[TS/SK]Bilaður Skoda Superb Elegance 2,8L V6 2004, Auglýsing smíðuð af yours truly, svo prepare for the worst!

Hér má kaupa og selja allt svo lengi sem það er löglegur varningur.
Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

[TS/SK]Bilaður Skoda Superb Elegance 2,8L V6 2004, Auglýsing smíðuð af yours truly, svo prepare for the worst!

Pósturaf HalistaX » Mið 01. Nóv 2017 11:32

Góðann og blessaðann,

Er með til sölu eitt stk Skoda Superb Elegance 2004 árgerð með 2,8L V6 vél.

Hann er s.s. nánast 200hö, eða 194 til að vera nákvæmur.

Bilaður, frá því sem ég best veit, á 5x vegu.

Í stuttu máli:
x1 Metan búnaður óvirkur
x2 Sjálfskipting í henglum
x3 Leki á olíu og kælivatni
x4 Skynjara Kjaftæði sem ég held að annað hvort VW, Skoda eða móðurfyrirtæki þessara tveggja eigi ™ið af.
x4.2 Miðstöð blæs bara köldu
x5 Gat á pústi og brotinn viftuspaði

*Möguleiki á bilun númer x6 ef þú lest textann allann, lofa samt engu!*

Í lööööööööngu máli sem flestir ykkar eiga ekki eftir að lesa en ég hef bara svo mikla unun af því að skrifa að þið sem actually lesið þetta allt fáið 10.000 króna afslátt á því sem þið bjóðið í bílinn, gefið að ég taki því boði.

Leður á öllu, rafmagn í öllu, litað gler og Metan búnaður til staðar.
Leðrið er mjög fínt, það eru held ég tvær rifur sem auðveldlega væri hægt að laga hjá aðila sem sérhæfir sig í svoleiðis t.d. Dr. Leður eða álíka aðila. Ný dekk keypt í vor hjá Gúmmívinnuverkstæðinu, veit hinsvegar ekkert hvaða týpa þau eru eða hvort þau séu gucci or naw...

Rafmagn virkar allstaðar held ég alveg örugglega, þó það sé stundum sambandsleysi í "sígarettukveikjurunum", eða hvað sem þau litlu plögg kallast. Er ekki 100% á hver skyggingin er í rúðunum, en hún er ekki mikil, geri ráð fyrir 10% eða svo, kæmi mér ekki á óvart ef skyggingin væri á bilinu 5-15% í grófum reikningi.

Metan búnaðurinn er hinsvegar smá vesen. Því ekki er nóg að rigga mótorinn með búnaði sem gerir honum kleyft að keyra á Metan en þarf jú einnig að eiga það Metan til á lager og er lagerinn allur í skotti bílsins í formi 3x 55-60L, ca. 60kg hver, gaskúta sem gjörsamlega fylla allt sem kallast skott á þessum bíl. Þú kæmir ekki keilu fyrir í skottinu, hvað þá er pláss fyrir hátalara í skotthlífini...

En þannig er það bara að eftir smá óhapp þá skemmdist Metan búnaðurinn undir húddinu og væri því þessvegna hægt að rífa þessa helvítis tanka út og setja eina 100.000w keilu í staðinn sem myndi líklega taka álíka pláss og fokkings tankarnir. Eða þá kaupa bara örtrefjakúta sem eru léttari og kannski öðruvísi í laginu.

Þannig að bilun x1 er Metan búnaðurinn.

Bilun x2 er sjálfskipting. Er skiptingin, sem er 5 gíra, byrjuð að höggva sig í gíra með, myndi kannski ekki segja látum, hamagangi og er það sárt í hjarta, veski og auka bíla-undirmeðvitundina sem hver og einn einstaklingur öðlast við það að eignast drauma bílinn sinn.

Ekki nóg með allt skógarhöggið sem á sér stað á allt frá 1-5 mínútna fresti þegar hann á að gíra sig upp, þá á hann það til að flakka á milli gíra að vild og stökkva úr lágum gír uppí háan án viðvörunar. Hef MJÖÖG oft lent í því að vera í öðrum gír en þegar hann á að fara í þriðja, þá stekkur hann í fjórða eða fimmta, sem getur reynst mjög vandræðalegt. Og síðast en ekki síst, alls ekki má gleyma því, en hann virðist læsa sér í handahófskenndum gír þegar hann vill gera það og að lenda í því að hann læsir sér í öðrum í Ártúnsbrekkuni er meiri niðurlæging en það að taka þátt í Bukkake! ......þú veist vel hvar niðurlægingin myndi liggja þar, then again, þá ertu svo sem ekki að vinna nein Óskars verðlaun með því að snerta þig í herbergi með 30 körlum og einni konu sem eru að gera það sama, þannig að það eru engir sigurvegarar í því dæmi.

Bilun x3 lýsir sér einungis þannig að, og nú fara allir að öskra; "HEDD!!! HEEEEEEDDDDDD!!!!!!!!!!!", en ég vilja bæði ég og verkstæðið meina að margt annað geti amað að annað en stærsta mögulega viðgerðin sem allir stökkva um leið upp á bakið á þegar þeir heyra þetta, kælivatn lekur af honum þar til hann fer að ofhitna og dropar reglulega olía af honum í leiðinni. Ég gat svo sem aldrei séð að það væri olía í kælivatninu eða kælivatn í olíuni en nægur var lekinn samt til þess að að stein drapst um 23:00-00:00 síðasta Föstudag á beygjuljósinu á Kringlumýrarbraut þar sem beygt er inná Miklubraut til vesturs frá Kringluni.

Vildi óska ykkur öllum því að ég gæti sagt ykkur hvað væri nákvæmlega að leka hvar, en Bílson sögðu mér og mínum að það kostaði amk 100.000iskr að rífa þetta tóbak allt í sundur og finna lekann. Og er ekki rennandi blautur séns í helvíti að ég sé að fara að borga fyrir það! Því ég er með nískustu mönnum á Jörðinni.... "Heads up, ladies, we've got a big spender here!"

Bilun x4 er bara eitthvað klassískt Skoda™ skynjara kjaftæði™. Amk er framljósaskynjari og bremsuljósaskynjari í ólagi, veit ekki um fleiri sem eru ekki að fúnkera rétt, amk hefur aksturstölvan ekki böggað mig með áminningu um fleiri skynjara í hvert einasta fokkings skipti sem ég set hann í gang síðan ég keypti hann....

Bilun x4.2 er sú að miðstöðin virðist ekki blása heitu. Og leður í sætum+engin miðstöð = Næsti eigandi á eftir að "njóta" þess að sitja í honum í Desember, Janúar og sérstaklega í Febrúar! Möguleg ástæða fyrir því að hann blæs bara köldu er sú að ég lét skipta um "miðstöðvar element"/Heater Core í honum í Maí, sem var vægast sagt alveg stórkostlegt mál og hrikalega mikið vesen. Það hefði líklega kostað mig minna að skipta um Hedd hefði það verið farið eins og menn héldu í fyrstu..... ....kannski fór eitthvað úrskeiðis þar? I guess we'll never know!

Bilun x5 er svo sú að gat virðist vera eða þá að það vanti stykki í púst og heyrist því alveg þetta æðislega kagga hljóð í honum. Var ekkert að flýta mér að láta laga það þegar ég fór að taka eftir því í sumar því, þú veist, hann hljómar eins og hann sé 600hö en þegar maður er búinn að venjast hljóðinu er það alveg gjörsamlega óþolandi "Fluppfluppfluppfluppfluppflupp", eins og úr gamalli '65 árgerð af Massey Ferguson traktor. Þetta tel ég ódýrstu og auðveldustu bilunina hvað varðar reddingu, því hvaða vanviti sem er getur höndlað suðuvél enda er sú starfsgrein sem heild einn stór brandari. Ætti ekki að kosta mikið meira en 35k á verkstæði, mun minna ef þú kannt þetta sjálfur! Og svo er brotinn einn viftuspaðinn í kælingu á vatnskassa eða eitthvað álíka skemmtilegt bragðbætt, nikótínskert, Sænskt, tóbak....

Og svona tæknilega séð bilun 6x, leyni bilunin, er mesta böggið en hún er sú að pumpan fyrir húddlok er eitthvað slöpp og neitar því að halda helvítis lokinu uppi þegar maður opnar það....... Eins og ég segi, hands down er það klárlega mesta böggið við þennann bíl. Ég skal leyfa sjálfsiptinguni að höggva mig hauslausann áður en ég sætti mig við fokkings pumpuna fyrir húddlokið....

Ég veit ekki hvað ég get sagt meira, hann er ekinn, minnir mig, 268.XXX en til þess að vera alveg 100% safe á því að vera ekki að ljúga neinu að ykkur, þá segji ég að hann sé ekinn 270.000km. Hann er þó ekki kominn yfir 270.000, hann ætti að vera þarna, já, í 268-269.XXX... Ekki það að það skipti máli nákvæmlega hve mikið keyrður hann er, ég vil bara vera hreinskilinn hér!

Var ég 6x eigandinn að þessum bíl eins og má sjá á meðfylgjandi mynd, en aðeins tveir einstaklingar hafa átt hann, ég og sá sem ég eignaðist hann af, annars hafa það verið fyrirtæki.

Var því "hvíslað" að mér þegar ég var að skoða hann að Reykjavíkurborg hafi notast við þennann bíl sem einkakagga fyrrverandi borgarstjóra Jóns Gnarr. Sagan segir að Gnarrmaskínan hafi viljað eitthvað notað, eitthvað grænt, eitthvað fínt og eitthvað gott. Og í staðinn fyrir augljóslega möguleikann að borga 300k fyrir það að breyta ágætis BMW eða Benz í Metan hybrid, þá ákváðu þeir að half ass'a þetta og láta hann fá þennann. Ég fer samt ekki lengra með þetta en ég get kastað þessu, og það er ekki mjög langt...

Nær hann í langkeyrslu á bensíninu svona um það bil 550-650km á 65 lítra tankinn sinn og er því í kringum 10-12L/100 í eyðslu, en þá erum við að tala um að þú haldir honum á bilinu 85-105km/h allann tímann. Ef hann flakkar eitthvað yfir eða undir þær tölur, þá fer hann að eyða tööluvert meira. Gæti verið pústinu að kenna en á meðan ég hef keyrt hann hérna innanbæjar í Reykjavík hef ég verið að ná 250-300km á 65 lítra tank af bensíni.... ....sem gerir eyðsluna 20-25L/100..... Fuck me, right? Nei! Fuck you þegar þú kaupir þennann bíl minn! Fuck you!

Þegar ég var að aka um á Metaninu, sem ég gerði í samtals eitt skipti, þá náði ég um það bil 300-350km á þessa 3x60L gaskúta mína. Fannst mér það bara svo mikið slap in the face að 1x Metan nm3(bensín er í lítrum, Metan í normal metrum á rúmmeter eða nm3(3 er veldi)) kostar fokkings 150kr hérna á klakanum að ég nennti aldrei að spara mér örfáar krónur með því að fylla hann af prumpi og keyrði hann bara alltaf á bensíninu. Sem er skrítið því nú þarf ekki að ferja Metanið á massífum skipum frá Saudi-Arabíu, Sýrlandi eða Írak til hreinsistöðva víðsvegar um heiminn, stundum margra hreinsistöðva, og svo í vinnslu, pakkningu og sölu. En fuck me and my common sense, right? Eða nei! Aftur! Fuck you and your common sense þegar þú kaupir þennann bíl af mér! HAH!

Þannig að samtals væriru að ná svona 500-1000km á báða tankana, eða alla fjóra öllu heldur, fulla. Fer bara eftir þvi hvar og hvernig þú keyrir.

Þetta er helvíti skemmtilegur bíll sem þarfnast ágætlega mikillar ástar, of mikil ást gæti hrætt hann í burtu, þá gæti hann fundist þú vera að kæfa hann með ást, en of lítið og þá deyr hann alveg. Það þarf að finna milliveg þarna í ástini sem þú veitir honum, finna balance á milli of mikils og of lítils.

Krafturinn er til staðar, þægindin eru til staðar, original pain in the ass útvarpið er til staðar, það eina sem vantar er eigandi sem er til staðar...... .......fyrir bílinn sjálfann! Einhvern sem nennir að standa í þessu veseni sem ég var að eyða tvem tímum í að lýsa í ítarlegum smáatriðum frá sjónarhorni manns sem veit ekki neitt um neitt eða neinn....

Lakk er svo sem skítsæmilegt, þó ég eigi eftir að fá einhvern lakksérfræðing í að skoða það fyrir mig. Það hafa verið gerðar half-assed bætur á kanntinum fyrir ofan númeraplötuna að aftan. Ekki mjög augljóst nema þú vitir af því og/eða opnir skottið og fáir það sjónarhorn.

Lennti reyndar í því að "sleikja" þennann fallega, hvíta, rándýra jeppa í ákveðnu hverfi í Reykjavík fyrir svona mánuði síðan, ákveðnu snobb hverfi þar sem er svoldið hátt í nefið á fólkinu sem býr þar, var ég snöggur að bruna í burtu án þess að fatta hvað hefði skeð því ekki var þetta svo að kæmi eitthvað hljóð við snertinguna, og er nú þessi sæta hvíta skeina brettinu vinstramegin að aftan.

Það sem gerir Superb frábrugðann Octavia, eins og allir ættu að vita, er að Superbinn er bæði 30cm breiðari og lengri og skilar það sér alfarið í farþegarými bílsins. Þar að segja ástæðan fyrir því að ég keypti hann sú að ég sem er 196cm á hæð gat setið í farþegasæti á bakvið bílstjóra með bílstjórasætið stillt fyrir mig með nóg fótapláss!

Það er pjúra heaven sem þú munt líklega ekki finna annars staðar en í Superb og mögulega einhverjum Audi köggum, án þess að vita það nákvæmlega.

Það var alltaf planið en þar sem ég vildi ekki fá brund í leðrið þá fékk ég mér aldrei á hann inní þessum bíl, sem vel hefði verið mögulegt, meira að segja með mann af minni stærðargráðu..... ....og jú það að ég syndi náttúrulega mjög takmarkað í kerlingum. Þær sem vilja sænga hjá mér eru álíka stórar og ég, svo, já, ég kýs skírlíf framyfir þann pakka.

"I (choose to) pass on ass!"*

*Vá, var ég að finna nýtt slagorð/mottó illa hægri sinnaða öfgatrúarmanna.

Ég veit ekkert hvað ég á að setja á hann þar sem ég veit ekki hvers virði hann er þó ég meti leðrið og kraftinn persónulega á svona 5.6mnkr. Veit að viðgerðirnar eiga eftir að kosta sitt. Keypti hann á einhverjar 780.000iskr í Ágúst í fyrra og var það algjörlega það lægsta sem manni vildi fara með hann.

Ætla að vera djarfur og skella á hann 400.000iskr, apeshittið yfir mig ef þið viljir, mér er sama. Þetta er bara einhvers konar miðviðunar verð fyrir mig í huganum. Er opinn fyrir öllum tilboðum og skoða öll skipti á jeppum og fólksbílum sem hafa amk 4 hurðir.

Yup, á bara þessa einu mynd af honum. Skal redda fleirum ásamt meiri upplýsingum, if possible, varðandi ástand vélbúnaðar og lakks þegar ég kemst í fimm metra færi við hann.

Vissi ekkert hvað mætti bjóða ykkur að vita varðandi eignarhald og þessháttar þannig að ég fór bara inná Samgöngustöfu og screencap'aði þessa mynd sem fylgir með, eftir að hafa eytt út óþarfa persónu upplýsingum sem ég ætla ekki að vera ábyrgur fyrir því að hafa lekið ef menn reynast prívat á þessi smáatriði.

Takk fyrir mig og njótið þessa fína wall-of-text sem er Jóhann Guðni Original. Getið örugglega fengið einhvern pening fyrir þennann texta eftir nokkur ár þegar ég orðinn frægur í því að yrkja bíla auglýsingar!

Kær kveðja, Jóhann Guðni! :D

19642648_10203430350996389_2896056052581816054_n.jpg
19642648_10203430350996389_2896056052581816054_n.jpg (97.2 KiB) Skoðað 449 sinnum


niggasindisouse.PNG
niggasindisouse.PNG (66.17 KiB) Skoðað 449 sinnum


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...