Síða 1 af 1
					
				[TS] Síðasta tilraun - 200 þús. kr. - Frábær Full HD skjávarpi og rafknúið tjald
				Sent: Mán 07. Nóv 2016 21:21
				af dadjan
				Hér eru eðalgræjur til sölu. Frábær Full HD skjávarpi og rafknúið 110" skjávarpatjald í hæsta gæðaflokki. Skjávarpinn er keyptur í Nýherja og tjaldið er innflutt. Stendur enn fullkomlega fyrir sínu!
Skjávarpinn og tjaldið hafa einungis verið notuð í ca. 100 klst allan þennan tíma!Frekari upplýsingar um skjávarpann: 
http://www.expertreviews.co.uk/tvs-entertainment/projectors/49119/panasonic-pt-ae4000-reviewFrekari upplýsingar um tjaldið: 
http://www.projectorreviews.com/stewart-filmscreen-2/projector-screen-review-stewart-filmscreen-firehawk-g3-motorized-tensioned-projector-hc-grey-screen/Þetta kostaði hátt í milljónina á sínum tíma (800-900 þús.kr.). Síðasta tilraun til að selja, algert botnverð: 200.000 kr., þetta er bara að safna ryki og verður að fara! 
			
					
				Re: [TS] Panasonic PT-AE4000 skjávarpi og rafknúið Stewart Firehawk G3 tjald
				Sent: Mán 07. Nóv 2016 22:26
				af Hrotti
				hvað er tjaldið stórt?
			 
			
					
				Re: [TS] Panasonic PT-AE4000 skjávarpi og rafknúið Stewart Firehawk G3 tjald
				Sent: Mán 07. Nóv 2016 22:38
				af dadjan
				Hrotti skrifaði:hvað er tjaldið stórt?
Takk fyrir að spyrja! Tjaldið er 110" og ég er búinn að uppfæra auglýsinguna 

 
			
					
				Re: [TS] Panasonic PT-AE4000 skjávarpi og rafknúið 110" Stewart Firehawk G3 tjald
				Sent: Mán 07. Nóv 2016 22:59
				af chaplin
				Nú spyr ég bara því ég veit ekki betur, við erum að skoða það að uppfæra varpan heima, þessi varpi kom út árið 2009, hægt er að fá í dag FullHd skjávarpa með næstum því helmingi meiri birtu á 150.000 Kr. Hvað er raunhæflegt verð fyrir þennan og hvað hefur hann umfram nýju skjávarpana?
			 
			
					
				Re: [TS] Panasonic PT-AE4000 skjávarpi og rafknúið 110" Stewart Firehawk G3 tjald
				Sent: Mán 07. Nóv 2016 23:48
				af Hrotti
				chaplin skrifaði:Nú spyr ég bara því ég veit ekki betur, við erum að skoða það að uppfæra varpan heima, þessi varpi kom út árið 2009, hægt er að fá í dag FullHd skjávarpa með næstum því helmingi meiri birtu á 150.000 Kr. Hvað er raunhæflegt verð fyrir þennan og hvað hefur hann umfram nýju skjávarpana?
úr hverju ertu að uppfæra?
 
			
					
				Re: [TS] Panasonic PT-AE4000 skjávarpi og rafknúið 110" Stewart Firehawk G3 tjald
				Sent: Þri 08. Nóv 2016 00:18
				af chaplin
				Ég á hann ekki og veit lítið um hann, en þetta er gamall Epson, með DVD add-on. Líklegast bara 1024x768.
			 
			
					
				Re: [TS] Panasonic PT-AE4000 skjávarpi og rafknúið 110" Stewart Firehawk G3 tjald
				Sent: Þri 08. Nóv 2016 00:38
				af snaeji
				Ég myndi halda að þetta tjald væri auðveldlega 300þ+ virði ef það er mjög vel með farið.
			 
			
					
				Re: [TS] Panasonic PT-AE4000 skjávarpi og rafknúið 110" Stewart Firehawk G3 tjald
				Sent: Þri 08. Nóv 2016 09:04
				af dadjan
				snaeji skrifaði:Ég myndi halda að þetta tjald væri auðveldlega 300þ+ virði ef það er mjög vel með farið.
Þetta tjald er í toppstandi. Eins og ég sagði, þá er varla búið að nota þessar græjur. Ca. 100 klukkustunda spilun á 5-6 árum, það gera 50 bíómyndir eða svo 

 
			
					
				Re: [TS] Panasonic PT-AE4000 skjávarpi og rafknúið 110" Stewart Firehawk G3 tjald
				Sent: Þri 08. Nóv 2016 09:11
				af dadjan
				chaplin skrifaði:Nú spyr ég bara því ég veit ekki betur, við erum að skoða það að uppfæra varpan heima, þessi varpi kom út árið 2009, hægt er að fá í dag FullHd skjávarpa með næstum því helmingi meiri birtu á 150.000 Kr. Hvað er raunhæflegt verð fyrir þennan og hvað hefur hann umfram nýju skjávarpana?
Sæll. Ég vil taka fram að ég er enginn sérfræðingur og að ég er að selja þessar græjur fyrir móðurbróðir minn sem er að selja þetta vegna flutninga.
En varðandi birtuna, þá er hún ekki top priority ef þú ert að leita að góðum heimabíóvarpa. Hún þarf vissulega að vera til staðar, en það sem skiptir meira máli er contrast. Í þessum vörpum er líka mjög gott dynamic iris sem hækkar contrast (meira en þú færð í ódýrari LCD eða DLP varpa).
Listaverð á uppfærðu útgáfunni af þessum varpa (PT-AT6000E) kostar tæpar 600 þús.kr. í Nýherja (
https://netverslun.is/Hlj%C3%B3%C3%B0-og-mynd/Myndvarpar/Panasonic/Myndvarpi-Panasonic--PT-AT6000E/Default/2_10276.action). Þessi varpi heitir PT-AE8000 í Norður Ameríku og þú getur lesið um samanburðinn á PT-AE4000 og PT-AE8000/PT-AT6000E hér: 
http://www.projectorreviews.com/panasonic/panasonic-pt-ae8000-competitors-3/ 
			
					
				Re: [TS] Panasonic PT-AE4000 skjávarpi og rafknúið 110" Stewart Firehawk G3 tjald
				Sent: Lau 19. Nóv 2016 20:19
				af dadjan
				Lækkum verðið á þessu niður í 300.000 krónur!
Þetta þarf að fara og gerir ekkert gagn safnandi ryki inni í geymslu 

 
			
					
				Re: [TS] LÆKKAÐ VERÐ! VERÐUR AÐ FARA! Frábær Full HD skjávarpi og rafknúið tjald
				Sent: Þri 06. Des 2016 13:25
				af dadjan
				Jæja, þetta verður að fara og því er verðið komið niður í 250.000 krónur.
Vill ekki einhver gera vel við sig fyrir jólin? 

 
			
					
				Re: [TS] Síðasta tilraun - 200 þús. kr. - Frábær Full HD skjávarpi og rafknúið tjald
				Sent: Mið 04. Jan 2017 07:42
				af dadjan
				Tökum síðustu tilraun til að selja, 200 þús. kr. fyrir pakkann.