlægja efni án þess að fara í gegn þá er það allt annar handleggur.

Þarf að láta skera út munstur í top og front panel á tölvukassa , panelarnir eru úr áli.

Viltu láta skera í gegnum efnið eða bara skera úr því?

Gegnum það , til að bæta loftflæði í gegnum front panel á tölvukassa

Re: Skurður í málma

Sent: Mið 16. Jan 2019 13:26
af Halli25
Getur kannað þennan, er með litla lasersvél:
https://www.facebook.com/MS-leiser-1764342090498258/