Stutt könnun - vinsamlegast svara !

Hér má kaupa og selja allt svo lengi sem það er löglegur varningur.

Höfundur
Gummiandri
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Fim 24. Mar 2016 20:40
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Stutt könnun - vinsamlegast svara !

Pósturaf Gummiandri » Mið 10. Maí 2017 10:39

Sælir kæru vaktarar, þetta á ekki beint við en gætuð þið tekið smá stutta könnun sem ég er að gera í skólanum, tekur max 2 mins. Með fyrirfram þökk :)
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIp ... #responses




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4170
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1303
Staða: Ótengdur

Re: Stutt könnun - vinsamlegast svara !

Pósturaf Klemmi » Mið 10. Maí 2017 11:02

Sæll Gummiandri,

nokkrar athugasemdir:

Í aldri eru misstór bil fyrir aldurshópa. Venjan er að hafa þau jafn stór til að gefa betri mynd.

"Stundar þú íþróttir eða einhverskonar hreyfingu ?"
Einhverskonar hreyfingu? Væri eðlilegra að nota t.d. orðið líkamsrækt, allir hreyfa sig eitthvað yfir daginn.

"Til hvers stundar þú íþróttir ?"
Hér þyrfti að vera hægt að velja fleiri en 1, og alltaf gott að hafa "Annað:" reit, þar sem þátttakendur geta skráð aðra möguleika.
Hver er annars munurinn á að "Halda mér í góðu formi" og "Bæta heilsuna" ?

"Hversu margar klukkustundir notar þú, að jafnaði á dag í sjónvarp, farsíma eða tölvur ? *"
Get ekki valið meira en 6klst, stór hluti landsmanna vinnur við tölvu og er því 8+ tíma við tölvuna á dag.

"Hversu oft á dag borðar þú ávexti eða grænmeti ? *"
Skrítið að tala um hversu oft, og þá á dag, frekar en t.d. hversu marga ávexti þú borðar í viku. Held að það gæfi betri niðurstöður. Einnig notarðu "að jafnaði" í spurningunni á undan, væri gott að nota það orðalag líka hér.

"Með hvaða liði helduru í ensku deildinni ? *"
Vantar "engu" valmöguleika.


"Spurningakönnun um heilsufar íslendinga"
Nafnið á könnunninni gefur einnig til að þið séuð að kanna heilsufar, en þið eruð ekki að gera það. Þið eruð að kanna hegðunar- og neyslumynstur... og líklega bera það saman eftir hvaða liði einstaklingar halda með í ensku deildinni.

Einnig gefur það líklega skakka mynd að ætla að útfæra niðurstöður frá notendum á tölvuspjallborði yfir á "Íslendinga", líkt og nafnið gefur til kynna. Þó svo að þú setir þetta á fleiri staði, þá skekkir þetta niðurstöðurnar, sérstaklega líklega í tengslum við spurninguna um hversu mikið við erum við tölvu/síma :)




Höfundur
Gummiandri
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Fim 24. Mar 2016 20:40
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Stutt könnun - vinsamlegast svara !

Pósturaf Gummiandri » Mið 10. Maí 2017 11:54

Klemmi skrifaði:Sæll Gummiandri,

nokkrar athugasemdir:

Í aldri eru misstór bil fyrir aldurshópa. Venjan er að hafa þau jafn stór til að gefa betri mynd.

"Stundar þú íþróttir eða einhverskonar hreyfingu ?"
Einhverskonar hreyfingu? Væri eðlilegra að nota t.d. orðið líkamsrækt, allir hreyfa sig eitthvað yfir daginn.

"Til hvers stundar þú íþróttir ?"
Hér þyrfti að vera hægt að velja fleiri en 1, og alltaf gott að hafa "Annað:" reit, þar sem þátttakendur geta skráð aðra möguleika.
Hver er annars munurinn á að "Halda mér í góðu formi" og "Bæta heilsuna" ?

"Hversu margar klukkustundir notar þú, að jafnaði á dag í sjónvarp, farsíma eða tölvur ? *"
Get ekki valið meira en 6klst, stór hluti landsmanna vinnur við tölvu og er því 8+ tíma við tölvuna á dag.

"Hversu oft á dag borðar þú ávexti eða grænmeti ? *"
Skrítið að tala um hversu oft, og þá á dag, frekar en t.d. hversu marga ávexti þú borðar í viku. Held að það gæfi betri niðurstöður. Einnig notarðu "að jafnaði" í spurningunni á undan, væri gott að nota það orðalag líka hér.

"Með hvaða liði helduru í ensku deildinni ? *"
Vantar "engu" valmöguleika.


"Spurningakönnun um heilsufar íslendinga"
Nafnið á könnunninni gefur einnig til að þið séuð að kanna heilsufar, en þið eruð ekki að gera það. Þið eruð að kanna hegðunar- og neyslumynstur... og líklega bera það saman eftir hvaða liði einstaklingar halda með í ensku deildinni.

Einnig gefur það líklega skakka mynd að ætla að útfæra niðurstöður frá notendum á tölvuspjallborði yfir á "Íslendinga", líkt og nafnið gefur til kynna. Þó svo að þú setir þetta á fleiri staði, þá skekkir þetta niðurstöðurnar, sérstaklega líklega í tengslum við spurninguna um hversu mikið við erum við tölvu/síma :)


Afsakaðu þetta. Þessi könnun var gerð í flýti og er þetta mín fyrsta könnun þannig að ég læri bara af mistökunum :happy



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16269
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1992
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Stutt könnun - vinsamlegast svara !

Pósturaf GuðjónR » Mið 10. Maí 2017 12:11

Svo myndi ég ekki nota upphrópunarmerki á eftir vinsamlegast svara ! .... hljómar eins og þú sért að skipa okkur að svara.
Skoðanakannanir á ekki að gera í flýti, það er óvirðing við tíma þess sem tekur hana, þú verður að vita fyrirfram hvaða upplýsingar þig vantar og setja könnuina fram með einföldum hætti til að ná fram þeim upplýsingum. Annars missir hún marks.




Höfundur
Gummiandri
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Fim 24. Mar 2016 20:40
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Stutt könnun - vinsamlegast svara !

Pósturaf Gummiandri » Mið 10. Maí 2017 13:05

GuðjónR skrifaði:Svo myndi ég ekki nota upphrópunarmerki á eftir vinsamlegast svara ! .... hljómar eins og þú sért að skipa okkur að svara.
Skoðanakannanir á ekki að gera í flýti, það er óvirðing við tíma þess sem tekur hana, þú verður að vita fyrirfram hvaða upplýsingar þig vantar og setja könnuina fram með einföldum hætti til að ná fram þeim upplýsingum. Annars missir hún marks.


Þetta átti nú bara að vera saklaus könnun sem ég átti að gera í stærðfræði. Markmið könnuninnar var ekki að ná fram einhverjum ákveðnum upplýsingum, heldur að reikna út hlutföll og tölfræði svaranna. Megið alveg eyða þessum þráð ef þið viljið, allir hressir...



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Stutt könnun - vinsamlegast svara !

Pósturaf Danni V8 » Mið 10. Maí 2017 17:45

Búinn að svara. Og ef einhver heldur ekki með neinu liði í ensku eða fylgist ekki með því yfir höfuð, bara svara annað. Það þarf ekki endilega að þýða annað lið bara annað svar :)


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x